Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Page 13
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 fytðtal 13 Öflugra atvinnulíf öllum til hagsbóta - Finnur Geirsson, nýkjörinn stjórnarformaður Samtaka atvinnulífsins, segir markmiðið um stöðugt verðlag hljóti að hafa forgang Finnur ásamt starfsfólki sínu hjá Nóa-Síríus en þar hefur hann verið framkvæmdastjóri í nfu ár. DV-mynd ÞÖK Stofnfundur Samtaka at- vinnulífsins verður 15. sept- ember næstkomandi. Það eru Vinnumálasambandið og Vinnuveitendasambandið sem þar sameinast og munu sjö aðildarsamtök standa að þeim. Þessi samtök eru Sam- tök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Landssamband íslenskra út- vegsmanna, Samtök fisk- vinnslustöðva, Samtök ferða- þjónustunnar, Samtök fjár- málafyrirtækja og Lands- samtök íslenskra rafverk- taka. Hjá Samtökum atvinnulífsins verður hundrað manna fulltrúaráð sem kýs sér tuttugu manna stjóm og úr þessum tuttugu manna hópi veljast sex einstaklingar í fram- kvæmdastjórn sem auk formanns verður samninganefnd samtakanna. Að sögn væntanlegs formanns, Finns Geirssonar, verðasamninga- mál mikilvægur þáttur i starfi sam- takanna. „En jafnframt verður það verkefni samtakanna að stuðla að hagræðingu hjá aðildarsamtökun- um, sinna sameiginlegum málum á einum stað og forðast með því tví- verknað.“ Sterkari saman Hvaða kostir fylgja því fyrir að- ildarsamtökin að sameinast undir einum hatti? „Fyrir utan augljósa hagræð- ingu og lægri kostnað hjá aðildar- félögunum hafa þau saman betri möguleika á því að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Menn hafa séð að það er miklu fleira sem samein- ar en það sem sundrar og auðvitað eru atvinnugreinarnar hver annarri háðar ef út í það er farið. Saman eru aðildarsamtökin einnig betur fær um að láta til sín taka á alþjóðlegum vettvangi og sinna umhverfis- og menntamálum svo dæmi séu nefnd. Öll aðildarfyrir- tækin eiga að njóta góðs af þessu og þar með auðvitað íslenska þjóð- in. Sameinaðir atvinnurekendur ættu að eiga auðveldara með að treysta í sessi þann árangur sem náðst hefur á undanfórnum árum og er afleiðing róttækra breytinga á starfsramma fyrirtækja á síð- ustu tíu eða fimmtán árum. Frelsi á fjármagnsmarkaði, af- nám verðlagshafta, hagkvæmt fyr- irkomulag fiskveiða, einkavæðing og tilkoma hlutafjármarkaðar á áreiðanlega drjúgan þátt í hag- vexti og batnandi lífskjörum síð- ustu ára.“ Gömul fyrirtæki þurfa að taka mio af nýjum að- stæðum Koma þessar breytingar í at- vinnulífinu ekki til með að veikja gömul fyrirtæki? „Ég er sjálfur í forsvari fyrir til- tölulega gömlu fyrirtæki, en Nói- Síríus heldur upp á 80 ára afmæli sitt á næsta ári, og get fullyrt að svo þarf ekki að vera. Þessar nýju aðstæður bjóða upp á fjölbreyttari tækifæri en áður, en hins vegar þurfa menn þá að fylgjast vel með tímanum og aðlaga sig síbreytileg- um aðstæðum til að vera í stakk búnir að nýta sér möguleikana. Samfara þessu sýnist mér að að- hald með fyrirtækjum hafi aukist mjög og kröfur starfsfólks, við- skiptavina og stjórnvalda á hend- ur þeim hafa vaxið verulega og þessu þurfa gömul sem ný fyrir- tæki að mæta með viðunandi hætti." Finnur Geirsson hefur verið framkvæmdastjóri Nóa-Síríus i níu ár. Áður var hann ritstjóri Vísbendingar í þrjú ár og þar á undan hagfræðingur hjá Verslun- arráði í fjögur ár. Þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu sem stjórnarfor- maður nýju Samtaka atvinnulífs- ins segir hann: „Ég vænti þess að menn hafi haft í huga bæði menntun og starfsreynslu og ef til vill stjórnar- störf, svo sem hjá Verslunarráði, Útflutningsráði og Viðskiptahá- skólanum í Reykjavík." Öll aðildarsamtök undir sama þak Fyrirtækin sem standa að Sam- tökum atvinnulífsins hafa tví- þætta aðild, að sögn Finns, annars vegar að sínum atvinnugreina- samtökum og hins vegar beint að SA, en forsenda fyrirtækjaaðildar að SA er þátttaka þeirra í einu af sjö atvinnugreinasamtökunum. Nú var Þórarinn V. Þórarinsson mjög áberandi í starfi fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins. Hvor ykkar Ara mun verða í forsvari út á við fyrir sam- tökin? „Það verður eflaust hlutskipti okkar beggja. í grófúm dráttum mætti segja að formaður leiði stjórnarstarfið sem markar sam- tökunum stefnu og er þá talsmað- ur hennar á meðan framkvæmda- stjóri stýrir hinni daglegu starf- semi og er talsmaður ýmissa mála sem upp kunna að koma í starf- inu.“ Hvar verðið þið til húsa? „Markmiðið er að finna Samtök- unum hentugt húsnæði sem fyrst, sem hýsa mun starfsemi flestra ef ekki allra aðildarsamtakanna. Það væri til þess fallið að þjappa þess- um aðildarsamtökum saman og stuðla að því hagræði sem menn sækjast eftir. Þangað til verður starfsemin í húsakynnum Vinnu- veitendasambandsins." Fyrir utan að vera stjórnarfor- maður Viðskiptaháskólans er Firmur í stjórn Ræsis. Sem kunn- ugt er er hann sonur Geirs heitins Hallgrímssonar og þegar hann er spurður hvort hann hafi verið al- inn upp með það fyrir augum að gegna ábyrgðarstöðum í viðskipta- lífinu segir hann: „Ég var alinn upp við það að maður væri sinnar eigin gæfu smiður og ekki á nokkurn hátt var reynt að hafa áhrif á það hvað ég tæki mér fyrir hendur. Vissulega var ég alinn upp á mjög pólitísku heimili eins og gefur að skilja og hef haft áhuga á pólitík og sér í lagi öllu því sem viðkemur efnahagspólitík. Þrátt fyrir það hef ég ekki verið þátttak- andi í flokkspólitík og hef látið duga að leggja mitt af mörkum til að hafa áhrif á umhverfið i gegn- um störf mín, m.a. hjá Verslunar- ráði og eins þegar ég skrifaði i Vís- bendingu á sínum tíma. Síðan tók ég að mér starfið í Nóa vegna þess að mig langaði til að vera virkari þátttakandi í atvinnulifinu en ég hafði verið fram að því. Og það fer ekki hjá því að ég sjái ýmislegt með öðrum augum eftir þá reynslu sem vonandi nýtist mér í for- mannsstarfínu.“ Megum aldrei missa sjónar á markmiðinu um stöðugt verðlag Hefurðu áhuga á að fara út í pólitík? „Ég lít ekki á starf mitt fyrir at- vinnurekendur sem áfanga á leið til stjórnmálaþátttöku." Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í íslensku atvinnulífi á næstu árum? „Ég held að þær verði mjög örar og þær munu bjóða upp á tækifæri sem fáa órar fyrir í dag. Alþjóðleg- ir straumar og umhverfi munu setja vaxandi mark á íslenskt efna- hagslíf. En skilyrði fyrir því að við getum nýtt okkur tækifærin er að við treystum í sessi þær ágætu skipulagsbreytingar sem hér hafa verið að eiga sér stað og eins meg- um við aldrei missa sjónar á markmiðinu um stöðugt verðlag. Það er lykillinn að því að við náum að efla atvinnulífið öllum til hagsbóta. Þessar skipulagsbreyt- ingar eru að skila okkur miklu og lífskjör hafa batnað, og tækifærin sem eru að opnast eru gríðarleg." Það er jákvætt og spennandi. -sús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.