Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
¥
y Ný fjögurra daga ferð frá Landmannalaugum að Stokkalæk:
Alftafjaðrir vísa mönnum veginn
- og leiðsögumennirnir eru rangæskir smalar
^Landmannalaugar
$0
r»roi
Velferðir ehf. er nýtt ferðaþjónustu-
fyrirtæki í eigu þeirra Gústafs
Stolzenwalds frá Hellu og Guðmundar
Sverrissonar frá Selsundi á Rangár-
völlum. Þeir Gústaf og Guðmundur,
sem báðir eru rangæskir smalar og
miklir fjallamenn, ætla að brydda upp
á ýmsum skemmtilegum nýjungum í
ferðaþjónustu í framtíðinni. Meðal
þess er ný fjögurra daga gönguferð frá
Landmannalaugum að Stokkalæk, en
þeir félagar segja löngu tímabært að
bjóða upp á nýja gönguferð á þessum
slóðum, en Laugavegurinn, leiðin á
milli Landmannalauga og Þórsmerk-
ur, hefur um árabil verið afar vinsæl
af göngufólki.
„Við erum að hleypa af stokkunum
nýrri íjögurra daga gönguferð frá
Landmannalaugum og að Stokkalæk.
Þetta er afskaplega falleg og þægileg
gönguleið og ekki annað hægt en að
njóta hennar. Leiðin er þægileg yfir-
ferðar og ættu flestir fullfrískir menn
að ráða við hana. Fólk þarf líka ekki
að hafa áhyggjur af burði, því sjáum
um að ferja farangurinn og fæðið er
innifalið. Við höfum unnið að kynn-
ingu þessarar gönguleiðar í sam-
vinnu við Rangárvallahrepp," segir
Gústaf.
Hugmynd Gústafs og Guðmundar
er að merkja hina nýju gönguleið á
fremur nýstárlegan hátt, en þeir
hyggjast nota álftafjaðrir í stað hefð-
bundinna stika.
„Við borum í steina á leiðinni og
límum fjaðrirnar í götin. Með þessum
hætti getum við flutt mikið magn af
„stikum" um langan veg án rasks og
mikillar fyrirhafnar. Við höfum þeg-
ar þróað þessa stikugerð og hefur
hún skilað góðum árangri. Vandinn
er hins vegar sá að við þurfum mikið
magn af fjöðrum og ef einhver býr
svo vel að eiga fjaðrir þá mætti hann
manna um gljúfur Markarfljóts, suð-
ur með Laufafelli og þaðan norður
Faxa að gangnamannaskálanum
Hungurfit, sem kúrir undan rótum
Tindfjallajökuls.
Á þriðja degi teymir hin eystri
Rangá ferðalanga að Fossi, sem er gam-
alt eyðibýli efst á Rangárvöllum.
Síðasta dagleiðin liggur síðan um
hlaðið á Þorleifsstöðum. „Þar skoðum
við hellinn áður en við þræðum farvegi
fljóta og lækja til byggða að Stokkalæk.
Þar höldum við svo að sjáifsögðu helj-
armikla allsnægtahátíð að gömlum og
góðum siö,“ segir Gústaf.
Afþreying að Stokkalæk
Á jörðinni Stokkalæk hefur Gústaf
ásamt eiginkonu sinni Þorbjörgu
unnið að undanfömu að uppbygg-
ingu alhliða ferðaþjónustu. Á jörð-
inni verður að finna tjaldstæði, sum-
arhús, lítið heimiliskaffihús með
þjóðmunasölu og svefnpokagistingu
fyrir minni hópa. Formleg opnun er
fyrirhuguð um miðjan júní en í fram-
haldinu stendur til að reisa lítið
fjallahótel sem verður tekið í notun
vorið 2000. „Við ætlum að taka vel á
móti tjaldbúum i sumar. Við verðum
með ýmsa afþreyingu í boði; svo sem
stuttar göngu- og bílferðir um næsta
nágrenni. Þá er hugsanlegt að að-
stoða fólk við að komast á hestbak og
svo er stutt í næstu sundlaug. Hér á
engum að leiðast og um helgar geta
gestir ornað sér við varðeld sem verð-
ur fastur liður hjá okkur. Hvað aðr£æ
ferðir áhrærir þá tökum við vel í all-
ar góðar hugmyndir og það er ekkert
því til fyrirstöðu að klæðskerasníða
ferðir í samræmi við óskir fólks;
bæði hvað varðar lengd og útfærslu,"
segir Gústaf Stolzenwald, ferðaþjón-
ustubóndi á Stokkalæk og annar eig-
enda Velferða. -aþ
Dalakofi á bökkum Markarfljóts, skammt austan Heklu. Þarna gista ferða-
langar á öðrum degi gönguferðarinnar.
gjama hafa samband við okkur," seg-
ir Gústaf.
Rómantíkin lætur ekki að sér hæða
þegar menn eru komnir út í Markar-
fljótlð.
Gönguleiðin
Að sögn Gústafs er ekið á fyrsta degi
ferðarinnar úr Reykjavík og í Land-
mannalaugar. Þar fá menn lauflétt há-
degisviðbit áður en haldið er um Höfða
og háhitasvæði Reykjadala að Dala-
kofa, sem er fjallakofi á bökkum Mark-
arfljóts, skammt austan Heklu.
Á öðrum degi liggur leið göngu-
Gönguleiðin verður í framtiðinni merkt álftafjöðrum.
Markarfljót og Laugarfellið i fjarska.
natis - fyrsta íslenska ferðaskrifstofan sem er eingöngu á Netinu:
Allt um ferðalög innanlands á einum stað
Norðurferðir, nat.is, er fyrsta ís-
lenska ferðaskrifstofan sem ein-
göngu er rekin á Netinu. Gríðarlegt
magn upplýsinga er að finna á vefn-
um, síðumar orðnar yfir fimm þús-
und og fjölgar dag frá degi. „Þetta er
í senn ferðaskrifstofa og upplýsinga-
banki um hvaðeina sem lýtur að
ferðaþjónustu hérlendis. Markmiðið
er að setja saman tæmandi upplýs-
ingabanka sem nýtist jafnt erlend-
um sem innlendum ferðamönnum,"
segir Birgir Sumarliðason, fram-
kvæmdastjóri Norðurferða.
Vinna við nat.is hefur nú staðið í
rúm tvö ár en Birgir segir að í
fyrstu hafi menn eingöngu ætlað að
setja saman stóran veiðivef. „Okkur
varð hins vegar ljóst hversu mikið
hagræði er að því fyrir ferðamenn
að geta gengið að öllum upplýsing-
um á einum og sama staðnum.
Þannig tók þetta að þróast hjá okk-
ur og vefurinn er sífellt að stækka
og þróast. Viðbrögðin hafa líka ver-
ið mjög góð og það hefur auðvitað
hvatt okkur áfram,“ segir Birgir.
Tilboðssíður og ferðadagar
Allt lesefni á nat.is er bæði á
ensku og íslensku. Það er hægur
vandi fyrir útlending einhvers stað-
ar úti í löndum að skipuleggja ferð-
ina frá heimili sínu til íslands og
síðan til þeirra staða innanlands
sem hann kýs. Hægt er að skoða
landakort og myndir af áhugaverð-
um stöðum. „Mér vitanlega er
hvergi hægt að skoða flugáætlanir
til og frá landinu; hvaða daga er
flogið og klukkan hvað. Auk þess
sem við erum með áætlanir hjá öll-
um ferjum, langferðabílum og flugi
innanlands."
Þá er að sögn Birgis hafin undir-
búningsvinna fyrir samræmt bók-
unarkerfi en í dag getur fólk auðvit-
að bókað gistingu eða ferðir í gegn-
um tölvupóst.
Ferðadagar verða haldnir víða
um landið á vegum Norðurferða í
sumar og vert að gefa þeim gaum á
Netinu. Þá er ógetið tilboðssíðunnar
sem Birgir segir veröa spennandi
kost fyrir ferðamenn. „Tilboðssíðan
verður auðvitað alltaf að breytast en
á henni verður að finna hagstæð
kjör á veiðileyfum, ýmiss konar af-
þreyingu og gistingu sem til fellur í
hverjum landshluta fyrir sig.“
Það er vel þess virði að heim-
sækja nat.is, skoða landakortin, lesa
um sögu áhugaverðra staða, skoða
gistimöguleika og afþreyingu víða
um land og margt fleira. -aþ
.V •mM-ZLm,
: jg >', .3 & 4i * r&L -U ftffSsífeítssi ! m
21 rí! j* «•.. >á>
1 — il
Ife K
Viðmótið á nat.is er einkar þægilegt enda hannað með það að Landinu er skipt upp í hluta þannig að fólk getur einbeitt sér
V markmiði að allir geti ferðast um vefinn án vandkvæða. að ákveðnum landsvæðum í einu.
Hvítasunnuferðir Útivistar
Það verður mikið um að vera
hjá ferðafélaginu Útivist um
hvítasunnuna. Farið verður í
spennandi ferð á Eiríksjökul,
Langjökul, Strút og Ok þar sem
fólk getur valið á milli erfiðra og
léttra gönguferða. Einnig verða
léttar göngur um Geitland og
Húsafellssvæðið.
Þá verður að sjálfsögðu farið í
Bása þar sem boöið verður upp á
gönguferðir, varðeld og góða
stemningu fyrir alla. Ferðin er
sniðin að þörfum allrar fjölskyld-
unnar.
Jeppadeildin ætlar einnig í
Bása og verður m.a. boðið upp á
námskeið í vatnaakstri og farið í
gönguferðir.
Buckingham fær falleinkunn
Bretadrottning kvað kunna
prýðilega við sig í Buckingham-
höll í London en sömu sögu er
ekki að segja um ferðamennina
sem tóku nýverið þátt i skoðana-
könnun bresku neytendasamtak-
anna. Þátttakendur voru beðnir
að raða vinsælustu ferðamanna-
stöðum borgarinnar í röð eftir
því hversu áhugaverðir þeir
væru. Buckingham fékk fallein-
kunn og lenti í 21. og siðasta sæti
listans.
Það var álit margra þátttak-
enda að salarkynni hallarinnar
væru með öllu líflaus og minntu
alls ekki á að þar byggi eða hefði
búið fólk af holdi og blóði. Mílu-
löng biðröðin eftir að komast inn
væri því mesta tímasóun.
Um ein og hálf milljón manna
hefur heimsótt höllina frá því
árið 1993 en þá voru nokkrir sal-
Iir opnaðir almenningi í fyrsta
sinn. Talsmaður hallarinnar var
að vonum svekktur yfir niður-
I stöðunum og sagðist vilja minna
fólk á að höllin væri hvorki
skemmtigarður né safn. Þar
væri að finna höfuðstöðvar
bresku konungsfjölskyldunnar
og ekkert annað.
Netkaffihúsin þrædd
INetkafFihúsum, þar sem gestir
komast á Netið og geta jafhvel
opnaö tölvupóstinn sinn, fjölgar
dag frá degi í heiminum og nú er
talið að þau skipti þúsundum.
Meðalverð á kafFibolla og tölvu-
notkun i hálftíma er samkvæmt
nýjasta hefti National Geograp-
hic Traveler í kringum 350 krón-
ur. Hafi menn hug á því að
kanna hvar slík kaffihús er að
finna áður en lagt er í ferðalagið
er Netið að sjálfsögðu besti kost-
urinn. Á slóðinni
www.netcafeguide.com er að
Ifinna staðsetningu fjölmargra
netkaffihúsa og að sama skapi er
að finna um 2000 kaffihús í yfir
100 löndum á slóðinni
cybercaptive.com á Netinu.