Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Fréttir 7 Yfirlýsing um sameiningu Qögurra sjávarútvegsfyrirtækja: Almenn ánægja í Eyjum Sigurður Einarsson, forstjóri ísfélags Vestmannaeyja, tilkynnti starfsfólki sinu um sameiningaryfirlýsinguna á fundi í gærmorgun. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson tilkynnti starfsfólki Vinnslustöðvarinnar það sama í gær- morgun. DV-myndir Ómar Almenn ánægja er í Vestmanna- eyjum með viijayfirlýsingu um sameiningu fjögurra sjávarútvegs- fyrirtækja í eitt, þ.e. ísfélags Vest- mannaeyja hf., Vinnslustöðvarinn- ar hf. í Vestmannaeyjum, Krossa- ness hf. á Akureyri og Óslands ehf. á Höfn í Homafirði.. Ef af verður mun fyrirtækið verða eitt stærsta sinnar tegnundar á landinu og ráða yflr aflaheimildum upp á tæplega 20 þúsund þorsk- ígildistonn. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. „Þetta er að vísu bara viljayfirlýs- ing og má búast við að hún hafi verið gefln út til að fyrirbyggja að vitneskja um viðræðurnar læki út. Aftur á móti verður þetta að teljast miklu betri kostur en að Vinnslu- stöðin færi að sameinast Granda eða Samherja eða einhverjum slík- um því að nú helst starfsemin í byggðarlaginu. Þetta eru auðvitað miklir hagsmunir fyrir félags- menn okkar því upp undir 2/3 þeirra starfa við þessi fyrirtæki." Ánægja „Forstjórinn tilkynnti starfs- mönnum þetta á fundi í gærmorg- un og tók starfsfólkið vel í fréttirn- ar og klappaði fyrir honum eftir ræðu hans. Nú er að verða til öfl- ugt flskvinnslufyrirtæki hér í Eyj- um og er vinnsla tryggð á staðnum til frambúðar," segir Jón Ólafur Svansson, framleiðslustjóri hjá Is- félagi Vestmannaeyja. „Þetta það besta sem gat komið fyrir báða aðila,“ segir Jakob Möll- er, móttökustjóri hjá Vinnslustöð- inni. „Þó að ekki séu allir sáttir þá tel ég þetta vera besta kostinn. Meðan fiskvinnslan helst í bæjar- félaginu er ég sáttur." „Það eru 50-60% okkar félags- manna sem starfa í þessum tveim fyrirtækjum," segir Guðný Ósk- arsdóttir, varaformaður Verka- kvennafélagsins Snótar í Eyjum. „Ég var á fundinum í ísfélaginu í gærmorgun og hljóðið í konunum þar var almennt gott. Það er mjög jákvætt að við höldum kvótanum hér í bænum.“ Ekkert ákveðið Geir Magnússon, forstjóri Oliu- félagsins, sem á stóran hlut i Vinnslustöðinni, ítrekar að ein- ungis sé um viljayfirlýsingu að ræða. „Það hefur ekkert verið ákveðið enn þá,“ segir Geir. „Það var skipaður vinnuhópur snemma í ágúst til að skoða alla kosti sem væru í stöðunni. Þar sem þetta er það eina sem sett hefur verið nið- ur á blað bar okkur að tilkynna það. Það er svo stjórnar og hlut- hafa að ákveða hver endanlega niðurstaðan verður." -hdm Barnapeysur 990 Flísgallar á börn 2490 Barnaúlpur frá 1490 Dömupeysur frá 990 Herraskyrtur frá 690 Flíspeysur frá 1990 Opið mánudaga- fimmtudaga 10-18 föstudaga 10-19 iaugardaga 10-18 sunnudaga 12-17 Unnið var hörðum höndum að uppsetningu íslensku sjávarútvegssýningarinnar f Smáranum í gær. DV-mynd Teitur íslenska sjávarútvegssýningin: Risasýning í Smáranum S.S. GUNNARSSON HF. VELSMIÐJA Rennismíöi - Vélsmíöi Dráttarkúlur - Varaiilutir í fiskvinnsluvélar • Tánnhjól - Ásar - Fóðringar Nipplar -Valsar - Slífar Eigum á lager ryðfrítt vökvafittings. Framleiðum eftir pöntunum. Fljót og góð afgreiðsla. S.S.G E □ SSIE3 Trönuhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 555 3343. Fax 565 3571. GSM 898 7449 EVRÓPA ,TÁKN UM TRAUST ' Faxafeni 8 - sími 581 1560 Nissan Primera SLX,2000 cc, '97 íslenska sjávarútvegssýningin hefst í Smáranum í Kópavogi í dag og stendur fram á laugardag. Þetta er í sjötta skipti sem sýningin er haldin og er sögð stærsta sýning íslandssögunnar og því stærri en nokkru sinni fyrr, eða 45% meiri að umfangi en síðasta sjávarút- vegssýning í Laugardalshöll fyrir þremur árum. Alls munu 850 fyrir- tæki frá 35 löndum kynna vörur sínar og þjónustu á 13 þúsunda fermetra innisvæði auk útisvæða. Gert er ráð fyrir a.m.k. 17 þúsund gestum. Segja aðstandendur sýn- ingarinnar að allt hótel- og gisti- rými á höfuðborgarsvæðinu sé nú á þrotum en reiknað er með á ann- að þúsund útlendum gestum. Að því er fram kom á blaða- mannafundi hjá sýningarhaldar- anum, Nexus Media Ltd., hefur mun meira verið pantað af teng- ingum fyrir vatn og rafmagn en áður. Fyrirtækin leggja aukna áherslu á að sýna búnað sinn verki í stað þess að sýna jafnvel aðeins af honum myndir. Meðal þess sem bera mun fyrir augu verður 60 tonna togbátur með öll- um búnaði en flytja átti hann á sýningarsvæðið í gærkvöld. Fram kom í máli skipuleggjenda sýningarinnar að Kópavogsbær heföi lagt mun meira af mörkum til að búa sýningunni góðan ramma en við hafði verið búist. Töldu þeir ljóst að bæjarfélagið hygðist leggja mikla áherslu á að skapa sýningum af þessu tagi að- stöðu við hæfi i framtíðinni. -gar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.