Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 33 "V
útlönd
Kjarnorkudallurinn Lepse í Múrmansk og sitthvað fleira veldur Vesturlandabúum áhyggjum:
Eldsneytisstöngunum þröngvað
í geymsluna mei barsmíðum
Er nema von aö Norðmenn séu
áhyggjufullir? Rannsóknir veður-
fræðinga sýna aö geislavirk meng-
un frá Kóla-kjarnorkuverinu
skammt frá Múrmansk í Norðvest-
ur-Rússlandi gæti borist tU norska
bæjarins Kirkenes á þremur tímum
ef alvarlegt slys bæri að höndum.
Hvergi í heiminum er meira um
kjarnorkubúnað en í Norðvestur-
Rússlandi, eða á íjórða hundrað
kjarnakljúfa. Flestir eru
kjamakljúfarnir í kafbátum, enda
kjarnorkukafbátafloti Sovétríkj-
anna sálugu sá öflugasti í heimi. Þá
eru kjarnakljúfar einnig í einu
flutningaskipi til almennra nota og
í nokkrum ísbrjótum sem halda
siglingaleiðunum með norður-
strönd Rússlands opnum, að
ógleymdum þeim sem eru í Kóla-
kjamorkuverinu.
Norðmenn leggja mikið á sig til
að koma í veg fyrir óhapp og Rúss-
ar sjálfír virðast allir af vilja gerðir,
þrátt fyrir bágan fjárhag, ef marka
má yfirlýsingar embættismanna við
fréttamenn sem voru á ferð í Múrm-
ansk í síðustu viku.
Áhyggjur af öllu
„Ég hef áhyggjur af öllu í Rúss-
landi vegna efnahagsástandsins
þar,“ segir Inger M. H. Eikelmann,
sérfræðingur geislavama rikisins í
Noregi. Hún hefur aðsetur í Svan-
hovd umhverfisstofnuninni skammt
frá Kirkenes og aðeins steinsnar frá
landamærunum að Rússiandi.
Mestar áhyggjur hafa Norðmenn
af áðumefndu Kóla-kjamorkuveri,
sem nú er komið nokkuð til ára
sinna.
„Kóla-kjamorkuverið er það sem
getur gert okkur mesta skráveifu,"
segir Eikelmann.
Norðmenn hafa lagt umtalsvert fé
í endurbætur á öryggismálum
kjarnorkuversins, sem er í aðeins
um tvö hundrað kílómetra fjarlægð
frá norsku landamærunum. Þeir
hafa meðal annars nútímavætt öll
fjarskipti versins, útvegað starfs-
mönnum farsima svo fljótt og vel
gangi að tilkynna ef slys ber að
Gufutúrbínir Kóla-kjarnorkuversins í Norðvestur-Rússlandi eru engin smásmíð. Hér má sjá túrbínur eins fjögurra
kjarnakljúfa orkuversins. Það þýðir að þrír svona túrbínusalir eru þar til viðbótar. Vestrænir sérfræðingar í kjarnorku-
málum hafa nokkrar áhyggjur af kjarnorkuveri þessu og öryggismálum þar á bæ, enda verið orðið gamalt.
Rekstur þriðja kjamakljúfsins hófst
1981 og þess fjórða árið 1984. Orku-
framleiðslugetan er tólf milljarðar
kílóvattstunda á ári en dregið hefur
úr framleiðslunni vegna efnahags-
þrenginganna í Rússlandi síðustu
ár.
Líftími kjamakljúfa er aðeins
þrjátíu ár og því ættu Rússar með
réttu að hætta rekstri einingar
númer eitt árið 2003. Hvort af því
ísland J i
/ .
/ Fmland
Noregur
SvlþjóO
1.1 .1FTS2Í
Flnmark Klrkenes
)Nikel ' Murmansk
Lapland
höndum og útvegaö tækjabúnað
sem ætlað er að koma í veg fyrir
slys.
Gamlir kjarnakljúfar
Kóla-kjamorkuverið er af mörg-
um talið eitthvert það óöraggasta í
heiminum. í verinu era fjórir
kjamakljúfar af gerðinni VVER sem
ku ekki uppfylla viðurkennda al-
þjóölega öryggisstaðla. Elsti
kjarnakljúfurinn var tekinn í notk-
un árið 1973 og næsti árið eftir.
verður er alls endis óvíst nú, að
sögn Vassilís Ómeltsjúks, yfirverk-
fræðings kjamorkuversins.
„Viö ræðum þessa spumingu á
hverjum degi,“ segir Ómeltsjúk þeg-
ar hann er spuröur hvort til standi
að loka kjamakljúfum eitt og tvö á
árunum 2003 til 2004.
Ómeltsjúk segir að ef mat leiði í
ljós að öryggi við rekstur kjama-
kljúfsins sé fullnægjandi og sam-
kvæmt evrópskum stöðlum verði
sótt um áframhaldandi rekstrar-
leyfi.
„Eg get ekki sagt hversu lengi,
það fer eftir niðurstöðu matsins,"
segir hann.
Sambandslaust orkuver
Á níunda áratugnum fóru for-
ráðamenn Kóla-kjarnorkuversins og
kjamorkumála í þáverandi Sovét-
ríkjunum að gefa öryggismálum
meiri gaum. Gerðar hafa verið lang-
tímaáætlanir í öryggismálum og nú
fara um tíu prósent af tekjum orku-
versins í að bæta öryggið. Mestur
hluti fjárins fer í kjamakljúfa eitt
og tvö. Og á árinu 1992 var tekinn
upp ný aðferð við að meta slysa-
hættuna.
Á áranum 1993 til 1997 urðu fjöru-
tíu óhöpp við rekstur kjamorku-
versins. Á árunum 1997 til 1998 vora
óhöppin tæplega tíu og fyrstu þrjá
mánuði þessa árs urðu þrjú óhöpp.
Alvarlegasta óhappið varð í febr-
úarbyrjun 1993 þegar fárviðri rauf
öll tengsl kjarnorkuversins við um-
heiminn. Engin orka barst til vers-
ins og dísilrafstöðvar þess fóra ekki
í gang. Sambandsleysið varði í þrjár
klukkustundir en verið þolir að
vera án rafmagns í fiórar klukku-
stundir.
„Það var því hætta á ferðum þar
sem fresturinn rann næstum út,“
segir Ómeltsjúk.
Stjórnendur kjarnorkuversins
sóttu um styrki til svokallaðrar
TACIS-áætlunar Evrópusambands-
ins um tækniaðstoð til landa í Sam-
veldi sjálfstæðra ríkja, upp á 13
milljónir evra á áranum 1993 til
1997. Féð átti að nota til að bæta ör-
yggismál í verinu. En þar sem ekk-
ert hefur komið enn urðu stjórnend-
urnir að grípa til annarra ráða,
meðal annars þess að leigja og halda
uppi eitt hundrað slökkviliðsmönn-
um til að sinna eldvörnum í kjarn-
orkuverinu. Slíkt er þó bæði dýrt og
óhagkvæmt.
Geislavirkur úrgangur
Annað áhyggjuefni er geislavirki
úrgangurinn sem fellur til við rekst-
ur kjamakljúfa, hvort sem þeir eru
í kjamorkuverum, kafbátum eða
öðrum farkostum svo sem ísbrjót-
um. Aðstæður til geymslu og endur-
vinnslu á geislavirkum úrgangi era
ekki alls staðar upp á hið besta.
„Það era fá stuðningsskip fyrir
sjóherinn og ísbrjótana sem flytja
og geyma geislavirkan úrgang og
notað kjamorkueldsneyti. Þetta efni
verður að meðhöndla og geyma á
viðunandi hátt. Sum skipanna era
menguð og verður að fara með þau
I
.
Inger M. H. Eikelmann, sérfræðingur
geislavarna norska ríkisins við
Svanhovd umhverfisstofnunina í
Norður-Noregi. Þar er fylgst grannt
með hugsanlegri geislamengun frá
nágrönnunum Rússum.
eins og geislavirkan úrgang,“ segir
Torbjöm Norendal, sérlegur ráð-
gjafi í norska utanríkisráðuneytinu.
Júrí Pýtkín, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri kjamorkuöryggis-
deildar orkuversins, segir ástandið
gott varðandi geymslu á geislavirk-
um úrgangi. Helsta vandamálið sé
tengt langtímageymslu fljótandi úr-
gangs, það sé alþekkt, bæði í rúss-
neskum og erlendum kjarnorkuver-
um.
„Við leggjum hart að okkur við
að skapa aðstæður fyrir geymslu á
fljótandi geislavirkum úrgangi. Við
leituðum til Evrópusambandsins
um styrk en höfum ekki enn fengið
svar. Við erum því einir á báti og
reynum okkar besta,“ segir Pýtkín.
Fastur geislavirkur úrgangur
veldur ekki eins miklum vanda,
enda ekki eins fiárfrekt fyrirtæki að
geyma hann. Hins vegar er víst að
upp koma vandamál þegar kemur
að því að taka þarf kjamakljúfa
orkuversins úr notkun vegna ald-
urs.
„Þá koma upp vandamál því að í
þeim er mikið um fastan geislavirk-
an úrgang. En núna ráðum við við
ástandið," segir Pýtkín.
Stórhættulegt skip
Talandi um kjamorkuúrgang má
ekki gleyma geymsluskipinu Lepse
sem liggur við bryggju í Múrmansk,
ósköp sakleysislegt að sjá. En raun-
veruleikinn er allt annar og verri
því um borð í skipinu, sem er orðið
sextíu ára gamalt, er stórhættulegur
úrgangur sem ekki er hægt að fiar-
lægja og koma til endurvinnslu með
þeirri tækni sem menn ráða yfir nú.
Að minnsta kosti ekki án þess að
stofna starfsmönnum og umhverf-
inu í stórhættu.
í skipinu era á sjöunda hundrað
eldsneytisstangir úr kjarnorkuís-
brjótaflotanum og era 60 til 70 pró-
sent þeirra skemmdar. Að sögn
embættismanna er úrgangurinn í
sérstökum gámi um borð i skipinu
og ekki hætta á að geislavirk efni
leki út.
Skemmdu eldsneytisstangirnar
koma úr ísbrjótinum Lenín sem of-
hitnaði á miðjum sjöunda áratugn-
um. Við það þöndust eldsneyt-
isstengurnar svo út að þær komust
ekki í geymslumar á Lepse. Starfs-
menn gripu því til þess ráðs að
lemja þær með hamri til að troða
þeim inn.
Rússneskir embættismenn neita
að eitthvað sé hæft í þessari sögu en
fulltrúi umhverfisverndarsamtak-
anna Bellona í Múrmansk, Andrei
Zolotkov, staöfestir að þannig hafi
þetta verið gert á sínum tíma.
„Á meðan skipið er á sjónum er
engin hætta en um leið og farið
verður að vinna við það er hætta á
leka á geislavirkum efnum og að
starfsmenn verði fyrir geislameng-
un, “ segir Zolotkov.
Alla jafna er geislavirkur úrgang-
ur aðeins geymdur á Lepse í þrjú ár
áður en hann er sendur til kjam-
orkuvendurvinnslustöðvarinnar í
Majak í Úralfiöllum.
Til stendur að flytja Lepse í slypp
í lok þessa mánaðar til að skoða
skrokk skipsins og gera við það sem
þarf.
Norsku umhverfissamtökin
Bellona hafa haft forastu um að
tryggja öryggi við geymslu úrgangs-
ins á Lepse. Árið 1995 ákváðu Norð-
menn, Frakkar, Bandaríkjamenn,
Rússar og ESB að samhæfa krafta
sína viö að finna bestu langtíma-
lausnina á geymslu úrgangsins á
Lepse. -gb