Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 32
36 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 I>"V onn Ummæli Lífrænt mannsorp „Ætlar Siv Friöleifsdóttir okkur íslending- um að vera eins konar lífrænt mannsorp í her- þjónustu NATO?“ Pétur Pétursson þufur, í Morgun- blaðinu. Hægt í sakimar „Ég vona að borgaryfirvöld fari hægt í þær sakir að leggja boð og bönn á leikhús, nektardansstaði og aðra skemmtistaði borgarinnar sem dregið gæti úr lífinu í miöbænum.“ Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir, í Morgunblað- inu. Óþarfi að fara á taugum „Það er algengt aö fyrirtæki sem sækja um lóðir í Reykjavík bendi á að þau muni fara með starfsemi sína til nærliggjandi sveitarfélaga fái þau ekki lóð. Það þýðir hins vegar ekki það að borgaryfirvöld eigi að fara á taugum þegar þeim er bent á þetta.“ Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi, i Degi. Drullusokkar „Ég hef hitt miklu meiri drullusokka úti í þjóðfélaginu en í þeim hópi sem sækir Keisarann.“ Margeir Margeirsson, veit- ingamaður á alræmdasta veitingastað bæjarins, í DV. Hópuppsagnir „Ég hef af því áhyggjur að , fyrirbærið hóp- uppsagnir eigi eftir að éta stéttarfélögin innan frá.“ Ingunn Guð- mundsdóttir, l' formaöur bæj- arráðs Árborg- ar, ÍDV. Lyktin slæma „í Reykjavík bræddu þeir lé- legan farm og voru greinilega teknir í bakaríið. Hérna hafa menn verið að bræða allan fjandann og öllum þykir gott.“ Jóhann Skírnisson, íbúi á Akureyri, um óþef frá Krossanesverksmiðjunni, ÍDV. ‘ 4 Vegir á skyggöum svæöum eru lokaöir allri umferö þar til annaö veröur auglýst Sigurður Sæmundsson landsliðseinvaldur: Við stefnum alltaf að sigri en samkeppnin er hörð „Mitt starf sem landsliðseinvaldur felst í því að velja það sem á vantar í landsliðið eftir að komið hefur í Ijós hvaða fimm einstaklingar hafa unnið sér landsliðssæti í úrtökumótunum. Þegar það er ljóst vel ég tvo aðalmenn og síðan varamenn og þessu starfi hef ég lokið. Síðan er það mitt verk að fylgjast með keppni á heimsmeist- aramótinu sem hefst 1. ágúst í Þýskalandi og hef ég heimild til að gera breytingar þar ef þrnfa þykir,“ segir Sigurður Sæmundsson, landsliðsein- valdur hestamanna og bóndi í Holtsmúla, sem hef- ur nú valið alit landslið sitt og undirbýr ferðina til Þýskalands. Sigurður segir engar hópæfingar í gangi: „Það er hver um sig að hlaða batteríin. Þetta er ein staklingskeppni þannig að hver og einn er að þjálfa það sem á vantar. Ég er í sambandi við alla og fylgist með. Þegar við svo erum komnir út förum við að stilla okkur af, skoða vellina og ræða saman. Það þarf að ýmsu að huga þegar komið er á nýja velli, ná réttum hraða og stillingum. Ég þekki svæðið þar sem heims- meistaramót- ið verður haldið, fór út í fyrra til að taka það út og velja staði fyrir okk- ur íslendinga til að vera á og mér líst mjög vel á allar aðstæð- ur.“ Mögu- leikar okkar á sigrum telur Sigurður ágæta: „Samkeppnin er að vísu alltaf að harðna en við erum sterkir og vongóðir um sigra. Annar er það svo að á sterku móti sem þessu veit mað- ur aldrei fyrirfram hvað mótherjar okkar eru sterkir. Við erum að keppa við aðila sem eru á mótinu á öðrum forsendum en við, forríka menn sem kannski leggja allt sitt á einn hest og hafa látið hann vera í þjálfun lengi _________________ með það í huga að sigra á þessu móti.“ Sigurður er Holtsmúla og er hundrað hross. Maður dagsins hrossaræktandi í með hátt á annað Stutt er síðan hann leiddi fyrir áhorf- endur hinn fjögurra vetra Suðra sem vakti slík viðbrögð að annað eins klapp og hrifning hefur ekki heyrst lengi: „Þetta var óskaplega góð til- fmning. Þessi stund sem ég leiddi Suðra undir þessu líka mikla lófataki er stund sem ég á aldrei eftir að gleyma, þetta upplifir maður aðeins einu sinni á ævinni. Ég hafði sérstak- lega tekið eftir Suðra síðastliðinn vet- ur og það sem ég sá til hans vakti miklar vonir og má segja að ég líti björtum augum til framtíðarinnar fyrir hans hönd. Eins og gefur að skilja fer mikill tími hjá Sigurði í búskapinn og hestamennskuna, hann gefúr sér þó tima til skógræktar, sem hann hefur mikinn áhuga á. Eiginkona Sigurðar er Lísbet Sæmundsson og eiga þau þrjár dætur. -HK Vetrardvöl Nú fer að ljúka sýningu í Listamiðstöðinni Straumi þar sem kanadískur lista- hópur, Boreal Art Nature, sýnir en innan hópsins eru myndlistarmenn, skáld, tónlistarmenn, dansarar og gjömingalistamenn. Fjórt- án listamenn í hópnum dvöldust og unnu í Laurent- ian-fjöllunum í Kanada á tímabilinu 21. desem- ber 1997 til 21. mars 1998 og túlkuöu efnisleg og huglæg svið svæðisins i skúlptúr, innsetningum, gjömingum, texta, tónlist, ljósmyndum og myndbands- verkum. í Straumi er af- rakstur þessa verkefnis. Auk þess era á sýningunni önnur verk sem era lýsandi fyrir hvemig Boreal-hópur- inn, sem hefur starfað í ell- efu ár, tengir list og náttúra á margvíslegan hátt í vinnu sinni. Boreal Art Nature-hópur- inn hefúr verið í samstarfi við yfir 150 listamenn ffá tíu löndum í tengslum við ýmis verkefhi á þessum ell- efu árum. Þau starfa að listaverkefnum sinum víða um heim. Sýningin í Straumi stendur til 25. júlí. Sýningar Matgoggur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. KRog ÍA leika á Akra- nesi í kvöld. fslandsmótið hálfnað í gærkvöldi var leikinn fyrsti leikurinn í tíundu umferðinni í úr- valdsdeildinni í knattspymu. Það vora Valur og Breiðablik sem hófu leikinn að íslandsmótinu hálfnuðu. í kvöld eru svo þrír leikir á dag- skrá, á Akranesi leika ÍA og KR og má búast við hörkuspennandfi leik þar, KJR vann fyrri leik liðanna og leiðir deildina um þessar mundir en ÍA, sem byijaði Ula, hefur verið að sækja í sig veðrið og mun öragg- lega ekki gefa neitt eftir á sínum heimavelli. í Keflavík verður einnig öragglega barist til síðasta blóðdropa. Þar leika heimamenn gegn Víkingum en ' ~ ~ bæði þessi lið eru |p|‘ottir í botnbaráttunni.---------- Þriðji leikurinn er svo á Laugar- dalsvelli þar sem Fram og Grinda- vík leika. Það er einnig leikið í neðri deild- um. í 2. deild karla leika Völsung- ur-TindastóO á HúsavíkurveUi, á LeiknisveUi leika Leiknir-Selfoss og á SiglutjarðarveUi leika KS-Þór, þá era í kvöld tveir leikir í þriðju deUd karla og þrír leikir í 1. deUd kvenna. Allir leikir kvöldsins hefj- ast kl. 20. Á morgun er það helst að leikið verður í undanúrslitum í bikar- keppni kvenna, Grindavík-Breiða- bUk leika í Grindavík og í Vest- mannaeyjum leika ÍBV-KR. Bridge Sigurbjöm Haraldsson í landsliði yngri spUara réttlætir harðar sagn- ir með góðri spUamennsku í þessu spUi í fyrstu umferð mótsins gegn Noregi. Sigurbjöm og Guömundur HaUdórsson spila sterkt laufakerfi og það tók þá ekki langan tíma að segja sig upp í 4 spaða. Austur gjaf- ari og NS á hættu: 4 G109 * Á2 * 53 4 KD9754 ♦ ÁK642 DG7 G7 * ÁG10 4 D8 K1043 4 D864 * 863 4 753 * 9865 4 ÁK1092 * 2 Austur Suöur Sigurbj. Harr 1 4 pass 1 4 pass 4 4 p/h Vestur Norður Guðm. Kaare 1 4 pass 4 4 dobl Tígulsvar Guðmundar sýndi nei- kvæða hönd með 0-7 punkta og Guð- mundur sýndi síðan hámark, góðan spaðastuðning og stutt lauf meö stökki sínu í 4 lauf. Norður benti á styrk sinn í litnum með doblinu og Sigurbjörn sló af í 4 spöðum. Suð- ur hlýddi ekki laufkalli félaga síns heldur spU- aði út tígulsexu. Sigurbjörn tók sér góðan tíma til umhugsunar áður en hann hleypti yfir á gosann. Næst Sigurbjörn vora ÁK í spaða Haraldsson lagðir niður, tígulniu svínað og tígulásnum spilað. Það hjálpaði norðri lítt að trompa þann slag því Sigurbjörn gaf aðeins 2 slagi tU við- bótar á hjarta. Á hinu borðinu í leiknum létu andstæðingamir sér nægja að spUa bútasamning í spaða og ísland græddi 7 impa á spilinu. Leikinn unnu íslendingar með 22 vinningsstigum gegn 8. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.