Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Page 19
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 19 Myndin af þessari litlu hnátu er tekin í kjarri við Þingvallavatn. Sendandi er Gunnar f Æsufelli í Reykjavfk. Minningar á myndum Ljósmyndarar um allt land eru hvattir til þess að vera duglegir að taka myndir, enda fer sumrinu senn að ljúka, og taka þátt í Sumar- myndasamkeppni DV. Mikill fjöldi mynda hefur borist og keppnin er hörð. Minning á mynd er minning sem lifir. Hér sjáum við gullfallega mynd af Agnesi Líf Höskuldsdóttur. Báðar sýna það og sanna að einfaldleikinn er fallegastur. Guli liturinn minnir á sælu sumarsins. ____ Faye Dunaway þorir varla að borða Sagan segir að leikkonan Faye Dunaway sé haldin þráhyggju varðandi þyngd sína og þykir víst mörgum þráhyggjan komin út í öfgar. Þegar leikkonan kom til kvöldverðar á fínu veitingahúsi í Los Angeles á dögunum fékk þessi saga byr undir báða vængi. Faye hafði víst í pússi sínum Tupp- erwareílát og sérstaka mæliskeið. í stað þess að fá sér eitthvað af glæsilegum matseðlinum bað hún aðeins um salat og aukaskál. Þegar þjónninn færði henni hitaeininga- snautt salatið byrjaði hún að mæla það gaumgæfilega og skipta þvi niður í hæfilega litla skammta áður en hún borðaði með varúð. Þráhyggja hvað? Heppinn áskrifandi fær SONY heimabíó frá Japis sem er: 29" 100 riða sjónvarp 6 hátalarar og auk þess: 14" sambyggt sjónvarp og vídeó, ferðageislaspilara fyrir öll börn og unglinga á heimilinu sem eru yngri en 18 ára. Dregið 20. ágúst Vikulega verður dreginn út áskrifandi sem fær kr. 30.000 í vöruúttekt að eigin vali í Útilífi. Heildarverðmæti vinninga er 700.000 kr. JAPISS BBÍáBii SONY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.