Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 2
iéttir LAUGARDAGUR 15. MAI1999 Kínverjar í milljarðaviðskiptum við Landsvirkjun búa á gistiheimili: Þrír saman í herbergi Þrír Kínverjar frá Orkustofnun Kínverska alþýðulýðveldisins, sem átti lægsta tilboðið í byggingarhluta Vatnsfellsvirkjunnar, búa saman í einu herbergi á gistiheimilinu Dúnu í Fossvogi og greiða 1400 krónur fyrir nóttina á mann. Tilboð þeirra, sem nú er til skoðunar hjá Landsvirkjun, hljóðaði upp á rúma þrjá milljarða. „Þeir eru mjög nægjusamir og elda ofan I sig sjálfir. Þá vinna þeir mikið inni á herberginu þótt ég hafi boðið þeim setustofuna til þess. Ég held að íslendingar ættu að taka sér þessa menn til fyrirmyndar," sagði Margrét Jónsdóttir sem rekúr gistiheimilið Dúnu ásamt manni sínum. Kínverjarnir þrír eru allir yfir- menn hjá Orkustofnun Kínverska al- þýðulýðveldisins sem er með 200 þús- und menn í vinnu. Fyrirtækið hefur byggt svo til allar virkjanir sem reist- ar hafa verið í Kína og reyndi að kom- ast inn á íslenskan virkjunarmarkað 1989 þegar það bauð i stækkun Búr- fellsvirkjunar. Tilboð þeirra nú er 63 prósent af kostnaðaráætlun og eru Kínverjarnir vongóðir um að fá verk- ið. Vatnsfellsvirkjun, sem um er rætt, er miðja vegu á milli Þórisvatns og Sigöldulóns. Með nægjusemi sinni og sparnaði eru Kínverjamir þrír að hlíta stefnu kínverskra yfirvalda sem leggja ríka áherslu á aðhald í ferðalögum opin- berra starfsmanna erlendis. Þeir kaupa sjáMr í matinn og telur Mar- grét gistiheimilisstýra að þeir hafi um 2000 krónur í dagpeninga miðað við hvað þeir eyða i gistingu og mat. Kínverjamir heita He Jian Yue, Zhao Yan Shan og Yin Jian Guo. Landsvirkjun mun taka afstöðu til milljarðatilboðs þeirra um miðja næstu viku. Þangað til dvelja þeir á Gistiheimilið Dúna. DV-mynd S gistiheimilinu Dúnu. -EIR Eurovision á Netinu: Selma ísland er komið í fyrsta sæti á velflestum listum sem birtir era á Net- inu um væntanleg úrslit Eurovision- söngvakeppninnar. Á hinni virtu „Euro- Active“ netsíðu hef- ur Selma Bjömsdótt- ir skotist úr öðra sæti í hið fyrsta með lagið All out of Luck og situr þar sem fastast. Við gerð listanna á Netinu vinnur er beitt almennri símakosningu en það er sama aðferð og notuð verður i keppninni sjálfri í ísrael í lok mán- aðarins. Nýjustu listar á Netinu sýna aö Kýpur sækir fast að íslandi i fyrsta sætinu og í kjölfarið sigla Hollend- ingar, Króatar og Belgar. í 16. sæt- inu, sem íslendingar eignuðu sér eftirminnilega með Gleðibankanum í Bergen vorið 1996, sitja nú Portú- galar, ef marka skal spámar, og botninn verma Pólverjar með lagið Przytul mnie mocno. -EIR Selma Björnsdóttir. Leikskólakennarar ganga út: 1.500 hyggjast ganga úr BSRB í dag Viðskilnaður Félags íslenskra leikskólakennara við BSRB var ræddur af hörku á fuiltrúaráðsþingi félagsins í gærdag. Ekki er annað að sjá en að meirihluti þingfulltrúa vilji kveðja stóra launþegasamband- iö en í dag verður úr því skorið. Leikskólakennarar landsins em 1.439 talsins, þar af 18 karlar, en leikskólar um 250 með um 15 þús- und böm. „Það er að eiga sér stað ákveðin endurskipulagning í verkalýðsmál- um, ákveðin endurskipulagning á sér stað, félög flokka sig meira eftir starfsgreinum. Ástæðan fyrir því að við erum að fara út er að okkur finnst við eiga meiri samleið með kennurum grannskóla og fram- haldsskóla heldur en með þeim hóp- um sem era innan BSRB,“ sagði Björg Bjamadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakennara, í sam- tali við DV í gær. Hún segir að félag- ið muni hafa sjálfstæðan samnings- rétt þótt það farií nýtt kennarafélag. Þessi hreyfing er eðlileg „Það hefur lengi legið fyrir að vilji er hjá leikskólakennurum að sameinast öðrum kennurum," sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í gær. Hann segir að vissu- lega hafl bandalagið verið að missa hópa úr sínum röðum. „En síðan hafa aðrir hópar kom- ið til liðs við okkur. Þessi hreyfing er eðlileg. Og þegar grannt er skoð- að hefur félagatala BSRB ekki verið á niðurleið á undanfórnum árum og samtökin okkar sterk og öflug,“ sagði Ögmundur. -JBP Tugmilljónasvik reynd Reynt var að svíkja tugi milljóna króna út úr nokkram íslenskum fyrirtækjum, KEA, Mjólkursamsöl- unni og ÁTVR, síðastliðinn mið- vikudag. Svo virðist sem erlendir menn hafl staðið að tilraununum en enginn hefur verið handtekinn enn. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra skýrði frá þessu á blaða- mannafundi í gær. Viðskiptavinur KEA hringdi þangað klukkan eUefu á miðviku- dagsmorgun og sagðist vilja leggja 300 þúsund doUara inn á viðskipta- skuld sína hjá fyrirtækinu. Hann fékk uppgefið númer bankareikn- ings tU að leggja inn á og gaf sjálfur upp faxnúmer í Bretlandi. Á nánast sama tíma hringdi útlendingur til Landsbanka íslands á Akureyri og gaf upp nafn sem reyndist vera nafn eins af yfirmönnum KEA. Hann tU- kynnti að á leiðinni væri milli- færslubeiðni frá bankareikningi KEA inn á erlendan bankareikning á Gíbraltar, að fjárhæð um 25 millj- ónir króna. Skömmu síðar barst miUifærslubeiðni frá stjórnarfor- manni KEA á faxi, undimituð af stjómarformanni, ritara stjómar og forstjóra KEA, en faxið reyndist koma frá Bandaríkjunum. Óskað var eftir að staðfesting yrði send á Hótel Holt um leið og mUli- færslan hefði átt sér stað en slíkir fjármunir vora ekki á viðkomandi reikningi. Síðan kom ítrekunarfax og símtal til ítrekunar miUifærsl- unni frá enskumælandi manni sem kynnti sig sem fjármálastjóra KEA. Starfsmaður Landsbankans hafði þá samband við yfirmenn bankans sem hringdu tU KEA og þá kom í ljós að um tilraun til svika var að ræða. Sams konar tilraunir tU fjársvika vora gerðar um miðjan sama dag hjá íslandsbanka við Suðurlands- braut gagnvart ÁTVR og hjá aðal- banka Landsbankans gagnvart Mjólkursamsölunni. Thelma Björk mun sitja spennt fyrir framan skjáinn á morgun þegar Manchester United leikur viö Tottenham og það ræöst hvort liðiö hennar verður Englandsmeistari. DV-mynd Hilmar Þór Thelma Björk oröin spennt: 8 ára United-stelpa þekkir alla leikmenn Telma Björk Einarsdóttir, 8 ára stúlka í Grafarvoginum, þekkir alla leikmenn Manchester United með nafni, hefur horft á aUa leiki liðsins sem sýndir hafa verið í vet- ur og segist vera yfir sig spennt að vita hvort liðið hennar verður Englandsmeistari á morgun, sunnudag. „Ég horfði á leikinn á miðviku- dag þegar Manchester gerði jafn- tefli á móti Blackburn," sagði Thelma sem var orðin heldur spennt í lok leiksins. En hvað var mest spennandi leikurinn í vetur? „Þegar Manchester spUaði við Juventus á útiveUi. Þá unnu þeir 3-2. AUt í einu vora þeir komnir undir, 2-0, eftir stuttan tíma. Þá spurði ég pabba hvort við ættum bara ekki að slökkva á sjónvarp- inu. Svo horfði ég áfram og fljót- lega var komið 2-2. Svo kom síð- asta markið í seinni hálfleik. Það var gaman," sagði Thelma. - Manstu hverjir skoraðu fyrir United? „Já, það voru Roy Keane, Mich- ael Yorke og Andy Cole.“ Hún kvaðst æUa að fylgjast vel með leiknum á móti Tottenham á Old Traf- ford, heimavelli Manchester, á morg- un. Thelma verður sennUega ein við sjónvarpið því faðir hennar, Einar Ingólfsson, sem líka er United-maður, er fjarverandi í miUilandasiglingum. Skip hans, Brúarfoss, verður á heim- leið í Atlantsahafinu á morgun. Thelma ætlar að taka leikinn upp fyr- ir pabba sem kemur sennilega heim á þriðjudag. „Mér finnst Beckham bestm-. Svo finnst mér Yorke lika góður, Giggs og Cole,“ sagði Thelma. Þessi ungi knatt- spyrnuáhugamaður segist æUa að fara á sinn fyrsta landsleik þann 5. júní þegar ísland leikur heimaleik á móti Armeníu i Evrópukeppninni: „Ég hef oft horft á landsleiki í sjón- varpinu. En ég hef aldrei farið sjálf á völlinn." Aðspurð með hverjum hún fari á vöUinn sagði Thelma: „Með Garöari vini mínum og pabba hans!“ -Ótt stuttar fréttir Foreldrahús PáU Pétursson félagsmálaráð- herra undirrit- aði á föstudag fyrir hönd fé- lagsmálaráðu- neytis sam- starfssamning við Vímulausa æsku og For- 1 eldrahúsið. IBylgjan sagði frá. Kennarauppsagnir 12 kennarar í Laugarnesskóla í Reykjavík sögðu upp störfum í gær og skiluðu inn uppsagnarbréfum tU FræðsluskrUstofu Reykjavíkur. Þetta er um þriðjungur kennara í skólanum. Visir.is sagði frá. Fékk sumarbústaö Sumarbústaður sá er stendur ; inn af Hótel ValhöU og ÞingvaUa- ; nefnd keypti í byrjun ársins á 6,3 ;; milljónir króna hefur verið gef inn nýjum eiganda og mun vera * á leið tU eins af sjávarþorpunum | við suðurströndina. Viðskipta- I vefur VB á Vísi.is sagði frá Hver sendi? Lögfræöingur Framsóknar- ij Ookksins hefur óskaö eftir því viö | Islandspóst að upplýst verði I hvenær komið í var með fjór- 1 blöðung um Uokkinn til | dreifingar og j með hvaða hætti var staðið að dreifingu hansafhálfuís- i landspósts hf. Jafnframt hvaða ein- j staklingur kom með nefndan bæk- Íling tU dreifíngar og í umboði hvers. í honum var vegið aö HaU- dóri Ásgrímssyni persónulega, Finni Ingólfssyni, Framsóknar- | Uokknum i heUd sinni, ríkisstjórn- í; inni og öðrum aðilum. Visir.is t sagði frá. Smáþörungar Smáþörungaverksmiðja, sem * æUunin er að reisa í Höfnum á Suðumesjum, er nú að færast | skrefi nær veruleikanum. Að sögn | Jóns HaUdórs Jónssonar, fbrstjóra Keflavíkurverktaka sem eiga 25% í félaginu sem stendur að verksmiðj- 1 unni, verður rannsóknarstofa, sem starfrækt hefur verið á vegum fé- !* lagsins í Skotlandi, flutt tU lands- ins í júlí nk. Viðskiptavefur VB á : Vísi.is sagði frá. Ættingjar fundnir Tekist hefur að hafa uppi á öU- um ættingjum flóttamanna frá ; Júgóslavíu sem ætlunin er að | komi hmgað til lands, að sögn j Rlkisútvarpsins. Að öUum líkind- um fara íslenskir fuUtrúar að I sækja fólkið en það er ýmist í Makedóníu, Albaniu eða Svart- fjallalandi. Visir.is sagði frá. Ekki krafist rannsóknar Máli Hrannars B. Arnarssonar hefur verið vísað tU yfirskatta- nefndar, að sögn Ríkisútvarps- ins. Það er vægara stig refsimeð- I ferðar af tveimur. Ekki verður ; krafist opinberrar rannsóknar. RÚV sagði frá. Hornsteinn í ávarpi við lagningu hornsteins að Sultartangavirkjun í gær lagði : forseti íslands, Ólafur Ragnar | Grímsson, áherslu á mikU- vægi þess að sátt ríki um sambúð náttúra og framkvæmda í orkubúskap ís- I lendinga. Vísir.is sagði frá. Nekt og fíkn Hollenska konan sem gripin var við fíkniefnasmygl á Kefla- víkurflugveUi á miðvikudaginn var hefur starfað sem nektar- dansmær í Reykjavík. Hún var úrskurðuð f rúmlega tveggja mánaöa gæsluvarðhald. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.