Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 51
DV LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 Steve Martin í hlutverki liðþjálfans kostulega í Sgt. Bilko. Story (1991), Leap of Faith (1992) og Sgt. Bilko (1996). Hann lék nýlega aukahlutverk í Edtv, en von er á honum í tveimur myndum á þessu ári. Önnur þeirra er The Out-of- Towners, þar sem hann leikur á móti Goldie Hawn í endurgerð tæp- lega þrjátíu ára gamallar myndar. Hin myndin er enn einn snúningur- inn á hugmyndinni sem The Trum- an Show og Edtv ganga út á. Þar leikur Steve Martin leikstjóra sem er hafnað af einni Hollywoodstjöm- unni, svo hann eltir hann og kvik- myndar í leyni, býr til aðstæður til að nota í myndinni sinni. Frank Oz leikstýrir og Eddie Murphy leikur stjörnuna. í einkalífinu er Steve Martin harla ólíkur þeim villta trúð sem hann umbreytist í þegar hann er í vinnunni. Sumir hafa m.a.s. viljað segja að hann sé snobbaður og for- pokaður leiðindapúki heima hjá sér, en kannski væri réttara að segja að hann væri herramaður með fágaðan smekk og áhuga á menningu og list- um, en hann á m.a. gott safn list- muna. Það er kannski ekki furða að hann þurfi að trappa sig aðeins nið- ur þegar hann kemur þreyttur heim úr vinnunni eftir ærslaganginn þar. -PJ Nokkrar af myndum Steves Martin The Jerk (1979) ★★★★ Frábær, næstum epísk grín- mynd um lífshlaup hins ofur- heimska Navins R. Johnsons. Uppfull af úrvals slapstick, Steve Martin fer á kostum og er ekki sá eini. The Man with Two Brains (1983) ★★★★ Heilaskurðlæknir verður ást- fanginn af líkamslausum heila og ákveður að græða hann í lík- ama óþolandi eiginkonu sinnar. Þarf að segja meira? All ofMe (1984) Þrjár stjörnur Síðasta myndin undir stjórn Carls Reiners. Enn fer Steve Martin á kostum í hlutverki manns sem er andsetinn af konu sem tekur stjóm á hálfum lík- ama hans. Three Amigos! (1986) Steve Martin, Chevy Chase og Martin Short í hressri og drep- fyndinni mynd sem gerir grín að gömlu vestrahetjunum. Steve Martin Live (1986) ★★★★ Fangar gargandi snilld Steves Martins á sviði. Inniheldur einnig frábæra stuttmynd, The Absent-Minded Waiter. Roxanne (1987) ★★★ Byggð á sögunni um Cyrano de Bergerac, sem nú er orðinn slökkviliðsstjóri í bandarískum smábæ. Steve Martin fer á kost- um sem endranær. Dirty Rotten Scoundrels (1988) ★ ★★■i Michael Caine og Steve Mart- in eru svikahrappar í harðri samkeppni um auðtrúa sakleys- ingja. Nett kvikindisleg á köfl- um. Parenthood (1989) ★★★ Steve Martin á ljúfu nótunum í gamandrama um vandrataðan veg í uppeldishlutverkinu. L.A. Story (1991) ★★★ Vinsæll sjónvarpsveðurfræð- ingur lendir í persónuleikakrísu á miðjum aldri og verður ást- fanginn. Ágæt að mörgu leyti en minna fjör í Steve Martin en oft áður enda kominn á sama ald- ursskeið og aðalsöguhetjan. Sgt. Bilko (1996) ★★★ Steve Mai-tin leikur lausum hala í bandarískri herstöð og fer illa með siðapostula og gamlan óvin sem hyggst klekkja á hon- um. -PJ (myndbönd ® Myndband vikunnar Ronin ★★★ Vikan 4. - 10. maí. SÆTI FYRRI VIKA ! VIKUR ! A LISTAi j j TITILL j ÚTGEF. J TEG. j j 1 1 J 5 J 3 j Theres Somthing About Maiy J Skrfan j | Gaman j 2 . 2 J * J 3 i 1 J The Truman Show j CIC Myndbönd J j Gaman J 3 3 J 1 4 i Snake Eyes SAM Myndbönd j : Háskólabíó ) Spenna 4 4 i 2 j J j „ J Taxi Thunderbolt J j Spenna i Spenna i Skífan 5 9 j 2 j 6 6 1 8 í OutOfSight J CIC Myndbönd J Gaman 7 16 j J J 2 j DirtyWork J Wamer Myndir J J Gaman j 8 5 i 6 J Rush Hour Myndfoim j Gaman 9 NÝ i 1 í Divorcing Jack Stjömubíó Spenna J 10 7 j j 3 Cant Hardly Wait J Skrfan j Gaman j 11 8 J 0 J 3 J Spanish Prisoner Myndform Spenna 12 11 J J 5 ! KnockOff J Myndform J J j Spenna 13 13 Í 3 i | Real Blonde j j Háskólabíó 1 i Gaman 1 14 10 J 1 • ! Apt Pupil J j Skrfan J Spenna 15 14 J J i 2 i Last Days Of Disco J J Wamer Myndir J j J Gaman J 16 12 1 1 9 j Dr. Dolittle j Skffan 1 j Gaman 17 NÝ J 1 1 j 1 J MyGiant J j WamerMyndir j Gaman 18 17 J J J 7 J j j The Horse Whisperer J J SAM Myndbönd J J J Drama J 19 NÝ J i 1 j 1 J Mighty i Skrfan j Gaman 20 NÝ j J 1 1 i Letter From A Killer J ! Skrfan 1 Spenna * ■í Hraðskreiður bílahasar Robert De Niro leikur bandarískan atvinnuhermann á hálli braut. Sam (Robert De Niro), Vincent (Jean Reno), Deirdre (Natascha McElhone), Gregor (Stellan Skarsgárd) og Spence (Sean Bean) eru hæfi- leikaríkir glæpamenn sem selja hæstbjóð- anda þjónustu sína. í upphafi myndarinnar eru þau ráðin til að ræna dularfullri tösku og heitið háum fjár- hæðum fyrir greið- ann. Verkefnið er erfitt svo ekki bætir úr skák tortryggni þeirra í millum sem reynist ekki ástæðu- laus. Enn fremur eru fleiri en óþekktur vinnuveitandi þeirra á eftir töskunni og þeir svífast einskis til að koma höndum yfir hana. John Franken- heimer, leikstjóri myndarinnar, var fyrir stuttu áberandi í umfjöllun myndbandaopnunnar um samsæris- myndir. Snemma á sjöunda ára- tugnum gerði hann nefnilega tvo sí- gilda samsærisþrillera, The Manchurian Candidate og Seven Days in May. Allar götur síðan hef- ur hann átt í erfiðleikum með að fylgja vinsældum þeirra eftir og er Ronin reyndar með betri tilraunum til þess. Þrátt fyrir að þrjátíu og sjö ár séu síðan hann gerði The Manchurian Candidate minnir Ron- in furðu oft á hana. Það er þó kostu- legt að tilburðir Ronins til vits- munalegrar úrvinnslu (í stíl eldri myndanna) draga myndina niður, meðan hefðbundinn hasar er henn- ar helsti kostur. Hryðjuverka- dramaið og „ronin“-hugleiðingarn- ar eru lítt áhugaverðar meðan bíla- eltingaleikirnir eru hreinasta snilld. Svo virðist sem evrópskur blær myndarinnar hafi átt að gefa henni nokkra sérstöðu (eða þá að auka hagnaðarvon handan Bandaríkj- anna?). Hún gerist í Evrópu, býr yfir fjölda evrópskra leikara og klessukeyrir hátt í áttatíu evrópsk- ar bifreiðar. Undir yfirborðinu er þetta þó hefðbundinn bandarískur £ hasar og bestur meðan hann þykist ekki vera annað og meira. Útgefandi: Warner myndir. Leik- stjóri: John Frankenheimer. Aðal- hlutverk: Robert De Niro, Jean Reno, Natascha McElhone, Stellan Skarsgárd, Sean Bean og Jonath- an Pryce. Bandarísk, 1998. Lengd: 117 mín. Bönnuð innan 16. Björn Æ. Norðfjörð *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.