Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1999, Blaðsíða 21
UV LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1999 isviðsljós 21 I stælum við söngelskan lífvörð IÞað borgar sig ekki að svíkja Maríu Carey, eins og dyggir les- endur slúðursins vita. Samt legg- ur fyrrum lífvörður hennar það á sig. Christopher Selletti ætlar að stefna drottningunni og segir að hann hafi samið mjög svipað lag og María gerði síðar frægt sem lagið Hero. Til sönnunar segist ji hann hafa sent sjálfúm sér lagið í pósti árið 1989 en aldrei opnað hann (hvað sem það átti nú að þýða). Það sönnunargagn hefur hann þó aldrei getað útvegað. Maria leggur hins vegar fram dagbækur sínar þar sem hún hef- ur skrifað nótur lagsins og rissað hitt og þetta sem ætti að sanna það sem hennar hugarsmíð. Lífvörðurinn Selletti ætti e.t.v. að leita ráða hjá Cameron Diaz, en hún sagði i viðtali í fyrra að helvíti væri í hennar huga staður þar sem hún væri bundin og N neydd til þess að hlusta á Maríu | Carey. Maria las ummælin, réðst að Diaz á veitingahúsi og bar þetta upp á hana. Diaz gat snúið I sig út úr því með því að segja að í rangt hefði verið haft eftir sér. ; En hvað getur grey lífvörðurinn | gert í stööunni? Fitubollan Alec Baldwin Hið ljúfa líf hefur verið einum of ljúft við Alec Baldwin, ef taka má mark á nýjustu slúðursögum. Þessi fyrrum hjartaknúsari hefur upp á síðkastið þjáðst af Travolta- veikinni, sem vestrið kallar svo, en það er ofholdgunarvandamálið sígilda. Alec var aldrei beinlinis grann- ur en nú hefur hann farið yflr öll mörk. Vinir hans hafa að sögn ekki brjóst í sér til þess að segja neitt við hann um ástandið, a.m.k. ekki þeir vinir hans sem þekkja hann í sjón. Heldur óheppiieg var uppákom- an sem bollan Alec lenti í um dag- inn og sýnir hversu breyttur hann er oröinn. Frægur fréttamaður og góðkunningi Alecs var á fínni kabarettsýningu ásamt konu sinni þegar leikarinn byrjaöi að veifa honum og reyna að ná athygli hans. Alec kom svo til hjónanna til að spjalla en þau svöruðu bara með yfirborðskenndu kurteisis- hjali þar til Alec fékk nóg og strunsaði í burtu. Fréttamaðurinn spurði síðan nærstadda: „Hver í veröldinni var þetta eiginlega?" Spikið getur bersýnilega falið fallegustu menn. Enginn tekur eftir Mikka Við vitum öll að það er heil eilífð siðan Mickey Rourke lék siðast í vinsælli bíó- mynd og maður skyldi ætla að hann þyrfti á allri fjölmiðlaumfjöll- un að halda. Vanda- málið er bara að það eru heilsuvandamál hans sem fá umfjöllun þessa dagana en ekki leiklistarhæfileikarn- ir. Nýlega var Mikki nefnilega fluttur á sjúkrahús vegná þess sem hann sagði vera „hóstasaftseitrun". Áður hafði hann verið lagður inn vegna þess sem hann sjálfúr kallaði kvíða- kast en rætnar radd- ir segja að hafi verið sjálfsmorðstilraun. Fjölmiðlafulltrúi hans segir að síðasta innlögn Mikka hafi ekki verið neitt stór- mál. „Hann var bara með flensu en svo illa var eftir honum tekið á bráðamóttök- unni að læknamir létu hann bíða í tvo klukkutíma þar til þeir sinntu honum.“ Ef aumingja Mikki getur ekki einu sinni fengið læknana til þess að taka eftir sér, hvernig dettur honum þá í hug að kvikmyndaunnendur geri það? Sharon fúl út í grannana Hollywoodstjörnur eru vanar að gera | heimOi sín að glæsilegum griðastað og I hafa sína hentisemi hvað það varðar. En sama gildir ekki ef einhver annar vogar sér að gera slíkt hið sama. Sharon Stone og hennar ektamaki, Phil Bronstein, hafa 3 farið í hart við borgaryfirvöld í San í Francisco til þess að stöðva nýbyggingu nágranna síns. Hjónakornin halda því fram að byggingin muni gnæfa yfir þeirra hús og standa í vegi fyrir því að : þau hafl útsýni yfir Golden Gate-brúna. Það er Candyce Martin, nágranni, sem ætlar að byggja 1300 fermetra við villu : sina en Sharon og Phil fara fram á að sett verði lögbann á framkvæmdimar. Sharon segir meðal annars að „friðhelgi einkalífsins" verði rofin ef af fram- kvæmdum verður. Gárungar spyrja sig hvað Candyce Martin gæti séð inn um ; gluggana sem heimsbyggðin hefur ekki séö oft og mörgum sinnum. '•........: 28" Flatur Black Matrix myndlampi Nicam Stereó hljómkerfí fslenskt textavarp ^ Scart tengi B Fjarstýring Æ, ATH: Þetta er raunverulegt! Fyrsti apríl var í mánuðinum sem leið. 14“ Black Hatrix myndlampi ísienskt textavarp Scart tengi JagF'' Fjarstý ring jm . 20" Black Matrix myndlampi íslenskt textavarp Scart tengi Fjarstý ring «1 Fín gæði - góð mynd Einföld fjarstýring Frábær verð REYKJAVÍKORSVAÐIÐ: Naokaup. Smáratargi. Helmskrínglan. kringlunni. Tónbotg. Kópavogi. VESTURLAND: Hljómsýn. Akranesi. Kauptélag Borgfirðinga. Borgarnesi. Blómslurvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Gruodarlirðt.VTSIFIRDIR: FiW Jónasar Þórs, Patreksfirði. Póllinn, Isalirði. NORBURLAND: Kl Sleingrímsfjarðar. Hólmavík. KF V- Húnvetninga. Hvammstanga. Kl Húnvetninga. Rlnnduósi. Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KEA Dalvik. Ljósgjalinn. Akureyrí. KF Þingeyinga. Húsavík. Urð, Raufsrlin. AUSIURLAND: KF Réraðsbúa. ígilsstóðum. Verslunin Vik. Neskaupsstað. Kauptun, Vopnafirði. Kf Vopnfirðinga. VopnaHröi. Kf Hétaðsbóa. Seyðisfirði. Tumbræður. Seyðisfirði.KF Fáskrúðsljarðar. Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK. Höln Hornafirði. SDBURFAND: RaFmagnsverksiæði KR. Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. Heimsiækni. Selfossi. KA, Selfossi. Hás, Þorlákshófn. Brimnes. Vesimannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garði. Rafmættl. Hafnarfitði. ONITID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.