Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 Fréttir DV Talning þorskseiða bendir til risaþorskstofns: Markvörður Þarf serstakar rannsóknir - fari veiðistofn í 3 milljónir tonna, segir forstjóri Hafró „Þessar fréttir eru auðvitaö stór- kostlegar. Auðvitað er það þannig að náttúran skiptir miklu máli en náttúran sér ekki fyrir neinu nema það séu til fiskar til að hrygna. Það fer saman vel heppnað klak og hag- stæð skilyröi í náttúrunni," segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um þau tíðindi frá Hafró að met- fjöldi þorskseiða hafi fundist. Ef gengiö er út frá því að mæling- in standist og seiðin komist af að teknu tilliti til 18 prósenta náttúr- legra affalla stefnir í að eftir 3-4 ár komi inn í veiðistofninn metárgang- ur. í gær sagði Guðjón A. Kristjáns- son, forseti Farmanna- og fiski- mannasam- bands ís- lands, við DV að skoða þyrfti hvort lífríkið þyldi svo stóran veiðistofn og hvort ekki væri heppilegra að veiða meira fyrr og halda þannig stofninum niðri. Nú er föst regla sú að úthlut- að er árlega kvóta sem nemur 25 prósentum af veiðistofni. Gangi björtustu spár eftir og haldið verði fast við 25 prósenta regluna verða veidd 750 þúsund tonn af þorski þeg- ar hinn sterki árgangur kemur inn í veiðina. DV spurði Kristján hvort til greina kæmi að hans mati að brjóta upp 25 prósenta regluna og jafna út þorskveiðina. „Ef það sannreynist að þessi seiði komist af þá hlýtur að koma til álita hvernig viö nýtum okkur þetta. Skili þessi þorskárgangur sér þá hljótum við að skoða hvernig viö nýtum hann. Öryggiö er aðalatriði og það þarf að skoða málið í sam- hengi við það hvemig seiðin komast Kristján Ragnarsson. Boggi blaðamaður starfar fyrir Baader-umboðið sem boðar nýjungar á sjáv- arútvegssýningunni. Um er að ræða vél sem hausar þorska og aðra fiska en skilar betri nýtingu en áður þekktist. Viðbúið er að þörf verði fyrir góðar græjur ef veiðistofn þorsks þrefaldast á næstu árum frá því sem nú er. DV-mynd ÞÖK af án þess að við séum að brjóta upp einhverja reglu fyrir fram,“ segir Kristján. „Það em yfirgnæfandi líkur á því að við fáum einn góðan árgang. Það er það sem okkur vantar til þess að við náum að auka veiðina á næstu ámm. Ef mikið af þessum seiðum lifir af eram við komnir með að- stæður sem við höfum ekki náð að rannsaka áður. Þá verðum við að skoða hlutina upp á nýtt,“ segir hann. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, varar við spám um að veiðistofn þorsks þre- faldist frá því sem nú er og fari í þrjár milljónir tonna. Gerist það aft- ur á móti segir hann að vísinda- menn verði að rann- saka málið upp á nýtt. Þá komi allt eins til álita að bregða út af 25 pró- senta regl- unni í ljósi þess að líf- ríkið nú sé gjörbreytt frá því var fyrr á öldinni þegar hvalastofnar voru í lægð og ekki var veidd rækja eða uppsjávarfiskar. „25 prósent aflareglan byggist á rannsóknum alla þessa öld. Að öllu jöfnu er þetta skynsamleg regla en ef það skapast mjög óvenjulegar að- stæður verðum við að vera tilbúnir að skoða málin," segir Jóhann. „Viö höfum ekki miklar áhyggjur af stómm þorskstofni í dag. Nú er veiðistofninn rúmlega milljón tonn og hann má stækka ansi mikið til þess að við höfum áhyggjur. Fari veiðistofninn í 3 milljónir tonna yrðu það gjörbreyttar aðstæður sem kölluðu á sérstakar rannsóknir," segir Jóhann. -rt Jóhann Sigurjónsson. Óvinir Austfirðinga Austfirðingar eru þessa dagana æfir út í höfuð- borgarbullur, kirkjunnar menn, Skotveiðifélag ís- lands og fréttastofu Sjón- varpsins. Reiði þeirra er öllu rétthugsandi fólki skiljanleg því umræddir aðilar hafa sammælst um að skjóta niður atvinnu- tækifærin í fjóröungnum. Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra hefur marglofað að það komi álver austur gegn því hógværa gjaldi að sökkt verði náttúruperlum á hálendinu sem hvort eð er hafa verið til óþurftar. Ráðherrann veit sem er að hálendiö er til þess eins fallið að þar týnist feröa- menn sem leita þarf að með ærnum tilkostnaði. Þetta vita Austfirðingar líka og hafa því ákveðið að hentugast sé að breyta hálendinu í stöðuvatn og fá jafnframt umhverfisvænt álver í Reyðar- íjörð. Allir vita að stanslaus flótti fólks hefur ver- ið frá dreifbýlinu til höfuðborgarinnar og með að- geröunum snúa Austfirðingar stöðunni sér í hag. Blómi starfsmanna í höfuðborginni mun að sjálf- sögðu taka sig upp og flytja austur til að vinna í álverinu góða. Austfirðingar þekkja vini sína jafnt sem óvini. Helsti óvinur þeirra er fyrrum skemmtikraftur sem hin síðari ár hefur snúið sér að frétta- mennsku. Sá heitir Ómar Ragnarsson og skemmt- ir nú skrattanum og öðrum íbúum höfuðborgar- innar með stöðugum fréttaflutningi af hálendis- svæðum sem á að fara að sökkva. Ekki má gæs fara úr fjöðrum á virkjunarsvæöi án þess að Ómar endurómi fréttum til landsmanna af at- burðinum. Ómar skilur ekki að gæsir eiga að halda sig í húsdýragarðinum og á Reykjavíkur- tjöm en ekki að vera þvælast uppi á hálendinu hættulega. Aðrir furðufuglar sem vilja hefta framgang atvinnumála á Austfjörðum em félagar í Skotveiðifélagi íslands. Þeir rövla um að ekki megi eyðileggja griðland gæsanna á Eyjabökkum. Þessi umhyggja kaldrifjaðra skotveiðimanna skýtur mörgum skelk í bringu og þá ekki aðeins Austfirðingum. Skyttumar þykjast nefnilega bera fyrir brjósti hag fugla svo þeir geti drepið þá seinna. Það á sem sagt að skjóta en ekki drekkja. Austfirðingar munu hafa íhugað að segja sig úr þjóðkirkjunni eftir að biskup íslands upplýsti að hjarta hans vildi ekki að Eyjabökkum yrði sökkt. Biskupinn er augljóslega á villigötum en ráöherr- ar framsóknar á sviði umhverfismála og iðnaðar þegja sem betur fer þunnu hljóð. Siv umhverfis- ráðherra veit sem er að snyrtilegra verður á há- lendinu þegar uppistöðulónum fjölgar. Hún hefúr því ákveðið að vera ekkert að þegja þunnu hljóði ásamt Finni umhverfisráðherra. Það er líka hollrara fyrir flokkinn sem hefur að geyma gæsa- skyttur og ofstækismenn sem ekki vilja sökkva hálendinu. Hvem fjandann eru þeir sem búa við kjötkatla bórgarinnar og geta fariö í Kringluna þegar þeim sýnist að skipta sér af einkamálum heimamanna á Austfjörðum. Reykvíkingar eiga Esjuna en Austfirðingar hálendið. Aðalhags- munamál dreifbýlisins er að setja biskupinn af og koma Ómari gæsapabba til byggða og helst út úr Sjónvarpinu. Dagfari I frægum fótboltaleik þingmanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um síð- ustu helgi fór Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður á kostum sem dómari. Hann notaði banana sem —\ áminningu í stað gulra 'il spjalda og sendi menn \Æv' l miskunnarlaust út af tO ^ \\ að éta hina suðrænu iK" ; • * 1 ávexti. Meöal þeirra sem ' |1 unnu sér inn hina vægu \ Kfct refsingu vom hinn ást- sæli Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfull- trúi og Sigurður Kári Kristjánsson, hinn harðvítugi formaður SUS. Sjálfur ávann dómarinn sér epli með því að út- hluta syni sínum víti sem hann brenndi af en skoraði ekki svo sem hermt var í Sandkomi í gær. Sá leikmaður sem kom mest á óvart var nýkjörinn þingmaður, Ásta Möller. Hún stóð í markinu og varði sem berserkur þrumuskot borgar- fulltrúa sem töpuðu leiknum þrátt fyrir að um tíma hafi dómarinn leikið með þeim. Nú er þess beðið að Ásta verði kölluð til liðs við landsliðið ... Tvífarar Vikublaðið Fókus hefur fastan dálk, Tvifara, þar sem hlið við hlið eru birtar myndir tveggja líkra persóna eins og nafn. dálksins gefur til kynna. Telja menn að erfitt verði að finna líkari ein- staklinga í útliti en þær stöllur Önnu Kristjánsdóttur vélstjóra og fréttakonuna Rósu Guðbjartsdóttur. Hins vegar heyrist það að norðan að þar sé þegar búið að finna þá tvo ein- staklinga sem bæði llkj- ast hvor öðrum í útliti og allri framkomu. Þessir tveir einstaklingar, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og blaðamaður Dags, Sigurður Bogi Sævarsson, voru staddir á blaðamannafundi á dögunum þar sem sveitamaður vatt sér að Sigurði Boga og sagði: „Gaman að þú skulir vera hérna með honum pabba þínum, Pétur minn.“ Þar átti sveitamaðurinn vitan- lega við son Halldórs, Pétur Blöndal... Davíð og Golíat Mikill titringur er meðal stjómenda Kaupþings vegna þeirra ávirðinga sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sett fram á fyrirtækið sem hann segir hafa sýnt af sér siðleysi og jafnvel lög- brot. Sá alvörugefni forstjóri Siguröur Einarsson mun eiga erf- iða daga. Innan Sjálfstæð- isflokks heyrast þær raddir að ekki þýði fyrir forstjórann að ætla að berjast við Davíð í þvi skyni að fá uppreisn æra. Eina ráðið sé að henda svo sem hund- rað milljónum í ímyndarherferð og lágmarka þannig tjóni fyrirtækisins. Þannig sé Goliat dæmdur til að tapa slagnum við Davíð... Óljós bæjarmörk Þær sameiningar sem átt hafa sér stað á sveitarfélögum undanfarin ár hafa valdið mörgum misskilningi og þó sérstaklega ókunnugum. Alkunna er að ísafiarðarbær vestra samanstendur af ísafirði hinum foma kaupstað og þorp- unum Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. í síðustu viku var mikið um dýrðir á Þingeyri þar sem for- seti íslands opnaði ís- lenska miðlun sem skap ar tugi starfa í ísafjarð- arbæ. Ragnheiður Há- konardóttir, forseti bæjarstjórnar ísafiarðarbæjar, mætti að sjálfsögðu til hátíðarinnar á Þingeyri. Þar sem hún stóð á tröppum skrifstofu fyrirtækisins lét hún þess getið að þetta væri yndisleg- ur dagur: „Það er meira að segja flaggað við bæjarmörkin," sagöi hún og vísaði til að þess að við hlið að þorpinu blöktu fánar við hún. Henni varð fátt um svör þegar innfæddir bentu henni á að hvergi væru bæjarmörk í öllum Dýrafiröi enda næði ísafiarðarbær í Amarfiörð ... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @JT. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.