Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 %enning ímyndir selja myndir Edgar Degas - Tveir dansarar, pastelmynd. „Einkennandi" mynd eftir lista- manninn. Lengi hefur verið vitað að ýmslegt annað en listræn gæði myndverka hefur áhrif á það verð sem menn eru tilbúnir að greiða fyrir þau. Tæknin hefur sitt að segja - olíumálverk er iðu- lega selt á hærra verði en jafnstór krítarmynd eftir sama listamann. Fágæti skiptir einnig miklu máli, vond mynd eftir afkastalitinn sniil- ing er meira virði en góð mynd frá sama tíma eftir mikilvirkan snilling. Svo getur mynd verið meistaraverk að alira dómi en selst við vægu verði sökum þess að upphafsstafi listamannsins vantar á hana. Loks vilja menn gjaman að mynd sé vel ættuð; úr safni séra Jóns en ekki Jðns. Á undanfömum misserum hafa hins vegar verið svo miklar verðsveiflur á alþjóðlegum upp- boðsmörkuðum að vísir menn hafa lagst undir feld til íhugunar á orsökum þeirra. Það sem vakti sérstaka athygli sérfræðinga vora ólík af- drif tveggja mjög sambærilegra pastelmynda eft- ir Degas á sama uppboðinu hjá Sotherby’s. í öðra tiifellinu var um að ræða mynd af konu sem situr við píanó og gluggar í nótur, toppmynd að allra mati. Myndin var slegin á rúmlega 3 milljónir sterlingspunda. Þarna var líka boðin upp nánast jafnstór pastelmynd eftir Degas af ballettdansara, góð mynd fyrir sinn hatt, en kannski ekki framúrskarandi. Hún var slegin á 17,6 milljónir sterlingspunda, eða flmm sinnum hærra verð en sú fyrri. Þó er skjalfest að árið 1885 seldi Degas sjálfur fyrri myndina hærra verði en þá síðari. Svarið við þessu hróplega misræmi fundu menn með hjálp ímyndarfræðinnar. Fyrir það fyrsta var myndin af ballettdansaranum i sam- ræmi við þá ímynd Degasar sem hamrað hefur verið á í ótal bókum, póstkortum, almanökum og plakötum. í augum æði margra er hann fyrst og fremst túlk- andi dansins í öllum sínum myndum. Jafnvel þótt eftir hann liggi miklu fleiri myndir af öðr- um toga, manna- myndir, íþrótta- myndir, borgarlifs- myndir, jafnvel einnig myndir af konum að lesa bæk- ur, glugga í nótur og svo framvegis. En þegar búið er að skapa þessa ímynd listamanns í augum almennings, þar með talið hins forríka almennings, er eins og ekkert annað komist að. Myndin af ballettdans- aranum hafði annað fram yfir konumyndina; hún hafði birst á bók. Þar með hlaut hún að hafa vinninginn á uppboðsmarkaði. Góða hraunmynd eftir Kjar- val, takk... Aðrar uppákomur á þessu sama uppboði hjá Sotherby’s virtust staðfesta þennan skiining ímyndarfræðinga á verðsveiflum hstaverka. Þar vora til dæmis boðnar upp ágætar myndir eftir Monet og Cézanne en þar sem þær vora mjög á skjön við „týpískar" myndir hstamannanna af thteknum viðfangsefnum, og mynduðust þar að auki ekki nógu vel, fengust ekki viðunandi boð í þær. Hins vegar fór ómerkileg en mjög „týpísk“ mynd eftir Renoir af ungri stúlku langt yfir raunvirði daginn eftir á uppboði hjá Christie’s. Sú „ímynd“'sem búin hefur verið til af lista- mönnunum og ímyndir verkanna á almanna- færi, í bókum, á plakötum o.s.frv. era því farin að hafa eins mikil eða meiri áhrif á verðlagningu listaverka heldur en skoðanir sérfræðinga á list- rænum gæðum þeirra. Hvemig skyldi þessu vera varið hér uppi á ís- landi? Sennhega gera menn sér ekki grein fyrir því hvemig imynd Kjarvals, eins og hún birtist í ævisögu hans, frásögnum af honum og jafnvel listsögulegum úttektum, hefur markað eftir- spum eftir verkum hans og verðlagningu þeirra. Þegar Kjarval er nefndur verður flestum hugsað til Þingvalla og hraungrýtis. Kannski blandast 4. áratugurinn, þegar listamaðurinn „uppgötvaði" ÞingveUi, einnig inn í þetta hugsanaferli. Það er því engin tUvUjun að fiárfestar skuh einmitt sækjast eftir hraunmyndum Kjarvals .af Þing- vöUum frá 4. áratugnum og séu reiðubúnir að greiða háar fiárhæðir fyrir áritaðar myndir af því tagi, jafnvel þótt um sé að ræða undirmáls- myndir listamannsins. Myndir annamar gerðar og frá öðrum landshlutum era ekki eins eftirsóttar og verðmætar, jafnvel þótt sérfræðingar flokki þær meðal öndveg- isverka Kjar- vals. Frægustu myndir Kjar- vals, þær sem oftast hafa ver- ið ljósmyndað- ar (og snúast oftar en ekki um Þing- veUi...) era flestar í eigu safna og því ekki á opnum markaði. Hins vegar njóta aðrar myndir hans, sem lUfi- ast frægu myndunum, þessara vensla þegar kemur að uppboðum; seljast þá gjaman fyrir hærri upp- hæðir en eðlUegt má teljast. Einnig er nokkuð ijóst að nokkrar þeirra mynda sem nú hafa ver- ið kærðar sem Kjarvalsfalsanir seldust einmitt út á slík vensl, m.a. tU Listasafns íslands. ímynd Kjarvals er sterkari en annarra lista- manna í íslensku myndlistarumhverfi; þvi er eins víst að hún hafi meiri áhrif á verðlagningu verka hans en starfsbræðranna, Ásgríms, Jóns Stefánssonar eða Þórarins B. Þorlákssonar. Les- andi getur prófað að spyrja sjáifan sig hvað hon- um detti helst í hug þegar einhver þessara þriggja listamanna er nefndur. Opinber birting En ljósmyndir af hstaverkum hafa áhrif, mik- U ósköp. Meðan uppboð fóru fram með reglulegu mUlibili hér á landi vora uppboðsaðUar duglegir að láta þess getið ef ljósmyndir af uppboðnum myndum heföu birst á prenti í málsmetandi sýn- ingarskrám eða bókum. Þessar upplýsingar áttu vitanlega að tryggja að verkin væra ekta en öðr- um þræði var þeim auðvitað ætiað að keyra þau upp í verði. Og í mörgum tUfeUum gerðu þær það. Sá sem þetta skrifar hefur einnig, alveg óvUj- andi, verið valdur að verðhækkunum listaverka. í framhaldi af ýmiss konar umfiöUun \nn lista- verk í blöðum eða bókum, með tilheyrandi myndbirtingum, birtust nokkur þessara verka á uppboðsskrám á hærra matsverði en áður höfðu sést í tengslum við viðkomandi listamenn. Þetta er einnig reynsla annarra þeirra sem fiaUað hafa um íslenska myndlist á opinberam vettvangi. SennUega er það þó „hið opinbera" sem skap- að hefur verðmætasta málverk á íslandi með því að birta mynd af því á 2000 króna seðlinum. Hér á ég auðvitað við Flugþrá eftir Jóhannes Kjar- val. Sú mynd er að sönnu ekki á lausu, enda þjóðareign. En eftir að 2000 króna seðUlinn komst í umferð fór tryggingarverðmæti myndar- innar úr 3 mUljónum í 5 mUljónir króna. Nú er ekki víst að þessi fræga mynd verði yfirleitt lán- uð tU sýninga utan safhsins á næstunni. Verði af því er ekki ólíklegt að hún verði tryggð á 7-10 miUjónir króna. -AI Steingrímur Hermannsson kynnir 2000 króna seðilinn með mynd af mál verkinu Flugþrá eftir Jóhannes Kjarval. Aska Dantes Tvo starfsmenn við Borgarbókasafnið í Flór- ens rak í rogastans þegar þeir opnuðu umslag á hUlu á afskekktum stað í safninu. í umslaginu var nefnilega pokaskjatti og skjöl sem staðfestu að í pokanum væri að finna ösku stór- skáldsins Dantes sem lést árið 1321. Dante, sem samdi eitt af óskoraðum meistaraverkum evrópskra bók- 'mennta, Gleöileikinn guðdómlega, var fæddur í | Flórens en hrökklaðist þaðan árið 1302 fyrir : sfiómmálaskoðanir sínar. Á 600 ára afmæli skáldsins árið 1865 opnuðu vísindamenn graf- hýsi hans og fólu bókasafhinu hluta af ösku hans tU varðveislu. Þar var hún tU sýnis aUar götur tU 1929 þegar hún hvarf, sennUega þegar bókasafn- S ið var flutt árið 1935. Yfirmaður Borgarbókasafnsins, Antonia Ida | Fontana, var að vonum glöð yfir þessum mála- lyktum. „Við erum ákaflega snortin yfir þessum fundi. Þetta er það eina sem eftir er af skáldinu hér í Flórens, borginni sem hann hataði og dáði.“ Um hús í Prag Undanfamar helgar hafa farið fram kynningar á menningarborgunum átta sem ásamt Reykjavík verða í sviðsljósinu árið 2000. Eins og áður hefur komið fram eru áherslur þessara borga afar mismunandi, Reykjavik áréttar tengslin við náttúruna, Bologna leggur áherslu á upplýsinga- miðlun í samfélagi fiölmiðlunar og svo framveg- is. í Prag verður hins vegar kynnt byggingar- söguleg arfleifð borgarinnar en eins og mörgum er kunnugt er hún með þeim ailra fallegustu í Evrópu (sjá mynd). Á mánudaginn kl. 20 fer einmitt fram kynning á þessari arfleifð í Nor- ræna húsinu en þá mun Jaroslav Safer arkitekt halda erindi um fomar byggingar og nýjar í Prag. í gamla miðbænum í Prag má segja að birtist allar sttitegundir byggingarlistar í eitt þúsund ár en barokk-arkitektúr er þar einna fyrirferðar- mestur. Friðlýstar byggingar era yfir 1400 talsins og um 866 hektara svæði er á heimsminjaskrá UNESCO. Sjálfur er Safer meðal þekktustu arkitekta Tékka um þessar mundir en hann starfaði utan Tékklands áram saman, allt þar til hann flutti heim árið 1992 til að taka við stöðu prófessors í arkitektúr við tækniháskólann í Prag. Fyriríest- ur sinn flytur hann á ensku. Vökuborg og draums Listasumar er nú hafið á Akureyri fyrir al- vöra. Á sunnudagskvöld kl. 21.30 verður fram- flutt í Deiglunni dagskrá sem byggist á ljóðabálki eftir Pjet- m- Hafstein Lárasson (á mynd), sem nú dvelst við rit- störf í rithöfunda- og fræði- mannsibúðinni, Davíðshúsi á Akureyri. Ljóðabálkur pjetm-s nefnist Vökuborg og draums/Timans hringrás i Reykjavik. Leikaramir Baldvin Halldórsson og Karl Guðmundsson, með ástsælustu leikurum landsins tti margra ára, lesa upp úr bálknum. Síðan hefur Ámi ísleifsson, guðfaðir Jasshátíðar- innar á Egtistöðum, samið tónlist við ljóðin og leikur hana undir upplestrinum. Þessi ljóð- og jassflutningur er fyrsti liður í samfelldum bók- menntaviðburðum á Listasumri fram tti 1. ágúst. Buckminster Fuller í Stanford Að spila úr sér hrollinn Hugsuðurinn og spámaðurinn Buckminster Fuller (á mynd i Reykjavik frá 1979) er ógleym- anlegur öllum þeim sem sóttu samkomur hans í Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna fyrir tuttugu árum. Þar sat þessi hálfníræða eldsál og talaði linnulaust í fiórar klukkustundir um ýmislegar uppgötvanir sínar sem miðuðu að því að gera nú- tímamönnum lífið bæri- legra: kúluhús, bfla, fatn- að o.fl. Nú hefur öllum pappírunum hans „Buckys" verið komið fyrir í Stanford-háskóla I Kalifomíu, þar sem loks- ins verður hægt að rann- saka ótrúlegan feril hans tti hlitar. Á íslandi hreifst Fuller sérstaklega af því hvemig menn notuðu bárujárnið og hugðist rita um það bók. Kannski er drögin uð henni að finna í Stanford... Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson amt Haukiu- Gröndal er ungur altsaxófónleik- ari sem hefur haldið sig í Kaupmannahöfn undanfarna tvo vetur við leik og nám eftir að hann útskrifaðist frá djassdeild Tónlistar- skóla FÍH. Hann er um þessar mundir hér heima í fríi og fylgja honum tveir ungir Dan- ir, Morten Lundsby, sem leikur á kontrabassa, og trommitieikarinn Stefan Pasborg. Tríó þetta spilaði fyrst sumardjass hjá Jómfrúnni á “ laugardag og lék svo aftur á Sól- AfSæll MáSSOH oni Islandusi a þriðjudagskvoldið. __________________ Þar hituðu þeir upp með hefð- Jass bundnum tólftaktablúsi og léku siðan lag Hauks, Moon Unit, sem er samið yfir hina vinsælu hljómaröð í I Got Rhythm. Beatrice og svo Sounds of Joy eftir Joe Lovano komu þar á eftir og fyiri hálfleik var lokað með lagi Stefans trommuleikara, Miss D. C. Eftir hlé voru þeir búnir að hrista vel úr sér hroll- inn og fóru vel af stað. Þriðja lag var Tomor- row Is the Question eftir Ornette Coleman og þar á eftir hélt Coleman- stemningin áfram í lagi Hauks, Prayer. Lagið hófst með ágætu intrói bassistans í anda Charlie Hadens og Haukur og Ólafur Jónsson, sem blés sem gestur það sem eftir lifði tónleik- anna, skiptust síðan á hending- um lagsins sem var frjálslegt í formi og hryn. Meðlimir tríósins eru all- ir ungir og efnilegir tónlist- armenn á upphafi ferils síns sem djassleikarar og eiga efalaust eftir að vekja meiri athygli síðar. Tónlist tríósins þarf ekki á neinu hljómahljóðfæri að halda, Haukur Gröndal á Sólon íslandus sl. haust. hún stendur ágætlega án þess. Það var samt sem áður vel til fundið að fá Ólaf Jónsson með í síð- ustu lögin og bæta þannig við vídd í hljómsveitina því trió af þessu tagi er ein- hæft til lengdar þótt vel sé spilað. Og það er ánægjulegt til þess að hugsa að þótt Danimir hafi leikið vel þá var það leikur Hauks og ágætar lagasmíðar hans sem voru burða- rás þessara tónleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.