Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 Samið um fjárskipulag í hjúskap með gerð kaupmála: Merki um forsjálni en ekki vantraust „Það era margir sem halda að gerð kaupmála endurspegli ákveðið van- traust í hjónabandi en það er af og frá. Við lögmenn lítum þvert á móti svo á að fólk sem gerir kaupmála sé forsjált og vilji hafa sem mest á hreinu ef hlut- imir fara öðravísi en ætlað er. Fólk getur misst stjóm á atburðarásinni í lífi sínu og þá er mun auðveldara að fást við hlutina ef þeir era skýrir, búið er að ákveða hvemig ákveðnar eignir skiptast," segir Dögg Pálsdóttir hæsta- réttarlögmaður við DV. Þegar maður og kona játast hvort öðra við altarið, strengja þess heit að ganga saman í gegnum súrt og sætt uns dauðinn aðskilur er kaupmáli yfirleitt fjarlægt fyrirbæri. Og ef kaupmála ber á góma skýtur það viðhorf gjaman upp kollinum að brestir séu komnir í hjóna- bandið eða vantrú á að það muni end- ast lengi. En svo er yfirleitt ekki. Og það er jafnalgengt að gerður sé kaup- máli fyrir hjónaband, ekki síst ef ann- að, eða bæði, hjóna hefur verið gift áður. Séreign - sameign Með kaupmála gera hjón samning til að breyta hinu almenna fjárskipulagi í hjúskap þar sem almenna reglan er sú að eignir hjóna skiptist til helminga. í kaupmála er skráð hvað skuli vera sér- eign mannsitis og hvað séreign kon- unnar, þ.e. hvað stendur utan skipta við slit á hjúskap. Og um leið verður auðvitað ljóst hvað| verður sameign hjónanna og kemur til skipta við hjú- skaparslit. Kaupmáli er saihningur um það hvemig fara eigi áð með ákveðnar eignir við ákveðin tilvik. Yfirleitt reyn- ir á kaupmála við hjúskaparslit. Kaup- málar geta t.d. verið þannig úr garði gerðir að þeir gildi einungis ef kemur til skilnaðar. Endi sá hjúskapur vegna andláts annars fellur kaupmálinn úr gildi og eignimar verða allar hjúskap- areign eða sameign. Heimilið verndað Ekki liggur fyrir á hvaða aldri fólk gerir helst kaupmála. Almennt vill fólk hafa hlutina á hreinu ef til skilnaðar kemur en þess utan segir Dögg tvær ástæður mjög algengar. Þegar annað hjóna er í atvinnu- rekstri og hjón vilja tryggja að ekki verði gengið að hinum makanum eða heimilinu sundrað ef iila fer er gerður kaupmáli. í flestum búum era helstu fasteignir, yfirleitt húsnæði og bill, á nafni beggja, era hjúskapareign hjón- anna. Við skilnað skiptast þær þá til helminga. Að sama skapi ber hvort hjóna um sig yfirleitt ábyrgð á skuld- bindingum hins. En vilji hjón, þar sem annað er í atvinnurekstri, hafa vaðið fyrh- neðan sig er húsnæði og bíil fjöl- skyldunnar settur á nafn makans sem ekki er í atvinnruekstrinum með gerð kaupmála. Húsið og bíllinn getur þá aldrei gengið upp í skuldir sem sá í at- vinnurekstrinum hefur gengist í ábyrgð fyrir. En hafa verður í hug að hafi kaup- máli verið gerður stuttu fyrir gjaldþrot er hægt að rifta honum þar sem hann er þá túlkaður sem undanskot eigna. Því er ráðlegast að gera kaupmála þeg- ar atvinnurekstur fer af stað eða með- an allt leikur í lyndi. Annað hjónaband Önnur algeng ástæða þess að hjón gera kaupmála er þegar verið er að ganga í hjúskap i annað sinn. Hjón eiga kannski böm fyrir og taka mismun- andi miklar eignir með sér í hjóna- bandið. Þar ræður einnig tillitssemi við erfingja, böm úr fyrra hjónabandi. Með kaupmála má verja þann eignar- húseign, til að uppfylla skilyrði erfðaskrár. Ekki end- anlegur Kaupmáli er engan veginn end- anleg- ur hluta sem komið er með inn í búið fyr- ir hinum makanum og bömum hans. Á sama hátt er hægt að tryggja makann fyrir stjúpbömum. Falli maki frá á sá sem eftir lifir rétt á að sitja í óskiptu búi með sameiginlegum bömum. En stjúpbörnum ber hins vegar engin skylda til að samþykkja að eftirlifandi maki sitji í óskiptu búi, geta krafist skipta nema kaupmáli um annað liggi fyrir. ur. Við hann má gera viðbót eða fella má kaupmála úr gildi. Þá er ekki hægt að I sátt hjá lögmanni Öraggasta leiðin til að gera kaup- mála er að hafa samband við lög- mann, láta hann sjá um að draga upp kaupmála og leiðbeina um hvað þarf að gera. Yfiirleitt þarf aðeins einn til tvo fundi til að ganga frá kaupmála. Kaupmáli verður ekki gerður öðravísi en í sátt þar sem kaupmáli er gjömingur beggja hjóna. En í lög- um er ákvæði um að foreldrar geti gert að kröfú að arfúr verði séreign. Þá kann að koma til þess að sá sem fær arfinn verður gera klaupmála um hann, t.d. eign. TO að kaupmáli sé gildur verður að tilgreina nákvæmlega hvað verður séreign. Ef verulegar breytingar verða á verðmæti, ef húseign í kaupmála er t.d. þriggja herbergja íbúð en verður síðan einbýlishús, verður að gera við- bót við kaupmálann. Að öðrum kosti nær séreignin ekki nema til andvirðis þriggja herberja íbúðar. Það getur reynst örlagaríkt ef á kaupmál- ann reynir, t.d. við skilnað. Kaupmáli er því alltaf endurskoðaður eftir aðstæðum. Hann verður að uppfæra í sam- ræmi við breyt- ingar á verðmæt- um. Ekki „af því bara“ Það á ekki að vera fyr- irstaða fyrir neinn að gera kaupmála. En það er engin ástæða tO að gera kaupmála nema viðkomandi haldi að einhverjir hagsmun- ir verði varðir með slíkum gjömingi. Óþarfi er að láta ótta um vantraust byrgja sér sýn þegar hugað er að gerð kaupmála. Lög- menn líta yfirleitt á slíkan gjöming sem forsjálni og fyrirhyggjusemi. -hlh Skráning aðalatriði Mjög núkflvægt er að muna að fara tfl sýslumanns og láta skrá kaupmála i kaupmálabók. Fyrst þá öðlast hann gfldi. Margir hafa stungið undirrituð- um kaupmála niður í skúffu og ekki að- hafst meir, haldið að þeir væru með gfldan kaupmála. En svo verður ekki fyrr en sýslumaður hefúr skráð hann. Hjá sýslumanni er þinglýsingum og öðru breytt i samræmi við kaupmál- ann. 5 milljóna hringur Misjafht er hvað skráð er í kaup- mála. Auk hefðbundinna eigna, eins og húseigna og bíla, eru málverk gjaman skráð í kaupmáia, bókasöfn og mjög verðmætir skartgripir. Ef hringur að verðmæti 5 miUjónir á að vera séreign annars hjóna verður að gera um hann kaupmála. Persónulegir iflutir eru yfir- leitt ekki tilgreindir. Hvað kostar? Venjan er sú að tekið er fast gjald, gjaman 10-15 þúsund krónur, fyrir gerð kaupmála og síðan tímagjaid. Gjald fyrir kaupmálagerð tengist yfir- leitt ekki upphæðum sem um er að ræða enda ekki sjálfgefið að það taki meiri tíma að skipta stórri eign en lít- Uli. Við fast gjald og tímagjald bætist virðisaukaskattur. „Venjuleg" hjón ættu því ekki að greiða meira en 20-30 þúsund krónur. Þótt hjón geri ekki kaupmála eru þau vemduð af ákvæðum hjúskapar- laga. Maki á afltaf hlutdeild í hjúskap- areign hins. En hjúskaparlögin gilda ekki um fólk sem er í sambúð og á eign- ir saman. Þar gildir hver skráður er fyrir eigninni. Þá geta komið upp flækj- ur, sérstaklega fyrir þann aðfla sem ekki er skráður fyrir eign en hefúr kannski lagt jafnmikið og jafhvel meira til búsins. Sambúðarfólk getur ekki gert kaupmála en það getur gert lög- formlegan samning um hvemig það ætlar að haga sínum flármálum. -hlh Kaupmáli Við undirrituð hjón, Sigríður Sigurðardóttir og Jón Jónson, bæði til heimilis að Hafnargötu 250 í Reykjavík, sem gengum að eigast árið 1984 og höfum lifað í húskap síðan og haft með okkkur félagsbú að öllu leyti, gerum með okkur svofelldan kaupmála: 1. Einbýlishús það sem við eigum í smíðum að Öngstræti 10, Reykja- vík, ásamt bílskúr og meðfylgjandi lóðarleiguréttindum, skal vera sér- eign mín, Sigríðar Sigm-ðardóttur, og hjúskapareignum okkar óvið- komandi. Ég, Sigríður Sigurðardóttir, tek að mér greiðslu eftirfarandi veð- skulda sem hvíla á húseigninni Öngstræti 10: a) Á 1. veðrétti, vísitölutryggð skuld við Húsnæðislánasjóð, skv. veð- bréfi, dags. 1.12 1998 að fjárhæð kr. 6.000.000. b) Á 2. veðrétti, skuld við handhafa, skv. veðskuldbréfi, dags. 1.5 1999, að fjárhæð kr. 1.800.000. Mér Sigríði Sigurðardóttur, er kunnugt um að lóðin er hefldarlóð fyrir Öngstræti 10-20. Þá er mér kunnugt um eftirgreindar kvaðir skv. lóðarleigusamningi, dags. 1.2 1998, sem ég hef kynnt mér rækilega. a) Kvaðir um opin bílastæði á norðurhluta lóðarinnar. b) Kvaðir um lagnir rafmagnsveitu, hitaveitu og símalínu í öllum stígum og 1 m breiðu belti til hvorrar handar við þá. c) íbúðareigendum er skylt að hafa gengið að fúllu frá lóð, skv. skipu- algsuppdrætti, fyrir árslok 2000 ella getur borgarverkfræðingur látið framkvæma verkið á þeirra kostnað. 2. Húsgögn öfl og búsáhöld sem við eigum, og talin eru í viðfestri skrá og metin á kr. 900.000, níu hundruð þúsund krónur, svo og þeir búsmunir sem við síðar eignumst skulu vera séreign min, Sigríðar Sig- urðardóttur, og húskapareignum okkar óviðkomandi. 3. Bifreiðin NN 000, af Renault gerð, árgerð 1998, nú að verðgildi 1.500.000, ein milljón og fimm hundruð þúsund, skal vera séreign mín, Sigríðar Sigiu'ðardóttur. 4. Það sem kemur í stað hluta þeirra sem nefndir eru undir 1.-3. hér að framan skulu vera séreign mín, Sigríðar Sigurðardóttur, sbr. 23. gr. 1. nr. 20/1923 um réttindi og skyldur hjóna. 5. Að öðru leyti fer um fjármál okkar lögum samkvæmt. 6. Kaupmála þennan skal skrá í kaupmálabók sýslumannsembættis- ins í Reykjavík. 7. Öllu framangreindu til staðfestu eru nöfn okakr rituð hér undir í votta viðurvist. Reykjavík 1. júní 1999 Jón Jónsson Sigríöur Siguröardóttir Vottar: Ari Arason Árni Árnason Búsmunaskrá með kaupmála Hér eru taldir upp innanstokksmunir sem gerðir eru að séreign Sig- ríðar Sigurðardóttur með kaupmála dags. í dag, milli hennar og Jóns Jónssonar, tfl heimilis að Hafnargötu 250 hér í borg: Sófi og 2 hægindastólar Sófaborð Bókaskápur Boröstofuborð og 6 borðstofustólar Sjónvarpstæki Svefnherbergishúsgagnasett ísskápur Matargerðarvél ÞVbttavél Áætlað verð samtals: kr. 900.000 Reykjavík 1. júní 1999 Jón Jónsson Sigríöur Siguröardóttir Vottar: Ari Arason Árni Árnason Dæmi um kaupmála: Hér á eftir fylgir dæmi um kaupmála gerðan eftir hjúskap. Dæmið er byggt á dæmi úr Formálabókinni þinni eftir Björn Þ. Guðmunds- son sem hefur að geyma umfjöllun og ýmis dæmi um kaupmála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.