Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Qupperneq 23
I>V LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 ^SVÍðsljÓSí Roseanne Barr, sem alltaf er með kjaftinn upp í raftinn, er nú heldur betur búin að koma sér i vandræði. Hún hefur verið með spjallþátt vestanhafs sem einkennist aðal- lega af þvi að tungan í henni er bremsulaus. Það er NBC-stöðin sem framleiðir þættina en þeir hafa verið sýndir á ýmsum stöðvum víðs vegar um Bandaríkin. Þeim fer hins vegar fækkandi stöðvunum sem vilja taka þáttinn til sýningar vegna þess að orðbragð leikkon- unnar og viðhorf minna helst á rotþró. Þeim fjölgar stöðugt borgunum (sem reka Fallbyssutrantur í vanda Sólarvörur frá Lancome: Öflug vörn fyrir viðkvæma húð - til að allir geti notið sólarinnar Leikur leikara Hinn íðilfagri og villti Johnny Depp stendur þessa dagana í samningamakki um að leika sjálfan Liberace í kvik- mynd sem á að gera um snill- inginn. Það lítur út fyrir að Johnny sé að festast í ævi- sagnahlutverkum, því sagt er að hann ætli að leika Robert Mitchum, leikara sem var góð- kunnur fyrr á öldinni - og Play- boykónginn Howard Hughes. Bara endilega. Láta hann leika sem mest. Bill Clinton er einmana Að sögn vina Bills Clintons er hann þunglyndur sem stend- ur og útlit er fyrir mjög ein- manalegt lokaár hjá honum í forsetastólnum. Hillary er upp- tekin í kosningabaráttu sinni og víst eitthvað pirruð á karlin- um og dóttirin er flutt að heim- an og er í háskóla langt frá pabba gamla. Spurningin er bara hvað Bill getur gert sér til gamans í fjar- veru konunnar nú þegar Mon- ica er endanlega úr sögimni. stöðvamar) sem lýsa því yfir að þær séu til í að greiða dágóðar fúlgur til þess að þátturinn verði tekinn af dagskrá. Talsmenn NBC-stöðvarinnar segj- ast standa á bak við Roseanne en hafa jafnframt viðurkennt að „þátt- urinn skaði þættina sem koma á eft- ir henni í dagskránni og það sé ekki hægt að líða“. Það er því líklegt að einhver taki af skarið og þaggi niður í þessum fallbyssutranti innan tíðar. Roseanne hlýtur að bregðast við að hætti hússins - og verður spenn- andi að fylgjast með því. Sólin hefur mikil áhrif á líð- an okkar en í smnar hefur far- ið heldur lítið fyrir henni, að minnsta kosti sunnan- og vest- anlands. En þótt sólin geti ver- ið holl fyrir sálina er sannað að geislar hennar geta líka valdið skaða, einkum á húð sem er ljós, ljósnæm og of- næmisgjörn. Þess vegna er nauðsynlegt að sjá húðinni fyrir öflugri vörn. Svar Lancome við kröfum um vörn er Soleil Ultra sem segir í upplýsingum frá fram- leiðanda að sé byltingarkennd varnarsia, sérstaklega hönnuð fyrir allar sólarviðkvæmustu húðgerðirnar, því auðvitað vill fólk með viðkvæma húð geta verið úti í sólinni engu síður en aðrir. í Soleil Ultra-línunni eru fimm vörutegundir: Soleil Ultra SPF 60 Face Cream, fljót- andi andlitskrem með örugga vörn fyrir húð sem þolir illa sól og smýgur á augabragði inn í húðina. Soleil Ultra SPF 50 Body Milk, sólkrem sem fel- ur í sér örugga vöín fyrir and- lit og líkama. Soleil Ultra SPF 50 Stick, stifti sem veitir við- kvæmum stöðum örugga vörn. Soleil Ultra SPF 30 Tinted Compact, púður-krem farði sem gefur húðinni hraustlegan, náttúrulegan lit. Soleil Ultra Intense Hydrating Treatment er eftirsólkrem sem er hollt fyrir viðkvæma húð og í er E-vítamín. «?=!\5 ^'3 | coo áj ■U3 | cnc c 0j,3 8o -t 03- í!3 O (/) (Q sr -4.2. 03 Qji GSIID' Fyrsta mótaröðin í Ea-Kart a ísiandi í Kapeiiuhrauni við Hatnarfjörð jsunnutJaginn B. ágúst M. 14:00. /Kðgungumiði kr. 500.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.