Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 39 veiðivon Stangaveiðifálag Reykjavíkur: 60 ára afmæli „Það er mikið í gangi þessa dag- ana hjá okkur, afmælið er á mánu- daginn og svo stangveiðisýningin núna um helgina. Svo er stutt í að laxveiðin hefjist í Norðurá, það eru ekki nema nokkir dagar,“ sagði Kristján Guðjónsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í vikunni, en Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður 60 ára 17. maí. Veiðivon Gunnar Bender „Mánudaginn 17. maí heldur Stangaveiðifélagið upp á afmæli sitt og í tilefni dagsins er öllum félags- mönnum boðið til kaffisamsætis í Súlnasal Hótel Sögu, sem hefst klukkan fjögur. En vist er að margt verður um manninnn, enda afmæl- isbörnin yfir 2000 að tölu, þ.e. félags- menn SVFR. Veislustjóri verður Friðrik Þ. Stefánsson. Með kaffinu og ólgeymdri afmælistertunni mun Bubbi Morthens, félagsmaður í SVFR, troða upp af sinni alkunnu snild og má örugglega búast við ein- hverju skemmtilegu frá honum.“ Hvernig verður veióisumarió, afla- tölur? „Ég held að þetta verði feiknagott laxveiðisumar og laxafjöldinn verði á milli 40 og 45 þúsund á land þetta árið. Byrjunin gæti orðið góð í Norðurá, en þar byrjar maður veiði- sumarið þetta árið. Það verður spennandi að taka fyrstu köstin,“ sagði Kristján enn fremur. Seltjörn opnuð - 300 fiskar fyrstu vikuna „Þetta er allt að komast á fullt hjá okkur, en fyrstu vikuna veiddust 300 fiskar og var stærðin á þeim frá tveimur pundum upp í þrjú og hálft,“ sagði Jónas Pétursson við Seltjörn í vikunni, en veiðiskapur- inn er hafinn þar fyrir alvöru. Sel- tjörn er við Grindavíkurveginn og stunda Suðurnesjamenn hana mik- ið, auk annarra veiðimanna. „Mest veiðist á ýmsa spúna, auk þess sem straumflugur eru alltaf vinsælar og það eru fieiri og fleiri sem veiða á fluguna. Það eru um 2000 fiskar í vatninu, svo veiðivonin er góð. Það eru alltaf margir sem veiða sína fyrstu fiska hérna hjá brídge Kristján Guðjónsson formaður við Norðurá í Borgarfirði, en þar byrjar hann veiðina þetta sumarið. DV-mynd G.Bender Kauphallarboðsmótið í Las Vegas: Vígalegir veiðimenn tilbúnir að renna fyrir fiska í Seltjörn, en veiðin hefur verið góð þar. DV-mynd JPP okkur enda eru þetta veiðimenn á öllum aldri,“ sagði Jónas enn frem- ur. Veiðieyrað Vorveiðin hefur víða gengið vel, enda koma veiðiárnar og vötnin vel undan vetri. Veiðimenn sem voru að koma úr Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum veiddu bleikjur í Lóninu. Gekk veiðiskapurinn vel og tók bleikjan grimmt hjá veiðimönnum á stuttum tíma. Það veiddust 14 bleikjur og þær stærstu voru 3 pund. Veiðin er að byrja fyrir al- vöru í Móbergstjörn í Langadal og hefur verið ágæt veiði þar. Stærstu bleikjurnar eru kringum 3 pundin og einn og einn urriði. Utanborðsmótorar r Stærðir: 2-250 Hö Gangvissir, öruggir ' og endingargóðir YAMAHA Sími 568 1044 Weinstein og Levin sigruðu Einn af stærri viðburðum bridgeheimsins er haldinn árlega i Las Vegas en það er Kauphallar- boðsmótið. Stórar fjárhæðir eru í boði, bæði fyrir fjátfesfa og kepp- endur. Eins og nafnið gefur til kynna, þá eru nokkur af bestu pör- um heimsins boðin upp og geta fjár- festar grætt ótrúlegar fjárhæðir með því að kaupa „rétta" parið. Potturinn var að þessu sinni tæpar 100 milljónir eða $ 1.227.000. ítölsku bridgemeistaramir Lauria og Ver- sace voru keyptir á $ 56.000, en það var hæsta kaupverðið. Það er hins vegar annað mál að þeir tryggðu sér ekki sæti í úrslitunum. Röð og stig efstu para var annars þannig: 1. Levin - Weinstein 902,52 2. Miller - Cheek 893,68 3. Cohen - Smith 533,49 4. Greco - Hampson 493,89 5. Chemla - Mari 354,27 Við skulum skoða eitt spil frá úrslitunum og sjá Billy Miller leika listir sínar en hann var spilafélagi Curtis Cheek, sem er eiginmaður Hjördísar Eyþórsdóttur, eina at- vinnumanns okkar í Bandarikjun- um. Miller og Cheek áttu í vandræð- um með að ná inn í úrslitin en eft- irfarandi spil tryggði þeim úrslita- sætið og leiðina að silfurverðlaun- unum. . * ÁD62 A/Allir * 64 * K543 * ÁD3 * 975 * Á * 8762 * K10862 . * G84 * KD752 * G9 * 754 Það er hart barist um hvert stig, eins og sést á eftirfarandi sögnum: Austur Suður Vestur Norður pass pass pass 1 gr. pass 2 ♦* pass 2 m pass pass dobl! pass pass pass * yfirfærsla í hjarta Austur spilaði út hjartagosa, Mill- er leit blindan augum og var ekki sérlega bjartsýnn á framhaldið. En það var hins vegar ólíklegt að aust- ur hefði spilað gosanum frá ásnum og Miller lét því lágt úr blindum. Þegar ásinn birtist frá vestri þá eygði Miller möguleika á því að sleppa ódýrt frá spilinu. Vestur spil- aði spaðaníu til baka, tvistur, kóng- ur og fjarki. Spaðatía kom næst, Umsjón Stefán Guðjohnsen gosinn, meiri spaði á ás og síðan spaðadrottning. Austur er í vanda og hann kaus að trompa með hjarta- tíu meðan vestur virtist kalla í laufi. Austur spilaði því laufgosa og Miller fékk slaginn á drottninguna. Hann spilaði nú hjartasexu, áttan og drottning. Síðan kom laúf á ás- inn og lauf sem var trompað með flmminu. Nú var tígli spilað, austur tók á AD en varð síðan að spila upp í trompgaffalinn í blindum. Slétt unnið og 670 + nokkur hundruð impar. Fallega spilað hjá Miller sem tryggði þeim félögum úrslitasæti. T11 Hll ■ I E««« Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudagbm 18. maíl999 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar: 1 stk. Volkswagen Transp. Syncro 4x4 (10 farþ.) dísil 1998 2 stk. Chevrolet Suburban 4x4 bensín/dísil 1977-'88 1 stk. Nissan Patrol 4x4 dísil 1990 2 stk. Mitsubishi Pajero (1 biluð vél) 4x4 bensín 1985-89 2 stk. Mazda 323 station 4x4 bensín 1993 2 stk. Subaru Legacy Wagon 4x4 bensín 1993-96 2 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1990-91 1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1990 1 stk. Ford Econohne 4x4 bensín 1991 1 stk. Daihatsu Charade bensín 1990 1 stk. Toyota Hi Ace sendibifreið bensín 1990 1 stk. Mercedes Benz 711D m/krana dísil 1988 2 stk. Volvo 850 (1 biluð vél) bensín 1995 1 stk. Manitou Nc 80 (8 tonn) gaffallyftari dísil 1978 Til sýnis hjá Vegagerðinm í Borgarnesi: 1 stk. veghefill, Champion 740A (með snjóvæng dísil 1982 1 stk. Zetor 3611 dráttarvél 4x2 dísil 1980 1 stk. L. Edward hrærivél, drifskaftstengd 1984 1 stk. Hydor-loftpressa K 13 c6, drifskaftstengd 1980 1 stk. Rafstöð, FG Wilson, 32 kW, í skúr á hjólum 1981 1 stk. Rafstöð, FG Wilson, 32 kW, í skúr 1981 1 stk. Snjótönn á veghefil, Hartmann HS-12 1978 1 stk. Snjótönn á vörubíl, Stiasen & Öya, 3000-H 1980 Til sýnis hjá Rarik, Höfn, Hornafirði: 1 stk. Ford 7840 SLE dráttarvél 4x4 dísil 1973 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. Borgartúni 7, 105 Reykjavík Sími 530-1400, fax 530-1414 (ATH Inngangur frá Steintúni)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.