Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 Fréttir Rlkisfangelsið á Litla Hrauni: Fangi sveik út 400 þús- und af reikningi kokksins - fékk númer á bankareikningi yfirmatsveins og færði fé hans á annan reikning Fanga á Litla Hrauni tókst aö ná 400 þúsund krónum út af banka- reikningi yfirmatsveins ríkisfang- elsisins á dögunum. Norðmaðurinn Andrés Terry Nilsen, sem annast hefur veitingareksturinn í ríkis- fangelsinu um 11 ára skeið, rekur litla sjoppu þar sem menn fá úttekt- ir skrifaöar. Fanginn sem hér um ræðir var í skuld við sjoppuna og hugðist borga inn á bankareikning Andrésar Terrys. Eftir að fá reikn- ingsnúmerið hringdi hann í bank- ann og bað um að 400 þúsund krón- ur yrðu fluttar af reikningi mat- sveinsins yfir á annan reikning. Þetta tókst með aðstoð kvenmanns sem var utan fangelsins en á yfir höfði sér dóm, meðsek um svik. Fanginn hefur að eigin sögn leikið þennan leik í nokkur skipti og haft nokkrar milljónir króna upp úr krafsinu. Sumarstúlka vissi ekki betur „Ég hef áður gefið upp þetta reikn- ingsnúmer, númerið er í sjálfu sér ekkert leyndarmál. En þarna átti sér stað klúður í bankanum og ég hef auðvitað engan skaða borið. Bankar eiga að biðja um leyninúmer þegar svona flutningar á peningum eiga sér stað, sem ekki var gert. En það er mikið um svona svik í þjóðfélaginu, margir glæpamenn eru að reyna þetta og stundum tekst það,“ sagði Andrés Terry, í viðtali við DV í gær. Hann sagðist ekki vilja kenna banka- stúlkunni um hvernig fór. Fyrir henni hefði ekki verið brýnt að ganga eftir leyninúmeri eða kenniorði, sem er skylda. Hann sagðist vona að hún hefði ekki borið skaða af á sínum vinnustað. Starfsmenn Fangelsismálastofn- unar hafa rætt þennan atburð en niðurstaðan er sú að stofnunin get- ur ekki hjálpað bönkunum. Þeir verði að vinna eftir sínum reglum en vonandi lærðu bankamenn á þessum mistökum. Fullt leyfi til að hringja „Það er sama hvort menn eru á Litla Hrauni eða annars staðar, ef þeir geta komist í síma, þá geta þeir svikið út fé eins og þama gerðist, svo framarlega sem bankinn milli- færir,“ sagði Erlendur Baldursson, hjá Fangelsismálastofnun, i gær. Hann sagði að ákveðnar reglur gildi um notkun síma í fangelsum. Á sumum deildum Litla Hrauns væri kortasími og fangar notuðu símann til að hafa samband við umheiminn, vini, ættingja og þá nánustu. Menn hringdu án þess að á þá væri hlust- að en hins vegar væru öll símanúm- er sem hringt er i skráð í tölvu. Ef einhver misnotkun með síma ætti sér stað innan múranna væri það sjálfstætt brot og tekið á því sem slíku. Erlendur sagði að fangar hefðu ekki aðgang að Netinu nema i skóla fangelsins og þá undir eftir- liti. Þorgrímur Óli Sigurðsson, hjá rannsóknadeild lögreglunnar á Sel- fossi, sagði í gær að rannsókn máls- ins stæði enn yfir. Hann var ekki tilbúinn að gefa nánari upplýsingar Andrés Terry, yfirmatsveinn á Litla Hrauni - fangi náði 400 þúsund krónum út af á þessu stigi málsins. -JBP bankareikningi hans með einu símtali. En mikiu fleiri sitja í súpunni. DV-mynd KG Selfoss: Alvarlegt um- ferðarslys - sex fluttir á sjúkrahús Alvarlegt umferðarslys varð á Þing- vallavegi vestan við Kárastaði í gærkvöld. Slysið varð með þeim hætti að tveir bílar sem óku í gagnstæðar áttir rákust saman. Var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um slysið um tíuleytið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og voru tveir alvarlega slasaðir flutt- ir með henni á Sjúkrahús Reykjavíkur, fór annar í aðgerð vegna mjaðmabrots en hinn Iiggur á gjörgæslu með bijóst- holsáverka en er þó ekki í lífshættu. Fjórir aðrir voru fluttir með sjúkrabíl á Sjúkrahús Reykjavíkur en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Tildrög slyss- ins eru ókunn en ljóst að bílamir em ónýtir. -EIS Sex slösuðust í árekstrinum, þar af tveir alvarlega. Fangi í símabanni í stórfelldri svikastarfsemi: Eg er að hrópa á hjálp - segir fanginn í samtali við DV „Með þessum fjársvikum innan fangelsisins er ég í rauninni að hrópa á hjálp,“ sagöi fangi á Litla- Hrauni, sem notaöi síma ríkisfang- elsisins til að svíkja út stórfé, sem hann fékk bankafólk til að millifæra af reikningum fólks yfír á reikning, sem vitorðsmanneskja utan múr- anna sá um að tæma jafnóðum. Fanginn sagði að hann væri háð- ur fikniefnum og langaði til að hætta í fikninni en alla aðstoö vant- aði í fangelsinu. Hann lenti í kasti við lögin þegar hann kom til heimil- is manns að Kleppsvegi. Félagar hans léku manninn illa, en sjálfur Litla-Hraun á Eyrarbakka - fangi í símabanni sveik út á þriðju milljón króna. segist fanginn hafa farið af vett- ekki alveg vangi, hann hafi aldrei lagt hendur á nokkurn mann, en samt hafi hann fengið þyngstan dóminn, 2 ára fangels- isdóm. „Ég lék á kerfið, náði slatta, líklega 2-3 millj- ónum með nokkrum símtölum," sagði fang- inn. „Ég fékk kennitöl- ur hjá Hagstofunni og þurfti engin leyninúm- er eða neitt. Þetta eru mistök bankans. Mér er ljóst hvort ég fæ viðbót- ardóm fyrir þetta. Ég gerði þetta í refsingu og var auk þess í síma- banni og heimsóknabanni og er enn. Ég var í símabanni þegar ég framdi öll þessi brot,“ sagði fang- inn. Hann segir refsinguna stafa af því að nokkur grömm af hassi fund- ust hjá honum í klefanum. En var ekki ljótt að hlunnfara vinsælan kokk fangelsisins? „Hann er ágætur og var ekkert að erfa þetta við mig, hann hafði gott af þessu og fékk þetta allt borgað til baka í hádeginu, enda voru þetta mistök bankans," sagði fanginn. -JBP Stuttar fréttir i>v Ráðherra til Vestfjarða Heimsókn Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra til Vestíjarða hófst í gær. í dag heimsækir ráðherrann fyrirtæki í sjávarútvegi á Þing- eyri, Flateyri, Súgandafirði, ísa- firði og Bolungarvík. Samfylking tapar Ný könnun sem Gallup gerði á fylgi stjórnmálaflokkanna sýnir að sjálfstæðismenn og vinstri- grænir hafa aukið fylgi sitt en fylgi Samfylkingarinnar hefur minnkað. í könnuninni kom einnig fram að 2/3 landsmanna eru ánægðir með sitjandi ríkis- stjórn. RÚV greindi frá. Áskrift á Netinu íslenska útvarpsfélagið stefnir að því aö hægt verði að greiða áskrift að sjónvarpsstöðvum fyr- irtækisins á Netinu. Einnig verður hægt að gera breytingar á áskrift á Netinu. Morgunblaðið greindi Trá. ísland kynnt Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að verja 350 milljón- um til að kynna ísland í Norður- Ameríku. Skipaður verður sér- stakur sjö manna stýrihópur til að ákveða hvemig kynningunni verður háttað. Samgöngu- og ut- anríkisráðuneyti munu tilnefna tvo fulltrúa í nefndina og Flug- leiðir, Coldwater Seafood og Icelandic Seafood einn fulltrúa hver. Útilokar ekki Guðmundur Árni Stefáns- son, alþingis- maöur og fyrrv. ráð- herra, útilokar ekki for- mennsku í Samfylking- unni. Hann hefur verið á ferða- lagi um landið undanfarið og rætt við kjósendur. Dagur greindi frá. Skattskrár 30. júlí Búist er við því aö skattskrár liggi frammi 30. júlí nk. Þá geta skattgreiðendur séö hvort þeir eiga von á endurgreiöslu frá skattinum eða hvort þeir þurfa að greiða til viðbótar. Önnur geimferð Geimfarinn Bjarni Tryggva- son hefur undanfarið verið í þjálf- un fyrir aðra geimferð sína. Hann var síöast í geimferð í ágúst sl. Morgunblaðið greindi frá. Vígöur búddamunkur Ásbjöm Leví Grétarsson, 23 ára Hafnfirðingur, hefur verið vígður búddamunkur hér á landi. Hann er fyrsti íslending- urinn sem er vígður búdda- munkur hér heima. Ásbjöm stundar sk. therevada búddisma sem er af elsta skóla hans. Hann hefur verið virkur í starfi Búddistafélagsins hérlendis en hann gekk í félagið fyrir tveimur áram. Fréttatímar Fyrir um tveimur mán- uðum var fréttatímum Ríkisútvarps og -sjónvarps breytt en skv. Degi gerir Gallup nú könnun fyrir Stöð 2 um hvernig breytingunum hefur verið tekiö meðal sjónvarpsáhorfenda. Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, segir í samtali við blaðið að erfitt sé að hafa áreiðanlegar mælingar á þessum árstima þeg- ar lítið áhorf er á fréttimar. -hb rikisstöðva

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.