Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 15. MAÍ1999 Avital-sportbílasýningin er í algleymingi í Laugardalshöll þessa helgina. Eitt af því sem menn geta skemmt sér við til þess að drepa tímann er er að kyssa þennan sportbíl. Sá sem kyssir hann í lengstan tíma fær bílinn síðan til eign- ar. Fólk lætur þetta ekki fram hjá sér fara frekar en fyrri daginn og er bíllinn án efa vinsælasti bíll sýningarinnar. DV-mynd ÞÖK Veörið á morgun: Rigning sunnan- og vestanlands Á morgun, sunnudag, verður sunnanátt, allhvöss vestan til en kaldi eða stinningskaldi austanlands. Einkum mun rigna sunnan- og vestan- lands. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Veðrið á mánudag: Hlýjast austanlands Á mánudag verður sunnan- og suðvestankaldi. Skýjað verður með köfl- um norðaustan- og austanlands en rigning eða skúrir sunnan- og vestan- lands. Hiti verður á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast austanlands. Veðrið í dag er á bls. 57. Páll Pétursson aftur á skurðarborðið: „Æðarnar í mér eiga eftir að vera svo góðar eftir þessar aðgerðir að ég verð eins og sex vetra graðhestur að þeim loknum,“ sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra, sem mun fara undir hnífinn öðru sinni á skömmum tíma eftir helgi. „Hjartaaðgerðin sem ég gekkst undir tókst afskaplega vel ^. og pumpan virkar nú alveg eins og hún á að gera. Við þá aðgerð kom hins vegar í ljós skemmd æð í kviðar- holinu sem þarf að laga og það verður gert eftir helgi.“ Að lokinni aðgerðinni mun Páll fara í endurhæfingu en ekki er ljóst hvenær það verður. „Það er nú að gróa á mér bringubeinið og það verð- ur að gerast tryggilega áður en farið er í alvöru endurhæfmgu. Læknarnir lofa mér góðri heilsu og vinnuþreki - betra en upp á síðkastið og hef ég þó ekki verið að kvarta," sagði Páll. Páll Pétursson félagsmálaráðherra á skrifstofu sinni í gær. Páll vildi ekki ræða ráðherradóm sinn i hugsanlegri ríkisstjóm Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks enda væri það formanns flokksins að ákveða það. Annars líst Páli vel á viðræður stjórnarflokkanna: „Framsóknarflokkurinn á að mínu mati aðeins tvo kosti: Að vera utan stjómar eða fara í stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Við emm í pólítík til að hafa áhrif og þar af tel ég eðli- legra að við reynum til þrautar að semja við Sjálfstæðisflokkinn og lík- legt að viðræður við flokkinn beri árangur. Varðandi aðra kosti þá er það bara píp að láta sér dettá í hug eitthvað samstarf við Samfylking- una, enda er sú hreyflng alls ekki samstarfshæf. Það getur vel verið að hún verði það eftir eitt til tvö kjörtímabil. Núna er hún hins veg- ar höfuðlaus her og síðan era þarna karakterar innan hennar sem mað- ur kærir sig ekkert um að eiga sam- skipti við.“ -kjart Leitin að Ragnari Sigurjónssyni í Bretlandi: Lýst eftir íslendingnum í bresku sjónvarpi VER0UR EKKI AÐ GIR0A SIGRÚNU AF?, 12°^ í „Því miður. Við fengum engar já- kvæðar vísbending- ar frá áhorfendum," sagði talsmaður sjónvarstöðvarinnar í samtali við DV. „Það sem við send- um út voru í raun- Johnston, lög- innj rnjög einfaldar reglumaður. upplýsingar um manninn - meðal annars að síðast hefði spurst til hans 5. apríl.“ Peter Johnston, rannsóknarlög- reglumaður hjá Kensington-lögregl- unni í London, sagði við DV að óskað hefði verið eftir því við Interpol að ís- lendingsins yrði leitað í Nígeríu: „Við höfum sent út fyrirspurnir til Interpol í Nígeríu varðandi mál Ragn- ars, sérstaklega í ljósi þess að hann átti í viðskiptasamböndum við fóik í landinu. Við bíðum enn eftir svari þaðan,“ sagði Johnston. „Varðandi leit okkar í London þá höfðum við fengið ýmsar ábendingar frá öðmm lögreglustöðvum eftir að lýst var eftir Ragnari. Engin þeirra reyndist eiga við réttan mann. Einnig höfum við leitað víðar á Bretlandi þar sem til greina hefur komið að fólk hafi fundist án þess að kennsl hafi verið borin á það. Það sem við bíðum líka eftir er hvort sjónvarpsþátturinn Missing Persons Helping Line muni skila okkur einhverjum árangri," sagði Peter Johnston. -Ótt Upplýsingar frá Sunnudagur Lýst var eftir íslendingnum Ragn- ari Sigurjónssyni á sjónarpsrásinni Carlton á ITV sjónvarpsstöðinni á Lundúnasvæðinu í síðustu viku. í ráði er að fjalla aftur um mál hans, jafnvel í næstu viku. > SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI 5 > a z SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA J X vetra graöhestur - samstarf við Samfylkinguna bara píp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.