Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Blaðsíða 20
Sóley Eiríksdóttir, nemi í Kársnesskóla og náttúruunnandi: að hlusta á þögnina óley hefur stundað sjóstanga- veiði með fjölskyldu sinni frá því húna var lítil stelpa á Flat- eyri. Hún býr nú í Kópavogi en kemur vestur á sumrum til að njóta kyrrðar og vestfirskrar fegurðar. „Það er algjör draumur að komast í bátsferð hörð- mn og renna fyrir DV-mynd GS fisk. Kyrrð- in er svo mikil og ekkert sem truflar nema sjávarniður og fugla- kvak. Mér finnst ekkert jafnast á við það að standa með stöngina og finna sjávarloftið leika um mig hér í faðmi fjallanna," segir Sóley. Sóley er í sumarvinnu hjá Skel- fiskyinnslunni á Flateyri og segist ekki geta hugsað sér lífið án þess að fara vestur á hverju sumri. „Ég hlakka alltaf tii að komast vestur á sumrin. Það er svo rosa- lega gott að losna úr stressinu í Reykjavík og vera hér í rólegheit- um. í Reykjavík getur maður til dæmis aldrei verið einn með sjálf- um sér en það er svo auðvelt héma. Mér flnnst gott að hlusta á þögnina og það er bara svo yndislegt hérna fyrir vestan,“ segir Sóley Eiríksdótt- ir. -GS i -J I '-JUJA/J^JJJJ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 A sjosto Undanfarið hafa margar fjölskyldur á Flateyri fengið sér báta sem eru án atvinnuveiði- leyfa. Þetta fólk stundar sjóstangaveiði og safnar sér fiski til vetrarins líkt og útvegs- bændur gerðu á árum áður. Tilveran forvitnaðist um þetta skemmtilega áhugamál. Eiríkur Guðmundsson, trásmiður og trillukarl: Vestfirska sjávarloftið mannbætandi Þegar við bjuggum hér á Flateyri allt árið þá fiskuðum við allan fiskinn sem við borðuðum. Núna höfum við vetursetu við Foss- voginn en erum hér á sumrin og stundum handfæraveiðar og sjóstangaveiði," segir Ei- ríkur Guðmundsson tré- smiður. Eiríkur er Flateyring- ur að uppmna sem sæk- ir sjóinn frá Flateyri á hverju sumri enda ná- lægðin við sjóinn hon- um í blóð borinn. Hann ' segir alla þá sem reynt hafi með sér sjóstanga- veiði í fyrsta sinn hafa heillast mjög af þessu enda hafl útivera i vest- firsku sjávarlofti mjög bætandi áhrif á fólk. „Ég man eftir útlend- ingum, sem fóru með mér fyrir nokkrum árum sjóstöng, sem sögðust hafa fengið jafnmik- ið súrefni á þessum tveimur klukku- tímum sem ferð- in tók og þeir hefðu andað að sér það sem af -var ævinni. Það vita allir sem reynt hafa að það er ekkert sem er skemmtilegra en sjóstangaveiði og „Útivera í vestfirsku sjávarlofti hefur bætandi áhrif á fólk,“ trillukarl og trésmiður. hér ríkir gamla lögmálið frá því að menn vildu fiska fiskinn sinn sjálfir, skjóta fugl- inn sinn og borða allt hægt er að borða. Fiskur sem maður veiðir sér sjálfur i soðið er miklu betri og sæt- ari á bragðið en annar fískur. Það er bara svoleiðis," segir Eiríkur Guð- mundsson, trésmiður og trillukarl. -GS segir Eiríkur Guðmundsson DV-mynd GS. Margrét Róberta Martin stangaveiðkona með vænan þorsk á stönginni. DV-mynd GS | Margrét Róberta Martin, húsmóðir og stangaveiðikona: gerir matinn betri Margrét Róberta og Sóley njóta lífsins á hafi út að loknum skemmtilegum veiðidegi. DV-mynd GS. argrét Róberta Martin er fædd og uppalin í Norður- Karólínu í Bandaríkjun- um. Margrét hefur oftsinnis dvalið á íslandi og er nú sest að á Flateyri, enda móðir hennar þaðan og mikið af skyldfólki er búsett á staðnum. Margrét hefur um skeið stundað sjóstangaveiði og finnst það besta dægrastytting. „Sjóstangaveiðin er engu lík. Ég fer oft með manninum á sjó og við tökum strákana okkar gjarna með. Þeim finnst veiðiskapur- inn afar skemmti- legur þótt sá yngri ráði ekki enn við að veiða. Hann finnur sig hins veg- ar vel í þessu og gefur okkur sem eldri erum góð ráð,“ segir Mar- grét. Það er algengt að fjölskyldur á Flateyri sameinist í þessu tómstundagamni og þeir sem reynt hafa eru flestir á þeirri skoð- un að ekkert komi í staðinn fyrir sjóstangaveiðina þar sem fjölskyld- an öll tekur sameiginlega á í skemmtilegu kappi um hver fiskar mest og hver fær stærsta fiskinn. Að mati Margrétar eru það einstök forréttindi að búa við aðstæður sem gera fólki kleift að nýta sér auðlind- ir náttúrunnar með þessum hætti og það rétt við húsdyrnar. „í Bandaríkjunum var töluvert um að fólk stundaði fiskveiðar rétt við heimili mitt. Það heillaði mig aldrei. Hérna gegnir þetta öðru máli og það er hreint æðislegt að komast í kyrrð og ró á hafi úti. Það er ein- stök tilfinning að bjóða fjölskyld- unni fiskrétti sem eru algjörlega frá manni sjálfum komnir. Þetta er miklu betri matur enda sögðu karl- amir að fyrirhöfnin gerði matinn betri og því væri stolinn harðfiskur miklu betri en keyptur,“ segir Mar- grét Róberta Martin. -GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.