Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Qupperneq 21
I ’J'W" FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1999 yiðtal, íjármagn í umferð saman. Þegar kreppir að eiga seðla- bankar að bjarga bönkunum og það var einmitt gert þegar Rúss- land hrundi í fyrra. Lika þegar Wall Street hrundi ‘87. Það var engin kreppa." Er þá engin kreppa á leiðinni? „Nei, það eru einmitt ýmis já- kvæð teikn á loft í Evrópusam- bandslöndunum og Austur-Asíu. Kreppukenningarnar ganga út á að það verði verðhrun á verð- bréfamörkuðum í Ameríku og þá muni fólki finnast það vera orðið fátækara, til dæmis miðstéttin í Bandaríkjunum, og þá muni neysla dragast saman. En þetta eru umdeildar kenningar. Við get- um til dæmis spurt að því hvað Wall Street þurfi að hrynja mikið til þess að hinn almenni borgari dragi úr neyslu." Hvernig er staðan hér á ís- landi? „Ég held að það hafi aldrei ver- ið eins mörg tækifæri í atvinnu- lífinu á íslandi og núna. Ég hef sjálfur gifurlega trú á íslensku at- vinnulífi og sérstaklega á ungu kynslóðinni. Eina hættan sem ég gæti séð er verðbólgan en ég neita að trúa þvi að stjórnvöld geri ekki allt sem i þeirra valdi stendur til að slá á verðbólguhættuna. Til þess þarf rikisstjórn sem lætur ekki undan þrýstihópum.“ Islenska eyðsluklóin er óvitlaus Margeir hefur skrifað nokkrar greinar um fjármál sem hafa vak- ið athygli. Þegar minnst er á eyðsluklóna við hann brosir hann og segir: „í rauninni er ég aðeins að vísa í viðurkenndar kenningar um hegðun íslendinga. Ég held að íslenska eyðsluklóin sé óvitlaus og hún er eins og fermingarbarn á móts við bandaríska neytand- ann. Þar eru menn með miklu hærri kreditkortaskuldir. Ég held að 95% fólks viti hvað það er að gera í fjármálum. Það reiknar sitt dæmi þótt það fari tvisvar á ári til útlanda og eigi jeppa. Ég var að ræða þetta við kunn- ingja minn um daginn og við velt- um því fyrir okkur hvort íslenska eyðsluklóin ætti ekki orðið allt, hvort nokkuð væri hægt að selja henni frekar. En við sáum fljótt að í sumar eru það fellihýsin. Eyðsluklóin mun alltaf finna nýj- ar leiðir. til neyslu. Hún verður aldrei mett. Græðgi hennar er óendanleg og það er gott fyrir efnahagslifið." Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Það eru að verða breytingar í þjóðfélaginu sem enginn áttar sig á nema að litlu marki og það er fíflaskapur að láta eins og maður skilji hvað er i gangi.“ Hvaða breytingar? „Það eru til dæmis áhrif síauk- innar tækni og frelsis hér á Is- landi. Við eigum heimsmet í að nýta okkur tækni og frelsi, auk þess sem ytri skilyrði eru okkur hagstæð." Eru hlutabréfakaup góð leið til að hagnast? „Já, ef þú nennir að standa I þessu og hefur þolinmæði til að sjá að þú hafir rétt fyrir þér. Sum- ir fara á taugum á miðri leið og selja alltof snemma. Það sem þarf Lögfræðingur, skákmeistari og verðbráfamiðlari: til að hagnast á þessum viðskipt- um er þekking og þolinmæði. Þú getur keypt netfyrirtæki sem fimmfaldast í verði á stuttum tíma en það er ekki algengt. Það gerist kannski einu sinn á æv- inni. En það á enginn að fara út í verðbréfaviðskipti sem ætlar að stóla á heppni. Hann á bara að vera í Las Vegas.“ -sús Margeir Pétursson hefur hagnast vel á verðbréfaviðskiptum seinustu árin og hefur nú stofnað fyrirtæki til að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.