Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Breytinga er þörf Hafi einhver talið sér trú um að hægt sé að reka Ríkisútvarpið með óbreyttu sniði á nýrri öld veður sá hinn sami villu og reyk. Þeir sem enn berja hausn- um við stein og halda því fram að nauðsynlegt sé að ríkið stundi rekstur fjölmiðla eru ekki annað en lún- ir fulltrúar úreltra kennisetninga og oftrúar á ríkis- valdið. „Við mat á stöðu Ríkisútvarpsins við núverandi að- stæður tel ég að enginn geti með nokkrum rökum fagnað óbreyttu rekstrarfyrirkomulagi þess nema keppinautarnir eða málsvarar þeirra. Að sjálfsögðu leggjast þeir gegn öllum hugmyndum um breytingar sem miða að því að styrkja stofmmina,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra í viðtali við DV um liðna helgi en þá var birt ítarleg úttekt á stöðu Ríkis- útvarpsins. Afstaða menntamálaráðherra liggur því skýr fyrir. Auðvitað er það rétt að á meðan Ríkisútvarpið er hálf- lamað vegna úreltra stjórnunarhátta og stjórnskipu- lags er staða keppinautanna skárri en ella. Jafnræði er hins vegar ekki ríkjandi milli einkaaðila og ríkis- ins og verður ekki, a.m.k. ekki á meðan ríkisreknum íjölmiðli leyfist að afla auglýsingatekna samhliða nauðungaráskrift. Greinilegt er að ágreiningur er á milli stjórnarflokk- anna um hvernig málum Ríkisútvarpsins er best borg- ið. Framsóknarmenn segja að ekki komi til greina að breyta stofnuninni í hlutafélag. „Ég óttast að með því að breyta RÚV í hlutafélag verði stigið fyrsta skrefið í átt að einkavæða RÚV,“ segir Hjálmar Árnason, vara- formaður þingflokks framsóknarmanna, en bætir síð- an við: „Við teljum að pólitísk ítök séu of mikil bæði innan og utan stofnunarinnar.“ Undarlegt er af manni sem er mótfallinn því að ákveðið fyrirtæki sé einka- vætt að kvarta yfir því að pólitísk ítök séu of mikil. Slík umkvörtun byggist á sama misskilningi og hrjáði veiðimanninn sem bölsótaðist út í að laxveiðiáin væri of vatnslítil en sumarið of vætusamt. Fátt bendir til þess að róttækar breytingar verði gerðar á rekstri Ríkisútvarpsins á næstu árum. Stofn- unin mun því áfram vera í sama baslinu á sama tíma og keppinautarnir, innlendir og erlendir, munu til- einka sér nýja tækni sem öllu er að bylta í miðlun upplýsinga og afþreyingarefnis. Endaskipti hafa verið höfð á hlutunum þegar sú krafa er gerð til þeirra sem setja spurningarmerki við ríkisrekstur, meðal annars á sviði Qölmiðlunar og banka, að þeir færi fram röksemdir gegn ríkisrekstri. Sú krafa að sett séu fram rök fyrir því af hverju rík- ið á að draga sig út úr ákveðnum rekstri er ekki að- eins ósanngjörn og fráleit heldur byggist hún á þeirri hugsun alræðishyggju sem er löngu gjaldþrota. Þeir sem eru talsmenn ríkisrekstrar verða hins vegar að finna réttlætingu fyrir nauðsyn hans, líkt og sterk rök verða að liggja fyrir ef ákveðið er að skerða frelsi ein- staklinga til orða og athafna. Vel getur verið að hægt hafi verið að réttlæta eign- arhald ríkisins á úölmiðlum fyrr á öldinni en tíminn hefur gert þau rök sem þar voru að baki að engu. Öll- um má vera ljóst að nauðsynlegt er að gera róttækar breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins. Hvort menn verða neyddir til þess eða bera gæfu til að taka af skarið og ráða þannig ferðinni á eftir að koma í ljós. Óli Bjöm Kárason Menn kæra sig yfirleitt kollótta um eignaraðild, þótt dæmi séu þess að eignaraðild geti skipti sköpum í tilviki viðskiptabanka þegar um samkeppnisaðila á markaði er að ræða. Dreifð eignaraðild enginn hefði getið þess að rekstur viðskipta- banka lyti í megindrátt- um sömu lögmálum og rekstur annarra fyrir- tækja á markaði, þ.e. að ávaxta eigið fé sitt og tryggja eigendum sínum sem mestan arð til langs tíma. Að þessu leyti lytu viðskiptabankar sömu lögmálum og önnur fyrirtæki á markaði. Þeir væru því lítt frá- brugðnir fyrirtækjum í verslun, viðskiptum, iðnaði og þjónustu. Viðskiptavinir banka eru því af sama sauða- — „Sé markmið hins opinbera að rýra áhrif „háhyrninganna“ í FBA væri hægur leikur að sameina þann banka t.d. Búnaðarbankan- um því við þá sameiningu myndi hlutur annarra en ríkis minnka um helming í hinum nýja banka og væntanleg áhrif að sama skapi.“ Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur Nú undanfarið hefir verið töluverð umræða um eignar- hald á fjármálastofn- unum, breytingu þess ásamt áfram- haldandi einkavæð- ingu opinberra eða hálfopinberra stofn- ana á því sviði. Sýn- ist sitt hverjum. Þær raddir hafa heyrst að ákveðnir aðilar sem ekki eru vandaðar kveðjum- ar hafi nú með fram- ferði sínu eyðilagt þau áform ríkis- stjómar að eignar- aðild að þeim flár- málastofnum sem ríkið hyggst selja hlut sinn í verði sem dreifðust og að eng- inn einn aðili eða samtök geti átt í þeim ráðandi hlut. Sömu lögmál Sú spurning var eitt sinn lögð fyrir nemendur í hagfræði við virtan erlendan háskóla hvert helsta hlutverk og markmið viðskiptabanka væri. Flest svaranna fjölluðu á fræðileg- an hátt um hlutverk og skyldur banka, svo sem stjórn peninga- mála, að sjá atvinnulífinu fyrir lánsfjármagni og fleira í þeim dúr. Þegar svörum var skilað tjáði læri- meistarinn nemendum sínum að flest svaranna hefðu verið ágæt en húsi og viðskiptavinir annarra fyrirtækja. Þeir sækjast eftir ákveðinni fullnægingu þarfa sinna og láta sig eignaraðild almennt lítt varða. Skiptir eignaraðild máli? Ósennilegt er að væntanlegur viðskiptavinur spyrjist fyrir um eignaraðild að fyrirtæki áður en hann festir kaup á vöra sem hann vanhagar um, hverfl á braut að vörmu spori hugnist hún honum lítt sökum dreifingar eða dreifing- arleysis; samþjöppunar. Frekar eru fyrirtæki sniðgengin ef orðstír eigenda er slæmur eða mannorð flekkað. Að öðru leyti kæra menn sig yf- irleitt kollótta um eignaraðild. Þó eru dæmi þess að eignaraðild geti skipt sköpum í tilviki viðskipta- banka eins og dæmin sanna þegar um samkeppnisaðila á markaði er að ræða, þar sem banki býr yfir upplýsingum um viðskiptavini sína sem eru trúnaðarmál og mega ógjaman komast í hendur keppi- nauta viðkomandi. Nú er staðan sú að hópur er kennir sig við háhyrninga upp á latínu hefur eignast stóran hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins. Er óttast að fari hlutur ríkis á markað muni sá hópur komast i meirihluta í bankanum og hlutur ríkis sem söluvöru rýma veru- lega. Gildi sömu reglur um banka og önnur fyrirtæki ætti sá ótti að vera ástæðulaus ef markmið hluthafa er að ávaxta fé sitt frekar en að kom- ast til áhrifa í stjórn fyrirtækisins. Sé markmið hins opinbera að rýra áhrif „háhyrninganna" i FBA væri hægur leikur að sameina þann banka t.d. Búnaðarbankanum því við þá sameiningu myndi hlutur annarra en ríkis minnka um helm- ing í hinum nýja banka og væntan- leg áhrif að sama skapi. Kristjón Kolbeins Skoðanir annarra Lífræn kjötframleiðsla „Lífræn framleiðsla á landbúnaðarafurðum bygg- ist á ákveðnum forsendum og hugmyndafræði, hún er ekki markaðssetningarbragð. Sé áhugi á því að auka veg íslensks lambakjöts á erlendum mörkuðum með því að bjóða upp á lífrænt vottaðar afurðir væri nær að hvetja þá bændur er vilja taka skrefið til fulls og uppfylla nauðsynleg skilyrði fyrir vottun. Lífrænar afurðir njóta vaxandi vinsælda í flestum iðnríkjum og benda allar spár til að sú þróun muni halda áfram. Neytendur verða sér stöðugt betur meðvitandi um innihald matvæla og með hverju dí- oxín- eða hormónahneyksli vex tortryggni þeirra í garð iðnaðarframleiðslu á matvælum." Úr forystugreinum Mbl. 31. ágúst. Vendipunktur á Austurlandi „Áhugi á orkufrekum iðnaði hér á landi hefur far- ið vaxandi síðustu árin, og sá vendipunktur varð í málinu fyrir tveimur áram, að athyglin beindist að Austurlandi i frekari uppbyggingu á þessu sviði... I þessari umræðu hefur tíðum verið talað niður til Austfirðinga. Það er talað á þeim nótum að þeim eigi að „fá eitthvað annað að gera“. Það eigi að sökkva Eyjabökkum fyrir „þrjá atvinnulausa menn á Reyð- arfirði", og þannig mætti lengi telja ... Flestir fjöl- miðlar hafa lagst á eitt um að túlka málið einhliða og safna viðmælendum sem túlka það þannig. Þeir sem fylgja virkjunum á Austurlandi lita þannig á málið, að hér sé verið að nýta auðlindir fjórðungsins á hagkvæmnisgrundvelli." Jón Kristjánsson í Degi 31. ágúst. Kallað á viðbrögð bænda „Umræða um fæðuöryggi og erfðabreyttar lífverur er hér skammt á veg komin samanborið við það sem gerist víða i kringum okkur. Viðhorf neytenda til þessa mun endurspeglast í kröfum þeirra til inn- lendrar framleiðslu. Örar tækniframfarir kalla einnig á viðbrögð bænda, og er tilkoma vélmenna sem annast mjaltir, nýlegt dæmi á þessu sviði. Þeir sem starfa við landbúnað á næstu öld (bændur eða launamenn) munu ekki sætta sig við annað en góða vinnuaðstöðu. Um leið fækkar þeim höndum sem þörf er á í atvinnuveginum.“ Áskell Þórisson í ritstjórnargrein Bændablaðsins 31. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.