Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1999 17 Magnús Leópoldsson fasteignasali: Allir geta fundið sum- arbústað við hæfi... - sumarbústaðir æ vinsælli „Staðsetning er aðalatriðið þegar kemur að því að velja sumarbústað," segir Magnús Leópoldsson fasteigna- sali sem hefur sérhæft sig í sölu sumar- bústaða og jarða ásamt venjulegri fast- eignasölu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er hægt að miða við radíus dreginn frá Reykjavík þar sem menn eru eingöngu klukkutíma að keyra i bústaðinn. Það er dýrasta staðsetningin al- mennt en einnig geta bústaðir sem hafa sérstaka eig- inleika verið dýr- ir. Þingvallasvæð- ið er mjög dýrt þvi í mörgum tilvik- um er ekki mögu- leiki á að fjölga sumarbústöðum á því svæði. Ef veiðiréttindi fylgja bústaðnum hækk- ar verðið í sam- ræmi við það eða ef hann er nálægt þeim svæðum þar sem hægt er t.d. að veiða ijúpu. Annars eru kröfur fólks mjög misjafnar. Sumir leggja mikið upp úr því að eiga bústað við vatn, t.d. Skorradalsvatn. Öðrum er sama um það en vilja kannski eiga bú- stað langt frá öllum öðrum, vilja vera einhvers staðar þar sem langt er í aðra bústaði. Ailir geta fundið bústað fyrir sitt hæfi, það er bara spuming um tíma," segir Magnús en fasteignasalan hans er sú stærsta þegar kemur að því að selja sumarbústaði. „Stærðin skiptir ekki máli“ „Verðið er mjög mismunandi eftir bústöðum. Það er kannski ekki stærðin sem er aðalatriðið heldur staðsetning- in. Það skiptir ekki svo miklu máli þó að bústaður sé 50 fin eða 60 fm. Það ræður líka miklu hvort sumarbústaða- svæðin eru skógi vaxinn. Það er ódýr- ara að kaupa notaðan bústað en nýjan en nýr bústaður kostar um þijár til fimm milljónir. Það er mun þægilegra að kaupa notaðan bústað því þá er búið að koma honum fyrir og yfirleitt búið að tengja í hann rafmagn og vatn, ann- ars er samt allur gangur á því. Venju- legt verð á notuðum sumarbústað með lóð og flestum tengingum, t.d. vatni og rafmagni, er í kringum þijár til fimm milljónir en getur farið í tólf milljónir ef staðurinn er góður. Svo hátt verð er þó sjaldgæft. Nú er fólk farið að gera þá kröfu að það sé vatn í bústöðunum allt árið því húsin eru það góð að hægt er að búa í þeim allt árið. Það að vatnsrör séu vel niðurgrafin í jörðu svo að þau springi ekki í frostinu er mikilvægt. Rafmagnið er ekki jafnmikið atriði því gas getur að mestu kom- ið í stað þess. Það eru margir sem vilja búa á skipulögðu sumarbú- staðasvæði þar sem ein- hver þjónusta er fyrir hendi og margir vilja að öryggisgæsla sé til stað- ar. í bústöðunum eru oft á tíðum verðmæti sem fólk vill vemda og því leggja margir upp úr ör- yggisgæslu en flestir tryggja sumarbústaðina sína,“ segir Magnús Leó- poldsson en að hans sögn em það æ fleiri sem kaupa sér sumarbústað. Fólk notar bústaðina allt árið „Margir vilja eiga heilsársbústaði og hafa þá á eignarlóð. Allur gangur er á því hvort bústaðir fólks séu á eignarlóð eða leigulóðum. Það fer svo- lítið eftir verðinu en yfirleitt era leigusamningamir til 25 ára. Það er misjafnt hvað hentar hverjum," segir Magnús. Aðspurður um hvemig fólk borgi bústaðina segir Magnús „Flestir stað- Það breytir miklu i verðlagningu sumarbústaða að umhverfið sé skógi vaxið eins og á myndinni. slíkt en engu að síður liðkar það fyrir sölu.“ Þegar Magnús er spurður um það hvar hann vildi helst eiga bústað seg- ir hann. „ Því betur sem maður kynn- ist landinu því fleiri staðir koma til greina. Ég hef farið víða í kringum þennan fasteignageira en mér finnst allt of margir staðir koma til greina þannig að hægt sé að velja einn ákveÓinn," segir ; Magnús. -EIS greiða orðið í dag en ekki eiga inga. Fólk tekur lán og veðset- ur þá gjaman húsið sitt frekar en sum- arbústaðinn. Marg- ir vinna líka sjálfir við bústaðina og menn setja oft heitan pott við húsið. Svoleiðis þægindi hafa lítið að gera með sölu- verðið sem Tjöld Tjaldútilegur eru sivinsælar. Hins vegar þykja þær minna spenn- andi þegar illa viðrar. Veðrið á ís- landi er brigðult og venjulega getur bmgðið til margra átta þegar veð- urguðimir era annars vegar. Margt fólk á töluvert fé bundið í útilegu- búnaði og þar er tjaldið jafnan dýr- asti hluti þess búnaðar. Margir kjósa að dvelja í tjaldi þvi það er svo ódýrt á ferðalögum. Það þarf hins vegar alls ekki að vera rétt ef allt er tekið inn í myndina. Hefðbundið þriggja manna tjald kostar um. ódýrasti gistimátinn 15.000 krónur. Nótt á sæmilegu tjaldstæði með salemisaðstöðu kost- ar víða um 800 krónur eða um 400 krónur á mann. Svefnpokapláss þar sem fólk fær rúm með laki kostar víða um 1500 krónur á mann og ókeypis fyrir ung böm. Þar era menn öraggir gegn veðri og vindum en sama verður ekki sagt um tjald. Ef við gefur okkur að venjulegt fólk fara í tvær útilegur að sumri til, tvær nætur í senn, þá kostar gisting fyrir tvo 12.000 krónur yflr sumarið. Gerum ráð fyrir að tjald kosti 15.000 kr. og dugi í 10 ár. Þá er kostnaður á ári um 5.000 krónur með afskrift. Það má því öllum ljóst vera Tjald er án efa einn ódýrasti gistimátinn. Hins vegar er svefn- pokapláss ekki eins dýrt og margir halda. að töluvert ódýrara er að tjalda. Þess ber einnig að geta að víða þarf ekkert að borga fyrir að tjalda ef menn geta verið án nútímaþæginda á tjaldstæðum. Þá er um enn ódýr- ari kost að ræða. Fyrir fólk sem ferðast sjaldan og vill njóta öryggis er svefnpokapláss hins vegar góður kostur og ódýrari en margir halda. Hins vegar er ferðastíll manna mis- munandi og oftar en ekki er um lífstíl að ræða frekar en sparnaðar- og öryggissjónarmið þegar velja á gistingu. -bmg Það er mikilvægt að taka Nýjustu ISDN-símstöðvarnarfrá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis. Því bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni. Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval, þráðlausar lausnir og margt fleira, nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig. SIEMENS _ J m i “ *# 1” - i '• j - aaa *» >• ; .. tm •» >• 1 *m aaa <■ m ■ *m ** w* m m í -- pg r- ■ - - - — j* p ð||| m ^Hicom i 'ISEMM / *... það gerðu þau: • Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp • Félagsþjónustan í Reykjavík • Skeljungur* ÍSAL* íslenskir aðalverktakar • Flugmálastjórn • Ræsir hf • Domus Medica • Mjólkursamsalan • Hallgrímskirkja • Grímsneshreppur • Magnús Kjaran • Hótel Keflavik • Rafiðnaðarskólinn • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • St. Jósepsspitali • Taugagreining •Tölvu- og verkfræðiþjónustan • Dagvist barna • Rauði kross islands • Plastprent* Ölgerð Egils Skallagríms • íslensk miðlun hf. o.fl. o.fl. SMITH & NORLAND V Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.