Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1999, Blaðsíða 17
Samkvæmt skoðanakönnun DV þykir tæplega 17% þjóðarinnar Stuðmenn vera besta hljómsveit allra tíma á íslandi. Þetta kemur ekki mjög á óvart því Stuðmenn hafa löngum verið kallaðir „hljómsveit allra landsmanna". Átján ára og eidri voru spurðir, sem skýrir lélega útkomu hljómsveita sem eru upp á sitt besta um þessar mundir. Ef yngra fólk hefði fengið að vera með hefði útkoman líkast til orðið önnur. Samtals voru sjötíu og fjórar hljómsveitir nefndar. Fólk er því svo sannarlega með skoðun í þessu máli og segja má að þjóðin sé margklofin í tónlistarsmekk. Þjóðin gefur þó sex efstu sveitunum - Stuðmönnum, Hljómum, Sinfóníunni, KK-sextett, Trúbroti og Hljómsveit Geirmundar - hreinan meirihluta og fullt umboð til að sjá um sín tónlegu málefni á næsta fjörtímabili. Þessar fengu eitt prósent og yfir Fast á hæla Brimklóar kemur önnur sigld sveitaballasveit, SSSól, meó 1,8% í ellefta sæti yfir bestu hljómsveit allra tíma. Þeir fá atkvæöin aöallega utan af landi þangaö sem þeir hafa sótt sínar viöurkenningar í gegnum tíöina. Tólfta vinsælasta bandiö er Þursa- flokkurlnn meö 1,6%. Séu atkvæöi Stuö- manna og Þursa lögð saman kemur í Ijós mikill persónusigur fyrir Egll Ólafsson. Ef spurt heföi verið um mesta söngvara lands- ins heföi hann örugglega veriö ofarlega. i slíkri könnun heföi Bubbl Morthens án efa líka orðið hár en helstu afrek sín í poppinu hefur Bubbi unnið einsamall. Gömlu pönkar- arnir í Utangarðsmönnum deila þó þrettánda sætinu meö Todmobile en hvort bandið fær 1,4% atkvæöa. í fimmtánda sæti raöast tvær sveitir sem margir hefðu örugglega spáö betri útkomu. Sykurmolarnir er án efa frægasta hljómsveit landsins utan þess og Skítamórall var vin- sælasta hljómsveit landsins í fyrra. Samt fá þessi bönd hvort um sig bara 1,2% af velvild þjóðarinnar. Skítamóralspiltar hefðu þó án efa fengið meira heföi könnunin náö niður í fermingaraldurinn. Fimm hljómsveitir fá svo slétt eitt prósent. Hljómsveit Svavars Gests, KK-band, Manna- korn, Spilverk þjóðanna og Stjórnln. Allt forn- frægar sveitir og i náöinni hjá þjóöinni. 1 Um könnunina I skoöunarkönnun DV var hringt í sex hundruö manns á kosningaraldrinum. Jafnt hlutfall var á milli kynjanna og eins milli fólks á höfuöborgarsvæðinu og úti á landi. Spurt var: Hver er besta hljómsveit allra tíma á íslandi? Þáttaka var góö; 501, eða 83,5%, svöruðu spurningunni. Eftir þessum var Fimm sveitir fengu fjögur atkvæði hvor. Þaö voru hljómsveit- ir sem treystandi er til að halda uppi góðu stuði; Glaumbæj- arsveitin Dúmbó og Steini, Hljómsvelt Bjarna Bö, „næst- vinsælasta hljómsveit landsins", Land og synir, drykkju- bandiö Papar og Bjöggi meö brotna tönn í Ævintýrl. Sjö sveitir, bæði hreinræktuð gleöibönd og bönd meö „list- rænan metnaö", fengu þrjú prik hvor. Bítlavinafélagiö, Brunallölð og Ríó Tríó vöktu upp draum um gamalt djamm í minningu 0.6% landsmanna en Botnleðja, Jet Black Joe, Ný dönsk og Þeyr höluöu inn s!n þrjú stig meö góöu og frumlegu rokki. Þær hljómsveitir sem fengu tvö prik eru ellefu talsins. Nokk- uö er þaö fjölbreyttur hópur. Yngsta sveitin er Ham, sem þó er löngu dauð. Tveir nefndu Egó og öðrum tveim fannst Pellkan skara fram úr. Tvö stig féllu lika til Grelfanna, Flowers, HLH flokksins, Lónlí blú bojs, Lúdó og Stefáns, Savanna tríóslns og Steina Spil. Tveim körlum í Reykjavik fannst svo Lúðrasveit Reykjavíkur þaö besta sem landiö býður upp á. munað Tuttugu og átta sveitir fengu eitt kiapp á bakið hvor. í þeim tilvikum getur vel veriö að nánir vinir eöa hljómsveitarmeð- limir sjálfir hafi veriö aö greiöa (sjálfum sér) atkvæði. í þess- um minnihlutapotti kennir ýmissa furðulegra grasa. Árblik, Danshljómsveit Borgarness, Félagar, Hafrót, Hljómsveit Reykjavíkur, Lúörasveit ísafjarðar, Pkk, Stilluppsteypa, Sýn Tennessee trans og Þórsmenn hafa ekki fariö mjög hátt á vinsældalistunum síðustu árin en eiga þó allavega einn dyggan aödáanda, jafnmikið og bönd sem hægt heföi verið aö ímynda sér aö væru vinsæl. Þó GusGus hafi rakað kon- ur í efsta sæta íslenska listans vikum saman man þó bara einn kvenmaður í Reykjavík eftir þeim. Strákur utan af landi (á Akureyri?) nefnir 200.000 naglbíta þó sú sveit hafi brot- iö allt sem brotnar nýlega og eins fá megastuðböndin Upp- lyftlng, Sóldögg, Spoon, Vinir vors og blóma og Skriöjökl- ar bara mola á mann. Þá nefndi einn minnugur frá höfuö- borginni hippasveitina Náttúru og einstakir nýbylgjuboltar gáfu Grýlunum, Purrki plllnlkk, Júplters og Langa Sela og Skuggunum atkvæöi sitt. 42 Karlar 46 Konur ■■■ „Hljómsveit allra landsmanna“ era sigurvegarar þessarar könn- unar. Frá því bandið byrjaði sem menntaskólaflipp í MH í byrjun áttunda áratugarins hefur mikið og mismerkilegt vatn runnið til sjávar. Stórsigrar Stuðmanna vora unnir á fyrstu tíu árum ferilsins, plöturnar „Sumar á Sýrlandi" og „Tívolí“ og grínmyndin „Með allt á hreinu". Síðan hefur bandið vitnað í þessi afrek og haldið sér við með mörgum minni afrekum; ágætum lögum og plötum, nánast árvissum „kombökkum" og stöðugri spilamennsku. Einnig hefur brölt aðalstuðmannanna, Egils Ólafssonar og Jakobs Magnússonar, á öðrum vettvangi viðhaldið athygli fólks. Stuðmenn eru síður en svo lagstir til hvílu, þeir boða sumarskemmtanir og hyggjast halda aldamótaball í Laugardalshöll. Miðað við útkom- una hér ættu allavega 17% þjóðar- innar að láta sjá sig. jlJjJjTj Aldnir hafa orðið þegar kemur að vali á sveitinni í íjórða sæti. KK- sextettinn var HLJÓMSVEITIN á eftirstríðsárunum, eða þangað til lubbaleg ungmenni fóru að láta til sín taka upp úr 1960. Kristján Krist- jánsson, KK, stjómaði sveitinni einbeittur á svip og blés í saxófón og klarínett. Mjög margir komu við sögu á þeim tæplega fimmtán árum sem sveitin starfaði, m.a. Guðmundur Steingrímsson trommari og Jón bassi. Söngvarar komu og fóru, Raggi Bjarna og Ellý Vilhjálms þeirra kunnastir. Sveitarmeðlimir höfðu lifibrauð sitt af spilamennskunni og því þurfti að spila mikið. KK-Sextettinn hafði aldrei fast aðsetur á skemmtistað heldur spilaði m.a. í Þórskaffi, Röðli og Mjólkurstöðinni, lék á Vellinum og erlendis, og hélt skemmtanir í Austurbæjarbíói og söngvakeppnir víðs vegar um landið. Til er tvöfaldur safndiskur með upptökum sveitarinnar og er það skyldueign fyrir þau rúmu fimm pró- sent sem koma sextettinum í fjórða sæti og heppilegur pakki fyrir þá yngri sem vilja tékka á stuðarfinum. 16 Karlar 11 Konur Blómaskeið Trúbrots kom í beinu framhaldi af blómaskeiði Hljóma, en samkeppnin var orðin harðari í poppinu. Samt er Trú- brot vinsælasta hippasveitin sam- kvæmt þessari könnun. Þetta er ágætis árangur hjá Trúbroti mið- að við hve fáir muna hvað sneri upp og hvað niður þegar bandið var upp á sitt besta. Trúbrot gaf út plötuna „Lifun" sem í hugum margra er enn besta plata sem hér hefur verið gerð. Þessari sögu- skoðun hefur oft verið haldið á lofti, sérstaklega þar sem „Trú- brots-árgangurinn“ er nú við stjórn í flestum fjölmiðlum. Þetta og sú staðreynd að Trúbrot átti marga góða smelli í upphafi ferils- ins hefur eflaust vegið þungt þeg- ar 4% þjóðarinnar fylktu sér um bandið. 36 Karlar———BIHHMB 30 Konur “*—■I Lengi lifir í gömlum glæð- um. Þ.e.a.s. segja glæðum þeirra sem vora ungir og fersk- ir á sjöunda áratugnum. Þær glöðu glæður eru samkvæmt könnuninni 13% af þjóðinni og koma Hljómum í annað sæti. Hljómar vora eins og Bítlarnir á íslandi nema þeir höfðu enga Rollinga til að keppa við og voru því Rollingarnir líka. Hljómar var fyrst íslenskra bítlasveita til að gefa út stóra plötu og það með eigin efni að megninu til. Gunnar Þórðar- son var góður lagasmiður og gat samið bæði hugljúfar ball- öður og raddalega fjörsmelli. Samsetning Hljóma gekk líka alltaf upp, þó mannabreytingar væru tíðar. Gunnar og Rúnar Júlíusson vora andlitin út á við, en Engilbert Jensen gat sungið eins og engill, Pétur Östlxmd trommað eins og ná- frændi Keiths Moon og Shady Owens lagði til kvenlegan sjarma. Hljómar eyddu smá- tíma erlendis en spiluðu ann- ars á íslandi helgi eftir helgi, ár eftir ár. Orðspori sveitar- innar hefur verið haldið við með ferilsplötum og endurút- gáfum og heilu poppminjasafni í Keflavík. Þess vegna, og ein- faldlega af því sveitin spilaði gott bítlarokk, lifir enn í glæð- um Hljóma. 3jijjl£)iJJ2Jj'j Sinfóníuhljómsveitin er eina ríkisstyrkta hljóm- sveitin sem kemst á list- ann og sú fjölmennasta. Með sveitinni spila sjötíu fastráðnir hljóðfæraleikar- ar og þar að auki eru 20-30 manns á launum hjá henni. í fyrra fékk Sinfón- ían tæplega 250 milljónir frá opinberum aðilum; rík- inu, Reykjavíkurborg, Menningarsjóði útvarps- stöðva og Seltjamamesbæ. Það kostar um hundrað millur í viðbót að reka sveitina á ári og kemur sá aur frá 40 stórfyrirtækj- um. Já, og svo reddar sveitin sjálf um 10% með miðasölu og ýmsum sér- tekjum. Aðsókn hefur ver- ið góð hjá Sinfóníunni í vetur og er nánast uppselt á alla tónleika. Ef sveitin ætti að geta rekið sig sjálf þyrfti hver miði að kosta 15 til 20 þúsund kall og hver heilvita maður sér að það gengur ekki upp. Nei, það er nauðsynlegt fyrir íslenska þjóð að hafa að- gang að lifandi flutningi á tónlist steindauðra tón- skálda og misathyglis- verðra nútímatónskálda. Rúmum 8% þjóðarinnar finnst Sinfónían allavega besta hljómsveitin en hin 92 prósentin halda bara kjafti og borga skattana sína og afnotagjöldin. 24 Karlar ■BBBBU 18 Konur Geirmundarsveiflan lifir! Geirmundur Valtýsson og aðstoðar- kokkar hans komast hátt og eiga það skilið fyrir eljusemina og út- haldið. Helgi eftir helgi þeysir sveiflukóngurinn um landið og tryll- ir miðaldra skemmtanafíkla, enn eldri stuðbolta og e.t.v. yngra fólk líka. Ekki kemur á óvart að meirihluta stuð-ningsins fær Geirmund- ur af landsbyggðinni (13 atkvæði) en í höfuðborginni leynast líka sveiflufíklar sem lágu ekki á liði sínu (7 atkvæði). JlJjJJllJJJJG! ^Ji\ll\ 13 Konurr 7 KarlarL ScÍLlLi LuLLl£udcLlS LuLLlS Athygli vekur að konur era í meirihluta þeirra sem nefna Hljómsveit Ingimars Eydals. Minni athygli vekur hve góða kosningu sveitin fær á landsbyggðinni (Akureyri aðallega?) eða samtals 14 atkvæði á móti 6 at- kvæðum úr höfuðborginni (aðfluttir Akureyringar?). Hljómsveit Ingi- mars Eydals lagðist eðlilega niður þegar stjórnandi hennar lést fyrir nokkrum árum en sveitin hafði haldið til i Sjallanum og spilað þar síð- an elstu gleðipinnar mundu. Sveitin spilaði allra handa stuðlög - svo- kallað Sjallatrums - en gaf einnig út plötur og frábær lög eins og „í sól og sumaryl". Ingimar stjómaði eins og herforingi frá hljómborðinu en meðal eftirminnilegustu söngvara sveitarinnar vora Vilhjálmur Vil- hjálmsson, Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir. Sálin er yngsta sveitin á topp tíu. Það segir sitt um hruman tónlist- arsmekk landans að Stebbi Hilm- ars og félagar héldu upp á tíu ára afmæli Sálar- innar í fyrra. Til- vist Sálarinnar geta þau rúmu þrjú prósent þjóðarinnar sem kusu hana þakkað Þorsteini Joð sem hóaði saman nokkrum lag- vissum piltum og fékk þá til að spila sálartónlist. Strák- unum leið vel í samstarfinu og árin liðu við leik og söng. Sálin er eflaust enn að og fastlega má búast við að gam- alt stuð taki sig upp í sumar. LiLtLv kló 3 KonurI 2 Karlar I & h v 'Wf/ : 7. n Eftir að margir höfðu reynt tókst Mezzoforte fyrstri ís- lenskra sveita að smeygja sér upp á alþjóðlega poppborðið. Með „Garðveislunni" tókst sveitinni dýrðarsumarið 1982 að komast í 17. sæti enska smáskífulistans. íslendingar urðu að vonum ánægðir með árangurinn og þetta atvik muna eflaust þau tæpu 2% sem komu Mezzó í níunda sætið. Víst þykir þessu bræðingsfólki einnig mikið til um hæfileika Mezzofor- temeðlima, enda eru þeir tíðir gestir á verðlaunapall fyrir fingrafimi og snilld. Starfsemi Mezzo liggur að mestu niðri um þessar mundir en Friðrik Karlsson, Gulli Briem og strák- arnir hafa nóg að gera á öðrum vígstöðvum. ta II Brimkló lagði í sína blautu sjóferð um sveitaböll landsins árið 1973. Hljómsveitin lypp- aðist endanlega niður í byrjun níunda áratugarins, skömmu eftir að ungur rækjurokkari hafði lýst því yfir að eingöngu „löggiltir hálfvitar" hlustuðu á hana. í millitíðinni höfðu kom- ið út fimm albúm og mörg stuðlögin borist úr einróma út- varpstækjum landsmanna. Björgvin Halldórsson, Arnar Sigurbjörnsson og Ragnar „Gösli“ Sigurjónsson stofnuðu bandið og vora í því til enda. Örar mannabreytingar vora í Brimkló alla tíð, í lok áttunda áratugarins var m.a.s. lagt upp í nokkrar sjóferðir með Halla, Ladda og Röggu Gísla innan- borðs. Fólkið sem kýs Brimkló (2% þjóðarinnar) veit hvað það vill. Það vill gott stuð og spilar eflaust gömlu Brimklóarplöt- urnar enn þá þegar það fær sér í glas. 16 f Ó k U S 30. apríl 1999 30. apríl 1999 f Ó k U S 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.