Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 IjV fréttir www.visirJs NÝR HEIMUR Á NETINU Nú líður senn að lokum Sumar- myndasamkeppni DV. Það er óhætt að segja að þátttakan hafi sjaldan verið meiri, enda verðlaunin eftirsóknar- verð. í fyrstu verðlaun allra aldurs- hópa eru Canon EOS IX-7 myndavél með 22-55 USM linsu að verðmæti 54.900 kr. í önnur verðlaun er Canon KUS L-I pakki og í þriðju verðlaun Canon IXUS M-1 pakki. Fyrstu verðlaunin í aldurshópi 16 ára og yngri er Canon IXus pakki að verðmæti 29.900 kr. Aukaverðlaun eru tuttugu Canon IXUS 225 myndavélar, tíu Polaroid myndavélar, þrjátíu Kodak bakpokar og Kodak filma, þrjá- tíu vinningshafar fá Kodak filmu og námskeið í ljósmyndun og 135 fá Kodak filmu með afslátt af framköllun. Myndir í keppnina má leggja inn hjá Kodak Express um land allt eða senda þær beint til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavik, merktar „SUMARMYNDA- KEPPNI". Skilafrestur er til 15. sept- ember. „Hann á líka eftir að stækka, alveg eins og ég,“ gæti þessi ungi, efni- legi veiðimaðu verið að segja. Myndina tók Kristófer Hólmþór Arnfjörð Björnsson í Kópavogi. Það er ekki seinna vænna að fara að bæta vegakerfi landsins. Myndina tók Rocio Sarabia á Seltjarnarnesi. „Blómarós" heitir myndin af þessari ungu stúlku sem hefur ofið fífilbrekkuna um höf- uðið. Sendandi er Ingibjörg Hannesdóttir í Reykjavík. Það er húllandi sumarstemning í myndinni sem Margrét Georgsdóttir í Reykjavík sendi. Minnir óneitanlega á ijóðlínur Laxness: „Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur/og kýrnar leika við hvurn sinn fíngur." BIFREIÐASTILLINGAR NIC0LAI HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Niður- í mörgum stærðmn og gerðnm Morgunkyrrð við Veiðivötn heitir þessi kyrrláta mynd sem Dagný Vilhjálmsdóttir í Kópavogi sendi. Hún Katla litla Þórleifsdóttir er of- boð lukkuleg í gulu peysunni sinni, sem greinilega er heimaprjónuð; ekki amalegur kvenleggur þar. Myndina tók Héðinn Björnsson á Akureyri. Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól heitir þessi mynd sem Anna Bára Pétursdóttir í Reykjavík tók af þeim Katrínu Ósk Freysteinsdóttur og hundinum Pjakki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.