Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Kvikmyndir DV Beloved Asokn ur myrkri Haut les Coeurs Hin hárfína lína fortíð , i i j Árið 1987 var gefln út mögnuð bók eftir banda- rísku skáldkonuna Toni Morrison sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1993. Úlfur Hjörvar gaf þessari miklu sögu nafnið Ástkær í þýðingu sinni. Og þótt það sé ærið mál að þýða slíkt verk frá einni tungu til annarrar vandast nú málið töluvert þegar flytja skal það á milli ólíkra miðla. Það var því ekki að ástæðulausu að ég óttaðist að illa gæti farið fyrir Beloved. Ekki síst eftir að það spurðist út að Oprah Winfrey færi með aðalhlutverkið. (Mér þótti það sambærilegt við að Jerry Springer léki Jesúm Krist í dramatískri mynd um frelsarann.) Rétt er að nefna það strax að ekkert er út á frammistöðu hennar að setja þótt eflaust spilli hún fyrir innlifun sumra áhorfenda af þeirri einfóldu ástæðu að hún er Oprah. Þessi mikla örlagasaga, sem gerist um miðja 19. öldina, er uppgjör við þrælahald og kúgun blökkumanna í Bandaríkjunum. Mæðgurnar Sethe (Oprah Winfrey) og Denver (Kimberly Elise) búa út af fyrir sig í ásóttu húsi sökum harmleiks úr fortíðinni. Þá kem- ur til sögunnar gamall vinur Sethe, Paul D (Danny Glover), sem vekur upp sárar minn- ingar frá lífi þeirra í ánauð. Þótt heimsókn hans hafi verið óvænt var hún hversdagsleg i samanburði við komu Beloved (Thandie Newton) sem er sérkennileg stúlka á tánings- aldri líkt og Denver. Óræð tengsl hennar við fjölskyldumeölimi og reimleika hússins eru að mörgu leyti drifkraftur myndarinnar. Meö þessari mynd sýnir Jonathan Demme enn einu sinni hversu fær leikstjóri hann er. Þótt atburðarásin fari vítt og breitt bæði í tíma og rúmi missir hann hana aldrei frá kjama sögunnar þótt lyktir hennar hefðu mögulega mátt ganga hraðar fyrir sig. Spennu, óhugnað og dramatík blandar Demme enn fremur saman á kraftmikinn máta. Þá er mynd- in einkar vel leikin og ber sér- staklega að nefna frammistöðu stúlknanna Thandie Newton og Kimberly Elise. Beloved er áhrifamikil mynd og það veldur mér nokkurri furðu að akademían hefir hunsað þessa mynd. Kæri lesandi, ég vona að þú gerir ekki sömu mistök hafir þú á annað borð gaman af epísk- um örlagasögum. Leikstjóri: Jonathan Demme. Kvikmynda- taka: Tak Fujimoto. Tónlist: Rachel Portman. Aðalhlutverk: Oprah Winfrey, Danny Glover, Thandie IMewton og Kimberly Elise. Banda- rísk, 1998. Björn Æ. Norðfjörð Fyrsta leikna bíómynd Sólveigar Anspach er af- bragðsgott verk, fiúlt af finlegum blæ- brigðum, nostri við smáatriði og alúð við persónusköpun. Og þrátt fyrir að fjalla um sérlega erfitt efni, krabba- mein ungrar ófrískrar konu, er and- rúmsloft myndarinnar langt frá því að vera þrúgandi heldur frísklegt og á köflum nokkuð gamansamt. Þetta er þeim mun þakklátara þar sem sjúkdómsdramað, sá margþvældi bálkur kvikmynda, hefur svo alltof oft það markmið að kalla fram auð- veld tár. Aðalpersónan Emma er ófrísk að sínu fyrsta barni þegar hún fær að vita að hún er með illkynja krabba- mein í brjósti. Henni er allri lokið þegar henni er tjáð að fóstureyðing sé nauðsynleg en þegar Simon, kærasti hennar, dregur hana til annars lækn- is kemur í ljós að hún getur haldið baminu og tekist á við sjúkdóminn með öðrum aðferðum. Emma verður því að herða upp hugann og berj- ast gegn vágestinum með hjálp Simonar og fjölskyldunnar. Emma er sérlega næmlega túlkuð af upprennandi franskri leikkonu, Karin Viard, sem nær að feta hina hárfinu línu milli baráttuvilja og píslarvættis. Laurent Lucas, í hlutverki kærastans, Simonar, er engu síðri, heldur ró sinni að mestu leyti og gleymir ekki húmorn- um þrátt fyrir örvæntinguna sem svífur yfir. Aðrir leikarar gera sömuleiðis fina hluti, þetta eru allt skýrar og lifandi persónur sem við finnum sterkt fyrir. Nálgun Sólveigar er að mestu með aðferð- um hinnar hlutlægu frásagnar sem fylgist Kvikmynda GAGNBÝNi með og lætur áhorfandanum eftir að upplifa. Sólveig á að baki nokkrar heimildarmyndir, þar á meðal eina sem sýnd er á hátíðinni (Upp með hendur). Þessi mynd er eðlileg þróun af slíkum verkum en um leið sækir hún í raun- sæishefðina sem á sér djúpar rætur í franskri og raunar evrópskri kvikmyndasögu. íslensk- ir kvikmyndagerðarmenn eru sérstaklega hvattir til að sjá þessa mynd, af henni má ör- ugglega læra trix eða tvö. Leikstjóri: Sólveig Anspach. Handrit: Sólveig Anspach og Pierre-Ewan Guillaume. Aðal- hlutverk: Karin Viard, Laurent Lucas, Julien Cottereau. Ásgrímur Sverrisson Dagskrá miðvikudaginn 1. sept. D p rt M » A ft I IlvJ SáMM SINIORRABRAUT 16:00 Happiness 16:30 A Clockwork Orange Arizona Dream 17:00 Sex-Annabel Chung 17:00 Half a Change Full Metal Jacket 18:30 Happiness 19:00 A Clockwork Orange 19:00 Three Seasons Sex-Annabel Chung Trick Slam 21:00 Happiness 21:00 Sex-Annabel Chung Children of Heaven Slam 23:00 Last Days 21:30 Barry Lyndon 23:30 Happiness 23:00 Sex-Annabel Chung The Shining HÁSKÓLABÍÓ 16:50 Tea with Hussolini 17:00 Lucky People Center 19:00 Tango Black Cat White Cat Gadjo Dilo 21:15 Black Cat White Cat 21:00 Run Lola Run 23:00 Limbo Liítle Tony er klúbbur hálíðarinnar veliíða hátíðarlnnar vísir.is FLUGŒlOm jfSt LlldkL Bílaleiga FLUGFÉIAG ÍSIANDS Air IfrlfiH/l TVGZIMSEN PRIMAVERA RISTORANTE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.