Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Side 20
20 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 D‘\T %-éttaljós „Það er kominn tími til þess að segja sannleikann um Jón Ólafsson í stað þess að láta eignarhald ein- stakra manna á fjölmiðlum ráða því hvernig mál eru sett upp,“ segir Hannes Hólmsteinn Gisssurarson. „Besta dæmið er það að nú skuli um- ræðan ekki snúast um hinn ótrúlega feril Jóns Ólafssonar heldur þá sem varað hafa við honum." Þetta segir Hannes um Jón Ólafs- son, stjórnarformann fjölmiölaris- ans Norðurljósa hf. og einn mann- anna á bak við Orca SA sem keypti í sumar 28 prósenta hlut í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Tveimur dögum eftir að upplýst var að Jón var einn hluthafa í Orca SA, hélt Davíð Oddsson forsætisráð- herra ræðu á Hólahátíð þar sem hann sagði efnahag og stjómkerfi Rússlands ofurselt stjóm „glæpalýðs og eiturlyfjabaróna" og varaði við því að við íslendingar yrðum „leiksoppur slikra afla“ eða opnuð- um „blóðpeningum" þeirra leið inn í hagkerfi okkar. í ljósi þess að allt frá unglingsár- um hefur loðað við Jón sá orðrómur að hann tengdist með einum eða öðr- um hætti sölu og dreifingu fikniefna - þó að vísu hafi aldrei neitt sannast - þóttust margir sjá samband milli orða Davíðs og óvæntrar komu Jóns inn á nýjan vettvang á viðskipta- sviðinu. Davíð hefur hingað til neitað að tjá sig nánar um málið og ekki tekið af öll tvímæli um merkingu orða sinna. Hefur það og samhengi at- burðanna í tíma verið sem olía á eld vangaveltna um að tvíræðni orða hans hafi ekki verið nein tilviljun og ræða hans hafi ekki, eða a.m.k. síð- ur, átt að vara við rússnesku glæpa- Sigurður G. Guðjónsson segir öfl í Sjálfstæðisflokknum æf í hvert skipti sem Jón Ólafsson hreyfir sig. Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Besta dæmið er það að nú skuli umræð- an ekki snúast um hinn ótrúlega feril Jóns Ólafssonar heldur þá sem varað hafa við honum.“ Bolli Kristinsson: „Hann sölsaði það fyrirtæki undir sig. Að mínu viti var ekkert ólöglegt við það.“ Snjall, harður, ósvífinn? hyski heldur en fjármálamanninum Jóni Ólafssyni. Ekki treystandi Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritaði grein í Morgunblaði fimmtu- daginn 12. ágúst sl. þar sem hann spurði hvort „menn sem auðguðust á vafasömum viðskiptum" reyndu nú að eignast banka, til að þjóna þannig skuggalegum markmiðum sínum. Áuðveldlega sást á samheng- inu að átt var við Jón Ólafsson. En hvað veldur andstöðu Hannesar við hlutafjáreign Jóns Ólafssonar í FBA? Hljómplötuútgáfan Skffan er orðin 23 ára og markaði upphafið að fjölmiðia- veldi Jóns Ólafssonar. Hér sést Jón taka f höndina á Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra við opnun á endurbættri Skífuverslun á Laugaveginum í vetur. „Honum er einfaldlega ekki treystandi fyrir því að eiga banka. Ekki frekar en Mú- hameð Al-Fayed. Það liggur al- veg ljóst fyrir í hvers konar mál Jón Ólafsson hefur flækst í gegnum tíðina og allur ferill hans sýnir að hann svífst einskis í samskiptum sinum, hvort sem er við keppinauta eða samstarfsaðila. Morgun- pósturinn sagði ítarlega frá hans málum í mars árið 1995 og þar er meðal annars vitnað í lögregluskýrslur sem varða að- ild hans að fikniefnamálum." Nú hefur engin af þessu ásökunum verið staðfest og Jón aldrei hlotið dóm fyrir. Verða ekki að koma fram hald- bærar sannanir áður en dæmt er í málinu, hvort sem það er í réttarsal eða í fjölmiðlum? „Auðvitað spretta upp alls konar sögur, samanber fjöðr- ina sem varð að fimm hænum, og þá telur fólk sér stundum frjálst að segja ósatt. Vafalaust eru einhverjar af sögunum ósannar en ekki allar. Einhverjar eru sannar.“ Hefur þú sannanir fyrir því, aðrar en umfjöllun dagblaða? „Já, já. Ég hef nóg af sönnunum. Ég veit ýmislegt sem hann hefur gert, einfaldlega vegna þess að mennimir sem tekið hafa þátt í því með honum hafa sagt mér það. En mér dettur ekki í hug að segja þér neitt um það. Ég er enginn rann- sóknarblaðamaður. Það er ekki mitt hlutverk að taka þátt í því að grafa þetta upp enda hef ég ekki áhuga á því. Ég hef, sem upplýstur borgari, bara tekið að mér þann kross að skrifa um þetta enda er ég í þeirri aðstöðu að geta skrifað það sem mér sýnist. Það er enginn búinn að kaupa mig. Ég er alveg óhræddur við Jón Ólafsson." Valdalaus kjaftaskur Sigurður G. Guðjónsson er lög- fræðingur Jóns og samstarfsmaður til margra ára. Hann segir ásakanir Hannesar úr lausu lofti gripnar. Enn fremur var hann spurður hverjar hann teldi vera ástæðumar fyrir hinum harkalegu viðbrögðum við aðild Jóns að FBA: „Ég get í sjálfu sér ekki ímyndað mér það. Það eina sem ég get sagt um þau 15 ár sem ég hef verið sam- ferða Jóni Ólafssyni er það að í hvert sinn sem hann hefur hreyft sig eitthvað í íslensku viðskiptalifi, þá hafa einhver öfl í Sjálfstæðis- flokknum orðið æf. Hannes hef- ur oftsinnis áður dylgjað um Jón en ummæli hans dæma sig eiginlega sjálf. Allt þetta slúður er bara ómerkileg orð og auðvit- að er Hannes ekkert annað en valdalaus kjaftaskur uppi í Há- skóla." Hvað um ásakanir á hendur Jóni, sem nokkrum sinnum hafa komið fram, um fikniefna- misferli? „Jón hefur aldrei verið dæmdur fyrir neitt. Aldrei. Hann var síðast bendlaður við aðild að „Stóra fikniefnamál- inu“ svokallaða í Helgarpóstin- um fyrir nokkrum árum. Ef Jón Ólafsson væri nú þessi mikli glæpamaður sem reynt hefur verið að gera hann að þá tel ég nú ólíklegt að það mál hefði fall- ið um sjálft sig. Þar fyrir utan hef ég undir höndum bréf frá fólki sem í raun og veru var flækt í málið og segir það nafn Jóns Ólafs- sonar hvergi hafa komið þar við sögu. Ég held að Hannes og félagar verði að ftnna einhverja aðra afsök- un fyrir viðbrögðum sínum en órök- studdar dylgjur og vandlætingu á viðskiptaferli Jóns Ólafssonar." Komið illa við einhverja DV leitaði til manna sem átt hafa viðskipti við Jón í gegnum tíðina til að fá mynd af því hvað kynni að valda slíku fjaðrafoki er hann hygð- ist færa út kvíarnar inn í bankakerf- ið. Meðal fyrrum viðskiptafélaga Jóns er Bolli Kristinsson, eða Bolli í Sautján: Hvað finnst þér um viðbrögðin við Almannarómur „Fólk öfundar alla þá sem hafa það gott. Öðruvísi er það ekki,“ seg- ir Ármann Óskarsson beitninga- maður niðri á Granda sem dæmir ekki fólk sem hann þekkir ekki perónulega. „Hins vegar kemur Jón mér þannig fyrir sjónir að ég myndi ekki treysta honum fyrir peningun- um mínum. Það myndu einhverjar bjöilur hringja ef hann byðist til að ávaxta pund mitt.“ Ingólfur Jóhannesson, sem situr daglangt á Hafnarvigtinni, er sama stjórnmálamennirnir eru að atast í manninum." Ingólfur Jóhannesson: „Mér finnst Jón huggulegur maður og kann frekar vel við hann en ekki myndi ég lána honum peninga." sinnis og Ármann en segist þó kunna vel við týpuna: „Mér finnst Jón huggulegur maður og kann frekar vel við hann en ekki myndi ég lána honum peninga. Það hlýtur að gilda það sama um Jón Ólafsson og aðra að hver er sinnar gæfu smiður og ekki öfunda ég hann.“ Myndirðu vilja vera Jón Ólafsson? „Nei! Ef ég þyrfti að vera einhver annar þá myndi ég vilja vera Clint- on eða einhver svoleiðis," segir Ingólfur Jóhannesson. „Ég held að afskipti stjórnmála- manna af athöfnum Jóns Ólafssonar helgist af minnimáttarkennd og ekki öðru. Þetta er maður eins og hver annar en hlýtur að vera óskap- lega duglegur. Ef hann ætti banka myndi ég ekki hika við að leggja sparifé mitt inn hjá honum ef hann byði sambærilega vexti og aðrir. Ég skil ekki hvað stjómmálamennirnir eru að atast í manninum," segir Helga Dúadóttir sem hellir upp á Ármann Óskarsson: „Hins vegar kemur Jón mér þannig fyrir sjónir að ég myndi ekki treysta honum fyr- ir peningunum mínum.“ Hilmar Haraldsson: „Stjórnmála- mennirnir eru að verja hagsmuni annarra því uppgangur Jóns kemur einhvers staðar niður.“ kaffið í Kaffivagninum á Granda. Öfundaröur konuna hans? „Nei, ég hef engan áhuga á að vera eiginkona Jóns Ólafssonar þó hann sé ríkur,“ segir Helga, sátt við sitt. „Þetta er duglegur drengur, ég er búinn að sjá það fyrir löngu," segir Hilmar Haraldsson járnsmiður og dregur í efa að stjómmálamenn tali samkvæmt bestu samvisku þegar þeir gagnrýna uppgang og viðskipti Jóns Ólafssonar. „Stjómmálamenn- irnir eru að verja hagsmuni ann- arra því uppgangur Jóns kemur ein- hvers staðar niður. Sjálfur myndi ég ekki treysta Jóni fyrir peningunum mínum ef trúa skal því orðspori sem af honum fer. Ég myndi ekki einu sinni láta hann passa börnin mín en kannski lána honum bílinn gegn tryggingu," segir Hilmar járn- smiður. „Það sem menn skilja ekki er það að Jón Ólafsson er brautryðjandi í Emil Andersen segir aumkunarvert að sjá stjórnmálamenn gráta yfir velgengni Jóns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.