Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1999, Page 50
LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 * æ myndbönd > 1 1 John Waters: Oþekktaranginn í Hollywood Pecker. John Waters hefur gert einhveijar undarlegustu myndir undanfarinna áratuga. Þær flæða í alls konar subbu- skap og persónurnar eru einhver mestu viðrini sem sést hafa á hvíta tjaldinu. Hann er konungur subbu- myndanna og vemdardýrlingur allra viðrina. Hann ræðst á allt það sem hinni kaþólsku miðstétt (sem hann var alinn upp við í Baltimore) tilheyrir og afskræmir gildi hennar með afkára- legu háði sínu. Þrátt fyrir subbuskap- inn virka myndimar aldrei neikvæðar eða illgjamar. Þvert á móti er mikil lífsgleði og ákveðið sakleysi innbyggt i myndir hans, sem lyftir þeim yfir subbuskapinn, þannig að Waters virk- ar meira eins og elskulegur óþekktar- angi kvikmyndageirans fremur en ein- hvers konar niðurrifsmaður. Hann hefur mýkst allnokkuð með árunrnn, Liti Taylor í hlutverki umboðsmanns listmálara sem líst vel á vandræða- gemsann Pecker. svo mjög að síðustu myndir hans hafa átt sinn sess í Hollywood-batteríinu. Hann er ekki jafn groddalegur í hneykslunaráráttu sinni og leggur meiri áherslu á hressilegan prakkara- skap. Akfeitur klæðskiptingur KvikmyndaferUI Johns Waters hófst þegar hann fékk 8 mm vél í afmælis- gjöf þegar hann var 17 ára. Hann hóaði í nokkra félaga sína, stofnaði með þeim leikhóp sem þeir kölluðu the Dreamland Players og byrjaði strax að gera stuttmyndir. Næstu árin gerði hann stuttmyndimar Hag in a Black Leather Jacket, Roman Candles og Eat Your Make Up! Hann fékk síðan fóður sinn til að lána sér 2000 dollara til að gera fyrstu mynd sína, Mondo Trasho (1969), en hann var handtekinn fyrir samsæri um að særa blygðunarkennd fólks þegar hann sýndi hana fyrst. Skólafélagi hans, Harris Millstead, var einn af upprunalega Dreamland Players-leikhópnum og hann átti eftir að leika í öllum mynda hans fram á tí- unda áratuginn undir nafninu Divine. Hann er akfeitur klæðskiptingur sem ofleikur af krafti og var e.k. einkennis- tákn mynda leikstjórans á áttunda og níunda áratugnum en hefur dregið sig í hlé síðustu árin. Ógeðslegasta fólk alheimsins Á eftir Mondo Trasho kom Multiple Maniacs (1970) og síðan hin alræmda Pink Flamingos (1972), sem var svo groddaleg að hún var notuð sem dæmi um enn verri mynd í málaferlum þar sem framleiðendur klámmyndar voru að reyna að fá sýningarbanni hnekkt. Divine fer fyrir leikhópnum í hlut- verki höfuðs fjölskyldu sem ber heið- urstitilinn „Ógeðslegasta fólk alheimsins" og fjallar myndin um tilraunir öfund- sjúkra öfugugga tfi að ná titlinum af þeim. Eitt fræg- asta atriðið úr myndum Johns Waters er í þess- ari mynd en það er atriðið þar sem Divine étur hundaskít. Female Trouble (1974) og Despera- te Living (1977) voru í svipuðum dúr og stöðugt bættist í hóp fylgj- anda leikstjórans. Polyester (1981) varð síðan fyrsta mynd leikstjórans til að vera tekin til almennrar sýningar í kvikmyndahúsum. Hann hélt upp á þennan árangur með því að taka sér sex ára frí ffá kvikmyndagerð og not- aði tímann m.a. til greinaskrifa og kennslu kvikmyndafræða í fangelsum. Brjálaður leikstjóri John Waters sneri síðan aftur með Hairspray (1988), sem var stórt stökk fyrir hann í framleiðslugæðum, kost- aði 2,7 milljónir dollara. Með henni og síðari myndum hans hefur hann verið að fikra sig nær hinu hefðbundna kvikmyndaformi og dregið úr hneyksl- unargiminni. Jafnframt hefur fækkað í upprunalega leikhópnum og frægari leikarar tekið við. Cry-Baby (1990) skartaði Johnny Depp í aðalhlutverki og var síðasta myndin hans sem Divine lék í. Hollywood bauð John Waters síðan endanlega velkominn í faðm sinn þeg- ar hann gerði Serial Mom (1994), sem náði þó nokkrum almennum vinsæld- um og Kathleen Tumer þótti fara á kostum í hlutverki morðóðu mömm- unnar. Pecker (1998) er eðlilegt fram- hald á ferli kappans, sem hefur ekki misst broddinn úr háðinu þótt hann hafi gerst vægari við áhorfendur. Næsta mynd hans mun heita Cecil B. Demented og flallar um bijálaðan leik- stjóra sem rænir frægri leikkonu og neyðir hana til að leika í mynd sinni. -PJ Kvikmyn,da Jeiry 8 Tom Leigumorðingjar Þessi mynd segir frá tíu ára löngu samstarfi leigumorðingjanna Jerry og Tom. Tom er búinn að vera lengi í faginu þegar hann fer að þjálfa Jerry í starfið. í upphafi er Jerry hikandi og óömggur en með tím- anum öðlast hann sjálfstraust sem síðan þróast í sjálfumgleði. Tom hins veg- ar þreytist með aldrinum og fer að þykja nóg um galgopaháttinn í Jerry. Myndin virkar eins og leikhúsverk, þar sem áherslan er öll á samtöl og eng- in fjöldaatriöi. Leikstjórinn hressir upp á sjónræna þáttinn með smátilrauna- starfsemi í kvikmyndatöku sem hann notar til að skapa flæði í frásögn sem annars gæti virst stirðbusaleg, þar sem hún er í raun röð atriða á löngu tíma- bili, en leikstjórinn lætrn' myndavélina oft líða úr einu atriði í annað án þess að klippa. Sam Rockwell fer á kostum í hlutverki Tom, sem breytist smám saman úr óframfæmum lúða í hrokafúllan töffara. Joe Mantegna er traustur í hinu aðalhlutverkinu og einnig er gaman að sjá leikara eins og Charles Duming, Peter Riegert og William H. Macy í litlum aukahlutverkum. Mynd- in er þægileg áhorfs, krydduð með svolitlu af svörtum húmor og vel leikin. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Saul Rubinek. Aðalhlutverk: Joe Mantegna og Sam Rockwell. Bandarísk, 1998. Lengd: 93 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Um róttæklinga og borgara ★★★ Chris (Christian Bale) býr ásamt eiginkonu sinni Marion (Emily Watson) og bami þeirra í rólegu úthverfi. Líf hans er komið í nokkuð fastar skorður þegar æskufélagi hans Toni (Lee Ross) sækir hann óvænt heim. Víðfórla róttæklingnum Toni þykir Chris vera orðinn full borgaralegur í ljósi uppreisnargimi þeirra á yngri árum. Chris reynir í ffamhaldi að leita uppi sitt gamla sjálf; bæði með stirð- busalegu „djamrni" í samtimanum og nostalgískri upprifjun á ungdómsárum sinum í París. Þar reyndi hann fyrir sér sem ljósmyndari og kynntist fyrstu ástinni, Annick (Elsa Zylberstein). Það era árekstramir á milli borgaralegs lífs og samfélagslegrar uppreisnargimi sem skapa þungamiðju Metroland. Hún gerir þessum ólíku pólum skil án þess að setjast í predikunarstól og er það vel. Þetta era jú illleysanlegar andstæður sem hafa mótað vestræn sam- félög umfram flest annað á þessari öld. í Metroland birtist togstreitan í formi ljúfsárs persónudrama, sem býr bæði yfir áhugaverðri atburðarás og af- bragðsleik. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Philip Saville. Aðalhlutverk: Christian Bale, Emily Watson, Lee Ross og Elsa Zylberstein. Bresk/frönsk, 1997. Lengd: 114 mín. Bönnuð innan 12. -BÆN Pecker Skinhelgi og listasnobb Jolln Waters verður æ markaðsvænni Wit með hverri myndinni sem hann gerir. Pecker er auðvitað troðfull af skrítnum persónum og prakkaralegu háði en það er ekkert í henni sem ætti að ganga fram af fólki. í rauninni er aðeins eitt atriði í myndinni sem gæti valdið hneykslun hjá viðkvæm- um. Fyrir harðsvíraða aðdáendur fyrri verka leikstjórans gæti þessi mynd virk- að flöt og óspennandi í samanburði við subbumyndimar hans en það er ósann- gjam samanburður, því að þrátt fyrir allt er John Waters enn þá einhver mesti rugludallur bandarískrar kvikmyndagerðar og myndir eins og Serial Mom og Pecker era engu ófyndnari en fyrri myndir hans og háðið alveg jafn beitt. Edward Furlong fer á kostum í hlutverki hins brosmilda Pecker, sem hef- ur þá áráttu að taka myndir af öllu sem hann sér og er síðan uppgötvaður af listasnobbspakkinu í New York. Hann er i fyrstu hæstánægður en síðan fer frægðin að koma honum í koll. Eins og vanalega er John Waters að stríða skinheilagri miðstéttinni en tekur hér einnig fyrir hræsnisfulla listasnobbara. Pecker er í alla staði fersk og fyndin háðsádeila. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: John Waters. Aðalhlutverk: Edward Furlong og Christina Ricci. Bandarísk, 1998. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ Myndbandalisti vikunnar 1'£' 19« Vikan 17. - 23. ágúst SÆTI j j FYRRI VIKA j VIKUR j ÍA LISTAj j i TITILL j ÚTGEF. j j TEG. t . - 1 NÝ J i J i 1 j You ve Got Mail j Wamer Myndir J Gaman j j 2 J j 2 j J i 3 J j J Blast From The Past j j Myndform DHH J j Gaman J 3 i 1 j . J j 4 J Waterboy j SAM Myndbönd ! Gaman J: 4 J j 3 j J i 2 i Soldier J j Wamer Myndir J j Spenna 5 NÝ i 1 i Basketball i CIC Myndbönd i Gaman j 6 i J 7 i 2 i j 1 J , | Night At The Roxbury ■JMHBH j CIC Myndbönd J ■J.. j Gaman J 7 J 1 4 J 1 1 5 i American History X J Myndform l J Drama l 8 i i 5 J j i 4 í j J Stepmom J j Skrfan J J j Drama J 9 i 6 i 6 i Practical Magic j Wamer Myndir j Gaman j 10 J j 8 i 7 i j J MeetJoeBlack J j CIC Myndbönd i J J Drama J 11 NÝ J , J j 1 J ■ Thin Red Line Skrfan j Drama j 12 j 9 j J i 3 i EverAfter i 1 Skífan j J J Gaman ) 13 i 10 i 8 i Very Bad Things j j Myndform j Spenna HÍ J 15 J ; 1 11 j J J i; J j 5 J i | Elisabeth J ; Háskólabíó j J ; Drama I 14 J J i 9 i Enemy Of The State J SAM Myndbönd J i SAM Myndbönd j J J Spenna 1 16 i . -t-.'j. 16 J J J , j J • 4 J J ' J - Belly J| ÉHH j Spenna J 17 ! 12 J 5 1 i 3 j Bullworth Skffan j Gaman J 18 j J 19 j J J 10 J j • J Saving Private Ryan J J CIC Myndbönd J J j Drama J 19 i 18 J 9 J 1 2 J From Dusk Till Dawn Skffan ' Spenna j 20 NÝ J J ! 1 i Jerry & Tom J Myndform i J Gaman J S3S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.