Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 18
18 Hfeygarðshornið LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 JjV Breyttur fréttatími Lífi mínu hefur verið umturnað og ekkert verður sem áður. Þeir hafa fært fréttatímann. Sjöfréttirn- ar hafa veriö færðar til klukkan sex, með þeim röksemdum að allir séu komnir heim klukkan sjö og geti þá horft á sjón- varpsfréttir. Allt miðast við þær. Þær hafa nú sest í önd- vegi til þess að geta verið á undan fréttum Stöðvar tvö. í næsta mánuði mun ég ekki heyra útvarpsklukkuna glymja sjö sinnum. Það verð- ur einkennileg tilfmning sem því fylgir því að allt mitt lif hefur snúist um þessar sjöfréttir, alveg frá því að ég man eftir mér. ****** Ekkert bendir til þess að sjónvarpsfréttirnar verði neitt betri við það að vera klukkan sjö í stað klukkan átta. Þær myndu ekki einu sinni batna þótt þær yrðu fluttar til klukkan tíu á kvöldin, sem yrði sennilega langbesti tíminn fyrir sjón- varpsfréttir. Það sem er að sjónvarpsfréttunum er ekki það að fréttir Stöðvar tvö séu á undan þeim. Það sem er að sjónvarpsfréttunum er að þær eru ekki nógu góðar. Þær eru hvorki líflegar eins og á Stöð tvö né vandaöar, eins og hjá fréttastofu útvarpsins. Hvorki snarpar né ítarlegar, hvorki glannalegar né virðulegar. Þær eru fyrst og fremst varfæmislegar og dauflegar og einkennast af talnaromsum sem enginn þar á bæ virðist geta unnið úr. Dirfska fréttamanna er einskorðuð við að hella sér yfir talsmenn húmanista. Sjálfstætt fréttamat þeirra lýsir sér í Ólafi Sigurðssyni og prívather- ferð hans fyrir hvalveiðum. Og ekki bætir úr skák sjálfur frétta- stjórinn sem hefur lag á því að lesa fréttimar eins og honum sé eitt- hvað í nöp við okkur sem horfum. ****** Munurinn á fréttastofum sjón- varpsstöðvanna var greinilegur á kosninganóttina: það var miklu skemmtilegra að horfa á Stöð tvö, að minnsta kosti þangað til smekk- leysið keyrði úr hófi þar á bæ. Það var unun að fylgjast með Sig- mundi Emi baða út öngunum fyr- ir framan tölvumyndina og þruma að nú hefðu mikil pólitísk tíðindi gerst einhvers staðar. Frammi- staða hans var eins og sjónvarp getur best orðið: fróðleikur sem af- þreying, afþreying sem fróðleikur. Fyrsta táakrumpinginn fann mað- ur hins vegar þegar Kristján Már Unnarsson var að spjalla við maka þingmanna og hóf máls á að spyrja eiginmann Sivjar Friðleifsdóttur hvort hann væri ailtaf í eldhúsinu - er hægt að vera bjánalegri frétta- maður? Já - það sýndi Eggert Skúlason þegar hann fór að klípa Össur Skarphéð- insson í skeggið og klappa honum öllum og var far- inn að reyna að kyssa hann þegar útsendingin var rofin ... Þama urðu ýmis slys og smekkvísin ekki alltaf höfð aö leiðarljósi og gest- irnir í sófanum misgáfu- legir - en þarna var samt eitthvað að gerast. Hjá RÚV ríkti hins vegar syfjuleg lognmolla; alltaf þegar maður skipti yfir á þá stöð sá maður syfjulegt fólk hímandi á stólum og rýnandi á skjái og taut- andi eitthvað um hvort þessi eða hinn væri inni eða úti. Kannski að lifnað hefði yfir samkomunni ef Ólafur Þ. Harðarson hefði fengið að hafa pípuna ... ****** í umræðum um breyttan fréttatíma hefur aldrei borið á góma eitt helsta olnbogabarn nútímalegs samfélags og enginn sem virðist hafa skenkt því hugsun: það er fjölskyldan. Hvað er að frétta af málefnum fjölskyldunnar klukkan sjö á kvöldin? Hefur það verið kannað? Er það alveg úrelt að fjöl- skyldan - hvernig svo sem hún er annars saman sett - setjist saman við kvöldverðarborð klukkan sjö Guðmundur Andri Thorsson til þess að njóta matar? Hefur sú samverustund verið slegin af? Hef- ur íþróttafélögunum, tómstunda- klúbbunum, líkamsræktarstöðv- unum og sjónvarpinu tekist með sameiginlegu átaki að hafa af fjöl- skýldunni þessa samverustund sem eitt sinn var heilög? Sjónvarpið er miklu ágengari miðiil en útvarpið og þaggar niður í öllum. Þannig er ekki hægt að snæða kvöldverð og horfa á sjón- varp í senn. Sjónvarpið er boð- flenna við slíkar aðstæður. Það er ekki nóg hjá forráðamönnum Sjón- varps að segja sem svo að kannan- ir sýni að allir séu komnir heim til sín klukkan sjö að kvöldi - þeir hefðu líka átt að kanna hvort al- mennt sé að fólk setjist að snæð- ingi klukkan sjö, og sé raunin sú þá er nýi fréttatíminn enn eitt til- ræðið við fjölskyldurnar í landinu, enn ein tilraunin til að sundra þeim, enn einu sinni verið að reyna að tryggja að meðlimir hennar hittist varla, og tali þá að minnsta kosti ekki saman, þá sjaldan sem það ber við. dagur í lífi Kjördagur í lífi Össurar Skarpháðinssonar: Ekki góð Pollýanna Össur Skarphéðinsson var ekkert sérlega ánægður á kosninganóttina en telur að ævintýrinu sé langt í frá lokið. Hér er hann með eiginkonu sinni, Árnýju Sveinbjörnsdóttur, í hópi stuðningsmanna. „Eru kosningamar ekki örugg- lega búnar í dag, pabbi minn?“ spurði Birta dóttir mín þegar við vöknuðum saman að morgni kjör- dagsins. Við höfum fyrir reglu að fara saman eins oft og við getum í göngutúr út í vitann á Örfirisey þar sem hún skoðar fugla og hrúð- urkarla á sérstökum leynistað. Meðan kosningahasarinn gekk yfir fækkaði þessum ferðum okkar og í siðustu vikunni féllu þær al- veg niður. Ég byrja kosningadaginn jafnan rólega. Eftir nokkrar hringingar til frambjóðenda og kosningastjóra til að skipuleggja timann framyfir hádegið bætti ég loks Birtu upp svik vikunnar með löngum göngutúr í Örfirisey. Hún lét einsog galsafengin gimbur í blíð- viðrinu og réði sér ekki fyrir kæti. Ég skyggndist eftir æðarkóngi sem hefur gert sig heimakominn í stór- um hópi æðarkollna og blika við hafnarmynnið en sá hann ekki. Át ís oíj tók í nefið Uppúr ellefu fórum við að kjósa í Hagaskóla. í kjördeild tók á móti okkur útsendari Sjálfstæðisflokks- ins sem færði nöfn okkar skil- merkilega á skrá flokksins yfir þá sem voru búnir að kjósa. Mér finnst alltaf jafn niðurlægjandi að flokkurinn sem Jón Baldvin kall- aði einu sinni mexíkanskan bófa- flokk skuli óáreittur fá með þess- um hætti að fylgjast með kjósend- um. Á eftir verðlaunuðum við Ámý fjölskylduna fyrir að hafa kosið rétt með því að kaupa ís á línuna í ísbúðinni á Hjarðarhaga. Ég skildi svo mæðgurnar eftir hjá afa og ömmu á Hjarðó og renndi inn í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Ármúla þar sem fólk var tekið að streyma í kaffi og mín beið að taka við sem gestgjafi af Jóhönnu. En það fór á annan veg. í stað þess að sinna gestunum festist ég í símtölum við kjósendur sem allir voru að spyrja út í óljósa skattastefnu Samfylk- ingarinnar. Það kom mér ekki á óvart. Eftir að umræðan um skattamál hófst vikunni á undan má heita að flestir vinnustaða- fundir sem ég fór á hafi meira eða minna snúist um þau. Einhvern tíma meðan á þessu stóö fékk ég í nefið hjá einum af fastagestum á kosningamiöstöðinni. Það var lífs- reynsla því vanilludropum var blandað í neftóbakið svo ég ilmaði einsog nýbökuð jólakaka. Kolbrún sannfærð með rauðvínsglasi Á kjördag eru frambjóðendur látnir hringja í alls konar fólk sem þeir þekkja yfirleitt ekki neitt og einhverjir stuðningsmenn telja brýnt að fái upphringingu frá hundrað kílóa þingmanni. Ég tók heilmörg slík. Þau endurspegluðu skoðanakannanirnar því ég fann glöggt að það vantaði talsvert upp á að reykvískir kjósendur rykju á Samfylkinguna einsog Þing- vallaurriði á gömlu geddubeituna hans Axels frá Nesjavöllum. Rétt fyrir sjö þeytti ég homið á bifreið minni fyrir framan hjá Kol- brúnu Bergþórsdóttur blaða- manni. Hún laðast að sterkum og kaldlyndum karlmönnum og var því orðin ákaflega veik fyrir Sjálf- stæðisflokknum. Kolbrún notfærði sér stöðu sína út i æsar og taldi rétt að við ræddum kosningamar yfir glasi af rauðvíni á Hótel Sögu áður en ég æki henni á kjörstað. Á stuttu stefnumóti skýrði Kolbrún hlutverk rauðvínsins með svofelld- um hætti: „Auðvitað kýs ég Sam- fylkinguna fyrir þig en eftir þessi glös getur enginn sagt að ég hafi gert það með fullu ráði.“ Kossar Eggerts Um ellefuleytið vorum við Ámý komin niður í Naust. Þar lenti ég í skemmtilegu viðtali við ástralska sjónvarpiö þar sem rann upp fyrir mér í miðju samtalinu að frétta- maðurinn taldi að kosningamar hefðu einkum snúist um gagna- gmnninn! Svo fóra tölurnar að birtast. Þær voru einsog ég átti von á, þó örlítið betri sumstaöar úti á landi en á Reykjanesi og sér- staklega í Reykjavík var útkoman verri en ég átti von á. Á nóttinni miðri byrjaði svo hringekjan þeg- ar örlitlar breytingar á fylgi sveifla mönnum inn og út af þingi og ég sá starfsfélaga mína um allt land ýmist tapa sætum sínum eða vinna þau á nýjan leik. Ég gladdist innilega undir morgun þegar Gísli S. Einarsson á Skaga var kominn i öraggt sæti en að sama skapi uröu það mér sár vonbrigði þegar félagi minn Mörður datt út. Sumir félaga minna sáu út úr úrslitunum í Reykjavík einhvers konar sigur. En ég hef aldrei verið góð Pollýanna og auðvitað bland- ast engum heilvita manni hugur um að fimm þingmenn í Reykjavík eru fjarri því sem upphafið gaf til- efni til. Kosningabaráttan gekk einfaldlega ekki upp. Upp úr þrjú var ég kominn heim og þá var skyndilega bankað. Þar var kominn Eggert Skúlason af Stöð 2 sem tók mig í viðtal á stofu- gólfinu og klykkti út með því að hrósa fógram skeggvexti mínum. Það endaði með því að Eggert faðmaði mig á gólfinu og daginn eftir vora margir sem spurðu mig: Kyssti Eggert þig virkilega? Um fimmleytið var ég enn vak- andi, giska lúinn og heldur dapur yfir útkomunni í Reykjavík. Það er á þessum augnablikum ein- semdarinnar þegar mikilli baráttu er lokið án þess að hinn eftirsótti sigur hafi náðst sem ég upplifi jafnan minn eigin kraft endurfæö- ast. Innan skamms reis ég upp bjartsýnn og betri maður meö þá fullu vissu að ég væri þrátt fyrir allt þátttakandi í ævintýri sem væri langt í frá lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.