Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1999, Blaðsíða 22
€______ Fréttir MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 Sandgeröi: ' Vísindastarf á heimsmælikvarða DV, Suðurnesjum: Undanfarnar vikur hafa níu er- lendir vísindamenn auk innlendra ^.dvalist í Rannsóknastöðinni í Sandgerði og sinnt margvíslegum verkefnum. Ástæðan er sú að Rannsóknastöðin fékk styrk frá Evrópusambandinu til að bjóða fræðimönnum Evrópusambands- landanna að dvelja þar við rann- sóknir í ár. Meðal annars vinna þeir við rannsóknarverkefnið „Botndýr á Islandsmiðum" sem er umfangs- mikið verkefni sem hófst árið 1992. Að því verkefni standa Náttúru- fræðistofnun islands, Hafrann- sóknarstofnunin, Háskóli íslands og Sandgerðisbær en það er unnið undir umsjá umhverfisráðuneytis- ins. Að verkefninu koma milli sjötíu og áttatíu vísindamenn. Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla ís- lands, hefur stundað rannsóknir á áhrifum mengandi efna á sjávarlíf- verur auk vinnu við botndýra- verkefnið. „Ástæða þess að við komum hingað til Sandgerðis er sú að hér á Suðurnesjum er að finna bor- holusjó sem er laus við mengandi efni og hann hentar vel til til- rauna. Að verkefninu koma milli sjötíu og áttatíu erlendir vísinda- menn. Nokkrir vísindamannanna, sem eru hér núna, eru að rann- saka sérstaka dýrahópa, svo sem eins og kórala. Aðrir í hópnum eru að vinna með tilraunir á áhrif- um mengandi efna á sjávarlífver- ur. Við höfum fengið mikinn stuðning ýmissa, svo sem frá bæj- arfélaginu í Sandgerði og Rann- sóknarráði íslands sem veitti okk- ur myndarlegan styrk. Vísindamenn frá sjö þjóðlöndum dveljast nú við rannsóknir í Sandgerði. Efst til vinstri eru íslendingarnir Jörundur Svavarsson prófessor, Karl Gunn- arsson þörungafræðingur, Halldór Halldórsson, í meistaranámi við Háskóla íslands, og Eva Arnarsdóttir líffræðinemi. DV-mynd Arnheiður Það er í raun merkilegt að í skuli unnið rannsóknarstarf á þessu litla bæjarfélagi þar sem allt heimsmælikvarða." -A.G. hefur hingað til snúist um fisk Sæplast hf.: Nýtt 220 I fjöl- nota ker Sæplast hf. á Dalvík kynnir nýtt fjölnota ker á íslensku sjávarút- vegssýningunni í Smáranum í Kópavogi 1.^4. september. Kerið, sem ber heitið 220 1, er tvöfalt og einangrað með þéttu loki. Einangr- unin gefur því aukinn styrk og heldur hitastiginu stöðugu í lang- tíma. Kerið hentar mjög vel til notkunar í matvæláiðnaði, t.d. til flutnings á ísuðum eða frystum fiski, kjötvörum, lyfjum, drykkjar- vörum og fleiru. Það er gert úr sterku og endingargóðu polyethyl- inplasti sem er viðurkennt til notk- unar í matvælaiðnaði. Slétt yfír- borð og ávalar brúnir kersins gera öll þrif mjög auðveld og auk þess er auðvelt að stafla 220 1-kerunum, með eða án loks. -hiá Höfði fékk byggðakvótann Sveitarstjóm sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur úthlutað fisk- vinnslufyrirtækinu Höfða á Hofsósi byggöakvótanum sk. sem Byggða- _S>tofnun deildi út til hinna ýmsu byggðarlaga fyrir skömmu. Skv. ákvörðun Byggöastofnunar komu 114 þorskígildistonn til Hofsóss. Tveir aðilar auk Höfða sóttu um að fá af þessum kvóta. Höfði ehf. hefur starfað í nokkur ár og er einkum í vinnslu á ufsa. Það var stofnað eftir að Fiskiðjan Skagfirðingur hætti vinnslu á Hofsósi en þá blasti við að hluti íbúa þorpsins yrði atvinnu- laus. Að sögn Árna Egilssonar, framkvæmdastjóra Höfða, standa nú yfir samningar við útgerðaraðila um að veiða kvótann sem fyrirtæk- ið fékk úthlutað. -ÖÞ Vesturland: Vegur um Vatna- heiði enn til skoðunar Fyrirhugaður vegur um Vatna- heiði á Snæfellsnesi liggur nú öðm sinni hjá Skipulagsstjóra rík- isins til úrskurðar. Skipulagsstjóri óskaöi eftir viðbótum á mati á um- hverfisáhrifum vegarins fyrr í sumar og er nú að afla sér álits hinna ýmsu umsagnaraðila á end- urbætta matinu. Gert er ráð fyrir •^ndanlegum úrskurði skipulags- stjóra með haustinu. Að sögn Birgis Guðmundssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar í Borgarnesi, er nánast öruggt að hvorn veg sem úrskurður skipu- lagsstjóra verður muni hann verða kærður til umhverfisráðherra og því ekki að vænta að endanleg HÍkvörðun um byggingu vegar yfir Vatnaheiði verði tekin fyrr en um áramót. Vegurinn um Vatnaheiði, sem yrði 16,4 kílómetrar, á að kosta 466 milljónir króna. Hann á að koma í stað núverandi vegar um Kerling- arskarð, sem er 17,4 kílómetrar, en áætlaður kostnaður við lagningu nýs vegar þar er 499 milljónir króna. Kostir Vatnaheiðarvegar- ins munu fyrst og fremst vera þeir að hann er beinni og snjóléttari en Kerlingarskarðsvegurinn. íbúar á norðanverðu Snæfellsnesi munu almennt vera fylgjandi lagningu nýja vegarins en andstæðingar hans hafa bent á aö hann muni spilla ósnortnu landi. -GAR Þaö var vel tekið á móti gestum af starfsliði Blöndustöðvar þessa helgi. Athygli vakti að unglingar sýndu gestum mannvirkin og virtust þeir vel heima í ýmsu er laut að starfseminni. Þúsund manns komu í Blöndustöð „Við erum ánægð með hvernig til tókst hér og mér fannst fólk almennt mjög jákvætt með þessa opnu helgi," sagði Guðmundur Hagalín, stöðvarstjóri í Blönduvirkjun DV, Skagafirði: Um eitt þúsund manns lögðu leið sína að Blönduvirkun á dögunum þegar Landsvirkjun haföi fjórar virkjanir til sýnis fyrir almenning. Tilgangurinn var að leyfa fólki að skoða þessi miklu mannvirki og jafhframt að skiptast á skoðunum við forráðamenn fyrirtækisins um ýmislegt sem lýtur að rekstri þess, bæði í nútíð pg framtíð. Við Blöndu- virkjun gafst fólki einnig kostur á að skoða og reynsluaka rafmagnsbil og nýttu fjölmargir sér það og vakti billinn mikla athygli gesta. „Við erum ánægð með hvemig til tókst hér og mér fannst fólk al- mennt mjög jákvætt með þessa opnu helgi. Við urðum ekki vör við óánægju í garð Landsvirkjunar þó svo að fyrirtækið sé mikið í umræð- unni um þessar mundir og virkjun- aráform þess sæti harðri gagnrýni ákveðins hóps manna,“ sagði Guð- mundur Hagalín, stöðvarstjóri í Blönduvirkjun í samtali við frétta- mann. Það var vel tekið á móti gestum af starfsliði Blöndustöðvar þessa helgi. Athygli vakti að unglingar sýndu gestum mannvirkin og virtust þau vel heima í ýmsu er laut starfsem- inni. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að sum höfðu annast kynn- ingu á stöðinni undanfarin sumur auk fjölmargs annars sem þau vinna við yfir sumarið. Að lokinni skoðun á svæðinu var öllum gestum boðið til kaffidrykkju í matsal stöðvarinnar og fólki afhentur bolur til minningar um komuna. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.