Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 9 Utlönd Hundruð manna lögðu í gær blóm við hlið Kensingtonhallar í London en þá voru tvö ár liðin frá því að Díana prinsessa og Dodi, ástmaður hennar, létust í bílslysi f París. Símamynd Reuter Fjármálahneykslið í Moskvu vindur upp á sig: Tugir banka með í peningaþvætti Tugir beuika um allan heim voru notaðir til að millifæra fé um reikn- inga í bandaríska bankanum Bank of New York sem virðast hafa verið notaðir til að þvo illa fengið fé skipulagðra glæpasamtaka í Rúss- landi og annarra. Þetta kemur fram í bandaríska dagblaðinu Wash- ington Post í morgun. Blaðið hefur eftir ónafngreindum embættismönnum sem þekkja til rannsóknar málsins að fjármála- stofnanir, ekki bara i Rússlandi, heldur einnig löndum á borð við England, Kína og Ástralíu, hafi með rafrænum hætti sent eða tekið við milljörðum dollara í gegnum við- skiptareikninga Benex Internation- al og níu eða fleiri fyrirtækja sem tengjast manninum sem stjórnar Benex, Peter Berlin. Eiginkona hans var einn af yfirmönnum New York bankans þar til hún var rekin í síðustu viku. Vegna þessa kann svo að fara að fjöldi banka um heim allan dragist inn í rannsóknina á því hvort bank- inn í New York hafi verið notaður í ráðabruggi um að fela sem svarar sjö hundruð milljörðum íslenskra króna, eða meira, á undanförnum Dóttir Bórísar Jeltsíns Rússlands- forseta hefur verið orðuð við grun- samlegar millifærslur á milljörðum dollara um banka í New York. tveimur árum, að því er embættis- mennirnir sögðu í viðtali við Wash- ington Post. Að sögn blaðsins hafa einnig vaknað spurningar um hvort ailir peningarnir sem fóru um reikninga þessa hafi upphaflega komið frá Rússlandi. „Auðvitað kom mikill hluti þeirra frá Rússlandi en alls ekki all- ir,“ sagði einn embættismannanna í samtali við Washington Post. Forráðamenn bankans í New York hafa verið sakaðir um að brjóta af sér og enginn hefur verið ákærður. Forráðamennirnir hafa sagst aðstoða yfirvöld við rannsókn málsins. Rannsóknaraðilanna bíður nú mikið verk að kanna hvaðan pen- ingamir koma og sanna að banka- reikningarnir hafi verið notaðir í ólöglegum tilgangi, að sögn Wash- ington Post. Blaðið segir að ekki hafi enn ver- ið kveðið upp úr um hvort milli- færslurnar séu brot á bandarískum lögum um peningaþvætti. Einn þeirra rússnesku kaupsýslu- manna sem hafa verið orðaðir við mál þetta er Semjon Mógílevítsj. Hann segist í blaðaviðtölum hins vegar aðeins vera venjulegur kaup- sýslumaður. Sendlar óskast á afgreiðslu blaðsins á aldrinum 13-15 ára. Vinnutími kl. 13-18. Mjög hentugur vinnutími með skólanum. Upplýsingar í síma 550 5000. Alliance Francaise Frönskunámskeið verða haldin 13. september -11. desember. Innritun alla virka daga til 10. september kl. 15-19 í Austurstræti 3, sími 552 3870. Netfang: WWW.ismynd.is/vefur/af ATH: ferðamálafranska, viðskiptafranska. Suzuki Baleno GLX, skr. 6/‘96, ek. 56 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 990 þús. Suzuki BalenoWG, skr. 1/'98, ek. 35 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1320 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 12/‘98, ek. 38 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 810 þús. Suzuki Swift GLX, skr. 6/'98, ek. 22 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 870 þús. Suzuki Vitara SE, skr. 8/'98, ek. 17 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1750 þús. BMW 318IA, skr. 7/'96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1990 þús. Daihatsu Ferosa EL, skr. 7/'94, ek. 70 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 820 þús. Ford Escort CLX, skr. 11/'95, ek. 43 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 5/'96, ek. 43 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 890 þús. Hyundai Accent GSI, skr. 7/'97, ek. 24 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 790 þús. Hyundai Elantra, skr. 11/'93, ek. 99 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 690 þús. MMC Colt GLXI, skr. 3/'93, ek. 95 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 730 þús. MMC Lancer GLX, skr. 10/'96, ek. 66 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1150 þús. MMC Lancer GLX, skr. '91, ek. 110 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 490 þús. Nissan Sunny WG, skr. 8/'91, ek. 103 þús. km, bsk. Verð 690 þús. Opel Corsa, skr. 10/'97, ek. 36 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 880 þús. Subaru Legacy WG, skr. 8/'92, ek. 124 þús. km, bsk. Verð 940 þús. Toyota Corolla XL, skr. 6/'95, ek. 85 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 850 þús. Einnig nokkrir bílar á gjafverði. Kynntu þér málið!_____________ m SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Friðarsamkomulag: Beðið eftir Arafat ísraelskir og palestínskir samn- ingamenn sátu í allt gærkvöld á fundi án þess að ná samkomulagi um framkvæmd Wye-samningsins um afsal lands í skiptum fyrir ör- yggi. Þó er enn vonast til að sam- komulag náist í dag eða kvöld svo að Madeleine Albright, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, geti verið viðstödd undirritun þess í Alex- andríu í Egyptalandi á morgun. Al- bright er nú á ferð um Miðaustur- lönd. Helsta ágreiningsatriðið er enn hversu marga pólitíska fanga ísrael- ar eigi að láta lausa. ísraelar segjast ekki geta gefið fleirum en 350 frelsi. Palestinumenn kröfðust i fyrstu lausnar 650 fanga. Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti hefur lagt samningamönnum lið. Hann ræddi við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu, í yfir tvær klukkustundir í Alexandríu í gær. Arafat flaug síðan til Hollands en er væntanlegur heim í kvöld. Nokkrir starfsmanna PLO, Frelsissamtaka Palestínu, telja að beðið verði með samþykkt samkomulags þar til Ara- fat verður kominn heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.