Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 25 „Þaö þarf að gera stórátak í efnahagsmálunum," lýsti Borís Jeltsín Rússlandsforseti yfir þegar hann síðastliöinn miðvikudag til- kynnti að hann hefði tilnefnt Sergei Stepasjín sem nýjan forsætisráð- herra. Tilnefningin kom mörgum á óvart, ekki síst vegna þess að Stepa- sjín hefur aldrei á ævi sinni fengist við efnahagsmál. Það sem hinn nýi starfandi for- sætisráðherra hefur hins vegar starfað við eru lög og reglur. Hann gerðist pólitískur liðsforingi á átt- unda áratugnum í innanríkishem- um. Þar með var hann orðinn einn af þeim sem áttu að sjá um að vilji Kommúnistaflokksins réði í hem- um, í KGB-leyniþjónustunni og í lögreglunni. Slökkviliðsmaðurinn Stepasjín vildi hins vegar verða eitthvað annað og meira en undir- maður. Áriö 1986 tók hann dokt- orspróf í sögu við Leningrad- háskóla. Ritgerð hans var i takt við þá tíma sem hún var skrifuð á og fjallaöi um stjórn Kommún- istaflokksins á slökkviliðinu í Leningrad í heimsstyrjöld- inni síðari. Síð- an hefur Stepa- sjín verið þekktur undir viðumefn- inu slökkviliðsmaðurinn. Árið 1990 hækkaði Stepasjín í tign. Hann var kjörinn á þing og varð formaður varnar- og öryggis- málanefndar. Stepasjín var á væng umbótasinna en reyndi stöðugt að finna pólitískar lausnir sem herinn og leyniþjónustan sættu sig við. Leynilegur her Stepasjín varð yfirmaður gagnnjósnaþjónustunnar FSB árið 1994. Það var sem yfirmaður hennar sem hann kom á laggirnar leyniieg- um her er steypa átti tsjetsjenska leiðtoganum Dzjokhar Dudajev. Árásin mistókst og Tsjetsjenar gátu sigri hrósandi sýnt að þeir höfðu tekið til fanga 58 Rússa. íkjölfar annarra mistaka við gíslatöku í bænum Budjonnovsk i júní 1995 var Stepasjín rekinn. En Jeltsín mundi eftir því hversu hollur hann hafði verið og gerði hann að dómsmála- ráðherra 1997. Íapríl í fyrra var Stepasjín gerður að innanríkisráð- herra sem er eitt mikilvægasta emb- ættið innan rússnesku stjómarinn- ar. Valdabarátta Fæstir trúa því að Jeltsín hafi rekið Prímakov vegna þess að hon- um hafi mistekist að ráða bót á slæmum efnahag Rússlands. Það þykir augljóst að Prímakov hafi ver- ið síðasta fómarlambið í langri og biturri valdabar- áttu milli forset- ans, stjórnarinnar og þingsins. Það hefur nefnilega verið þjarmað að Jeltsín úr tveimur áttum. Á þeim átta mánuðum sem Prímakov hefur verið forsætisráð- herra Rússlands hefur honum tek- ist að koma á stöð- ugleika eftir efna- hagshrunið síðastliðið haust. Prímakov varð hinn raunverulegi leiðtogi Rússlands á meðan andlegri og líkamlegri heilsu Jeltsíns hrak- aði. Stuðningsmenn Jeltsíns sáu rautt vegna sívaxandi vinsælda Prímakovs. Málshöfðun Neðri deild þingsins, Dúman, hef- ur beitt sér fyrir því að mál verði höföað á hendur forsetanum til embættismissins. Samkvæmt Dúmunni hefur Jeltsín gerst sekur Erlent fréttalj I v\ ■ r ~ jr. Jevgení Prímakov og Sergei Stepasjín. Borís Jeltsín Rússlandsforseti kvaðst hafa rekið Prímakov vegna þess að honum hefði ekki tekist að blása nýju lífi í efnahag Rússlands. Stepasjín, sem Jeltsín tilnefndi í stað Prímakovs, hefur aldrei fengist við efnahagsmál. Símamynd Reuter Sergei Stepasjín, starfandi forsætisráðherra Rússlands, fékk viðurnefnið slökkviliðsmaðurinn vegna ritgerðar sem hann skrifaði. Símamynd Reuter um stjómarskrárbrot í fimm atrið- um. Jeltsín er sakaður um glæpi í tengslum við upplausn Sovétríkj- anna, beitingu hervaids gegn þing- inu 1993, að hafa komið af striði við Tsjetsjeníu, eyðileggingu rússneska hersins og þjóðarmorð á Rússum. Bara atkvæðagreiðslan sjálf um til- löguna um máishöfðun þykir mikill pólitískur ósigur fyrir Rússlandsfor- seta. Látnir fjúka Síðustu vikur hefur hann gripið til ýmissa aðgerða sem bentu til þess að hann hefði í raun í hyggju að reka Prímakov. Jeltsín rak með- al annars nýlega einn af aðstoðar- forsætisráðherrunum í stjórn Prímakovs, Vadím Gustov. Sergei Stepasjín var látinn setjast í hans stól og nú hefur Stepasjín verið til- nefndur forsætisráðherra. En til þess að hann geti formlega tekið við embætti þarf Dúman að samþykkja tilnefningu hans. Samkvæmt stjórn- arskránni getur þingið hafnaö kandídat forsetans þrisvar sinnum. Þá verður þing rofið og efnt til kosn- inga. Brottvikning Prímakovs þykir koma á versta tíma þar sem stjóm hans hafði nýlega samið við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóða- bankann um lán upp á hundruð miiljarða króna. Lánastofnanimar höfðu sett það skilyrði að Dúman samþykkti nýja skatta og breyting- ar á skattalöggjöfinni. Fjármáiasér- fræðingar segja að Jeltsín hafi tekið pólitíska hagsmuni fram yfir efna- hagslega þó svo að hann lýsi hinu gagnstæða yfir. Byggt á Aftenposten, DN og Reuter 4p.; Aðeins í skamman ‘ tíma. Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 McDonaid's
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.