Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 21
MIÐVKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Sport 33^ Úrslit í sveitakeppni unglinga golfi 16-18 ára ára piitar, A-riöill: 1. Golfklúbburinn Leynir 2. Golfkl. Kópavogs og Garðabæjar 3. Golfklúbbur Akureyrar 4. Golfklúbburinn Keilir, A-sveit 5. Golfklúbbur Sauðárkróks 6. Golfklúbbur Reykjavíkur B-riðill 1. Golfklúbburinn Keilir, B-sveit 2. Golfklúbbur Selfoss 3. Golfklúbburinn Kjölur 4. Golfklúbbur Suðurnesja Riöill stúlkna: 1. Golfklúbburinn Kjölur 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbbur Suðurnesja 15 ára og yngri, A-riðill: 1. Golfklúbbur Vestmannaeyja 2. Golfklúbbur Suðurnesja 3. Golfklúbbur Reykjavíkur, A-sveit 4. Golfklúbburinn Keilir, A-sveit 5. Golfkl. Kóp. og Garðab., A-sveit 6. Golfklúbburinn Kjölur B-riðill: 1. Golfklúbbur Húsavíkur 2. Golfklúbbur Setbergs 3. Golfklúbburinn Leynir 4. Golfklúbbur Reykjavikur, B-sveit 5. Golfklúbburinn Keilir, B-sveit C-riðm 1. Golfklúbbur Akureyrar 2. Golfklúbbur Sauðárkróks, A-sveit 3. Golfkl. Vestmannaeyja, B-sveit 4. Golfklúbbur Selfoss, A-sveit D-riðUl 1. Golfkl. Kóp. og Garðab., B-sveit 2. Golfklúbbur Selfoss, B-sveit 3. Golfklúbbur Grindavíkur 4. Goifklúbbur Sauðárkróks, B-sveit Stutta spiliö var gott Þær Helga Rut Svanbergsdótt- ir og Snæfríður Magnúsdóttir úr GolfMúbbnum Kili voru að sjálf- sögðu ánægðar með sigurinn í sveitakeppninni. „Þetta voru fá lið en ég vann alla vega ekki létt. Fyrri holurnar á þessum vefli eru frekar erfiðar en síðari frek- ar léttar fyrir utan skurðina. í dag spilaði ég alveg ágæt- lega en í gær frekar illa. Stutta spilið var aðeins skárra," sagði Helga Rut á sunnu- daginn að lokinni keppni. Hún sagði enn- fremur að keppinautar þeirra væru með mjög ung lið og ættu því framtíðina fyrir sér. „Við erum búnar að vera þjálfara- lausar alla vega síðari hluta sumars. Ég ætla bara að halda áfram í golfi, það verður eiginlega bara að koma í ljós hvað ég geri,“ bætti Helga Rut við. „Ég hvíldi í gær og þetta var ágætt í dag en mér fannst völlur- inn ekki neitt svakalega góður. Ég púttaði alveg ágætlega. Við svona hjálpuðumst að. Við erum saman alla daga, erum bestu vin- konur.Við þekkjum náttúrlega hvor aðra svo vel og styðjum hvor aðra. Þetta er síðasta árið mitt í unglingaflokki svo fram- tíðin kemur bara í ljós,“ sagði Snæfríður. „Við viljum bara þakka Stein- unni, liðsstjóranum okkar. Hún er búin að gera allt fyrir okkur, er alveg frábær," sögðu stúlk- urnar báðar, greinilega alveg sammála. Kjölur vann í 16-18 ára stúlknaflokki. Frá vinstri: Eva Ómarsdóttir, Snæfríður Magnúsdóttir, Katrín Dögg Hilmarsdóttir, Helga Rut Svanbergsdóttir, Nína Björk Geirsdóttir og Steinunn Björk Eggertsdóttir liðssjórj -• - .'-WÍ* ,í Sveitakeppni unglinga í golfi haldin um síðustu helgi: Meiri breidd fleiri klúbbar með öflugt unglingastarf Sveitakeppni unglinga í golfi fór fram um helgina. 15 ára og yngri golf- arar kepptu á velli Leynis á Akranesi en 16-18 ára á velli i GKG i Kópa- vogi. Breiddin er að aukast hjá unga fólk- inu þar sem fleiri klúbbar leggja áherslu á gott unglinga- starf. Það starf er strax farið að skila sér í góðum golfurum á unga aldri. Hjá yngri hópnum tóku 19 lið þátt í keppninni og leikinn var 18 holu höggleikur á fyrsta keppnisdegi. Eft- ir höggleikinn var raðað í riðla eft- ir árangri sveita. Þar sem sveitir urðu jafnar að stigum réð innbyrðis viðureign þeirra hvor varð ofar. Ungu golfararnir léku gott golf og athygli vakti hversu jákvæðir og kurteisir þeir voru hver við annan. Ljóst er að þarna eru efnilegir golfarar á ferðinni og vonandi stór- stjörnur framtíðar. GV í sérflokki Veðrið lék svo sannarlega ekki við keppendur. Nokkur rigning og rok truflaði golfarana á tímabili en þeir létu það ekki trufla sig heldur sýndu góða takta. Golfklúbbur Vestmannaeyja var í nokkrum sérflokki hjá 15 ára og yngri er þeir unnu með nokkrum yf- irburðum og enduðu alls með 11 stig. í öðru sæti varð Golfklúbbur Suðurnesjá með 8 stig og í þriðja sæti varð A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Heimamenn í öðru sæti Hjá 16-18 ára hópnum kepptu 10 sveitir í karlaflokki með sama keppnisfyrirkomulagi og hjá yngri hóp. Þar varð Golfklúbburinn Leyn- ir atkvæðamestur. Leynispiltar höfðu nokkra yfirburði enda spil- uðu þeir úrvalsgolf og lentu sjaldan í vandræðum. Heimamenn í GKG höfnuðu í öðru sæti eftir spennandi keppni við GA. í kvennaflokki tóku þrjár sveitir þátt og kepptu þvi innbyrðis um tit- ilinn. Þar var Golfklúbburinn Kjöl- ur atkvæðamestur. Stúlkurnar spil- uðu gott golf af miklu öryggi. Golf- klúbbur Reykjavíkur hafnaði í þriðja sæti og Golfklúbbur Suður- nesja varð í þriðja. Golfararnir í eldri hópnum voru margir hverjir að spila mjög gott golf á ágætum velli Kópavogsbúa. Nokkuð mikið rigndi á meðan á sveitakeppninni stóð en krakkarnir klæddu það af sér og léku af mikilli ánægju og gleði. Sigursveit Golfklúbbsins Leynis 16-18 ára. Frá vinstri: Hauk- ur Dór Bragason, Hróðmar Halldórsson, Sveinbjörn Haf- steinsson, Stefán Orri Óiafsson, Bjarni Þór Hannesson og ' Hjalti Nielsen liðsstjóri. r jáÉifll f ; ? .**"* * _;/ ' CX 1 •j-íSS Golfkylfa í vöggugjöf „Ég fékk fyrstu golfkylfuna í vöggugjöf og fyrsta settið 2 ára. Ég er búinn að keppa í golfi síð- an ég var 8 ára,“ sagði Bjarni Þór Hannesson úr sigurliði Leynis sem bætti við að keppnin hefði verið meðalerfið. „Ég var að spila fint og það eru kannski járnhöggin helst sem eru góð hjá mér. Þetta er svona holukeppnisvöllur. Þetta var ekkert rosalega erfitt í fjór- menningi en það var meiri spenna hjá hinum. Þetta er sjötta árið mitt og ég ætla bara að reyna að stunda þetta af fullum krafti og reyna að bæta mig,“ sagði Sveinbjöm Hafsteinsson, ánægður með sigurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.