Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ 618 m.kr. ... Mest með húsbréf, 307 m.kr. ... Hlutabréf 271 m.kr. ... íslandsbanki 110 m.kr. og gengið lækkaði um 3,8% ... Samherji 32 m.kr. og gengislækkun ... Úrvalsvísitala lækkaði um 1,03%, er nú 1.280,4 ... Hampiðjan hækkaði um 7,9% ... Hagnaður íslandsbanka 693 milljónir króna - var 596 m.kr. á sama tíma í fyrra Afkoma íslandsbanka hf. hélt áfram aö batna á fyrri hluta þessa árs. Hagnaður eftir skatta var 693 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins en var 596 m.kr. á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta var 751 m.kr. sem er 110 m.kr. aukning frá sama tímabili árið 1998. Arðsemi eigin tjár var 22,9%, samanborið við 21,9% í fyrra. Þessi jákvæða þróun er í samræmi við áætlanir og vænt- ingar. Aukning á flestum sviðum Vaxtatekjur voru 6.020 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins og höföu aukist um 34% frá sama tíma- bili i fyrra. Vaxtagjöld jukust um 38%, voru 3.897 milljónir. Aðrar rekstrartekjur voru 1.198 milljónir, samanborið viö 1.411 milljónir í fyrra. Sú lækkun felst aðallega i því að gengishagnaður af veltu- skuldabréfum er 282 millj- ónum lægri en í fyrra. Mikil aukning var í inn- lánum hjá bankanum, eða 19% fyrstu sex mánuði árs- ins. Útlán jukust um 10% frá áramótum til loka júní- mánaðar. Aukningin varð eingöngu í lánum til fyrir- tækja. Eftir því sem liðið hefur á árið hefur með markvissri stýringu jafnt og þétt verið dregið úr útlánaaukn- ingu. Dótturfélögin misjöfn Hagnaður Glitnis, dótturfyrirtæk- is íslandsbanka, fyrir skatta nam 187 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en var 95 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildareignir Glitnis námu 14,8 milljörðum króna í lok júní sl. og höfðu þá aukist um 16,7% frá áramót- um. Glitnir sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og bifbeiða en mikill vöxtur hefur verið í þeim greinum að undanfomu. Hins vegar var hagnaður VÍB fyrstu 6 mánuði ársins aðeins 7,3 milljónir króna, nokkru lægri en reiknað var með, einkum vegna þess að tekjur voru lægri en búist var við. Horfur fyrir árið í heild eru þó góðar og er ekki gert ráð fyrir öðru en að tekjur og arðsemi verði samkvæmt markmiöum félagsins. íslandsbanki F&M hefur áunnið sér trausta stöðu í þjónustu við stærri viöskiptamenn bankans og er leiðandi í íjármálalausnum og markaðsviðskiptum. Gjaldeyrisvið- skipti jukust um 80% miðað við fyrstu sex mánuði síðasta árs, hluta- bréfaviöskipti jukust um 285% en skuldabréfaviðskiptin drógust sam- an vegna stöðnunar á markaði. Á liðnum mánuðum hefur mikið áunnist við umbreytingu fyrirtækja sem felst í því að aðstoöa fyrirtæki við að mæta breyttum aðstæðum með samruna, yflrtökum, kaupum eða sölu fyrirtækja, eignasölu, einkavæðingu og skráningu fyrir- tækja á hlutabréfamarkaði. -bmg Hagnaður Lands- símans rúmur milljarður - farsímaþjónusta ábatasöm Landssími íslands hf. skilaði 1.044 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 4% minni hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið hagnaðist um 1.091 milljón. Hagnaður fyr- ir skatta var 1.603 milljón- ir en reiknað- ir skattar tímabilsins nema 520 milljónum króna. Að teknu tilliti til skatta og áhrifa dóttur- félaga reynd- ist hagnaður tímabilsins vera 1.044 milljónir króna. Velta var 6.048 milljónir og jókst um 11% frá árinu á undan en þá voru rekstrartekjur 5.446 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Aðrar tekjur má m.a rekja til mjög góðs ár- angurs farsímaþjónustu. Þórarinn V. Þórar- insson, forstjóri Landssímans. Farsímaþjónusta ábatasöm Hagnaður farsímaþjónustunnar á fyrri hluta ársins nemur 417 millj- ónum króna eftir skatta. Rekstrargjöld hækka um 16,3%, úr 2.789 milljónum í 3.244 milljónir króna. Þar kemur m.a. til veruleg fjölgun starfsmanna í sölu- og þjón- ustudeildum enda hefur Landssím- inn lagt stóraukna áherslu á bætta þjónustu við viðskiptavini sína. Út- gjöld vegna nýrra upplýsingakerfa vega jafnframt þungt en hagræðing sem þau munu skila er enn ekki komin fram í rekstrinum. Eigið fé Landssímans hækkaði úr 12.787 milljónum króna í lok síðasta árs í 14.168 milljónir króna í lok fyrri árshelmings. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: S6.S mo G522 Fyrlrtæki Tekjur Hagnaður af reglulegri starfseml f. skatta Hagnaður TeKjur Hagnaöur af reglulegrl starfseml f. skatta Hagnaður Búnaðarbankl íslands 3.136 805 590 2.257 309 242 FBA 1.576 974 734 718 357 349 íslandsbankl 3.321 751 693 3.075 641 596 Landsbankl islands 4.278 738 722 3.627 492 489 Bankarnir bæta sig milli ára Frá því að haflð var að einka- væða banka á íslandi hefur afkoma þeirra batnað griðarlega. í upphafi þessa áratugar voru stærstu bank- arnir, Landsbankinn, Búnaðar- bankinn og íslandsbanki, í krögg- um. Sérstaklega stóð Landsbankinn illa enda var tap bankans árið 1992 um tveir og hálfur milljarður. Frá þeim tíma hefur margt breyst. Rík- isbankarnir tveir hafa verið hluta- félagavæddir, hluti þeirra seldm' og þeir skráðir á markað. Á árunum frá 1992 hefur afkoman batnað jafnt og þétt og í fyrra var hagnaður bankanna þriggja um þrír milljarð- ar. Það er jafnmikið og tap bank- anna árið 1992. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins er hér ekki tekinn inn í myndina en ljóst er að tilkoma hans hefur haft mikil áhrif á ís- lenskan fjármálamarkað. Mark- aðsvirði þessara fjögurra banka, miðað við núverandi gengi, er um 72 milljarðar króna. Hins vegar sveiflast gengið reglulega og til skamms tíma var FBA stærstur. Það sem vekur athygli í saman- burði á milliuppgjörum er hversu greinilegm- afkomubati bankanna er. Afkoman nú er jafnfram betri en markaðurinn átti von á. Það er einna helst íslandsbanki sem skilar afkomu í takt við væntingar. -bmg Sex mánaða uppgjör Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélaga: Verulegur afkomubati DV, Akureyri: Rekstur Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélags þess skilaði 48,3 milljóna króna hagnaði fyrstu 6 mánuði ársins en á sama tíma á síðasta ári var 142 milljóna króna tap á honum. Um verulegan af- komubata er því að ræða, bæði hjá móðurfélaginu og samstæðunni, í kjölfar víðtækrar endurskipulagn- ingar á síðasta ári. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins námu 5.567 milljónum króna samanborið við 4.795 milljónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöldin eru 764 milljónum króna hærri eða 5.647 milljónir miðað við 4.883 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Fjár- magnsgjöld umfram fjármunatekj- ur eru nú 165,3 milljónir miðað við 85,6 milljónir á síðasta ári. Tap samstæðunnar af reglulegri starf- semi fer því úr 173,8 milljónum króna í 245,3 milljónir á síðasta ári. Hins vegar nema óreglulegar tekjur umfram gjöld 305,6 milljón- um króna sem er tæplega 300 millj- óna króna hækkun á milli ára. Þróun í afkomu móðurfélagsins er svipuð, án afkomu dótturfélaga og hlutdeildar minnihluta var tap upp á 12,8 milljónir sem er 42,8 milljóna króna bati á milli ára. Endurskipu- lagning skil- ar árangri Eiríkur Jó- hannsson kaup- félagsstjóri seg- ir þetta milli- uppgjör bera yf- irbragð þeirra aðgerða sem gripið var til varðandi endur- skipulagningu á starfsemi KEA og segir endur- skipulagninguna muni áfram hafa í för með sér tímabundinn kostn- að. Þannig hafi þurft að gjaldfæra verulegan kostnað vegna sölu á byggingavörudeild, apótekum og raflagnadeild auk þess sem félagið missi tekjur af starfsemi þessara deilda. Þessir rekstrarþættir séu nú innan hluta- félaga sem KEA á verulegan hluta í. „Við erum að missa framlegð úr móðurfélag- inu vegna þess- ara aðgerða en höfum einnig selt talsvert af eignum, s.s. hlutabréf móð- urfélagsins í Snæfelli og upp- sjávarpakka Snæfells í sam- stæðunni. Bati vegna þessara aðgerða mun skila sér til fé- lagsins á næstu misserum. í ein- stökum grein- um móðurfélagsins erum við að ná rekstrarárangri. Batinn er e.t.v. hægari en sumir hefðu kosið en þó tel ég greinilegt að við erum á réttri leið. í því sambandi má benda á umskiptin hjá Snæfelli. En er ekki sagt að sígandi lukka sé best?“ segir Eiríkur. -gk Eiríkur Jóhannsson, kaupfélags- stjóri KEA: „Er ekki sagt að sígandi lukka sé best?“ Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður í júlí Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd var óhagstæður um 2,1 milljarð króna í júlí en var óhagstæður um 1,7 milljarða í júlí í fyrra. Á fyrstu sjö mánuð- um þessa árs var 12,8 milljarða króna haili á vöruskiptum við útlönd, samanborið við 17,1 milljarðs halla í fyrra. Tap Hraðfrystistöðvar Þórshafnar 12,8 milljónir Tap varð af rekstri Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf. fyrstu sex mánuði ársins 1999 og nam það 12,8 miljónum króna. Tap af reglulegri starfssemi var 34,3 miljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjánnagnsliöi var 116,7 miljónir eða 17,5 % af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 43,5 miljónum króna. Um er að ræða lakari af- komu ennrið á undan. Lágt mjölverð ástæðan í frétt frá Hraðfrystistöð Þórs- hafhar segir að slök afkoma fyrri hluta ársins skýrist eink- um af mikilli verðlækkun á mjöli og lýsi og einnig var lítilli loðnufrysting á vetrarvertíð en félagið hefur á undanfómum árum ijárfest talsvert í búnaði til loðnu- og síldarfrystingar. Þetta lága mjölverð hefur haft mikil áhrif á mjög mörg sjávar- útvegsfyrirtæki hér á landi sem byggja afkomuna á þessum af- urðum. Svipuð afkoma Sparisjóðs vélstjóra Hagnaður Sparisjóðs vél- stjóra nam 57,19 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, samanboriö við 52,36 milljóna hagnaði á sama tíma í fýrra. Sparisjóðurinn á 9,61% hlut í Kaupþingi og 14% hlut í Scand- inavian Holding. Tap af Náttúrufræðihúsi 22 miiljóna króna tap varð af rekstri Armannsfells hf. á fyrstu sex mánuðum ársins. Má það að öllu leyti rekja til fyrirsjánlegs taps á framkvæmd félagsins við byggingu Náttúrufræðihúss Há- skóla íslands. Áhrif þeirrar verk- • framkvæmdar á afkomu sam- stæðu íslenskra aðalverktaka er neikvæð um 40 milljónir kr. Einnig er velta Armannsfells hf. á fyrstu sex mánuðum ársins ein- ungis þriðjungur af áætlaðri árs- veltu félagsins. íslenskir aðal- verktakar hf. eiga nánast ailt hlutafé í Ármannsfelli og Álflár- ósi og hefur stjóm félagsins ákveðið að félögin verði rekin saman frá og með deginum i dag. íshaf með 65 milljóna tap Heildartap hlutabréfasjóðsins íshafs hf. var 64,6 milljónir króna, samanborið við 151,5 milljóna króna tap á sama tíma- bili í fyrra. Á aöalfundi félags- ins í gær var lagt til að félaginu yrði slitið fyrir 31. desember árið 2000. Atvinnuleysi í Frakklandi minnkar Heildarfjöldi atvinnulausra í Frakklandi minnkaði um 1,9% í júlí. Nú ganga um 2,77 milljónir Frakka atvinnulausar. Hins vegar er atvinnuleysi enn mikið eða um 11,2%. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.