Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 9 í I 1 íþróttatöskur < Fótboltar | Flíspeysur Regngallar og stakar regnbuxur í öllum stærðum íþróttagallar með tvennum buxum Stakar buxur í úrvali íþróttaskór Útivistarskór Fótboltaskór Erobikkskór Iþróttagallar 1990 kr. PUMA & NIKE körfuboltaskór 3990 kr. RTVÖRUVERSLUNIN Laugavegi 49 • sími 551 2024 ÚTSALA 10-70 % afsláttur Mörkinni 6, sími 588 5518. Dæmi: Áður: Nú: Vattjakkar 9.900 1.900 Síðar kápur 32.900 5.900 Regnkápur 12.900 10.500 Opið á laugardögum frá kl. 10-16 afmælisafsláttur af öllum vörum fram að Verslunarmannahelgi Á milli tvö og fimm þúsund manns stormuðu um götur Minsk í Hvíta Rússlandi í gær til þess að mótmæla því að Alexander Lukashenko skuli enn sitja á for- setastóli þrátt fyrir að eiginlegu kjörtímabili hans sé lokið. Símamynd Reuter Utlönd Kennedyhjónanna verður minnst í New York á morgun: Lík þremenninganna fundust SP0RTV0RUVERSLUNIN Bandarísku strand- gæslunni tókst í gær að ná llkum Johns F. Kennedys, eiginkonu hans og mágkonu af hafsbotni. Þremenn- ingarnir fórust með einkaflugvél Kenn- edys aðfaranótt laug- ardags. Lík Johns F. fannst snemma í gær en þegar leið á dag- inn fundu kafarar lík systranna. Þau fund- ust á um 30 metra dýpi og voru öll í braki vélarinnar. Edward Kennedy öldungadeildarþing- maður og fóðurbróðir Johns F. fylgdist ásamt sonum sínum tveim- ur grannt með björgunaraðgerðum og flutti síðan lík þremenninganna til Cape Cod þar sem þau verða krufin í dag. Svo virðist sem flugvélin hafi að- eins átt nokkra kílómetra ófarna að strönd Martha's Vineyard þegar hún hrapaði i sjóinn. Nýjar upplýsingar um aðdraganda slyssins benda til þess að vélin hafi hrapað á ógnarhraða eða 1600 metra á mínútu. Sér- fræðingar telja víst að John F. Kennedy hafi misst stefnuskyn og hafl í örvænt- ingu talið sig vera að hækka flugið þegar hann stefndi í raun niður á við. Minningarathöfn um John F. Kennedy og eiginkonu hans Caro- lyn verður haldin í New York á morgun. Um er að ræða einkaat- höfn en Clintonhjónin hafa tilkynnt að þau verði viðstödd. Lauren Bessette verður minnst í John F. Kennedy yngri. í flakinu heimabæ systranna, Greenwich í Connecticutríki, á laugardag. Þá greindi sjónvarpsstöðin CNN frá því í gærkvöld að Kennedyfjölskyldan hygðist dreifa ösku Johns F. á hafi úti síðar í dag. Bessettefjölskyldan hefur enn ekki ákveðið hvemig jarðarfór systranna verður háttað. Þúsundir blómvanda, kerta og annarra minjagripa voru fjarlægðir frá húsi Kennedyhjónanna í New York í morgun og fluttir á bcirnaspítala í borginni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.