Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999
39
veiðivon
Stangaveiðifálag Reykjavíkur:
60 ára afmæli
„Það er mikið í gangi þessa dag-
ana hjá okkur, afmælið er á mánu-
daginn og svo stangveiðisýningin
núna um helgina. Svo er stutt í að
laxveiðin hefjist í Norðurá, það eru
ekki nema nokkir dagar,“ sagði
Kristján Guðjónsson, formaður
Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í
vikunni, en Stangaveiðifélag
Reykjavíkur verður 60 ára 17. maí.
Veiðivon
Gunnar Bender
„Mánudaginn 17. maí heldur
Stangaveiðifélagið upp á afmæli sitt
og í tilefni dagsins er öllum félags-
mönnum boðið til kaffisamsætis í
Súlnasal Hótel Sögu, sem hefst
klukkan fjögur. En vist er að margt
verður um manninnn, enda afmæl-
isbörnin yfir 2000 að tölu, þ.e. félags-
menn SVFR. Veislustjóri verður
Friðrik Þ. Stefánsson. Með kaffinu
og ólgeymdri afmælistertunni mun
Bubbi Morthens, félagsmaður í
SVFR, troða upp af sinni alkunnu
snild og má örugglega búast við ein-
hverju skemmtilegu frá honum.“
Hvernig verður veióisumarió, afla-
tölur?
„Ég held að þetta verði feiknagott
laxveiðisumar og laxafjöldinn verði
á milli 40 og 45 þúsund á land þetta
árið. Byrjunin gæti orðið góð í
Norðurá, en þar byrjar maður veiði-
sumarið þetta árið. Það verður
spennandi að taka fyrstu köstin,“
sagði Kristján enn fremur.
Seltjörn opnuð - 300
fiskar fyrstu vikuna
„Þetta er allt að komast á fullt hjá
okkur, en fyrstu vikuna veiddust
300 fiskar og var stærðin á þeim frá
tveimur pundum upp í þrjú og
hálft,“ sagði Jónas Pétursson við
Seltjörn í vikunni, en veiðiskapur-
inn er hafinn þar fyrir alvöru. Sel-
tjörn er við Grindavíkurveginn og
stunda Suðurnesjamenn hana mik-
ið, auk annarra veiðimanna.
„Mest veiðist á ýmsa spúna, auk
þess sem straumflugur eru alltaf
vinsælar og það eru fieiri og fleiri
sem veiða á fluguna. Það eru um
2000 fiskar í vatninu, svo veiðivonin
er góð. Það eru alltaf margir sem
veiða sína fyrstu fiska hérna hjá
brídge
Kristján Guðjónsson formaður við
Norðurá í Borgarfirði, en þar byrjar
hann veiðina þetta sumarið.
DV-mynd G.Bender
Kauphallarboðsmótið í Las Vegas:
Vígalegir veiðimenn tilbúnir að renna fyrir fiska í Seltjörn, en veiðin hefur
verið góð þar. DV-mynd JPP
okkur enda eru þetta veiðimenn á
öllum aldri,“ sagði Jónas enn frem-
ur.
Veiðieyrað
Vorveiðin hefur víða gengið vel,
enda koma veiðiárnar og vötnin vel
undan vetri. Veiðimenn sem voru
að koma úr Hvolsá og Staðarhólsá í
Dölum veiddu bleikjur í Lóninu.
Gekk veiðiskapurinn vel og tók
bleikjan grimmt hjá veiðimönnum á
stuttum tíma. Það veiddust 14
bleikjur og þær stærstu voru 3
pund. Veiðin er að byrja fyrir al-
vöru í Móbergstjörn í Langadal og
hefur verið ágæt veiði þar. Stærstu
bleikjurnar eru kringum 3 pundin
og einn og einn urriði.
Utanborðsmótorar
r
Stærðir: 2-250 Hö
Gangvissir, öruggir
' og endingargóðir
YAMAHA
Sími 568 1044
Weinstein og
Levin sigruðu
Einn af stærri viðburðum
bridgeheimsins er haldinn árlega i
Las Vegas en það er Kauphallar-
boðsmótið. Stórar fjárhæðir eru í
boði, bæði fyrir fjátfesfa og kepp-
endur. Eins og nafnið gefur til
kynna, þá eru nokkur af bestu pör-
um heimsins boðin upp og geta fjár-
festar grætt ótrúlegar fjárhæðir
með því að kaupa „rétta" parið.
Potturinn var að þessu sinni tæpar
100 milljónir eða $ 1.227.000. ítölsku
bridgemeistaramir Lauria og Ver-
sace voru keyptir á $ 56.000, en það
var hæsta kaupverðið. Það er hins
vegar annað mál að þeir tryggðu sér
ekki sæti í úrslitunum.
Röð og stig efstu para var annars
þannig:
1. Levin - Weinstein 902,52
2. Miller - Cheek 893,68
3. Cohen - Smith 533,49
4. Greco - Hampson 493,89
5. Chemla - Mari 354,27
Við skulum skoða eitt spil frá
úrslitunum og sjá Billy Miller leika
listir sínar en hann var spilafélagi
Curtis Cheek, sem er eiginmaður
Hjördísar Eyþórsdóttur, eina at-
vinnumanns okkar í Bandarikjun-
um.
Miller og Cheek áttu í vandræð-
um með að ná inn í úrslitin en eft-
irfarandi spil tryggði þeim úrslita-
sætið og leiðina að silfurverðlaun-
unum.
. * ÁD62
A/Allir * 64
* K543
* ÁD3
* 975
* Á
* 8762
* K10862
. * G84
* KD752
* G9
* 754
Það er hart barist um hvert stig,
eins og sést á eftirfarandi sögnum:
Austur Suður Vestur Norður
pass pass pass 1 gr.
pass 2 ♦* pass 2 m
pass pass dobl! pass
pass pass
* yfirfærsla í hjarta
Austur spilaði út hjartagosa, Mill-
er leit blindan augum og var ekki
sérlega bjartsýnn á framhaldið. En
það var hins vegar ólíklegt að aust-
ur hefði spilað gosanum frá ásnum
og Miller lét því lágt úr blindum.
Þegar ásinn birtist frá vestri þá
eygði Miller möguleika á því að
sleppa ódýrt frá spilinu. Vestur spil-
aði spaðaníu til baka, tvistur, kóng-
ur og fjarki. Spaðatía kom næst,
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
gosinn, meiri spaði á ás og síðan
spaðadrottning. Austur er í vanda
og hann kaus að trompa með hjarta-
tíu meðan vestur virtist kalla í
laufi. Austur spilaði því laufgosa og
Miller fékk slaginn á drottninguna.
Hann spilaði nú hjartasexu, áttan
og drottning. Síðan kom laúf á ás-
inn og lauf sem var trompað með
flmminu. Nú var tígli spilað, austur
tók á AD en varð síðan að spila upp
í trompgaffalinn í blindum. Slétt
unnið og 670 + nokkur hundruð
impar.
Fallega spilað hjá Miller sem
tryggði þeim félögum úrslitasæti.
T11 Hll ■ I E«««
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudagbm
18. maíl999 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7
og víðar:
1 stk. Volkswagen Transp. Syncro 4x4 (10 farþ.) dísil 1998
2 stk. Chevrolet Suburban 4x4 bensín/dísil 1977-'88
1 stk. Nissan Patrol 4x4 dísil 1990
2 stk. Mitsubishi Pajero (1 biluð vél) 4x4 bensín 1985-89
2 stk. Mazda 323 station 4x4 bensín 1993
2 stk. Subaru Legacy Wagon 4x4 bensín 1993-96
2 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1990-91
1 stk. Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1990
1 stk. Ford Econohne 4x4 bensín 1991
1 stk. Daihatsu Charade bensín 1990
1 stk. Toyota Hi Ace sendibifreið bensín 1990
1 stk. Mercedes Benz 711D m/krana dísil 1988
2 stk. Volvo 850 (1 biluð vél) bensín 1995
1 stk. Manitou Nc 80 (8 tonn) gaffallyftari dísil 1978
Til sýnis hjá Vegagerðinm í Borgarnesi:
1 stk. veghefill, Champion 740A (með snjóvæng dísil 1982
1 stk. Zetor 3611 dráttarvél 4x2 dísil 1980
1 stk. L. Edward hrærivél, drifskaftstengd 1984
1 stk. Hydor-loftpressa K 13 c6, drifskaftstengd 1980
1 stk. Rafstöð, FG Wilson, 32 kW, í skúr á hjólum 1981
1 stk. Rafstöð, FG Wilson, 32 kW, í skúr 1981
1 stk. Snjótönn á veghefil, Hartmann HS-12 1978
1 stk. Snjótönn á vörubíl, Stiasen & Öya, 3000-H 1980
Til sýnis hjá Rarik, Höfn, Hornafirði:
1 stk. Ford 7840 SLE dráttarvél 4x4 dísil 1973
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa sama dag kl. 16.30
að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum
sem ekki teljast viðunandi.
Borgartúni 7, 105 Reykjavík
Sími 530-1400, fax 530-1414
(ATH Inngangur frá Steintúni)