Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Side 12
12 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 T^V % á mér draum Gunnar Helgason leikara dreymir um fá og frama: Peningarnir láta á sér standa - er samt heimsfrægur í hluta Moskvuborgar „Eftir aö ég fékk sendinguna frá skattinum um daginn er það aðal- draumurinn, og draumur sem er sí- vakinn, að ég geti hætt að hafa pen- ingaáhyggjur," segir Gunnar Helga- son leikari, aðspurður um drauma sína. Æskudraumurinn minn var síðan að verða jafngóður og Ingmar Stenmark á skíðum og að verða at- vinnumaður í fótbolta þó að ég hafi aldrei haft næga hæfileika til þess. En ég hef alltaf verið Þróttari og spila enn fótbolta mér til skemmt- unar.“ Þróttari í Hafnarfirði? „Það gerist svo margt í lífinu. Til dæmis var það ekki einn af mínum æskudraumum að verða Hafnfirð- ingur, en nú tel ég mig orðinn það og hef því snúið mér að Haukum, aðallega vegna sonar míns sem leik- ur með þeim.“ Ætlarðu sem sagt að láta draum- inn rætast í börnunum þínum? „Hann á sér þann draum að verða atvinnumaður í körfubolta. En ef sonurinn er eitthvað líkur föðurn- um, þá mun hann ekki öðlast hæð- ina í það. Draumar mínir tengjast að sjálfsögðu afkvæmunum, en kon- an mín er alveg við það að eignast bam og einn af mínum stærstu draumum er að það veröi jafn heil- brigt og vel heppnað og sonurinn." Eignaðist fallega konu Hvemig hafa þínir draumar þró- ast almennt? „Þeir hafa margir orðið að vem- leika. Þegar leið á unglingsárin dreymdi mig um að eignast fallega konu og það hefur ræst. Draumur- inn um að verða leikari skaut líka fljótlega upp kollinum og hafa draumarnir svo alltaf snúist um frægð, frama og mikla peninga. Framinn er ágætur en peningamir láta á sér standa. Nú er ég til dæm- is heimsfrægur í litlum og lokuðum hring í Moskvu fyrir hlutverk mitt í Dansinum," segir Gunnar og flissar. En áttu þér mjög fjarlægan draum? „Ég læt mig dreyma um að flytja einhvern tíma til útlanda um lengri í æsku var Gunnar Helgason lelkari staðráðinn í því að verða atvinnumaður í fótbolta. Sá draumur rættist ekki en Gunnar á sér fleiri drauma sem flestir snúast um frægð og peninga. Hann hefur þó hjarta sem slær fyrst og fremst fyrir fjölskylduna. DV-mynd Hilmar Þór eða skemmri tíma. Ítalía er skemmtilegasta land sem ég hef heimsótt og ég væri alveg til i að eyða einhverjum tíma þar en það er sannanlega aðeins fjarlægur draum- ur þar sem ég er ekki mælandi á ítölsku og gæti þess vegna ekki sinnt leikarastarfi á ítaliu.“ Að lokum reynir Gunnar að af- saka það að hann sé það jarðbund- inn að hugsa mest um fjárhaginn og fjölskylduna: „En það tengist allt saman. Ef ég ætti næga peninga gæti ég eytt meiri tíma með fjöl- skyldunni og væri fyrir vikið ham- ingjusamari maður.“ -þhs (fitnm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United sími með simanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verömæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 527 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 527 Vinningshafar fyrir getraun númer 525 eru: Nafn:. 1. verðlaun: Anton Kristinsson, Sólvallagötu 3, 630 Hrísey. 2. verðlaun: Birgir Sigursteinsson, Álfatúni 35, 200 Kópavogi. Heimili:. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. James Patterson: When the Wind Blows. 2. Sebastlan Faulks: Charlotte Grey. 3. Nicholas Evans: The Loop. 4. Barbara Taylor: A Sudden Change of Heart. 5. Jane Green: Mr Maybe. 6. Patricla Cornwell: Point of Origin. 7. Stepen Klng: Bag of Bones. 8. Ben Elton: Blast from the Past. 9. Rosie Thomas: Moon Island. 10. Maeve Blnchy: Tara Road. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Anthony Beevor: Stalingrad. 2. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 3. Chris Stewart: Driving over Lemons. 4. Slmon Wlnchester: The Surgeon of Crowthorne 5. John Grey: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. John O’Farrell: Things Can only Get Better. 7. Bill Bryson: Notes from a Small Is- land. 8. Frank McCourt: Angela's Ashes. 9. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. 10. Richard Branson: Losing My Virgini- ty. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harrls: Hannibal. 2. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace. 3. Jllly Cooper: Score! 4. Kathy Relchs: Death Du Jour. 5. Chris Ryan: Tenth Man Down. 6. Ellzabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Davld West Reynolds: Star Wars Episode 1: The Visual Dictionary. 2. David West Reynolds: Star Wars Ep- isode 1: Incredible Cross- Sections. 3. Star Wars Eplsode 1: Who's Who. 4. Terry Pratchett et al: The Science of Discworld. 5. David McNab og James Younger: The Planets. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR- KIUUR: 1. Anlta Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Judy Blume: The Summer Sister. 4. Bemard Schllnk: The Reader. 5. Cllve Cussler og Paul Kemprecos: Serpent: The MUMA Files. 6. Wally Lamb: I Know This Much Is True. 7. Nelson DeMille: The General s Daughter. 8. Patrlcia Cornwell: Point of Origin. 9. Jeff Shaara: The Last Full Measure. Mellssa Bank: The Girl's Guide to Hunt- ing and Fishing. 10. Helen Reldlng: Bridget Jones" Diary. RIT ALM. EÐLIS- KIUUR: 1. Frank McCourt: Angela's Ashes. 2. Robert C. Atklns: Dr. Atkins' New Diet. 3. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 4. Bill Bryson: A Walk in the Woods. 5. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 6. Wllllam Pollack: Real Boys. 7. Tony Horwitz: Confederates in the Attic. 8. The Onlon: Our Dumb Century. 9. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 10. Adelime Yen Mah: Falling Leaves. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harrls: Hannibal. 2. J.K. Rowllng: Harry Potter and the Chamber of Secrets. 3. J.K. Rowllng: Harry Potter and the Sorcerer's Stone. 4. Janet Rtch: White Oleander. 5. Mellnda Haynes: Mother of Pearl. 6. John Grisham: The Testament. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Bob Woodward: Shadow: Five Pres- idents and the Legacy of Watergate. 2. Tom Brokaw: The Greatest Gener- ation. 3. Mltch Albom: Tuesday with Morrie. 4. E. A. Cernan & Don Davis: The Last Man on the Moon. 5. Blll Phillps: Body for Life. 6. Sarah Ban Breathnach: Something More. ( Byggt á The Washington Post)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.