Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. MAI 1999 útfönd stuttar fréttir Soðinn páfagaukur Háskólanemi í Wisconsin hef- ur verið ákærður fyrir að sjóða lifandi páfagauk í örbylgjuofni til að ná fram hefndum á skólafé- laga sínum. Þeir höfðu deilt vegna tölvupóstskeðjubréfs. Til bættrar heilsu Ríkisstjóm Pouls Nyrups Rasmussens í Danmörku leggur fram eftir helg- ina umfangs- miklar áætlan- ir sem eiga að stuðla að bættri heilsu frænda okkar Dana. Tíu ráðuneyti hafa komið ná- lægt áætlanagerðinni. Lífslíkur Dana hafa lengi verið þær næst- lægstu í öllu Evrópusambandinu og þykir stjórnvöldum í Kaup- mannahöfn að nóg sé komiö. Lengsta keöjan Egypskir gullsmiðir ætla að freista þess að smíöa lengstu gull- keðju í heimi, 4500 metra langa, og fá hana skráða í heimsmeta- bók Guinness. Keðjan verður svo seld í bútum. Garbo jarðsett á ný Sænska kvikmyndaleikkonan Greta Garbo verður jarðsett í heimalandi sínu þann 17. júni næstkomandi. Garbo lést í New York árið 1990 og hefur hvílt þar ’ síðan. Tyrkir og Kúrdar drepnir Tyrkneskar öryggissveitir hafa fellt 37 kúrdíska skæruliða úr 6 liði hins fangelsaða Öcalans í hefndarskyni fyrir drápið á níu hermönnum. ■ Kröfugerð á Korsíku Þjóðernissinnar á Korsíku hafa boðað til fjöldafundar í dag til að krefjast pólitískrar lausnar á deilunum við stjómvöld í París. Einangrun að kenna Leníd Kútsjma Úkraínuforseti sagði í gær að einangrun Júgóslavíu frá samrunaferl- inu í Evrópu ætti sök á því að striðsátök hefðu geisað þar svo til allan þennan áratug. Kútsjma lét 1 þessi orð falla á óformlegum fundi forseta níu ríkja úr Mið- og Austur-Evrópu í borginni Lvív í : Úkraínu. Sósiaiisti hættir við José Borrell, frambjóðandi spænskra sósíalista í embætti forsætisráðherra fyrir kosning- arnar á næsta ári, hefur sagt af sér vegna ásakana um fjármála- óreiðu fyirum undirmanna sinna á meðan hann var ráðherra. Al Fayed að múmíu Mohamed al Fayed, eigandi Har- rod’s stórverslunarinnar i London, er tengdur verslun sinni svo sterk- um tilfínningaböndum að hann ætl- ar sér ekki að yfirgefa hana þegar hann deyr heldur láta varðveita lík sitt sem múmiu í verslunarstórhýs- inu í Knightsbridge í miðri London. Talsmaður al Fayeds sagði þetta við fréttamenn Reuters í London á fimmtudag. Hann sagði einnig að al Fayed hefði oft sagt í hálfkæringi að hann vildi láta varðveita lík sitt sem múmíu en í þetta sinn væri honum sennilega alvara. Múmíunni yrði komið fyrir á efstu hæð versl- unarhússins. A1 Fayed fæddist í Egyptalandi. Hann hefur lengi barist fyrir þvl að fá ríkisborgararétt í Englandi en stjómvöld ávallt hafnað því, síðast fyrir nokkrum dögum. Hann sagði þá að hann hefði hug á því að láta klóna sig eins og rolluna Dollý í Skotlandi til aö geta gengið aftur og hrellt breska stjómmálamenn. Sviöin lík eftir loftárásir NATO: Hillary faðmar og kyssir flóttamenn Hillary Rodham Clinton, forseta- frú í Bandaríkjunum, hvatti þjóðir heims til að verða ekki ónæmar fyr- ir þjáningum albönsku flóttamann- anna frá Kosovo. Hillary heimsótti flóttamanna- búðir í Makedóníu í gær og foðm- uðu flóttamennimir hana og kysstu. Greinilegt var að heimsóknin hafði mikil áhrif á forsetafrúna. Skammt frá þorpinu Korisa í Kosovo lágu í gær bmnnin lík inn- an um brennandi dráttarvélar og aftanívagna eftir það sem serbnesk- ir embættismenn sögðu vera sprengjuárás flugvéla Atlantshafs- bandalagsins (NATO) á bráða- birgðabúðir flóttamanna frá Kosovo. Sagt er að meira en eitt hundrað manns hafi fallið í árásinni. Búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka. Fimmtíu manns slösuðust í árásinni. Þeir sem sluppu lifandi frá hildar- leiknum sögðu að nærri sjö hundr- uð flóttamenn í tveimur fylkingum hefðu ákveðið að slá upp búðum skammt frá Korisa og dvelja þar að- faranótt föstudagsins. Fólkið var þá nýkomið úr felum í nærliggjandi skóglendi þar sem það hafði dvalið í tíu daga. „Við ákváðum að eyða nóttinni hér. Um miðnætti vörpuðu þeir þrisvar sinnum á okkur sprengjum úr orrustuvélunum. Þetta var algjör hryllingur,“ sagði Dostan Rexhaj frá Lodje Zekaj. Talsmenn NATO sögðu í gær að verið væri að rannsaka málið. Reyndust fréttimar af árásinni vera á rökum reistar, væri hér um að ræða mannskæðustu mistök flug- véla NATO frá því loftárásirnar á Júgóslavíu hófust í mars. Albönsk kona frá Kosovo grætur með barn sitt í fanginu í þorpinu Korisa í suðvesturhluta Kosovo. Flugvélar NATO skutu flugskeytum að þorpinu og létu eitt hundrað flóttamenn Iffið. Búist er við að fleiri eigi eftir að látast af sárum sem þeir hlutu í árásinni. Talsmenn NATO segja að verið sé að rannsaka málið. Andstæöingar Jeltsíns reyna að bola honum burt: Ringulreið og spenna í Dúmunni Spennuþrungið andrúmsloft og ringulreið voru allsráðandi í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, í gær þegar andstæðingar Borísar Jeltsíns forseta kröfðust þess að hann yrði sviptur embætti fyrir „glæpsamlega" óstjórn í átta ár. Kom oft á tíðum til hvassra orða- skipta milli fjandmanna forsetans og stuðningsmanna í umræðunum. Tillaga um að höfða mál til emb- ættismissis á hendur Jeltsín verður rædd áfram í dag, þriðja daginn í röð, og er búist við að atkvæði verði greidd um hana fljótlega eftir há- degi. Stjórnarandstæðingar sem kommúnistar fara fyrir sögðust í gær bjartsýnir á að geta talið þing- heim á að hefja málaferlin gegn for- setanum. Stjórnarandstæðingar eru mjög reiðir forsetanum fyrir að reka Jevgení Prímakov forsætisráð- herra úr embætti í vikunni. Príma- kov naut trausts þeirra. „Besta sönnun þess að landið sé að verða lýðræðisríki væri að koma forsetanum frá,“ sagði þingmaður- inn Stanislav Govorúkhín. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði: „Ég vona að þingheimur sýni nægilegt hugrekki til að greiða atkvæði með brottvikn- ingu Jeltsíns." Jeltsín, sem er 68 ára og heilsu- veill, nýtur minnkandi vinsælda. Kauphallir og vöruverð erlendis New York 115W 11000 11107,19 10500 W 10000 9500 9000 Dow Jones S 0 N D 400 300 200 100 0 6000 5500 5000 4000 London 6456,6 FT-SE100 S 0 N 177,5 2000 1500 * 1372 1000 500 0 S 0 N C 1 í/t S 0 N D Frankfurt 5248,02 6000 4000 2000 0AX-40 S 0 N D 159 É& 180 I 170 160 150 140 130 120 / 110 */t s 0 N Tokyo 180 170 160 150 140 130 16810,39 MHf Nlkkel 0 N Bensín 95 okt. Wk Bensín 98 okt. 200 Hong Kong 12855,52 20000 15000 10000. 5000 Hang Seng S 0 N Hráolía 25 20 15 10 H 5 0 tunna S 16,2 D ICook segir lífi njósnara ógnað með netsíðu Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, segir að fyrrverandi breskur njósn- ari hafi stofnað lífi breskra Injósnara í hættu með því að birta nöfn S: þeirra á Net- . inu. Njósnarinn fyrrverandi, Richard Tomlinson, er sakaður ; um að hafa birt nöfn 116 njósnara | bresku leyniþjónustunnar MI6 á bandarískri heimasíðu á Netinu. Síðan hefur verið dregin til baka að beiðni breskra stjórnvalda en l listann er hægt að finna annars Istaðar. Tomlinson neitar að bera ábyrgð á listanum sem bresk stjórnvöld segja að sé morandi í villum. Á listanum er meðal annars að finna nafn kennara við hinn virta háskóla í Cambridge. Tomlinson var rekinn úr leyni- þjónustunni 1995 þar sem hann var talinn óstöðugur. Xögreglan rannsakar nú málið með hliðsjón af lögum um opin- ; ber leyndarmál. Ok á rádýr, varð svo undir sendi- bíl og dó Feigum verður ekki forðað. Tuttugu og níu ára gamall Dani frá Árósum lét lífið í umferðar- slysi skömmu eftir miðnætti að- faranótt föstudags, eftir að hann ók vélhjóli sínu á rádýr sem hljóp út á veginn. Flutningabílstjóri sem kom úr gagnstæðri átt sá slysið, nam staðar og hraðaði sér til að draga vélhjólamanninn út af veginum. Sendibílstjóri sem kom þar á eft- ir sá hins vegar ekki hvað um var að vera og ók á vélhjóla- manninn sem dróst með bílnum 300 metra og lést á staðnum. Flutningabílstjórinn sem ætlaði | að rétta hjálparhönd gat með naumindum að kastað sér frá. Vatnsyfirborðið Rínar í Frakk- landi lækkar Yfirborð Rínarfljótsins í Frakklandi lækkaði aðeins í gær. Næstu tvo daga á undan hafði það aldrei verið hærra. Yfirvöld segja að aftur séu líkur á flóðum í austurhluta Frakklands þegar snjó tekur að leysa á fjöllum uppi. Allar siglingar um Rín voru bannaðar frá Basel í Sviss til Mannheim í Þýskalandi í gær og hugsanlega- verður bannað að sigla alla leið norður til Koblenz í dag. Sigur Baraks myndi bæta samskiptin Ef Ehud Barak, frambjóðandi ísraelska Verkamanna- flokksins, fer með sigur af hólmi í kosn- ingunum á mánudag gæti það orðið til þess að auka traust ísraelsku ríkisstjórnarinn- ar í Bandaríkjunum, að því er fréttaskýrendur vestra sögðu í gær. Skoðanakannanir benda til að Barak muni sigra Benjamin Net- anyahu forsætisráðherra. Sigur Baraks hefði í för með sér að samskipti Bandaríkjanna og ísraels myndu batna til mik- illa muna. Bandaríkjastjórn mis- líkar hversu mikill dragbítur Netanyahu hefur verið á allar friðarumleitanir hennar undan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.