Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.1999, Síða 23
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 27 I>V Collymore barði nýju kærustuna Fótboltakappinn Stan Collymore hefur nú beitt enn eina kærustuna ofbeldi. Estelle Williams fannst meövitundarlaus nú í vikunni og hafði Collymore lumbrað á henni I afbrýðiskasti. Svo hafði virst sem kappinn væri aö ná tökum á lífi sínu. Fulham hafði fengið hann að láni hjá Aston Villa og hann hafði auk þess farið í meðferð vegna þunglyndis og lofað að bæta sig. En nú hefur Stan Collymore sem sagt gert enn ein mistökin, að því er bresk blöð greina frá. Um miðja nótt aðfaranótt mánudags var lögreglan í London kölluð að íbúð Collymores. Þar gekk fótboltahetjan berserks- gang. í íbúðinni var Estelle Willi- ams, nýjasta kærasta Collymores, meðvitundarlaus. Hún hefur ekki viljað kæra hann fyrir ofbeldið. Á meðan heimsmeistarakeppnin í Stan Collymore gekk berserksgang. fótbolta fór fram i fyrra misþyrmdi Collymore þáverandi kærustu sinni, Ulriku Jonsson. Hún er þekktur sjónvarpsþáttastjórnandi í Bretlandi. Parið var á krá í París og Collymore varð afbrýðissamur. Hann barði og sparkaði í Ulriku þar til öðnun kráargesti tókst aö yfir- buga hann. Ulrika yfirgaf Collymore eftir barsmíðarnar en í fyrra var hann einnig ákærður fyr- ir ofbeldi gagnvart annarri kær- ustu, Michelle Green. Þá greindi enn ein kærastan, Lotta Farley, sem hafði verið með Collymore í fimm ár, frá því að hún hefði sætt ofbeldi. Fyrir nokkrum vikum varð Ulrika æf er hún frétti að Collymore hefði sýnt nýjum félögum hans í fótboltanum kynlífsmyndir af sér og honum. Hvað er annað hægt en að brosa út að eyrum þegar maður er í Feneyjum. Að minnsta kosti sá bandaríska leikkon- an Laura Dern ekki ástæðu til annars. Hún ætlar að kynna mynd á kvikmyndahátíðinni í borginni. Sviðsljós Sharon Stone í góðverkum: Seldi skartgripi Kvikmyndaleik- konan Sharon Sto- ne var í finu formi þegar hún tók þátt i skartgripaupp- boði einu miklu í Fort Myers á Flór- ída fyrir skömmu. Uppboðið var til styrktar konum sem hafa sætt mis- þyrmingum og misnotkun af öllu tagi. Sharon lá ekki á liði sínu í að telja gestina fjórtán hundruð á að losa sig við eitthvað af fénu sem þeir höfðu handbært. í því skyni settist hún í kjöltu fjöl- margra karla í salnum og manaði þá til að bjóða í vör- una sem var til sölu. Og þeir létu ekki á sér standa því alls seldist fyrir um tuttugu milljón- ir íslenskra króna. „Ég hef samrekkt næstum öllum þeim sem hafa gef- ið mér hálsfesti með demöntum. En þeir timar eru nú liðnir," sagði Sharon. MMC Pajero stw 2800 turbo disil ‘97 2800 cc, sjálfskiptur m/öllu, ekinn 45 þús. 7 manna bíll Jöoo. . WWW.evropa.is rasa Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Brúnaveg Dalbraut Selvogsgrunn Sporðagrunn Auðbrekku Löngubrekku Laufbrekku Máshóla Orrahóla Ugluhóla Valshóla Bankastræti Laugaveg Fjólugötu Smáragötu Sóleyjargötu Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000 Kryddpíur komn- ar í ævisögustríð Kryddpíumar fjórar voru ekki par hrifnar þegar fyrrum stallsystir þeirra, hin rauðhærða Geri Hall- iwell, sendi þeim eintak af væntan- legri ævisögu sinni. Geri vildi með sendingunni vera hugguleg og kurt- eis við þessar gömlu vinkonur sínar og skapa frið þeirra í milli. Það lukkaðist þó ekki, að sögn netútgáfu MTV. Stúlkumar bmgðust við skrifelsi hinnar rauðhærðu með því að hefja undirbúning að eigin ævisögu. Ef allt gengur eftir mun saga fjór- kvennanna sem eftir eru í Kryddpí- unum koma í bókabúðir mánuði á eftir ævisögu Geri. í sameiginlegri ævisögu ætla þær Melumar B og C og Victoria og Emma meðal annars að segja frá viðskilnaðinum við Geri, eins og hann horfir við þeim. í ofanálag ætla stúlkurnar líka að tjá sig um sólóferil hinnar brotthlaupnu. Fyrsta einleiksplata Geri hefur fengið blendna dóma gagnrýnenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.