Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Síða 17
Helstu andans menn í Páfagarði eru haldnir fíkn í völd og unga menn, að þvi er kemur fram í nýrri bók sem náð hefur metsölu á Ítalíu. Páfagarður hefur svarað með máls- höfðun. í bókinni, sem ítalir rífa nú nið- ur úr hillum bókaverslana, er greint frá valdabcU'áttu, spillingu, kynlífshneykslum, frímúrarastarf- semi og djöflamessum á bak við þykka múra Páfagarðs. Þegar bók- in, sem gefin er út af forlaginu Ka- os Edizioni í Mílanó, kom út í febr- úar síðastliðnum vakti hún enga sérstaka athygli. Það var ekki fyrr en Páfagarður höfðaði mál gegn ein- um af höfundum bókarinnar, Luigi Marinelli, fyrrverandi starfsmanni í Páfagarði, sem áhugi ítölsku þjóðar- innar á bókinni vaknaði. Tilraunir Páfagarðs til þess að fá bókina fjar- lægða úr hillum verslana hafa ekki dregið úr áhuganum. Luigi Marinelli, sem starfaði i 35 ár í Páfagarði, mætti ekki fyrir rétti og hefur málaferlunum, sem fram Erient frétta- Ijós — |||pgr V eiga að fara fyrir luktum dyrum, verið frestað fram í september. Höfðað var mál í kjölfar kæru frá manni sem fullyrðir að ættingi sinn hafi verið rægður í bókinni. Sam- kvæmt Páfagarði er tilgangurinn með málshöfðuninni ekki sá að hindra tjáningarfrelsi heldur að vernda þá sem rægðir eru í bókinni. Metsölubókin, sem gefln er út undir dulnefni, er skrifuð af hópi andans manna. Luigi Marinelli, sem er 72 ára, hefur staðfest að hann sé einn höfundanna. Gómaður hálfnakinn Margir háttsettir menn í Páfa- garði eru nefndir á nafn í bókinni. Sagt er frá því þegar einn þeirra var gómaður af lögreglunni í Róm er hann sat hálfnakinn í bíl með öðr- um karlmanni. Einnig er greint frá andans manni sem læsir sig oft inni á skrifstofu sinni í Páfagarði að næturlagi með ungum mönnum, vegna áríðandi starfa. Aldraður prestur frá Bandaríkj- Höfundar bókarinnar um sukkið í Páfagarði segja valdasjúka andans menn senda páfa burt í ferðalög til að þeir geti stjórnað á meðan. Hér sést páfi veikur í heimsókn í Póilandi í júní síðastliðnum. Símamynd Reuter unum, sem kom til Rómar á áttunda áratugnum, er sagður hafa heimsótt fjölda mikilvægra embættismanna í Páfagarði og boðið þeim til kvöld- verðar á dýrustu veitingastöðunum í Róm þar til einn þeirra, sem naut gjafmildi hans, bjó svo um hnútana að hann fengi biskupsembætti. Eitt aðalþemað í bókinni, sem er nær 300 síðna löng, er valdabarátt- an meðal æðstu embættismanna Páfagarðs. Fullyrt er að tillitsleysi og einkavinavæðing ráði ríkjum þegar barist sé um embættin. Frí- múrarar eru sagðir vera meðal æðstu embættismannanna. Bókar- höfundar varpa fram þeirri spurn- ingu hvers vegna engir þeirra and- ans manna, sem fjölmiðlar hafa ár- um saman hendlað við starfsemi frí- múrara, hafi ekki snúið sér til dóm- stóla til þess að fá mannorð sitt hreinsað. Páfi sendur burt Bókarhöfundar saka einnig hátt- setta menn um að senda Jóhannes Pál páfa í ferðalög til þess að geta haldið um stjórnartaumana á með- an hann er fjarverandi. íeinum bókarkafla er greint frá því þegar Páll sjötti páfi bað kanadíska erkibiskupinn Edoard Gagnon 1974 um að skoða stjórnar- hætti í Páfagarði. Páfinn fékk aldrei skýrslu Gagnons því henni var stolið. Fullyrt er að kardínálasamkund- an hafi komið í veg fyrir að Giuseppe Siris yrði kjörinn páfi 1978 með því að láta birta falskt og neikvætt viðtal við hann í blaði. Djöflamessa Djöflamessa á að hafa verið haldin í Páfagarði. Djöfladýrkandi sagði frá því í skriítastól að sér hefði verið boð- ið i djöflamessu í Páfagarði. Ómögu- legt hafi verið að þekkja aðra við- stadda því þeir hafi allir verið með hettu. Hvað eftir annað er gefið í skyn í metsölubókinni að allar syndir séu fyrirgefnar hafi menn réttu sambönd- in í Páfagarði. Höfundar leggja áherslu á að innihald bókarinnar eigi ekki við meirihluta starfsmannanna þar, sem sinni störfum sínum af skyldurækni, heldur þann minnihluta sem hefur mest áhrif. Lýst er eftir lýð- ræði og tjáningarfrelsi i Páfagarði. Samkvæmt höfundum er það algengt að yfirmenn hleri símtöl undirmanna sinna. Gagnrýni sé hins vegar illa lið- in. Á bókarkápu segir að tími sé kominn til að kirkjan biðji Krist um fyrirgefningu vegna trúleysis og spillingar þjóna hennar, einkum þeirra sem gegna æðstu embættunum. I fyrra gaf forlagið Kaos Edizioni út aðra umdeilda bók um Páfagarð. í henni var Qallað um vafasöm við- skipti i Páfagarði. Byggt á Jyllands-Posten FRAMHALDSNEMEND UR ATH.! # Listdansskóli íslands Engjateigi 1, 105 Reykjavík, fax 588 9197 i Kennsla hefst fóstudaginn 3. sept. M Vinsamlegast vitjið stundaskrár og staðfestið áframhaldandi nám milli kl. 14 ogl 7 dagana 30. - 31. ágúst Nánari upplýsingar veittar í síma 588 9188. R^MiNGAR Vegna flutnings í Kringluna í lok september rýmum viö verslunina og því sjást nú tilboð sem aldrei hafa sést áður á útivistarfatnaði. Allt aö 70% afsláttur! Rýmingarsalan stenduryfir í stuttan tíma, fyrstir koma fyrstir fá. SKATABÖÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.