Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 JO"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kreppan kúrir á næsta skeri Hálfrar aldar samfelldu blómaskeiði viðskiptafrelsis og framfara í heiminum fer senn að ljúka. Arftaki Efna- hags- og þróunarstofnunarinnar, Heimsviðskipta-stofn- un, er orðin óstarfhæf. Verndarsinnar hafa tekið völdin beggja vegna Atlantshafsins og í þriðja heiminum. Heimsviðskipta-stofnunin er klofin í herðár niður í deilum um nýjan framkvæmdastjóra. Evrópusambandið er farið að hafa að engu úrskurði dómnefnda stofnunar- innar og Bandaríkin eru farin að innleiða einhliða refsi- tolla. Verndarsinnar sjá „dumping“ í hverju horni. Fyrir einni öld lifðu forfeður okkar á ofanverðu blómaskeiði frelsis og framfara. Allt frá lokum Napóle- onsstríða fram til fyrri heimsstyrjaldarinnar ríkti meira eða minna frelsi á flutningi fólks og vamings milli landa og allar þjóðir græddu á tá og fingri. ísland komst inn í lokaskeið þessa tímabils upp úr aldamótunum, þegar erlent fé flæddi inn í landið, meira að segja erlendar landbúnaðarafurðir. Þessu mikla blómaskeiði íslandssögunnar lauk ekki fyrr en með kreppunni, er herjaði hér sem annars staðar. Ríkisrekin heimsstyrjöldin fyrri og gríðarlegur kostn- aður hennar batt enda á blómaskeiðið og leiddi til krepp- unnar miklu, sem leiddi til ríkisrekinnar heimsstyrjald- arinnar síðari. Kreppuaðgerðirnar voru svo afnumdar og efnt í nýtt blómaskeið fyrir hálfri öld. Þegar forvera Heimsviðskipta-stofnunarinnar var komið á fót fyrir hálfri öld, mundu menn styrjaldirnar miklu og kreppuna miklu milli þeirra. Þeir voru vopn- aðir nýrri hagfræðiþekkingu og vissu, að þjóðir græddu á að láta ffelsi leysa verndarstefnu af hólmi. Formúlan er einfold og segir okkur, að meiri þjóðar- hagsmunir felist í lágu vöruverði en háu. Mikilvægara sé að tryggja fólki og fyrirtækjum aðgang að ódýrri vöru heldur en að tryggja sérhagsmuni fyrirtækja og atvinnu- greina, sem vilja forðast erlenda samkeppni. Fyrra hagvaxtarskeiðið byggðist á þeirri uppgötvun Breta, að þeir græddu á því að lækka tolla og hömlur einhliða. Með því lækkuðu þeir vöruverð til fyrirtækja og heimila og bjuggu til lífskjör og gróða, sem voru horn- steinn að gífurlegri útþenslu Bretaveldis. Þessi þekking glataðist í styrjöldunum og kreppunni og er aftur að glatast núna, þegar stjórnmálaflokkarnir eru í ört vaxandi mæli fjármagnaðir af sérhagsmunum, sem vilja láta vernda sig fyrir umheiminum. Við erum því að sjá fyrir endann á blómaskeiði frelsisins. í rauninni haga ríki sér eins og gróði eins sé annars tap. Þau láta eins og viðskiptafrelsi sé kaup kaups, þar sem þú fórnar tollum og hömlum gegn því að mótaðilinn fórni tollum og hömlum. Þannig kaupa menn og selja viðskiptafrelsi, sem í sjálfu sér er ókeypis auðlind. Almenningur hefur aldrei skilið viðskiptafrelsi. Þess vegna hefur verið auðvelt fyrir stjórnmálamenn að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni í viðskiptalíf- inu. Með aukinni Qármögnun sérhagsmuna á kosninga- vélum stjórnmálaflokka magnast vítahringurinn. Evrópusambandið hefur alltaf verið verndarstofnun, sem vill frelsi á stórum innri markaði, en hömlur á sam- keppni að utan. Bandaríkin eru á hraðferð til haftastefn- unnar að undirlagi þingsins, enda eru þingmenn meira eða minna kostaðir af þröngum sérhagsmunum. Heimsviðskipta-stofnunin er höfuðlaus og ræður ekki við vítahringinn. Þess vegna siglum við hraðbyri að skerjunum, sem leiddu til heimskreppunnar miklu. Jónas Kristjánsson Utan hrings og innan Ein af afleiðingum átakanna um Kosovo er aukinn áhugi í mörgum ríkjum Evrópu á samvinnu innan Evrópusambandsins að varnarmál- um og utanríkismálum. Öllum er ljóst að Bandaríkin bera hita og þunga dagsins af loftárásum Nató á Kosovo og að ríki Evrópu hafa ekki nægilegan hernaðarmátt til að standa að slíkum aðgerðum án þátt- töku Bandaríkjanna. í stríðinu um Bosníu kom líka i ljós vanmáttur ríkja Evrópusambandsins til að marka trúverðuga stefnu í málefn- um Balkanskaga án þátttöku Banda- ríkjanna. Sífellt fleiri telja þetta óviðunandi ástand mála og því heyr- ast nú háværar raddir mn að Evr- ópusambandinu verði gefið umtals- vert hlutverk á vettvangi vamar- mála um leiö og búið verði í haginn fyrir mótun sameiginlegrar utanrík- isstefnu Evrópusambandsríkja. Málið snertir ísland með beinum hætti. Evrópuher Þeir sem lengst ganga ræða þessa dagana um sam- eiginlegan her Evrópusambandsins, þó fáum detti raunar í hug að slíkt geti verið nálægur veruleiki. Romano Prodi, sem tekur innan skamms við forsæti framkvæmdastjómar Evrópusambandsins, segir þaö rökrétt skref að undirbúa sameiginlega stefnu ES í vamarmálum og að ef þetta verði gert muni sá tími koma að hermenn frá ríkjum sambandsins muni berj- ast undir fána Evrópu. Prodi hefur bent á að ríki ES verji til vamarmála tveimur þriðju hlutum þeirrar upphæðar sem Bandaríkin nota til þessar mála en að hernaðarmáttur Evrópu sé hins vegar aðeins brot af hemaðarmætti Bandaríkjanna. Margir hafa bent á að með nánari samvinnu Evrópuríkja mætti stórauka sameiginlegan hernaðarmátt þeirra án mikillar aukningar á útgjöldum. Nató Þótt fáir taki undir hugmyndir um öra þróun í átt til sameiginlegra herja Evrópusambandsins vekja ummæli hins nýja forseta framkvæmdastjórnar ES engu að síður athygli, enda em þau innlegg i mikla um- ræðu sem hefur hafist um framtíðarskipan öryggismála í Evrópu. Menn hafa bent á að tilgangur Nató sé að verja Vesturlönd gégn ytri ógn en ekki að sinna svæðisbundn- um vandamálum innan álf- unnar. Sumir eru þeirrar skoðunar að það geti hrein- lega veikt Nató að ætla því of víðtækt hlutverk. Margir Evrópusinnar í vamarmál- um eru því síst áhugalausir um að tryggja framtíö Nató sem öflugs vamarbandalags og stækkun þess til austurs. Bretar hafa til að mynda var- að mjög við öllu sem veikt gæti Nató en um leið hafa þeir nú nýverið skipað sér í sveit með þeim sem vilja að Evrópusambandið öðlist mátt til að beita herafla til friðargæslu innan Evrópu, án þátttöku Bandaríkjanna. Athyglisvert er að Verka- mannaflokkurinn og Frjáls- lyndir demókratar mörkuðu þessa nýju stefnu í samein- ingu. VES Þessa þróun má sjá innan Vestur- Evrópusambandsins en aðilar að því eru þau ríki Evrópusambands- ins sem jafnframt eru meðlimir í Nató. ísland og talsverður hópur annarra ríkja hefur aukaaðild að sambandinu. Nú í vikunni ákváðu aðildarríki VES að stefna að sam- runa þess og Evrópusambandsins. Líkur em á því að þetta muni takast innan tveggja ára. Þetta vek- ur spumingar hér heima um tengsl íslands við nýja skipan öryggismála í Evrópu. Miklu fleiri ríki, allt frá Tyrklandi til Noregs, telja sig hafa mikilla hagsmuna að gæta i þessu máli og munu sækja fast að halda einhvers konar tengslum við það kerfi sem tekur við af VES. í tillög- um Breta um skipan hernaðar á vegum Evrópusambandsins er gert ráð fyrir að sam- þykki allra Natóríkja þurfi að liggja fyrir áður en ES gæti gripið til aðgerða. Um leið er hins vegar líka rætt um nauðsyn þess að ríkisstjómir aöildarríkja Evrópusambandsins geti í sameiningu tekið pólitíska forustu fyrir hemaðaraðgerðum innan álfunnar. Utan hrings og innaii Þótt mönnum sýnist stundum sem Evrópusam- bandið einkennist öðru fremur af pólitískri lömun þá sjá menn stundum til þess skriðþunga sem er að baki samrunaferlinu í álfunni. Nú sýnist líklegt aö um leið og flestir íbúar Vestur-Evrópu taka upp sameiginleg- an gjaldmiðil á næstu árum muni Evrópusambandið öðlast umtalsvert hlutverk á sviði varnarmála. Það er auðvitað löngu orðið svo að pólitísk stefnumótun í ríkjunum allt í kringum Evrópusambandið snýst að verulegu leyti um aðlögun að því sem gerist innan þess stóra og stækkandi hrings. Fáein ríki, og þar á meðal ísland, hafa kosið að vera í senn utan hrings og innan. Nýtt hlutverk Evrópusambandsins á sviði vamarmála og utanríkismála vekur nýjar spuming- ar fyrir þessi ríki og mörg önnur um hvar þau standa gagnvart þeim skriðþunga sammna sem er mál mál- anna í Evrópu. „Þótt mönnum sýnist stundum sem Evrópusambandið einkennist öðru fremur af pólitfskri lömun þá sjá menn stundum til þess skriðþunga sem er að baki samrunaferlinu í álfunni." Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson skoðanir annarra ísraelska þjóðin klofin „Kosningamar í Israel í næstu viku munu ráða | miklu um hvaða stefnu friðarviöræöumar við Palest- j ínumenn og arabíska nágranna ísraels taka. Ekki síð- i ur mikilvæg eru áhrif kosninganna á hvernig koma j megi á friði meðal ísraela sjálfra. Á sama tíma og ísra- elar hafa almennt lýst yfír stuðningi sínum við sættir j við gamla óvini er þjóðin klofnari en nokkru sinni fyrr. Gæti verið að síðasta bölvun 20. aldarinnar yrði sú að gyðingar skiptust í fjandsamlegar fylkingar mis- * munandi ættbálka eins og svo mörg önnur lönd? Til að i koma í veg fyrir slík örlög geta ísraelar notaö kosn- j ingabaráttuna til að styrkja þau gildi sem leggja j áherslu á umburðarlyndi og að allir geti verið með.“ Úr forystugrein New York Times 12. maí. Jeltsín órólegur „Rússland í baráttu við sjálft sig, án skýrrar stefnu ! inn á við og út á við, er sú mynd sem birtist okkur þeg- í ar Borís Jeltsín forseti rekur þriðja forsætisráðherr- ann sinn á 14 mánuðum. Rökstuöningur hans fyrir að varpa hinum gamalreynda Jevgeni Prímakov á dyr - að hann kom ekki skikk á efnahagsmálin - er sosum trúverðugur þar til maður lítur á eftirmann hans, Sergei Stepasjín. Hann hefur aldrei fengist við efna- hagsmál. Ástæður Jeltsíns eru ekki efnahagslegs eðlis heldur óróleiki um eigin völd og stöðu eftir að Príma- kov náði málamiðlunum við kommúnista í stjórnar- andstöðu sem eru hörðustu andstæðingar Jeltsíns." Úr forystugrein Aftenposten 14. maí. Hið sanna andlit Kínverja „Frá upphafi hafa kinversk stjómvöld komið í veg fyrh- að þarlendir fjölmiðlar .greini frá glæpum Serba gegn mannkyninu. Þau hafa án afláts lýst Milosevic Júgóslavíuforseta sem aðþrengdri hetju og NATO sem illum heimsvaldasinnuðum risa. Kín- versk stjómvöld vilja umfram allt frelsi til að kúga eigin minnihlutahópa án utanaðkomandi afskipta.“ Úr forystugrein Washington Post 12. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.