Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 DV
æ myndbönd
■v
*r
T
>
*
mnmtn
GAGNRYNI
||
Primary Colors:
Fjöllyndur forsetaframbjóðandi
Það er ekki uiikið verið að fela það hverjar fyrirmyndirnar eru í þess-
ari mynd. Það eru auðvitað forsetahjónin sjálf, Bill og Hillary Clinton.
Hér eru þau nefnd Jack og Susan Standon og fylgir myndin þeim eftir í
kosningabaráttu fyrir forsetakosningar. Myndin er sögð frá sjónarhóli
ungs hugsjónamanns sem hrífst af persónuleika Jack Stanton og gerist
einn af aðstoðarmönnum hans. Það renna þó á hann tvær grímur þegar
hneykslismál taka að skjóta upp kollinum og í ljós kemur að frambjóð-
andanum hefur reynst erfitt að halda skaufanum í skefjum.
John Travolta fer á kostum í hlutverki Jack Stanton og nær töktun-
um i Bill Clinton mjög vel. Emma Thompson er ekki eins mikið að reyna
að herma eftir Hillary. Hún leikur vel, en hlutverkaval hennar er orðið
svolitið þreytandi. Leikstíll hennar virðist fremur einhæfur og persón-
umar hennar keimlikar. Þarna eru einnig finir leikarar í aukahlutverk-
um og vert að minnast á gömlu Dallas-stjörnuna Larry Hagman, sem
sýnir góða takta í hlutverki ofurheiðarlegs keppinautar Jack Stanton.
Myndin hermir of nákvæmlega eftir raunveruleikanum til að teljast
hafa eitthvað merkilegt, hvað þá frumlegt fram að færa, en virkar ágæt-
lega sem þokkaleg afþreying og gefur góðum leikurum tækifæri til að
láta ljós sitt skína.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Mike Nichols. Aðalhlutverk: John Travolta,
Emma Thompson og Adrian Lester. Bandarísk, 1998. Lengd: 138 mín. Öll-
um leyfð.
-PJ
Jesus Christ Superstan ****
Hippi eða guðssonur
Á sjöunda og áttunda áratugnum voru settir á
svið fjölmargir söngleikir sem rera á mið dægurtón-
listar samtímans. Vinsældir margra þeirra urðu
þess valdandi að þeir skiluðu sér á hvíta tjaldið.
Rokkóperan Jesus Christ Superstar, eftir þá Andrew
Lloyd Webber og Tim Rice, naut mikilla vinsælda og
gerir reyndar enn Útlit persóna er sótt til blómabamanna sem birtast hér
í öllum regnbogans litum, þótt sumum kunni að þykja það skjóta skökku
við að gera Júdas að blökkumanni. Jesús sjálfur, með sítt hárið og tætings-
legt skeggið, sameinar í ímynd sinni hippann og guðssoninn. Hippavæðing
kristindómsins í myndinni tekst einkar vel og skapar margar spennandi
tengingar við samtíma myndarinnar. Ekki síst með persónunni Júdasi,
sem birtist hér í nýstárlegu ljósi líkt og frægt er orðið. Umfram allt er hér
að finna magnaðan söngleik í sígildri útfærslu.
Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Norman Jewison. Aðalhlutverk: Ted Neel-
ey, Carl Anderson og Yvonne Elliman. Bandarísk, 1973. Lengd: 102 mín. Bönnuð
innan 12.
-bæn
Divorcing Jack:
Drykkfelldur flagari
Þær eru ófáar, vandamálamyndimar um ófriðinn
á Norður-írlandi sem gerðar hafa verið undanfarin
ár, jafnvel áratugi, enda býður ástandið upp á sterk-
ar og óvægnar myndir með boðskap. Margar þeirra
eru mjög góðar, en það er engu að síður ágæt hvíld
að fá eina sem gerir frekar út á ruddalega fyndni.
Dan Starkey er drykkfelldur flagari og dálkahöfundur í Belfast í nán-
ustu framtíð (óstöðugur friður hefur komist á og fyrstu kosningamar í
vændum). Einn daginn fer allt í háaloft hjá honum þegar ástkona hans
er myrt og eiginkonu hans rænt.
David Thewlis er hér í svipuðu hlutverki og því sem gerði hann fræg-
an í Naked. Þetta er skemmtileg persóna og David Thewlis er með takt-
ana alveg á hreinu. Þá er Rachel Griffiths ótrúlega flott þar sem hún
mundar byssurnar í nunnubúningi og netsokkabuxum. Húmorinn er
kolsvartur og myndin veigrar sér ekki við að gera grín að hryllilegustu
hlutum. Allt lítur þetta mjög vel út, en ég varð samt fyrir örlitlum von-
brigðum. Myndin nær einhvem veginn stemningunni ekki alla leið og
gengur ekki endanlega frá áhorfandanum, eins og t.d. Trainspotting
gerði. Hún er engu að síður ansi skemmtileg.
Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: David Caffrey. Aðalhlutverk: David
Thewlis. Bresk/irsk, 1998. Lengd: 110 mín. Bönnuð innan 16 ára.
-PJ
ln the Company of Men: *** |j|>
Kvenfyrirlitning á hæsta stigi
Chad (Aaron Eckhart) og Howard (Matt Malloy)
hafa fengið sig fullsadda af kvenkyninu. Til að kór-
óna allt annað sem það hefur gert á hlut þeirra í
gegnum tíðina hafa kærustumar nú yfirgefið þá. í
von um að ná sér niðri á kvenkyninu ákveða þeir að
leita sér að viðráðanlegu fórnarlambi. Hugmyndin
er að finna fatlaða og góðhjartaða konu, gera hana ástfangna og segja
henni síðan upp með bros á vör. Já, ekki er það geðslegt.
In the Company of Men hefur notið mikillar velgengni á kvikmynda-
hátíðum (t.d. Sundance) víða um heim. Gagnrýnendur hafa ekki síður
hampað henni og oftast nær sem svartri kómedíu. Sjálfum þykir mér
myndin svo gríðarsvört að vart sé hægt að telja hana til kómedía.
Hrottaskapurinn er svo nístandi kaldur að langt er síðan annað eins hef-
ur sést á tjaldinu. Ég efast hreinlega um að karlkynið hafi nokkra sinni
fengið aðra eins útreið og í In the Company of Men. Það óþægilegasta
við myndina er þó að á köflum virðist hún sjálf njóta viðbjóðarins. Það
er því full ástæða til að vara bæði viðkvæmar konur og öfgafullar karl-
rembur við myndinni.
Háskólabíó. Leikstjóri: Neil LaBute. Aðalhlutverk: Aaron Eckhart, Matt
Malloy og Stacy Edwards. Bandarísk, 1997. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan
12. -bæn
Steve Martin:
Ærslafenginn listunnandi
Steve Martin lék í hverjum
grínsmellinum á fætur öðrum á ní-
unda áratugnum og var einn af vin-
sælustu gamanleikurunum í
Hollywood. Hann virðist ætla að
halda þeirri stöðu sinni fram á
næstu öld, en hefur einnig látið að
sér kveða í alvarlegri hlutverkum
síðasta áratuginn. Hann er þekkt-
astur fyrir líkamlegan gamanleik
og ærslafengnar „slapstick" mynd-
ir, en hefur sýnt á sér margar fleiri
hliðar, bæði í grínmyndum og al-
varlegri myndum.
Næstum því heimspeki-
prófessor
Steve Martin vann í Disneylandi
á unglingsárum sínum og lærði ým-
islegt sem hann átti eftir að nýta sér
í grínbransanum síðar meir, ýmiss
konar fingrafimi, brellur og töfra-
brögð. Eftir háskólanám í heim-
speki og leikhúsfræðum var hann
um tíma óviss um framtíðaráætlan-
ir sínar. Hann velti fyrir sér að ger-
ast prófessor í heimspeki, en ákvað
að lokum að hella sér út i grínið.
Hann byrjaði sem brandarasmið-
ur fyrir hina og þessa sjónvarps-
grínara og fékk af og til að koma
fram í einstökum atriðum. Hann
sneri sér síðan að uppistandsgríni
seint á sjöunda áratugnum og fylgdi
í fyrstu tísku tímabilsins, skart-
aði miklu hári og skeggi og
skrautlegum fotum og
sagði dópbrandara.
Hann fór síðan að
móta eigin stíl í
upphafi átt-
unda áratug-
arins. Smám
saman þróaði
hann með
sér snyrtilega og vel klædda per-
sónu sem hagaði sér eins og geð-
sjúklingur. Grínið fólst að miklu
leyti I því að gera gys að lélegum
grínistum, að segja lélega brandara
og láta eins og hann væri sniðugasti
grínari jarðríkis, að vera ófyndinn
á mjög fyndinn hátt.
Fljúgandi start í kvik-
myndunum
Um miðjan áratuginn var Steve
Martin orðinn einn vinsælasti uppi-
standsgrínari síns tíma, en hann
entist ekki lengi í því. Hann varð
þreyttur á uppistandinu og vildi
láta að sér kveða í kvikmyndum.
Hann kom fyrst fram í aukahlut-
verki í Bítlamyndinni Sgt. Pepper’s
Lonely Hearts Club Band (1978), en
það var fyrst í The Jerk
(1979) sem hann fékk
almennilegt tæki-
færi til að sýna
snilli sína. Hann
lék þar hér um
bil alheimskan
mann sem
óvart varð
milljónamær-
ingur, hlutverk
sem var ekki
ósvipað
standspersónu
hans. Myndin náði miklum vin-
sældum og er enn talin með hans
bestu myndum. Hún markaði
einnig upphaf samstarfs hans og
leikstjórans Carl Reiner, en þeir
áttu eftir að gera þrjár myndir í við-
bót á næstu árum. Hinar voru Dead
Men Don’t Wear Plaid (1982), The
Man With Two Brains (1983) og All
of Me (1984).
Kvikmyndaferill Steve Martin
flaug af stað og hann ærslaðist í
mörgum myndum næstu árin og
náði miklum vinsældum. Það hefði
verið auðvelt fyrir hann að raka
inn fé á svipuðum hlutverkum og í
The Jerk, en hann hafði kjark í sér
til að fást við öðruvísi hlutverk,
eins og undirmálsmanninn í
Pennies From Heaven (1981) og
einkaspæjarann í Dead Men Don’t
Wear Plaid.
Forpokaður leið-
indapúki?
Siðasta áratuginn
hefur hann enn
breikkað leiksvið sitt
og sannað sig enn
fremur sem leikari í
myndum eins og Grand
Canyon (1991), A Simple
Twist of Fate (1994) og
The Spanish Prisoner
(1997), þótt hann fái
meiri aðsókn á grín-
myndirnar sínar,
svo sem Father of
the Bride
(1991),
L.A.
Klassísk myndbönd Dead Men Don't Wear Plaid
Grínast með
film-noir myndir
Steve Martin hefur aldrei verið
hræddur við að fara óhefðbundnar
leiðir á leikferli sínum og fara út fyr-
ir sinn helsta styrkleika, ærslagang-
inn sem jafnan tryggir myndum
hans góða afkomu. í Dead Men Don’t
Wear Plaid tekur hann þátt í til-
raunastarfsemi þar sem hann leikur
á móti stjömum fimmta áratugarins,
þ. á m. Humphrey Bogart, Kirk Dou-
glas, Burt Lancaster, James Cagney,
Ingrid Bergman, Veronica Lake,
Bette Davis, Lana Turner, o.fl.
Filmubútar úr myndum eins og
White Heat, The Killers, The Big
Sleep, Notorious, Double Indemnity,
The Bribe, o.fl. era splæstar saman
við myndina á mjög hugvitssaman
hátt.
Steve Martin leikur einkaspæjar-
ann Rigby Reardon sem situr mest-
allan daginn aðgerðalaus á skrifstofu
sinni þangað til þokkadísin Juliet
Forrest (Rachel Ward) bankar upp á.
Faðir hennar lést nýlega í bílslysi og
hana grunar að hann hafi í raun ver-
ið myrtur. Hún ræður Rigby til að
rannsaka málið. Hann finnur tvo
lista af nöfnum á skrifstofu foður
hennar og kemst að því að flestir á
öðrum listanum hafa verið drepnir.
Við rannsóknina fáum við að sjá
mörg þekkt andlit úr áðumefndum
myndum og fleira til. Einnig koma
við sögu (of) hjálplegur mexíkóskur
lögregluþjónn og bryti, Juliet, sem
reynist vera útsmoginn nasisti, og er
það sjálfur leikstjórinn, Carl Reiner,
sem leikur hann.
Carl Reiner og Steve Martin taka
hér fyrir film-noir myndir fimmta
áratugarins og grínast með þær.
Þessi mynd fær jafnan toppdóma
hjá flestum gagnrýnendum og það
er ekki annað hægt en að dást að
því hversu vel þeir blanda gömlu
myndskeiðunum inn í myndina
sína og Steve Martin á í engum
vandræðum með að leika á móti
löngu dauðum leikurum. Myndin er
fyrir þær sakir afar athyglisverð og
skylduáhorf fyrir kvikmyndaáhuga-
menn. Hins vegar fer hún sennilega
fyrir ofan garð og neðan hjá þeim
sem ekki hafa séð a.m.k. nokkrar af
þessum myndum sem hún fær lán-
að úr. Vandvirknin við klippiæfing-
arnar verður líka því miður á
kostnað húmorsins og löngum
stundum er myndin með öllu ófynd-
in, sérstaklega þegar síga tekur á
seinni hlutann. Hún bætir síðan í
meö kostulegu slapstick í lokaatrið-
inu. Dead Men Don’t Wear Plaid er
merkileg mynd en meingölluð.
Fæst f Vídeóhöllinni. Leikstjóri:
Carl Reiner. Aðalhlutverk: Steve
Martin. Bandarísk, 1982. Lengd: 89
mín.
Pétur Jónasson