Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 30
42 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Afmæli Sigfinnur Þorleifsson Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahús- prestur viö Sjúkrahús Reykjavíkur, Birkigrund 27, Kópavogi, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Sigfinnur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi í Reykja- vík 1968, lauk embættisprófi í guð- fræði við HÍ 1973, stundaði fram- haldsnám í guðfræði við Edinhorg- arháskóla 1973-74 og stundaði fram- haldsnám og lauk MTH-prófi í sál- gæslu við Guðfræðiháskólann í St. Paul í Minnisota í Bandaríkjunum. Sigfinnur var sóknarprestur í Stóra-Núpsprestakalli 1974r-85 og hefur veriö sjúkrahúsprestur við Borgarspitalann, síðan Sjúkrahús Reykjavíkur, frá 1985. Þá hefur Sig- finnur kennt við guðfræðdeild HÍ frá 1989. Fjölskylda Sigfinnur kvæntist 26.12. 1968 dr. Bjarnheiði Kristínu Guðmundsdótt- ur, f. 1.5. 1948, örverufræðingi við tilraunastöð HÍ að Keldum. Hún er dóttir Guðmundar H. Jónssonar, f. 1.6. 1923, fyrrv. forstjóra BYKO, og Önnu Bjarnadóttur, f. 28.5. 1920, húsmóður. Böm Sigfinns og Bjamheiðar eru Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, f. 23.9. 1969, viðskiptafræðingur, búsett í Kópavogi, gift Böðvari Þórissyni hagfræðingi og eiga þau einn son, Sigfinn; Guðmundur Sigfinnsson, f. 2.9. 1974, kennari, búsettur í Reykjavík, en kona hans er Gunnur Ró- bertsdóttir háskóla- nemi; Stefán Þór, f. 10.4. 1984, grunnskóla- nemi. Hálfsystkini Sig- finns, samfeðra: Ragn- ar Björgvin, f. 1917, d. 1.12.1930; Guðríður Jóhanna, f. 31.7. 1918, búsett í Hafnarfirði; Sigríður, f. 25.7.1921, húsmóðir í Hafnarfirði; Bjöm, f. 28.11. 1922, d. 21.11. 1995, stýrimaður í Hafnarfirði; Jón, f. 8.10. 1927, sjómaður í Reykjavík. Alsystkini Sigfinns: Valborg, f. 31.10. 1938, meinatæknir í Kópvogi; Guðríður, f. 9.9. 1943, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík; Kristófer Þorleifsson, f. 15.7. 1946, sérfræðing- ur í geðlækningum við geðdeild Landspítalans. Foreldrar Kristófers voru Þorleif- ur Jónsson, f. 16.11. 1896, d. 29.9. 1983, lögregluþjónn, málflutnings- maður og bæjarfulltrúi í Hafnar- firði, framkvæmdastjóri á Eskifirði og Stykkishólmi og sveitarstjóri á Eskifirði, og Hrefna Eggertsdóttir, f. 15.6. 1906, d. 18.3. 1965, hús- móðir. Ætt Þorleifur var sonur Jóns, b. í Efra-Skálateigi í Norð- firði, Þorleifssonar, b. i Efra-Skálateigi, Jónssonar, b. á Sómastöðum, Þorleifs- sonar, b. í Ormsstaðahjá- leigu, Stefánssonar. Móðir Jóns á Sómastöðum var Þuríður Jónsdóttir. Móðir Þorleifs í Efra-Skálateigi var Oddný Andrésdóttir, b. á Karlsstöðum í Reyðarfirði, Jóns- sonar og Sólveigar Jónsdóttur. Móð- ir Jóns i Efra-Skálateigi var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. á ísólfsstöðum, Jakobssonar. Móðir Þorsteins var Vigdis Jónsdóttir, systir Þorsteins, fóður Jóns, ættfóður Reykjahlíðar- ættar. Móðir Þorleifs var Guðríður Pálsdóttir, bókbindara, Pálssonar, og Helgu Friðfinnsdóttur, b. á Gunnarsstöðum, Eiríkssonar. Móð- ir Helgu var Ingibjörg Ormsdóttir. Hrefna var dóttir Eggerts, tré- smiðs á Melstað, Böðvarssonar, gestgjafa í Hafnarfirði, bróður Þor- valds, afa Haralds Böðvarssonar, út- gerðarmanns á Akranesi. Böðvar var sonur Böðvars, prófasts á Mel- stað, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Böðvar var sonur Þorvalds, prófasts í Holti, Böðvarssonar, pr. i Holtaþingum, Presta-Högnasonar, pr. á Breiðaból- stað, Sigurðssonar. Móðir Böðvars gestgjafa var El- ísabet, systir Guðrúnar, móður Hallgríms Sveinssonar biskups og ömmu Sveins Bjömssonar forseta. Önnur systir Elísabetar var Ingi- björg, langamma Sigurðar, foður Halldórs Gröndal prests. Elísabet var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturssonar og Elísabetar Bjöms- dóttur, ættfóður Bólstaðarhlíðarætt- ar, Jónssonar. Móðir Eggerts tré- smiðs var Guðrún, systir Amdísar, ömmu Þorvalds Skúlsonar listmál- ara. Guðrún var dóttir Guðmundar, pr. á Melstað, Vigfússonar og Guð- rúnar, systur Jakobs, langafa Vig- dísar Finnbogadóttur. Annar bróðir Guðrúnar var Ásgeir, langafi Lár- usar Jóhannessonar hæstaréttar- dómara og Önnu, móður Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra. Guðrún var dóttir Finnboga, versl- unarstjóra í Reykjavík, Björnssonar og Arndísar Teitsdóttur, ættföður Vefaraættar, Jónssonar. Móðir’ Hrefnu var Guðfinna Jónsdóttir. Sigfinnur og Bjarnheiður biðja vini, vandamenn og starfsfélaga að samfagna með sér í félagsheimili Kópavogs á afmælisdaginn milli kl. 18.00 og 20.00. Sigfinnur Þorleifsson. Steinar Guðbrandsson Steinar Guðbrandsson, bóndi að Tröð í Kolbeinsstaðahreppi, varð sextugur á mánudaginn. Starfsferill Steinar fæddist að Tröð og ólst þar upp. Hann gekk í farskóla í sinni heimasveit og hefur all tíð starfað við landbúnað. Steinar tók við bústjóm í Tröð 1957 er foreldrar hans fluttu að Álftá í Hraunhreppi en hann keypti jörð- ina Tröð 1964 og hefur stundar þar enn búskap. Steinar hefur verið virkur þátttak- andi í félagsstörfum í sinni heima- byggð. Hann var um árabil formaður ungmennafélagsins Eldborgar, lengi formaður Nautgriparæktarfélags Snæfellinga, sat í hreppsnefnd í tólf ár, I sóknarnefnd og sáttanefnd, sat í stjórn Búnaðarfélags Kolbeinsstaða- hrepps í tuttugu og fimm ár, var bað- stjóri og forðagæslumaður. Steinar situr í stjórn Búnaðarsam- bands Snæfellinga og Ræktunarsam- bands Snæfells- og Hnappadalssýslu. Hann situr í stjórn Búnaðarsam- bands Vesturlands, er deildarstjóri Kolbeinsstaðahreppsdeildar Kaupfé- lags Borgfirðinga og er formaður Sauðfj árræktarfélags Kolbeinsstaða- hrepps frá 1958. Fjölskylda Steinar kvæntist 30.8. 1964 Rann- veigu Jónsdóttur, f. 3.3. 1944, bónda. Hún er dóttir Jóns Úlfarssonar, f. 20.8.1912, d. 12.9.1981, bifreiðarstjóra í Borgamesi, og Guðlaugar Sigur- jónsdóttur, f. 12.4. 1918, húsmóður í Borgamesi. Börn Steinars og Rannveigar eru Guðjón, f. 26.9. 1962, kvæntur Hall- veigu Lámsdóttur og eiga þau fimm börn; Kristbjöm Haukur, f. 23.2.1968, kvæntur Aðalbjörgu Þórólfsdóttur og eiga þau tvö böm og tvö fósturbörn; Bjargey, f. 24.5. 1972, gift Guðmundi Símonarsyni og eiga þau tvö börn; Steinunn, f. 15.6. 1977, og á hún eitt barn; Kristrún, f. 3.10. 1979, gift Ómari Kristjánssyni. Systkini Steinars era Ásdís, f. 15.11. 1926, búsett í Keflavík; Kristín, f. 11.4. 1929, saumakona í Keflavík; Sigríður, f. 14.6. 1930, búsett í Keflavík; Auður, f. 1.6. 1932, forstjóri í Hveragerði; Rögnvaldur, f. 7.8. 1933, bóndi í Hrauntúni í Kolbeinsstaðahreppi; Svanhildur, f. 22.11.1934, búsett í Mos- fellsbæ; Guðmundur, f. 24.4. 1936, kennari í Reykjavík; Magnús, f. 26.3. 1938, bóndi að Álftá í Hraunhreppi; Guðbrandur, f. 28.4. 1947, bóndi að Staðarhrauni í Hraunhreppi; Þorkell, f. 23.1. 1952, bóndi að Mel í Hraun- hreppi; Ólöf Anna, f. 30.5. 1956, bóndi að Kálfárlæk í Hraunhreppi. Foreldrar Steinars voru Guð- brandur Magnússon, f. 4.11. 1894, d. 24.10. 1973, bóndi í Tröð og að Álftá, og k.h., Bjargey Guðmundsdóttir, f. 14.11. 1910, d. 29.8. 1990, húsfreyja í Tröð og að Álftá. Fréttir Fyrirtækin sterkari saman - segir stjórnarformaöur Krossaness hf. á Akureyri DV, Aknreyri: „Helsti ávinningur þessarar samein- ingar, ef af verður, er sá, að mínu mati, að öll munu þessi fyrirtæki verða sterk- ari saman en hvert í sínu lagi,“ segir Þórarinn Kristjánsson, stjómarformað- ur fiskimjölsverksmiðjunnar Krossa- ness hf. á Akureyri. Þórarinn segir að ávinningim Krossaness af sameining- unni tengist ekki hvað síst því að til verði mjög stór eining og hann bendir á að ísfélagið og Vinnslustöðin hafi að- gang að mjög stórum kvóta í uppsjávar- fiski. „Nái menn saman er þessi sameining mjög góður kostur. Það má hins vegar alveg koma fram að Krossanes stendur verulega vel þannig að í sjálfu sér er sameiningin ekkert kappsmál fyrir okkur nema ef til lengri tíma er litið. Það er trúlegt að sameiningin þýði meiri vinnslu á loðnu í Krossanesi en hagkvæmni í þeirri vinnslu á hverjum tima mun auðvitað ráða því. Mín per- sónulega skoðun er að fyrirtækin standi betur saman en hvert í sínu lagi og sennilega er ávinningur hinna fyrir- tækjanna þriggja meiri í því sambandi en okkar Krossanesmanna," segir Þór- arinn. -gk Krossanesverksmiðjan á Akureyri. DV-mynd gk Til hamingju með afmælið 1. september 90 ára Kristjana Guðmundsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. Steinunn Ágústsdóttir, Bjarkarlundi, Skagafirði. 75 ára Anton Líndal Friðriksson, Vesturgötu 7, Reykjavík. Karl Guðmundsson, Bakkaflöt 7, Garðabæ. Ólafur Þ. Sigurðsson, Álfheimum 3, Reykjavík. Sigfús Jóhannesson, Tjamargötu 36, Keflavík. 70 ára Alma Stefánsdóttir, Víkurgili 8, Akureyri. Bragi Melax, Hamraborg 38, Kópavogi. Eva Pálmadóttir, Greniteigi 10, Keflavík. Gissur Þorvaldsson, Kópalind 2, Kópavogi. Gunnlaugur Bjömsson, Hrauntungu 9, Kópavogi. Hinrik Ólafsson, Baugsstöðum II, Árborg. Ingibjörg Halldórsdóttir, Hólmgarði 41, Reykjavík. Ragnar Stefán Halldórsson, Laugarásvegi 12, Reykjavík. 60 ára Dagbjört Jóna Guðnadóttir, Sævangi 53, Hafnarfirði. Guðmundur Þorsteinsson, Digranesvegi 16, Kópavogi. Hrönn Jóhannsdóttir, Lækjasmára 4, Kópavogi. Ragnheiður Dórothea Árnadóttir, Birkigrund 63, Kópavogi. Slavko Helgi Bambir, Bræðraborgarstíg 13, Reykjavík. Sverrir Sigfússon, Haðalandi 22, Reykjavík. 50 ára Guðný Irene Aðalsteinsdóttir, Tjamarmýri 8, Seltjarnamesi. Gústaf Kristinsson, Hrauntungu 67, Kópavogi. Inga Lára Þórhallsdóttir, Hrannargötu 4, ísafirði. Karl Erlendsson, Kringlumýri 11, Akureyri. Kristín Björnsdóttir, Túngötu 20, ísafirði. Ruth Árnadóttir, Vesturvangi 13, Hafnarfirði. Þorsteinn Einarsson, Esjugrund 5, Reykjavík. 40 ára Ámi Egilsson, Austurgötu 11, Sauðárkróki. Halla María Óskarsdóttir, Þúfubarði 15, Hafnarfirði. Helgi Friðjónsson, Espigerði 2, Reykjavík. Hulda Unnur Halldórsdóttir, Stóra-Seylu, Skagafirði. Kristín Halldórsdóttir, Gautavík 29, Reykjavík. Steinn Logi Björnsson, Háholti 3, Garðabæ. |umferðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.