Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Blaðsíða 17
Helstu andans menn í Páfagarði eru haldnir fíkn í völd og unga menn, að þvi er kemur fram í nýrri bók sem náð hefur metsölu á Ítalíu. Páfagarður hefur svarað með máls- höfðun. í bókinni, sem ítalir rífa nú nið- ur úr hillum bókaverslana, er greint frá valdabcU'áttu, spillingu, kynlífshneykslum, frímúrarastarf- semi og djöflamessum á bak við þykka múra Páfagarðs. Þegar bók- in, sem gefin er út af forlaginu Ka- os Edizioni í Mílanó, kom út í febr- úar síðastliðnum vakti hún enga sérstaka athygli. Það var ekki fyrr en Páfagarður höfðaði mál gegn ein- um af höfundum bókarinnar, Luigi Marinelli, fyrrverandi starfsmanni í Páfagarði, sem áhugi ítölsku þjóðar- innar á bókinni vaknaði. Tilraunir Páfagarðs til þess að fá bókina fjar- lægða úr hillum verslana hafa ekki dregið úr áhuganum. Luigi Marinelli, sem starfaði i 35 ár í Páfagarði, mætti ekki fyrir rétti og hefur málaferlunum, sem fram Erient frétta- Ijós — |||pgr V eiga að fara fyrir luktum dyrum, verið frestað fram í september. Höfðað var mál í kjölfar kæru frá manni sem fullyrðir að ættingi sinn hafi verið rægður í bókinni. Sam- kvæmt Páfagarði er tilgangurinn með málshöfðuninni ekki sá að hindra tjáningarfrelsi heldur að vernda þá sem rægðir eru í bókinni. Metsölubókin, sem gefln er út undir dulnefni, er skrifuð af hópi andans manna. Luigi Marinelli, sem er 72 ára, hefur staðfest að hann sé einn höfundanna. Gómaður hálfnakinn Margir háttsettir menn í Páfa- garði eru nefndir á nafn í bókinni. Sagt er frá því þegar einn þeirra var gómaður af lögreglunni í Róm er hann sat hálfnakinn í bíl með öðr- um karlmanni. Einnig er greint frá andans manni sem læsir sig oft inni á skrifstofu sinni í Páfagarði að næturlagi með ungum mönnum, vegna áríðandi starfa. Aldraður prestur frá Bandaríkj- Höfundar bókarinnar um sukkið í Páfagarði segja valdasjúka andans menn senda páfa burt í ferðalög til að þeir geti stjórnað á meðan. Hér sést páfi veikur í heimsókn í Póilandi í júní síðastliðnum. Símamynd Reuter unum, sem kom til Rómar á áttunda áratugnum, er sagður hafa heimsótt fjölda mikilvægra embættismanna í Páfagarði og boðið þeim til kvöld- verðar á dýrustu veitingastöðunum í Róm þar til einn þeirra, sem naut gjafmildi hans, bjó svo um hnútana að hann fengi biskupsembætti. Eitt aðalþemað í bókinni, sem er nær 300 síðna löng, er valdabarátt- an meðal æðstu embættismanna Páfagarðs. Fullyrt er að tillitsleysi og einkavinavæðing ráði ríkjum þegar barist sé um embættin. Frí- múrarar eru sagðir vera meðal æðstu embættismannanna. Bókar- höfundar varpa fram þeirri spurn- ingu hvers vegna engir þeirra and- ans manna, sem fjölmiðlar hafa ár- um saman hendlað við starfsemi frí- múrara, hafi ekki snúið sér til dóm- stóla til þess að fá mannorð sitt hreinsað. Páfi sendur burt Bókarhöfundar saka einnig hátt- setta menn um að senda Jóhannes Pál páfa í ferðalög til þess að geta haldið um stjórnartaumana á með- an hann er fjarverandi. íeinum bókarkafla er greint frá því þegar Páll sjötti páfi bað kanadíska erkibiskupinn Edoard Gagnon 1974 um að skoða stjórnar- hætti í Páfagarði. Páfinn fékk aldrei skýrslu Gagnons því henni var stolið. Fullyrt er að kardínálasamkund- an hafi komið í veg fyrir að Giuseppe Siris yrði kjörinn páfi 1978 með því að láta birta falskt og neikvætt viðtal við hann í blaði. Djöflamessa Djöflamessa á að hafa verið haldin í Páfagarði. Djöfladýrkandi sagði frá því í skriítastól að sér hefði verið boð- ið i djöflamessu í Páfagarði. Ómögu- legt hafi verið að þekkja aðra við- stadda því þeir hafi allir verið með hettu. Hvað eftir annað er gefið í skyn í metsölubókinni að allar syndir séu fyrirgefnar hafi menn réttu sambönd- in í Páfagarði. Höfundar leggja áherslu á að innihald bókarinnar eigi ekki við meirihluta starfsmannanna þar, sem sinni störfum sínum af skyldurækni, heldur þann minnihluta sem hefur mest áhrif. Lýst er eftir lýð- ræði og tjáningarfrelsi i Páfagarði. Samkvæmt höfundum er það algengt að yfirmenn hleri símtöl undirmanna sinna. Gagnrýni sé hins vegar illa lið- in. Á bókarkápu segir að tími sé kominn til að kirkjan biðji Krist um fyrirgefningu vegna trúleysis og spillingar þjóna hennar, einkum þeirra sem gegna æðstu embættunum. I fyrra gaf forlagið Kaos Edizioni út aðra umdeilda bók um Páfagarð. í henni var Qallað um vafasöm við- skipti i Páfagarði. Byggt á Jyllands-Posten FRAMHALDSNEMEND UR ATH.! # Listdansskóli íslands Engjateigi 1, 105 Reykjavík, fax 588 9197 i Kennsla hefst fóstudaginn 3. sept. M Vinsamlegast vitjið stundaskrár og staðfestið áframhaldandi nám milli kl. 14 ogl 7 dagana 30. - 31. ágúst Nánari upplýsingar veittar í síma 588 9188. R^MiNGAR Vegna flutnings í Kringluna í lok september rýmum viö verslunina og því sjást nú tilboð sem aldrei hafa sést áður á útivistarfatnaði. Allt aö 70% afsláttur! Rýmingarsalan stenduryfir í stuttan tíma, fyrstir koma fyrstir fá. SKATABÖÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.