Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Side 30
38 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 Þessi fallega mynd er af 8. holunni á golfvellinum við Pattaya í Taílandi en holurnar á vellinum eru alls 27. Þessi hola er ein af þeim perlum sem finnast á völlunum í Taílandi. Myndin er tekin af teig. Golfferðir SL til Frakklands .Taílands og Spánar: Golf allan ársins Samvinnuferöir-Landsýn verða með golfferðir til útlanda á dag- skrá sinni í haust og vetur. Þess- ar ferðir hafa notið mikilla vin- sælda, enda vilja margir golfarar æfa sveifluna allan ársins hring. í boði er góð aðstaða og þjónusta, svo sem æfingaaðstaða, golf- kennsla, mót og fleira. Golf á Benidorm Ein fyrsta golfferðin í haust verður farin til Spánar 21. sept- ember. Er það aukaferð þar sem uppselt er i sams konar ferð 14. september. Fyrri vikuna er dval- ið á golfsvæöinu Villamartin, sunnan við Alicante, á góðu íbúðahóteli. Skammt frá eru sundlaugar, matsölustaðir og bankar en þrír fallegir golfvellir eru í næsta nágrenni, Villamart- in, Campoanor og Las Ramblas. 20 mín. akstur er til bæjarins Torrevieja. Þar er úrval veitinga- staða, kaffihúsa, útimarkaða og fjörugt næturlíf. Síðari vikuna verður dvalið á íbúðahótelinu Levante Club í Benidorm. Þar verður spilað á tveimur völlum, Bonalba og La Sella. Staðgreiðslu- verð á mann er um 74 þús. m.v. fjóra í íbúð. Innifalið er flug og gisting, átta golfhringir, farar- stjóm og bílaleigubíll. Ný golfferð til Normandí Ný golfferð er fyrirhuguð þann 29. september til Frakklands. Flogið verður til Parísar og ekið til Norm- andí, þar sem gist verður á St. Honorine-golfhótelinu. Hótelið er í fallegu og skógi vöxnu umhverfi og hefur að bjóða góða aðstöðu fyrir kylfmga. Rótt hjá er fallegur 18 holu skógarvöllur en einnig verður spil- að á Omaha Beach og Deauville. Púttvöllur er á staðnum, æfingaað- staða, sundlaug, minigolf og margt fleira. 40 mín. akstur er til borgarinnar Caen þar sem fallegar verslanir og veitingastaðir, frönsk kaffihús og fleira freistar ferðalanga. Stað- greiðsluverð á mann er um 74 þús. m.v. fjóra í íbúð. Innifalið er flug, gisting með morgunverði, akstur til og frá flugvefli, sjö golfhringir og fararstjóm. Geysivinsælar Taílandsferðir Þann 4. nóvember, 8. og 29. janú- ar verða farnar þriggja vikna golf- ferðir til Taílands. Þessar ferðir hafa náð miklum vinsældum og er uppselt í ferðina 8. janúar. Gisting, aðstæður og skipulag er enda með besta móti. Gist er á Pattaya-strönd- Kjartan L. Pálsson fararstjóri (t.v.) hvílir sig á milli tarna. Við hlið hans eru íslenskir ferðafélagar hans. íslenskir kylfingar á Spáni bera saman bækur sínar. inni og leikið á golfvöllum svæðisins sem em ekki £if verri endanum. Vallargjöld em yfirleitt um 1500 á hring. Kylfingar geta valið um tvö hótel. Fjögurra stjömu hótelið Montien er skammt frá ströndinni og er með fallegum garði, sundlaug, veitingaað- stöðu og börum. Hótel Merlin Pattaya er gott þriggja stjörnu hótel. Þar er sundlaug, veit- ingastaðir, barir, billjarður, tennis og púttvöllur. Taíland býr yfir heillandi og framandi menningu og því er kylfingum einnig boðið í ýmsar skoðun- arferðir, svo sem dagsferð til Bangkok og tveggja daga ferð til Kwai-fljótsins en einnig verða styttri ferðir í boði. Verð á mann er 128.820 kr. m.v. fjóra í íbúð. Innifalið er flug, gisting með morgunverð- arhlaðborði, akstur til og frá flugvelli og fararstjóm. Golfferðir Samvinnuferða- Landsýnar í haust og vetur verða famar til ýmissa fleiri áfangastaða, svo sem írlands, Flórída og Spánar en nánari upplýsingar fást á söluskrif- stofum SL. -HG Köfunarferðir fyrir byrjendur Sportferðir bjóða köfunarferð- ir frá Akureyri til nokkurra af áhugaverðustu neðansjávarút- sýnisstöðum Eyjaijarðar, s. s. Ólafsfjarð- ar, Hauga- ness, Hjalteyr- ar eða Greni- víkur. Val á staðsetningu fer eftir ósk- ' um þátttak- anda, lengd ferðar, veðri og aðstæðum. Þegar komið er á köfunarstað er farið yfir öfl undirstöðuatriði köfunar og öryggisráðstafanir gerðar. Eft- ir það er kafað i 20-30 mínútur og landslag, gróður og dýralíf skoð- aö. Lengd köfunarinnar fer eftir því hve lengi þátttakendur em að klára loftið á kútnum sinum. Sportferðir leggja til allan útbún- að sem tfl þarf. Ferðin tekur 1-2 tíma í aflt og kostar 8500 á mann. Ofbeldi og dónaskapur bannaður! Farþegar, sem sýna af sér of- beldi eða dónaskap um borð í breskri flugvél, geta nú sætt allt að tveggja ára fangelsi. Ný lög í Bretlandi banna hótanir, orð- bragð og ógn- andi hegðun sem beint er gegn áhöfn flugvéla og óeðlileg af- skipti af störf- um hennar. Nýlega þreif bandarískur ríkisborgari byssu af flugvallarverði í Hamborg og reyndi að skjóta sig og flugvallar- vörðinn. Honum hafði verið vísað út úr flugvél British Airways sem hann ætlaði að taka til Gatwick. Sú vél var hins vegar á leið til London. Þegar maðurinn uppgötv- aði þetta missti hann algjörlega stjórn á sér. Yfirvöld segja að einn starfsmaður flugfélagsins hafi slasast lítils háttar en lögreglan í Hamborg færði manninn fljótlega í gæsluvarðhald. Lögunum nýju er ætlað að koma í veg fyrir atvik af þessu tagi. Nú þegar varðar við sektir eða fangelsi að ógna flugör- yggi, að óhlýðnast skipunum áhafnar eða vera dmkkinn um borð í breskri flugvél. Deilur um „fljótandi spilavíti" Bandarískur þingmaður, Frank Wolf, hefur lagt fram fmm- varp að lögum um bann á svoköll- uðum fljótandi spilavítum. Tals- menn bandaríska skipasmíðaiön- aðarins reyna nú að koma í veg fyrir þetta. Þeir segja að bannið nái bara til skipa sem sigli undir bandarísk- um fána. Ef það gangi í gegn nái skip undir er- lendum fánum einokunarstöðu á þessum ábatasama markaði. Ferðir af þessu tagi hafa hrist upp í íbúum New York, Flórída, S-Karólínu og Massachusetts. Þeir kvarta undan því að hafa ekkert haft um fjárhættuspilin að segja. Skv. bandarískum lögum má hafa búnað til fjárhættuspila um borð í skipum ef hann er ekki notaður meðan skipið er innan lögsögu fylkisins sem um ræðir. Dómari einn túlkaði bókstaf lag- anna þannig að skipin gætu kom- ið inn í hafnir og tekið farþega í þeim fylkjum Bandaríkjanna þar sem fjárhættuspil eru bönnuð og síðan siglt þangað sem þau eru leyfð. Nýlega var málinu áfrýjað og þessum skilningi laganna hafnað. Wolf segir að ferðimar séu ólöglegar, engum öðrum líðist að fara svona í kringum lögin og bandaríska þingið eigi að taka á málinu. -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.