Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 TIV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RV(K, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk„ Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Frankenstein-fæðan í hillum íslenzkra matvöruverzlana er áreiöanlega eitthvað af erföabreyttum mat, mestmegnis ættuðum frá Bandaríkjunum. Erföabreyttu vörurnar eru ekki merkt- ar sem slíkar, svo að neytendur geta ekki sjálfir ákveðið, hvort þeir neyta slíkra matvæla eða ekki. í löndum Evrópusambandsins hefur verið mikil um- ræða um erfðabreyttan mat, sem margir vilja forðast. Einkum hefur andstaðan verið hörð í Bretlandi, þar sem þessi matvæli eru jafnan kölluð Frankenstein-fæða. Hér á landi virðast hins vegar fáir hafa áhuga. Rannsóknir á afleiðingum erfðabreyttra matvæla eru skammt á veg komnar, eru á ýmsan hátt misvísandi og hafa ekki leitt til neinna beinna sannana um skaðsemi þeirra, þótt sumar niðurstöður bendi í þá átt. í Evrópu vilja menn fara varlega meðan þekkingar er aflað. Framleiðendur erfðabreyttra matvæla í Bandaríkjun- um hafa aukið afköst móður jarðar um tugi prósenta. Því geta þeir undirboðið keppinauta sína, sem ekki fram- leiða erfðabreytt matvæli, til dæmis evrópska keppi- nauta, ef aðgangur fæst að evrópskum markaði. Evrópusambandið hefur í vaxandi mæli tekið forustu í andstöðunni við erfðabreyttu matvælin. Það leggur steina í götu innflutnings slíkra matvæla og krefst þess, að þau séu merkt sem slík, svo að neytendur viti, hvort þeir séu að nota erfðabreytt matvæli eða ekki. Bandaríkjastjórn er andsnúin merkingum og hefur fengið Heimsviðskiptastofnunina nýju til að fallast á, að Evrópa sé með þessu að vernda landbúnað sinn á lævís- an hátt. Stofnunin hefur þar á ofan heimilað Bandaríkj- unum að leggja refsitolla á evrópskar vörur. Ef Heimsviðskiptastofnunin heldur fast við þá stefnu, að andstaða við erfðabreytt matvæli feli í sér dulbúna vernd evrópsks landbúnaðar, er hún komin út á svo hálan ís, að vafasamt er, að hún fái staðist til lengdar. Hún stefnir raunar hraðbyri í átt til sjálfsmorðs. Krafan um sérmerkingu erfðabreyttra matvæla á ekki að geta orðið tilefni svona harðra viðbragða af hálfu Bandaríkjastjórnar og Heimsviðskiptastofnunarinnar. Með henni er bara verið að kasta boltanum til neytenda, en ekki verið að banna Frankenstein-fæðuna. Margir sérfróðir aðilar telja rétt að ganga miklu lengra og banna alla framleiðslu og innflutning erfða- breyttra matvæla, unz betri þekking hefur náðst á afleið- ingum tilrauna. Þeir telja, að menn ráði ekki við andann, sem þeir eru að hleypa úr lampa Aladíns. Neytendur í Evrópu og einkum í Bretlandi hafa til- hneigingu til að styðja þá, sem varlega vilja fara. Brezka kúafárið og belgíska kjúklingafárið hafa valdið því, að al- menningur trúir varlega fullyrðingum um, að hitt og þetta sé í góðu lagi í matvælaframleiðslunni. Hér á landi vilja menn ekkert vita af viðskiptastríðinu um erfðabreyttu matvælin. Hagsmunir innlends land- búnaðar valda því eigi að síður, að ísland verður fljótt að feta í fótspor Evrópusambandsins og taka upp sömu boð og bönn og sömu kröfur um merkingar. Samt er umhugsunarefni, að slíkt verður ekki gert til að vernda íslenzka neytendur eða gera þeim kleift að vemda sig sjáifir, heldur til að vernda landbúnaðinn, sem ekki framleiðir erfðabreytt matvæli. Við fáum því flutta inn rétta lausn á röngum forsendum. Einnig er umhugsunarefni, að hér bætist við enn eitt dæmið um, að Evrópusambandið hefur endanlega tekið við hlutverki ábyrga heimilisf'iðurins á íslandi. Jónas Kristjánsson Evrópsk hermálastefna? Skipan George Robertsons, vamar- málaráðherra Bretlands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO vekur ýmsar spurningar um tengsl banda- lagsins við Evrópusambandið (ESB). Frá sögulegu sjónarmiði hafa Bretar ávallt verið andsnúnir hvers kyns hugmyndum um að efla sjáifstæði Evrópu í öryggismálum á þeirri for- sendu að það kynni að veikja NATO og sambandið við Bandaríkin. Nú hefur Blair-stjórnin hins vegar kom- ist að þeirri niðurstöðu að það sé óhjákvæmilegt, að Evrópusambands- ríkin leggi meira af mörkum og verði óháöari Bandaríkjamönnum í her- málum. Sem dæmi um hemaðaryfir- burði Bandaríkjamanna í lofti má nefna að þeir lögðu til um 85% af her- gögnum og mannafla í loftárásum NATO á Júgóslavíu. Evrópuríkin hafa heldur engar þungar flutninga- vélar til að flytja herlið til átaka- svæða. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson Skilyrt sjálfstæði Bretar telja að Evrópuríkin verði að bregast við þessu með því að styrkja öryggisarm Evrópu innan ESB og auka vægi Evrópuríkjanna í NATO. Sú spuming blasir við hvort unnt sé að samhæfa þessi tvö markmið. Bretar hafa lagt áherslu á að styggja ekki Bandaríkjamenn sem vilja að Evrópuríkin axli meiri ábyrgð i öyggismálum án þess þó að stefna for- ræði þeirra í NATO í hættu. Því lítur Blair-stjómin svo á að lykillinn að auknu sjálfstæði Evrópuríkj- anna í hermálum sé náið samband milli öryggisarms Evrópusambandsins og NATO. Leiðtogar Evrópusam- bandsríkjanna hafa þegar stigið fyrstu skrefin í átt- ina að sameiginlegri öryggisstefnu. Á fundi sínum i Köln í júní lýstu þeir þvi yfir að Evrópusambandið yrði að geta gripið til „sjálfstæðra aðgerða á grundvelli trúverðugs hernaðarmáttar". Sú ákvörðun ESB að fela Javier Solana, íráfar- andi framkvæmdastjóra NATO, það verkefiii að samræma stefiiu Evrópusambandsins í öryggismál- um er skýrt dæmi um að meiri al- vara sé að baki þessu frumkvæði en áður. Evrópusambandsríkin hafa einnig lagt drög að því að leggja Vestur-Evrópusambandið niður í núverandi mynd og láta ESB taka yfir hlutverk þess. Það er að mörgu leyti skynsamleg ákvörð- un enda hefur Vestur-Evrópusam- bandið verið í tilvistarkreppu allt frá árinu 1954 þegar það gegndi lykilhlutverki í aö gera Vestur- Þýskalandi kleift að ganga í NATO. Samt er engin ástæða til að gera meira úr hugmyndum ESB í öryggismálum en efni standa til. Samevrópsk herstjórn? Forsenda þess að Evrópusambandið geti gripið til einhliða hernaðaraðgerða ‘á átakasvæðum eins og fyrrverandi Júgóslavíu er í raun sú að koma sér upp sameiginlegri herstjóm. Það mundi styrkja mjög samningsstöðu ESB gagnvart NATO og Bandaríkja- mönnum ef það þyrfti á hergögnum og mannaafla bandalagsins að halda. Vandamálið er að Bandaríkja- menn mundu ekki sætta sig við það þegjandi og hljóðalaust að ESB kæmi sér upp herforingjaráði í samkeppni við NATO, enda mundi það veikja for- ystuhlutverk þeirra í bandalaginu. Því má búast við að einhvers konar millileið verði farin: að samstarf herstjóma aðildarþjóðanna verði aukið án fullrar miðstýringar. Það þarf lika að huga að öðrum vanda- málum ef tengsl NATO og ESB aukast verulega. Hver verður staða hlutlausra ríkja, eins og Svíþjóðar, Finnlands og írlands sem eiga aðild að ESB en ekki NATO? Það má líka orða spurninguna á annan átt: Hvaða hlut- verki munu þau ríki gegna sem heyra til NATO en ekki ESB, eins og Noregur og Tyrkland? Þetta á ekki síst við um Norðmenn sem hafa verið mjög virkir í Vestur-Evrópu- sambandinu í krafti aukaaðildar sinnar. Ef ESB tekur yfir þessa stofnun er óljóst hvort Norðmenn geti haldið áfram þátttöku sinni. Þrátt fyrir viðleitni ESB-dregur það úr trú- verðugleika Evrópurikj- anna að leggja samtímis áherslu á nauðsyn þess að koma sér upp sjálf- stæðri stefnu í öryggis- málum og órjúfanleg hemaðarbönd við Bandaríkin. Á þessu stigi eiga Evrópríkin langt í; land með að grípa til hemaðarað- gerða eða fara með frið- argæslu á stöðum eins og Kosovo án þátttöku Bandaríkj amanna. George Robertson, varnarmálaráðherra Bretlands, var skipaður framkvæmdastjóri NATO í vikunni í stað Javier Solana. Eitt helsta hlutverk hans verður að reyna að efla hlutverk Evrópuríkjanna í NATO og skilgreina hermálatengsl bandalagsins við Evr- ópusambandlð. skoðanir annarra Að leggja eigin stíga „Með tilnefningu breska vamarmálaráðherrans Ge- orges Robertsons hefur NATO fengið aðalframkvæmda- stjóra sem ekki aðeins þarf að feta í fótspor sem forveri hans, Javier Solana, hefur markað. Hann verður einnig að leggja eigin stíga þar sem NATO stendur frammi fyrir einhverjum erfiðustu verkefnunum frá því það var stofnað 1949.“ Úr forystugrein Aktuelt 6. ágúst. Stöðugleiki á Balkanskaga „Það er staðreynd að enginn stöðugleiki næst á Balkanskaga meðan Slobodan Milosevic er við völd. Serbnesk þjóðernisstefna hans hefur kostað Serbíu mikið en hún hefur haldið honum á valdastóli. Til þess að halda völdum nú mun hann örugglega leita- nýrra óvina og valda nýju blóðbaði verði honum ekki haldið í skefjum. Vesturlönd verða að gera meira til aðstoðar lýðræðisöflum í Serbíu og gera það dagljóst að Serbia mun ekki hljóta neina aðstoð við uppbyggingu á með- an Milosevic er við völd ... en einnig að Serbía muni hljóta hjálp um leið og landið þokar sér í lýðræðisátt og heldur frið við nágranna sína.“ Úr forystugrem Washington Post 4. ágúst. Friðaivonir í Mið-Afríku „Borgarastrið hefur þjáð hina stóru afrísku þjóð í Kongó um eins árs skeið. Stríðið ... hefur lagt þjóðina í hættu, hindrað endurreisn efnahagsins og aðskilið ibúa landsins. Það hefur einnig skipt meirihluta Afríku upp í flokka en 5 þjóðir í kring styðja annan hvom aðilann hernaðarlega. Nú virðist mögulegt að binda enda á bardagana. En til þess að það takist verða Úganda og Rúanda að þrýsta á skjólstæðinga sína meðal skæruliða að undirrita friðar- samningana. ... Rúanda og Úganda virðast vera að leika tveimur skjöldum, styðja annars vegar skæruliöana en látast hins vegar ekki vera nein hindrun á friðarbrautinni. Sé svo, væri það dýrkeypt blekking á kostnað kongósku þjóðarinnar." Úr forystugrein New York Times 4. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.