Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 23 Fréttir uei9ðu falleg og sterk samkomutjöld Hvar eru 75% núlifandi fæddra Vestfirðinga? Margir að gera það gott - Qöldi brottfluttra Vestfirðinga tengist bátasmíði í Kína Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Mikil umræða hefur verið um fólksflótta frá Vestfjörðum undan- farin misseri. Þar hafa tölum um mikinn brottflutning innfæddra Vestfirðinga frá sinni heimabyggð vakið athygli en þeir eru í dag lík- lega um 75% allra núlifandi fæddra Vestfirðinga. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvaö verði um allt þetta fólk og hvort það flytji með sér öll hin vestfirsku vandamál. Blaðamaður DV fór á stúfana til að skoða þetta mál aðeins nánar. Þá kemur í ljós að brottfluttir Vestfirð- ingar hafa síður en svo lagt árar í bát og margir eru að gera það gott, lausir við vandamál gærdagsins. Þræðir þeirra liggja víða um þjóðfé- lagið, ekki síst á sjávarútvegssvið- inu. Á meðal þessara brottfluttu Vestfirðinga eru félagamir hjá ráð- gjafarfyrirtækinu ísbúi ehf. í Reykjavík, þeir Jens Valdimarsson og Björn Ágúst Jónsson. Jens er frá Patreksfirði og Björn upprunninn á Bíldudal. Báðir hafa kynnst af eigin raun þrautagöngu Vestfirðinga á sjávarútvegssviði og störfuðu m.a. saman að rekstri Hraðfrystihúss Patreksfjarðar á sinum tíma. í dag er staða þeirra dálítið önnur og sjóndeildarhringurinn víðari, en markaðssvæði fyrirtækis þeirra spannar alla jarðkringluna. Jens, sem er lærður kjötiðnaðar- maður og starfaði sem slíkur lengi hjá Norðurtanganum sáluga á ísa- firði, segir starf sitt í dag á margan hátt tengt þvi sem hann lærði á sin- um tíma. Þeir félagar fást við ráð- gjöf á ýmsum sviðum sem oft teng- ist matvælaframleiðslu. Upphafið af þessu rágjafastarfi voru störf Jens í Chile, þar sem hann segist hafa kynnst því hvar þörf var á aðstoð og ráðleggingum. Þeirra sérsvið í dag er sjávarútvegur og það sem honum er tengt. Þó koma þeir víðar við í viðskiptaheiminum og eru m.a. helmingseigendur að íslenska fyrir- tækinu KAMHNIT, sem er bygg- ingaverktakafyrirtæki og starfar í Rússlandi. „Stór hluti af okkar starfsemi hjá ísbúi snýst nú um sölu á skipum sem smíðuð eru i Kína,“ segir Bjöm Ágúst. „Núna er verið að smíða 10 skip á okkar vegum, eitt nótaskip og níu línu- og dragnótabáta. Skipin eru smíðuð samkvæmt klassa Norsk Veritas og smíðin stenst vel samanburð við það sem gerist ann- ars staðar i heiminum. Allt er þetta svo gert í samráði við Siglingastofn- un íslands. Stöðin sem smíðar þessa báta telst lítil á kínverska vísu, hef- ur „aðeins" með um 3000 manns í vinnu. Nótaskip sem nú er í smíð- um á okkar vegum fyrir Örn Er- lingsson er smíðað í örlítið stærri stöð en þar starfa um sex þúsund manns. Þetta er aðeins byrjun á því sem við erum að fást við á þessu sviði.“ En eru íslenskar skipasmíða- stöðvar þá ekki á bakinu á ykkur Björn Ágúst Jónsson og Jens Valdimarsson hjá ísbúi ehf. eru í nánum tengslum við fjölda brottfluttra Vestfirð- inga vegna skipasmíða í Kína. DV-mynd Hörður fyrir að sniðganga íslenskan skipa- smíðaiðnað? „Nei, alls ekki,“ segir Jens. „Reyndar lít ég svo á að við íslend- ingar eigum mikið frekar að selja útlendingum okkar þekkingu en að fást við að gera það sem við ráðum illa við. Við njótum þess t.d. að vera í nánum tengslum við sjávarútveg- inn og íslenskir skipahönnuðir hafa það fram yfir marga aðra að vera í beinum tengslum við sjómennina sjálfa og hafa jafnvel verið sjómenn sjálfir. Þetta getum við selt. Svo þarf að halda þessum bátum við og það skapar íslenskum skipasmiðum ör- ugglega töluverða vinnu.“ Björn tekur undir þetta og bendir á að smíðar skipa í Kína séu í raun ekkert öðruvísi en gengur og gerist í bílaiðnaðinum. Sem dæmi nefnir hann að vélamar í bátana níu eru bandarískar að uppruna. Ýmsir hlutir í vélarnar koma samt frá ólíkum fyrirtækjum víða um heim, m.a. frá Norðurlöndunum. Síðan eru þessar amerísku vélar settar saman í Bretlandi. Þá taka íslenskir umboðsmenn við og selja þær í báta sem smíðaðir eru í Kína fyrir ís- lendinga. Þeir félagar nefna líka að sjálfsagt hefði ekki verið mikið mál að smíða nýja islenska varðskipið í Kína. 1 staðinn verði nú væntanlega að semja sér lög um þá smíði svo hægt sé að fara í kringum útboðsreglur í samningum íslands við önnur lönd. Benda þeir á að Kínverjar hafi reynslu af smíði herskipa en íslend- ingar ekki. Þá smíði Kínverjar m.a. stór skip fyrir þekktar skipasmíða- þjóðir, eins og Dani og Norðmenn, einfaldlega vegna þess að það þykir hagkvæmara. Segja þeir að íslend- ingar verði að lita á málin í víðara samhengi og tileinka sér að horfa á heiminn sem eitt markaðssvæði. ís- lendingar hafl yfir mjög víðtækri þekkingu að ráða sem megi koma í verð erlendis með ýmsu móti öðru en endilega að smíða skip sjálfir. Vestfirðingar koma víða að smíði Kína-skipanna Þegar talið berst aftur að Vest- firðingum, kemur í ljós að félagam- ir í ísbúi og kínversku bátarnir þeirra tengjast á athyglisverðan hátt fjölda brottíluttra Vestfirðinga. Hönnun bátanna er alíslensk - í höndum Skipasýnar í Reykjavík, þar sem aðalhönnuðurinn er Vest- firöingurinn Sævar Birgisson. Fleiri Vestfirðingar koma líka að þeirri hönnun. Áfram má telja upp brottflutta Vestfirðinga sem að mál- inu koma, Vélaverkstæði Sigurðar smíðar spil í bátana, Vélasalan út- vegar vélamar, Skiparadíó sér um siglingatækin og Örgjafinn sér um rafmagnsteikningar. í öllum þess- um fyrirtækjum vinna brottfluttir Vestfirðingar. Ekki nóg með það, kaupendur skipanna eru líka að stórum hluta Vestfirðingar. Tvö skip fara til Patreksfjarðar, eitt til Bíldudals og hjá öðram útgerðum sem kaupa þessa báta má m.a. rekja uppruna stjórnenda þeirra til Hólmavíkur og Þingeyrar. Þá er eins liklegt að í þeim fjármálafyrir- tækjum sem annast fjármögnun þessara skipasmíða hafi brottfluttir Vestflrðingar komið við sögu. Svo enda Vestfirðingar gjarnan slíkar umræður með því að segja með stolti - „svo er forsetinn okkar líka brottfluttur ísfirðingur.“ -HKr. Oðíó: mán-fim 10-18 fB 10-19 lau 10-18 Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 544 5990 , SHARP AL-1000 10 eintök á mínútu Stafrœn \At ilNiNSIA \ U. SHARP AR-280/335 28/33 eintök á mínútu Stafræn Stafi \At iNNSLA. Betrl prentun meiri myndgæðil Hágæða umhverfisvænar Ijósritunarvélar Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2800 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.