Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 49
DV LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 Ungir áhugaleikarar eru í öllum hlutverkum í áhugasýningu ársins. Stæltu stóðhestarnir Samkeppni Þjóðleikhússins um athyglisverðustu áhugaleiksýn- ingu leikársins hefur nú verið haldin sjötta árið í röð en hún er opin öllum aðildarfélögum Banda- lags íslenskra leikfélaga. Undir- tektir leikfélaganna voru sem fyrr afar góðar og óskuðu alls tólf fé- lög eftir að koma til greina við valið með sýningar sinar á þessu —-— -----------leikári. Fyrir LeíkhÚS valinu í ár varð ---------------sýning Leikfé- lags Keflavíkur á Stæltu stóðhest- unum eftir Stephen Sinclair og Anthony McCarten í leikstjóm Andrésar Sigurvinssonar. í umsögn dómnefndar um sýn- inguna segir: „Sýning Leikfélags Keflavíkur á Stæltu stóðhestunum er afar kraftmikil og skemmtileg sýning. Öll burðarhlutverk í sýn- ingunni eru í höndum yngri kyn- slóðar leikara í félaginu og hefur leikstjóranum, Andrési Sigurvins- syni, tekist óvenjuvel að vinna með þessum ungu leikurum, sem margir hverjir ná að skapa einkar trúverðugar og hugstæðar persón- ur, hverja með sínum sérkennum." Þjóðleikhúsið býður Leikfélagi Keflavíkur að sýna verkið á Stóra sviði Þjóðleikhússins annað kvöld. Hugvit og hönnun Nýsköpunarkeppni grunnskóla- nema er nú haldin í áttunda sinn og í ár í samvinnu við Fantasi design, sem er samnorrænt verk- efni og farandsýning þar sem lögð er áhersla á hönnun og hugvit barna og unglinga. Vinningshafar verða kynntir í Gerðuhergi í dag ________________og mun forseti Sýningar Grímsson, veita þeim verðlaun. Um leið verður opnuð sýning á verkefnum nemenda sem tóku þátt í keppn- inni. Dagskráin í dag hefst kl. 14. Hönnunar- og handverkssýning í dag og á morgun munu nem- endur við smíðaval Kennarahá- skóla íslands halda sýningu á vinnu sinni i Listgreinahúsi skól- ans að Skipholti 37 kl. 13-17 báða dagana. Á sýningunni verða nytjahlutir er birta listræna hönnun, fallegt handbragð og nýj- ar áherslur í kennslu. Heimur án ofbeldis Húmanistahreyfingin heldur hátíð á fngólfstorgi í dag kl. 15.00. Ávörp, ljóð, tónlist og önnur skemmtun. Grillað verður á torg- inu, eldgleypar, andlitsmálarar og aðrir málarar láta til sín taka. Ýmis félagasamtök munu taka þátt hátíöinni. Allir eru velkomn- ir á þessa fjölskylduskemmtun. Húmanistahreyfingin starfar nú í 70 löndum. Á íslandi hefur hreyf- ~----------------ingin starfað Samkomur í 20 &•. á — ---------------þessum tíma hefúr hún staðið fyrir margs kon- ar starfsemi: námskeiðum og ráð- stefnum um ýmis efhi, svo sem of- beldi, bætt samskipti, mannrétt- indi og fátækt. Meistaramót í hraðskák Skákfélag Grand Rokk heldur meistaramót í hraðskák í dag kl. 14. Rétt til þátttöku hafa allir fé- lagar og aukafélagar og geta menn skráð sig á staðnum. Efstu menn hljóta verðlaun. Skýjað og dálítil rigning Við Jan Mayen er 990 mh lægð á hreyfingu norðnorðaustur en á sunnanverðu Grænlandshafi er dá- lítið lægðardrag sem þokast norð- austur á bóginn. Veðríð í dag í dag verður sunnan- og síðan suðvestangola, skýjað og dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlEmds framan af degi en að mestu þurrt norðaustanlands, hiti 5 til 10 stig. Á höfuðhorgarsvæðinu verður suðaustangola eða kaldi, dálítil rign- ing með köflum, hiti 4 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.36 Sólarupprás á morgun: 4.11 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.22 Árdegisflóð á morgun: 06.44 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri skýjað 8 Bergsstaðir skýjaó 6 Bolungarvík alskýjað 7 Egilsstaðir 5 Kirkjubœjarkl. skýjaó 7 Keflavíkurflv. alskýjað 6 Raufarhöfn alskýjað 2 Reykjavíic alskýjað 7 Stórhöföi súld 5 Bergen skýjað 7 Helsinki heiöskírt 4 Kaupmhöfn rigning og súld 5 Ósló alskýjaó 3 Stokkhólmur 3 Þórshöfn skýjað 6 Þrándheimur léttskýjað 7 Algarve heiðskírt 20 Amsterdam skýjað 12 Barcelona þoka 19 Berlín þokumóóa 11 Chicago þrumuveöur 15 Dublin skúr á síð. kls. 11 Halifax heiöskírt 5 Frankfurt þokumóóa 12 Hamborg skýjaó 12 Jan Mayen súld 1 London hálfskýjað 12 Lúxemborg þoka á síö. kls. 11 Mallorca þokuruðningur 20 Montreal léttskýjað 6 New York heióskírt 17 Orlando léttskýjað 20 París rigning 13 Róm þokumóða 15 Vín rigning 15 Washington heiðskírt 13 Winnipeg þoka 5 Gullhamarar, Iðnaðarhúsinu: Holtarahátíð Á haustdögum árið 1996 kvikn- aði sú hugmynd að gaman væri að stefna þeim íbúum saman er bjuggu í Holtahverfi Reykjavíkur á árunum 1940-1960, eða frá því fyrstu íbúar hverfisins fluttu í íbúðir sínar, en götur þessar eru Háteigsvegur, Einholt, Meðalholt, Stórholt og Stangarholt. Undir- búningsnefnd renndi blint í sjó- inn, en fljótt kom í Ijós að áhuginn var mikill. Holtarahátíðin var síð- an haldin í Gullhömrum í Iðnaðar- mannahúsinu í maí 1997. Skemmst er frá því að segja að að- Skemmtanir sókn fór fram úr björtustu vonum og var mikil ánægja með framtak- | ið. Þar hittist fólk sem ekki hafði í sést í áratugi og mikið var talað, l\ hlegið og mörg bemskubrek rifjuð Iupp. Listamenn uppaldir í hverf- inu stigu á stokk og fóru á kostum, má þar nefna Ómar Ragnarsson, Helenu Eyjólfsdóttur, Ragnar j Bjamason og Pétur Kristjánsson. Þar sem svo vel tókst til og : margir höfðu orð á því að þeir Ómar Ragnarsson og Helena Eyjólfsdóttir skemmtu á síöustu Holtarahátíö. hefðu ekki haft tækifæri til að mæta, verður hátíðin endurtekin í kvöld á sama stað í Gullhömrum og er það ósk þeirra sem að hátíð- inni standa að allir Holtarar sjái sér fært að mæta. Hófið hefst kl. 20.30 og era miðar seldir viö innganinn og í Trélist, Listhúsinu. Víðlesinn maður Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. dagsönn Stúlknakórinn í Bandaríkjunum. Vortónleikar stúlknakórs Stúlknakór Tónlistarskólans í Keflavík er nýkominn heim úr vel heppnaðri tónleikaferð til Banda- ríkjanna. Kórinn tók þátt í kóra- mótinu America Sings í Was- hington og er hann fyrsti kórinn sem tekur þátt í þessu móti þar sem tíu þúsund amerísk ung- menni era þátttakendur. Stúlkna- kórinn mun halda nokkra tón- leika á næstunni og verða þeir fyrstu í Framleikhúsinu við Vest- urbraut í Keflavík í dag kl. 17. Að- gangur er ókeypis, þvi tónleikam- ir era vortónleikar Tónlistarskól- ans í Keflavík. Stjómandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir, tónlistar- stjóri Seljakirkju, og undirleikari Karen Sturlaugsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík. Maraþontónleikar Kársnesskóranna í dag verða maraþontónleikar í Félagsheimili Kópavogs. Þá ætla 250 nemendur úr Kársnes- og Þingholtsskóla að syngja frá kl. 9 að morgni til kl. 19 um kvöldið. Fram koma fimm kórar, Litli kór Tónleikar Kársnesskóla, Stúlknakór og Drengjakór Kársnesskóla, Bama- kór Kársness og Skólakór Kárs- ness. Efnisskráin er viðamikil og fjölbreytt. Á henni er að ftnna rúmlega 120 lög frá fimm heims- álfum, íslenskar söngperlur, klassísk kórverk, Þekkta karla- kórssöngva og vinsælar dægurfl- ugur. Hljóðfæraleikarar úr röðum kórfélaga leika undir í nokkrum lögum. Stjórnandi kóranna er Þórann Björnsdóttir. Svartfugl leikur á djasstónleikun- um í Múlanum. Vortónleikar Múlans Annað kvöld verða síðustu tón- leikar vordagskrár Múlans haldn- ir. Á tónleikunum leikur tríóið Svartfugl, sem skipað er þeim Sig- urði Flosasyni á alt-saxófón, Gunnari Hrafnssyni á kontra- hassa og Birni Thoroddsen á kassagítar. Þeir hafa komið nokkrum sinnum fram á dagskrá Múlans, síðast fluttu þeir einung- is lög eftir Cole Porter en nú munu þeir eingöngu spila lög eft- ir Bítlana. Tónleikarnir era í Sölvasal, á Sóloni íslandusi og heQast kl. 21.30. Gengið Almennt gengi LÍ14. 05. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 73,660 74,040 73,460 Pund 119,000 119,610 118,960 Kan. dollar 50,660 50,970 49,800 Dönsk kr. 10,5690 10,6280 10,5380 Norsk kr 9,6030 9,6560 9,4420 Sænsk kr. 8,7750 8,8240 8,8000 Fi. mark 13,2107 13,2901 13,1780 Fra. tranki 11,9745 12,0464 11,9448 Belg. franki 1,9471 1,9588 1,9423 Sviss. franki 49,0400 49,3100 48,7200 Holl. gyllini 35,6433 35,8575 35,5548 Þýskt mark 40,1607 40,4020 40,0610 jf. lira 0,040570 0,04081 0,040470 Aust sch. 5,7083 5,7426 5,6941 Port. escudo 0,3918 0,3941 0,3908 Spá. peseti 0,4721 0,4749 0,4710 Jap. yen 0,601600 0,60520 0,615700 írskt pund 99,734 100,334 99,487 SDR 99,350000 99,95000 99,580000 ECU 78,5500 79,0200 78,3500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.