Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Page 27
JLlV LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Stjórnmálamaður árþúsundsins á Vísi.is: Nú stendur sem hæst á Vísi.is kosn- ing um stjómmálamann árþúsunds- ins. Það era DV, Bylgjan, Vísir.is og SS sem standa fyrir kosningunni. í ár hefur staðið yfir viðamikil könnun meðal landsmanna um hvaða íslend- ingcir og atburðir hafi mótað mest líf okkar þessi þúsund ár. Fram að þessu hefur verið kosið um frumkvöðul ár- þúsundsins, atburð, persónuleika, konu, íþróttamann, skáld og íslands- vin. Enn á eftir að kjósa um bók- menntaverk og fræðimann árþús- undsins. Þátttaka í kosningunni hefur farið fram úr björtustu vonum og að sögn forsvarsmanns Visis.is hefur það komið sérstaklega á óvart hversu mikil fjölbreytni hefur verið í tilnefn- ingunum. Það skal tekið fram að að- eins er talið eitt atkvæði frá hverri tölvu. Kosiðtil 10. október Kosningin fór þannig fram að þátt- takendur gátu tiinefnt þá stjóramála- menn sem þeir töldu hafa skarað fram úr og kom mikill íjöldi af tilnefning- um. Síðan var kosið á milli þeirra sem flestar tilnefningar hlutu. Það voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jón Baldvin Hannibals- son, Jón Sigurðsson, Jón Þorláksson og Ólafur Thors sem flestar tilnefning- ar hlutu. Þegar siðast fréttist var kosningin æsispennandi en efstir að stigum voru þeir Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Ekki langt á eftir eru þeir Ólafur Thors og Jón Þorláksson. Þá er bara um að gera fyr- ir áhugasama að skella sér inn á Vísi.is og fara inn á vefmn íslands þúsund ár en kosningin stendur til 10. október. Jón Sigurðsson var leiðtogi þjóð- frelsisbaráttu íslendinga á 19. öld. Hann er þjóðhetja íslendinga. Jón bjó lengst af í Kaupmannahöfn. Hann fór utan til náms i Kaupmannahafnar- háskóla en fljótlega áttu þjóðfélags- og þjóðfrelsismál hug hans allan. Hann var kjörinn þing- maður ísfirðinga árið 1844 og þjónaði hann þeim til dauðadags. Á þjóðfundinum árið 1851 kom Jón fram sem óskoraður leiðtogi þjóðarinnar. Hann hafði skömmu áður hafið á loft kröfuna um sjálf- stjóm íslendinga - fullt fjárveitingar- og löggjafarvald Alþingis og fram- kvæmdavald. Með stöðulögum 1871 og stjómarskránni 1874 fengu íslending- ar flest þau réttindi sem Jón hafði barist lengst af fyrir. Þjóðhátíðardag- ur íslendinga, 17. júní, er fæðingar- dagur Jóns Sigurðssonar. Davíð Oddsson hefur verið alþing- ismaður fyrir Sjálfstæðisflokk og for- sætisráðherra síðan 1991. Hann var borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Davið var skrifstofustjóri Sjúkrasam- lags Reykjavíkur 1976-1978 og fram- kvæmdastjóri þess 1978-1982, formað- ur Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1974-1978 og í fræðsluráði Reykjavík- ur 1974-1982. í borgarstjóm Reykja- vikur 1974-1994. í borgarráði 1980-1991, formaður þess 1982-1991. í stjórn Landsvirkjunar 1983-1991. í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1979. Varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins 1989-1991, formaður hans frá 1991. Hefur samið þrjú leikrit fyrir sjón- varp og með öðrum tvö verk fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhús- ið. Ólafur Thors var sonur Thors Jen- sen, framkvæmdastjóra Kveldúlfs hf. Ólafur var alþingismaður Gullbringu- og Kjósasýslu árin 1926-59 og Reyknes- inga frá 1959. Hann sat á þingi fyrir Sj álfstæðisflokkinn og var ráðherra fyr- ir hann í allmörg ár, dómsmálaráð- herra 1932, atvinnu- málaráðherra 1950-53, forsætisráðherra 1953-56 og 1959-63. Ólafur var jafnframt formað- ur Sjálfstæðisflokksins 1934-61. Ólafur Thors er meðal áhrifamestu stjórn- málamanna frá stofnun íslenska lýð- veldisins. Hann var óhræddur við að fara eigin leiðir og bar hag sjávarút- vegs sérstaklega fyrir brjósti. Jón Baldvin Hannibalsson var skólameistari Menntaskólans á Isa- firði 1970-1979 og bæjarfulltrúi þar 1971-1978. Hann var alþingismaður Reykvíkinga frá 1982, fjármálaráð- herra 1987-1988 í ráðuneyti Þorsteins Pálssonar og utanrikisráðherra frá 1988 í ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar. Jón Baldvin var formað- ur Alþýðuflokksins frá 1984. Hann er nú sendiherra íslands í Washington. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fæddist í Reykjavík 31. desember 1954. Hún var þingmaður Reykvíkinga 1991-94 en varð borgarstjóri í Reykja- vík 13. júní 1994. Borgarfulltrúi 1982-88, þar af í borgarráði 1987-88. Sat í skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar á árunum 1982-86. Átti sæti í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar 1986-89. Alþingiskona fyrir Kvenna- listann í Reykjavík 1991-94. Á árunum 1991-94 starfaði Ingibjörg Sólrún í fé- lagsmálanefnd Alþingis, í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd 1991-94, í ut- anríkismálanefnd 1991-93 og í þing- mannanefnd EFTA. BA-próf í sagn- fræði og bókmenntum frá HÍ 1979. Gestanemi í sagnfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1979-81 og stundaði síðan cand.mag. nám í sagn- fræði við HÍ 1981-83. Jón Þorláksson var verkfræðing- ur og stjórnmálamaöur. Hann var for- maður íhaldsflokksins sem var stofn- aður 1924 og var lagður niður við stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929. Hann var fyrsti formaður Sjálfstæðis- flokksins til ársins 1934. Hann var þingmaður frá 1921-1933. Hann var auk þess bæjar- stjóri í Reykjavik. Jón Þorláksson var hugvitsmaður. Hann var helsti hugmyndafræðing- ur íhaldsflokksins og jafnframt frum- kvöðull á sviði byggingarmála en hann átti og rak fyrirtæki i þeirri starfsgrein. Sem bæjarstóri í Reykja- vík beitti hann sér fyrir því að heitt vatn yrði notað til húshitunar. fjóttu augnabliksins og hafðu þcegindin ífyrirrúmi Framleitt í USA Margar tegundir. Verð frá kr. 35.980,-. Áklæði & leður í miklu úrvali. Það geta allir í fjölskj'ldunni látið fara vel um sig í LA-Z-BOY. ! V,SA | Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Sími 510 8000 LA-Z-BOY Þrískipt baðkarshlíf 125 tm. Opib Mánud.-föstud. 9-18 Laugard. 10-14 new nuaasruriuKien Heill sturtuklefi rúnnaður, 90tm á kont. „ei|| sfurtuk|efi kontaður Framleiöandí: kantaðurSOcm SOcmákant. Baðkarshlif Tab srf. Italíu á kant. Heil opnun Hornopnun 76eða85cm. Þriðji stærsti framleibandi sturtubúnaöar í Evrópu i ftp://www.heildsoluverslunin.is Síóumúla 34 Við Fellsmúla Sími 588 7332 Fax 588 7335 Baðkarshlíf milli 150 til 200 cm. Fimmskipt baðkarshlif 118 cm. Baðkarshlif með gafli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.