Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 17
JL>'\T LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 Prince: Spilar allt upp á nýtt Tónlistarmaðurinn Prince lætur það ekki trufla sig í list- inni að hann á ekki útgáfu- réttinn að plötunum sínum lengur. Prince hefur staðið í áralangri baráttu við Wamer Bros um útgáfurétt á lögunum en hefur nú ákveðið að taka bara upp öll lögin sín aftur einn og sjálfur. Hann hefur ails gefið út 17 plötur en vex verkefnið þó ekkert I augum þar sem hann spilaði sjálfur eiginlega á öll hljóðfæri í öll- um löguniun og hefur þvi bara sjálfan sig að rökræða við. „Flestir listamenn missa rödd- ina, missa hárið og missa frá sér hljómsveitimar. Það kem- ur ekki fyrir mig,“ sagði Prinsinn kotroskinn. En ætli hann hafi ekki gert ráð fyrir því að það er svolítið til sem heitir að missa glóruna? Lísa María Presley: Rugluð í karla- málum Lísa María Presley þyrfti svo sannarlega á því að halda að greiða svolítið úr ástar- flækjum sínum. Þó að Mich- ael Jackson vitleysan sé und- anskilin þá á hún í ástarsam- bandi við tvo menn, fyrsta eiginmann sinn, Danny Keough, og besta vin hans. Lísa fór víst snöktandi til Dannys og bað hann að taka við sér aftur þegar allt var farið í vaskinn með Michael Jackson. Þegar hinn vísinda- trúaði Luke Watson, vinur Dannys, flutti inn á heimili þeirra hjúa sneri Lísa sér al- farið að honum. Það furðu- lega er að Danny er alveg himinlifandi yfir ráðahagn- um og veitir parinu alla sína blessun. Mamma Lísu, Priscilla Presley, er víst líka voða glöð og segir að Luke verði áreiðanlega fyrirmynd- areiginmaður. Heimsbyggðin veit allavega að hann getur tæpast orðið ruglaðari en sá síðasti. O.J. eltir glæpamann Margir eiga eflaust erfitt með að sjá O.J. Simpson fyrir sér sem góða gæjann, eftir allt sem á gekk hér um árið. Þessi fyrrum íþróttakempa heldur því þó statt og stöðugt ffam að hann hafi komið í veg fyrir glæp í bílastæðahúsi. Að sögn Simpsons var hann að klæða sig úr golfskóm í venjulega skó þegar maður nálg- aðist með byssu á lofti. O.J. sneri þá nið- ur manninn og náði af honum byssunni eftir nokkur átök en óþokk- inn hljóp í burtu. Okkar maður elti hann á bílnum sínum og hringdi á meðan til lögreglunnar. Lögreglan skipaði honum að hætta eltingarleikn- um en athugaði bíl- númer glæponsins í skrám sínum. í ljós kom að bifreiðinni hafði verið stolið. O.J. fór glaður á stöðina og kærði manninn og viður- kenndi í leiðinni að hafa bitið hann í átökrmum. Lögregl- an er nokkuð viss um að ná þeim seka en vonast jafnframt til þess að umsvif þess sakamáls verði ekki jafnmikil og þess síðasta sem O.J. var flæktur í. _______________________ #/ðs//ÓS i7 Linda Hamilton: Kærastinn framdi sjálfsmorð Það mætti segja að Linda Hamilton ætti að reyna að breyta smekk sínum á karlmönnum. Sem kunnugt er skildi hún við James Cameron, leikstjóra Titanic, þegar hún komst aö því að hann hélt ffarn hjá henni. Stuttu eftir þann skilnað tók hún síðan saman við ljós- myndarann Russell Lorette. Lorette þessi átti illu heilli við meiri háttar eiturlyíjafikn að striða og þegar Linda bauð honum að velja á milli sín og eitursins þá valdi hann eitr- ið. Hann gat þó ekki höndlað tilver- una eftir að Linda hvarf á braut og framdi sjálfsmorð. Vinir Lindu segja hana alveg í rusli vegna þessa hörmulega at- burðar og vona innilega að gæfan fari að snúast henni í vil í karlamál- unum. Ileyk)avíkiiiÍK)T|r Borgarverkfrœðiugur Styrkir til hljóðeinangrunar íbúðarhúsa við umferðargötur Auglýst er eftir umsóknum um styrki til úrbóta á hljóðeinangrun íbúðarhúsa við umferðargötur í Reykjavík. Úrbætur miðast fyrst og fremst við endurbætur á gluggum húsahliða sem snúa að götu. íbúðir, þar sem umferðarhávaði er mestur hafa forgang. Umsóknum um styrki til framkvæmda skal skilað til skrifstofu borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir 5. júní nk. Þar liggja frammi umsóknareyðublöð og reglur um styrkveitingar. Þeim sem koma til álita við styrkveitingu, verður veitt ráðgjöf um framkvæmdir. Þeir sem áður hafa lagt inn umsókn þurfa ekki að sækja um aftur. Borgarstjórinn í Reykjavík. -¥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.