Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 Fréttir Mýrdælingar rólegir DV.Vík í Mýrdal: „Við í almannavamanefndinni höf- um verið í símasambandi við vísinda- menn og Almannavamir ríkisins. Vatnamælinga- menn vom búnir að skoða Jökulsá og Múlakvísl. Úr þeim rannsóknum vora komnar nokkrar niður- stöður og þeir sögðu að samsetning vatnsins í Jök- ulsá minnti töluvert á það sem þeir sáu í Gjálpargos- inu. Mikið af karbónati sem dregin er sú ályktun af að komið hafl upp gusa af kviku eða jarðhitagasi. Einnig sást svolítið af upp- leystum kísil sem bendir til jarðhita. Úr Múlakvísl, sem þekking er mikil á, vom mælingar styttra komnar. Þar hefúr áður sést jafnmikill eíhastyrkur en þá var að visu minna í ánni,“ sagði Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdals- hrepps, í samtali við DV. Hún gat þess að allar niðurstöður væm ekki komnar úr mælingunum, það tæki nokkum tíma að fá þær. Al- mannavamamefnd Mýrdalshrepps kemur saman í hádeginu í dag og þá verður tekin ákvörðun um framhald viðbúnaðarstigs. Að sögn Helgu er fólk í Mýrdal laust við ótta vegna umbrotanna „Þeir sem ég hef rætt við upplifa þetta þannig að það sé alltaf ástæða til að taka það alvarlega þegar Katla lætur til sín taka en mér finnst ekki vera nein hræðsla. Fólk ræðir það sín á milli að það væri slæmt að fá gos á þessum tíma,“ sagði Helga. ' Fyrir tilmæh almanna- nefndar Mýrdalshrepps var umferð um Mýrdalsjökul stöðvuð þar sem ekki þótti hættandi á að fara um jökulinn vegna hættu af nýjum sprangusvæð- um. -NH Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps. DV-mynd Njörður Einar Ólafsson hefur beitt öxinni af mikilli leikni og garðurinn er eggsléttur og jafn. DV-mynd Júlía Eggsléttur varnargarður Dy Höfn: Einar Ólafsson á Eyrarbakka hefur undanfarið unnið að lagfæringu og uppbyggingu varnargarðs sem er á fjörukambinum við Eyrarbakka en garðurinn er víða illa farinn. Einar er búinn með hluta af garðinum og efnið sem hann notar er sótt í hraunið við Þorlákshöfn. Mikið kríuvarp er þarna og kríumar aðgangsharðar við þá sem þar koma en Einar segir að þær láti sig alveg í friði. Þær séu orðnar sér vanar. -JI Stórhýsi rís á Kirkjulækjarkoti: Getur rumað alla sýslubúa - tilvaliö sem neyðarathvarf, segir Kristján F. Kristjánsson Miklar byggingaframkvæmdir standa nú yfir í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Að sögn Kristjáns F. Kristjánssonar iðnrekstrarfræðings er nú upnið að þvi að steypa gólf í 2400 fermetra hús sem flutt var á staðinn frá Hveragerði og hýsti áður hluta af tívolíi sem þar var. Húsið, sem er með buröarvirki úr límtrésbitum, er 2400 fermetrar að grunnfleti og undir því er 600 fer- metra steyptur kjallari. Það er Hvitasunnukirkjan sem á húsið og þessa dagana er nú stadd- ur í Kirkjulækjarkoti 100 manna vinnuhópur ungmenna frá Banda- ríkjunum. Segir Kristján að ung- lingamir vinni að byggingu hússins í sjálfboðavinnu en öll vinna við þessa framkvæmd er unnin endur- gjaldslaust. Segir hann fjölda íslend- inga hafa komið þar að verki auk * Vélorf 20% ótrúlegt verÓ útlendinga og jafnvel hermanna af Keflavíkurflugvelli sem tilheyri þessum söfnuði. Húsið sem hér um ræðir er eins og áður segir gríðarlega stórt, 30 sinnum 80 metrar. Segir Kristján að það geti vel nýst á neyðarstundu til að hýsa alla íbúa Rangárvallarsýslu. Slíkt geti komið sér vel ef upp komi neyðará- stand, eins og vegna eldgoss í Kötlu. Þá er hægt að útbúa sjúkraaðstöðu í nærliggjandi byggingu og tjaldstæði eru á staðnum fyrir um 3000 manns. Þá er einnig á svæðinu bensín- og ol- íudælur sem nota má handvirkt og talsvert magn af eldsneyti í tönkum. Fyrirhugað er að efna til stórrar samkomu á Kirkjulækjarkoti um verslunarmannahelgina og verður húsið góða nýtt við það tækifæri. Bú- ist er við um 1500 manns á hátíðina. -HKr. 16.758- Sífii: 587 9699 G visir.is irrra v&jýr' 2 ^y989 pmrrnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.