Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 12
Korta lykill: Karlmaður undir 35 ára aldri. Kvenmaður undir 35 ára aldri. Kvenmaður, 35 ára eða eldri. Karlmaður, 35 ára eða eldri. Rokkari Fyllibytta. Skákmaður. Fastagestur. Ekki fastagestur. Veit ekki hvað á að kjósa. Kýs Sjálfstæðisflokkinn. Kýs Vinstri græna. Kýs Framsókn, Kýs Samfylkinguna. Virðulegur einstaklingur. Listamaöur. Utlendingur. Manneskja meö klósett ofarlega í huga. Borð sem er veriö aö tefla við. Dansari. S25Í1 ^16j[| ■ 1181 fllj ■ |12j w?% U! H' /?v f([8j KI17 H Ebl ■ [13] Hverjir eru hvað: Grandrokk byrjaði sem lítil og skuggaleg búlla sem sótt var af vissri tegund útlaga og annarra gáfumanna. Nú er staðurinn kominn í ný og glæsileg húsakynni. Er orðinn tveggja hæða og gestaflóran minnir á réttarball fyrir utan að fastagestirnir er fólkið sem eitt sinn voru alltaf í Hverjir voru hvar en er nú að einhverju leyti gleymt en vonandi ekki grafið. klukkan 23.59 Grandrokk hefur vissa sérstöðu í islensku skemmtanalifi. Hann er sold- ið útlenskur bar að því leytinu til að fastakúnnarnir mæta jafnvel í hádeg- inu til að skella í sig einum bjór. Það er mætt snemma og setið lengi. Hér má finna svona Norm út Staupasteini týpur og merkileg skáld og aðra snill- inga sem lifa eftir lifsstíl alvöru- skálda. Þetta er ekta krá sem er flutt úr hreysi á Klapparstíg yfir í villu á Smiðjustíg. En þó staðurinn hafi risið upp tO vegs og virðingar þá er ekki hægt að neita að fastagestimir mega margir muna betri tíð. Ekki það að þetta séu fallnar stjörnur né fallnir englar. Þetta fólk hefur valið að falla í skuggann af yngra og óþekkara fólki eða þeim eldri og vitrari. Einu sinni voru fastagestirnir nefnilega fasta- gestir i Hverjir voru hvar. Ritstýrðu helstu tímaritum landsins og voru framkvæmdaglöð ungmenni sem lítið sem ekkert heyrist frá í dag. En það var á tímum Helgarpóststins og upp- reisnarinnar sem framin var í skjóli málfrelsis. Einn helsti kóngur þeirrar byltingar var Hrafn Jökulsson en hann er nú andlit Grandrokk út á við og ritstýrir meira að segja Hróki alls fagnaðar. En það er skáktímarit sem gefið er út í nánum tengslum við Grandrokk og ýtir enn undir sérstöðu krárinnar. Eina kráin á íslandi sem gefur út sitt eigið timarit. Lambakiöt og réttarball „Fastagestirnir okkar halda sig að mestu niðri,“ segir Hrafn Jökulsson til útskýringar á stemningu hverrar hæðar um sig. „Meðalaldurinn er lægri á efri hæðinni. Þar er unga fólk- ið sem fór að sækja staðinn eftir að við fluttum. Þetta eru náms- mannaklíkur sem koma hingað vegna þess að bjórinn er hræódýr og stemn- ingin góð.“ Þetta hefur líka heldur betur breytt ásýnd staðarins. Uppi á efri hæðinni er lambakjötsfllingur i gangi. Hljóm- sveitir að glamra og fullt af strákum og stelpum að dansa. Það myndast frábærar andstæður sem minna á horfna tíma. Þau ár þegar hægt var að fara á ball og hitta allan aldurs- skarann á barnum en fá samt rými til að hanga með sínum líkum ef maður vildi það. Hvernig fólk er þetta sem eru fasta- gestir nióri? „Þetta er fólk sem er að fást við allt milli himins og jarðar," segir Hrafn sem minnir á eins konar inspector eða einbeittan gestgjafa sem gengur á milli og athugar hvort gestimir séu ekki að njóta sín sem best á Grandrokk. „Myndlistarmenn eru áberandi og fólk sem tengist sköpun á einhvern hátt. Allt frá bifvélavirkjum til myndlistar- og fjölmiðlamanna. Karlmenn eru samt í meirihluta i fastakúnnahópnum og skákborðin eru vinsæl hjá sumum þeirra. Menn koma hingað til að rifja upp hæfnina til að keppa, margir fyrrum meistarar í skák og einhverjir flóðhestar slæð- ast með. Fram eftir degi sitja líka ein- hverjir fjölmiðlamenn á barnum eða á borðunum við hann og ræða málin.“ Það er sem sagt einstök stemning á þessum gamla stað sem nú er nýr. Þetta er staður ódýra bjórsins og furðufega fólksins. Því hér er nánast engin stereótýpa og allir eru furðuleg- ir. Allar stéttir steypast saman við barborðið og þar er bæði í lagi að vera uppáklæddur og bara í gallabux- unum. Það er nærri því hægt að full- yrða að stemningin innandyra minni einna helst á réttarball. Við erum að tala um gamla bóndann sem fæddist í dalnum, Reykjavíkurbörnin sem fara í sveit á sumrin, ungu bændurna sem trúa á nýja tíma og eins og kortið hér á síðunni gefur til kynna er eitthvað um ungar og sætar heimasætur á þessu réttarballi. -MT Á skákboröi viö klósett: 1} Skáksnillingur meö gleraugu - 37 ára karlmaður - yfir 40 tímar á viku (að tefla) 2; Píanóleikari (að tefla), sítt hár og gler- augu - 40 ára karlmaður - yfir 40 tímar á viku (að tefla) 3: Leikskólakennari sem kýs S - 28 ára kvenmaður - ekki fastagestur (áhorfandi) 4f Myndlistarmaður sem kýs VG - 36 ára karlmaður - edrú og alls ekki fastagestur (áhorfandi) 5:. Verktaki sem kýs VG - 43 ára karlmaður - 40 klst. á viku (áhorfandi) 6: Sköllótt fyliibytta - yfir 40 klst. á viku (áhorfandi) 7s Fmnskt Ijóðskáld, án kosningaréttar - 41 árs karlmaður - yfir 40 klst. á viku Undir stiga: 8í Myndlistarmaður - 38 ára kvenmaður - í sambúð (drekkur léttvfn) 9f Kvikmyndageröarmaöur - 42 ára - giftur 10: Snillingur og myndlistarmaður - 52 ára karlmaöur - einhleypur Viö barlnn: 11'f Virðulegur endurskoðandi - 40 ára kvenmaður - gift 12: Virðulegur blaðamaður - 43 ára karl- maður - giftur 13: Skrifstofumaður sem kýs VG - 64 ár karlmaður - ekki fastagestur 14: Meðferðarfulltrúi sem kýs S - 37 ára karlmaður - 7 klst. á viku 15: Trésmiður sem kýs D - 47 ára karlmað- ur - ekki fastagestur 16: Heildsali sem kýs D - 44 ára karlmað- ur - ekki fastagestur 17: Sjómaður sem kýs S - 30 ára karlmað- ur - ekki fastagestur 18: Trésmiður, óákveðinn - 40 ára karlmað- ur - 5 klst. á viku 19: Skáld sem kýs S - 33 ára karlmaður - ékki fastagestur en einhleypur 20: Karlmaður sem ullar og segir: .Fuck off!“ (ofurölvi) 21: Blaðamaður sem kýs S - 35 ára karl- maöur - 8 klst. á viku 22: Flagari sem er of drukkinn til að kvöld- ið gangi upp hjá honum Borö vlö barinn: 23: Blaðamaður sem ætlar að ógilda kjör- séðil - 33 ára karlmaður - ekki fastagestur (leðurjakki) 24: Sviðsmaður sem veit ekki hvað hann á að kjósa - 30 ára karlmaður -1 klst. á viku 25: Útlenskur sviðsmaður án kosningarétt- ar - 31 árs karlmaöur - 1 klst. á viku 26: Tæknimaður á Landspítala, óákveðinn - 26 ára karlmaður - ekki fastagestur 27: Barfluga sem kýs S - 45 ára karlmað- ur - 40 klst. á viku í spilakassa við stiga: 28: Húsasmiður, óákveðinn - 34 ára karlmað- ur - ekki fastagestur (er að tapa) Borö á bak viö stiga: 29: Erlendur starfsmaður Landssímans - 28 ára karlmaður - 4 klst. á viku 30: Nemi sem kýs S - 25 ára kvenmaður - 3 klst. á viku Annað taflborö, nær barnum: 31: Fyrrum Islandsmeistari f skák, óákveðinn - 30 ára karimaður - 6 klst. á viku (að tefla) 32: Sjómaður að tefla, kýs D - 27 ára karl- maður - ekki fastagestur (að tefla) 33: Sjómaður sem kýs D - 26 ára karlmaður - ekki fastagestur (áhorfandi) 34: Taflsnillingur sem kýs S - 34 ára karlmað- ur - yfir 40 klst. á viku UPPI: Borö við stiga: 1: Bókmenntafræðinemi, óákveðinn - 22 ára kvenmaður - f sambúð og með eitt barn - ekki fastagestur 2: Bókmenntafræðinemi, óákveðinn en ný- kominn úr B-listapartíi - einhleyp en ekki fastagestur 3: Bókmenntafræðinemi, óákveðinn - 22 ára kvenmaður - einhleyp en ekki fastagestur 4: Kvikmyndagagnrýnandi sem kýs Z - 19 ára karlmaður - einhleypur en ekki fastagestur 5: Breskur túristi - 20 ára kvenmaður - ein- hleyp 6: Breskur túristi - 22 ára kvenmaður - ein- hleyp 7: Breskur túristi - 20 ára kvenmaður - ein- hieyp Annað borö viö stiga: 8: Nem.i, óákveðinn - 23 ára kvenmaður - ein- hleyp en ekki fastagestur 9: Nemi sem kýs B - 22 ára kvenmaður - ein- hleyp en ekki fastagestur (stendur við borðið) Enn annaö borð viö stiga: 10: Verkamaður, óákveðinn - 36 ára karlmað- ur - í sambúð - 10 klst. á viku 11: Bókbindari sem kýs S - 38 ára karlmaöur - giftur og á þrjú börn - ekki fastagestur 12: Sendibilstjóri sem kýs D - 35 ára karlmað- ur - giftur og á eitt barn - ekki fastagestur 13: Sjúkraliði, óákveðinn - 35 ára kvenmaður - gift og á eitt barn - ekki fastagestur Standa viö stlgann: 14: Rithöfundur sem kýs S - 26 ára kvenmað- ur - einhleyp en ekki fastagestur 15: Myndlistarmaður, óákveöinn - 27 ára karl- maður - einhleypur en ekki fastagestur Borö rétt hjá bar: 16: Nemi sem kýs S - 19 ára kvenmaður - einhleyp en ekki fastagestur 17: Nemi, óákveðinn - 20 ára kvenmaður - elnhleyp en ekki fastagestur 12 f Ó k U S 30. apríl 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.