Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Síða 21
21 . LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Lista- og menningarþátturinn KristaLl hefur göngu sína á ný eftir sumarleyfi. í vetur verður tekin upp sú nýbreytni að í viku hverri verða veitt verðlaun, Kristallinn, fyrir listviðburði sem bera af. Umsjónarmaður er sem fyrr Sigríður Margrét Guömundsdóttir og verða þættirnir sýndir á fimmtudagskvöldum. Ný athyglisverð heimildaþáttaröð í níu hlutum hefur göngu sína i október. í þáttunum, sem verða á dagskrá á mánudagskvöldum ijallar Stefán Jón Hafstein um vanda landsbyggðarinnar í viðu samhengi, þ.á m. flótta fóLksins úr byggðarlögunum. Haldnir verða fundir með fólki viða um land og leitað eftir skoðunum þess. Siggi Hall er mættur aftur í eldhúsið og reiðir fram dýrindis rétti í allan vetur á þriðjudagskvöldum. Hann fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. Uppskriftirnar úr þáttunum verða birtar á www.ys.is Loksins er komið að því! Endursýningar á hinni geysivinsætu gamanþáttaröð Heilsubælið í Gervahverfi hefjast í október og þá geta áhorfendur Stöðvar 2 endurnýjað kynnin við Hallgrím Orm, Simonettu Sörendsen, Saxa lækni og fleiri furóufugla HeilsubæLisins. Laddi, Edda Björgvinsdóttir, Pálmi Gestsson, Júlíus Brjánsson, Gísli Rúnar Jónsson og fleiri, fara á kostum í þessum sprenghLægilegu þáttum sem verða á dagskrá á föstudagskvöldum. Október & íðíenðkur !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.