Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 27
JLlV LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Stjórnmálamaður árþúsundsins á Vísi.is: Nú stendur sem hæst á Vísi.is kosn- ing um stjómmálamann árþúsunds- ins. Það era DV, Bylgjan, Vísir.is og SS sem standa fyrir kosningunni. í ár hefur staðið yfir viðamikil könnun meðal landsmanna um hvaða íslend- ingcir og atburðir hafi mótað mest líf okkar þessi þúsund ár. Fram að þessu hefur verið kosið um frumkvöðul ár- þúsundsins, atburð, persónuleika, konu, íþróttamann, skáld og íslands- vin. Enn á eftir að kjósa um bók- menntaverk og fræðimann árþús- undsins. Þátttaka í kosningunni hefur farið fram úr björtustu vonum og að sögn forsvarsmanns Visis.is hefur það komið sérstaklega á óvart hversu mikil fjölbreytni hefur verið í tilnefn- ingunum. Það skal tekið fram að að- eins er talið eitt atkvæði frá hverri tölvu. Kosiðtil 10. október Kosningin fór þannig fram að þátt- takendur gátu tiinefnt þá stjóramála- menn sem þeir töldu hafa skarað fram úr og kom mikill íjöldi af tilnefning- um. Síðan var kosið á milli þeirra sem flestar tilnefningar hlutu. Það voru Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jón Baldvin Hannibals- son, Jón Sigurðsson, Jón Þorláksson og Ólafur Thors sem flestar tilnefning- ar hlutu. Þegar siðast fréttist var kosningin æsispennandi en efstir að stigum voru þeir Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Ekki langt á eftir eru þeir Ólafur Thors og Jón Þorláksson. Þá er bara um að gera fyr- ir áhugasama að skella sér inn á Vísi.is og fara inn á vefmn íslands þúsund ár en kosningin stendur til 10. október. Jón Sigurðsson var leiðtogi þjóð- frelsisbaráttu íslendinga á 19. öld. Hann er þjóðhetja íslendinga. Jón bjó lengst af í Kaupmannahöfn. Hann fór utan til náms i Kaupmannahafnar- háskóla en fljótlega áttu þjóðfélags- og þjóðfrelsismál hug hans allan. Hann var kjörinn þing- maður ísfirðinga árið 1844 og þjónaði hann þeim til dauðadags. Á þjóðfundinum árið 1851 kom Jón fram sem óskoraður leiðtogi þjóðarinnar. Hann hafði skömmu áður hafið á loft kröfuna um sjálf- stjóm íslendinga - fullt fjárveitingar- og löggjafarvald Alþingis og fram- kvæmdavald. Með stöðulögum 1871 og stjómarskránni 1874 fengu íslending- ar flest þau réttindi sem Jón hafði barist lengst af fyrir. Þjóðhátíðardag- ur íslendinga, 17. júní, er fæðingar- dagur Jóns Sigurðssonar. Davíð Oddsson hefur verið alþing- ismaður fyrir Sjálfstæðisflokk og for- sætisráðherra síðan 1991. Hann var borgarstjóri í Reykjavík 1982-1991. Davið var skrifstofustjóri Sjúkrasam- lags Reykjavíkur 1976-1978 og fram- kvæmdastjóri þess 1978-1982, formað- ur Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1974-1978 og í fræðsluráði Reykjavík- ur 1974-1982. í borgarstjóm Reykja- vikur 1974-1994. í borgarráði 1980-1991, formaður þess 1982-1991. í stjórn Landsvirkjunar 1983-1991. í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1979. Varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins 1989-1991, formaður hans frá 1991. Hefur samið þrjú leikrit fyrir sjón- varp og með öðrum tvö verk fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhús- ið. Ólafur Thors var sonur Thors Jen- sen, framkvæmdastjóra Kveldúlfs hf. Ólafur var alþingismaður Gullbringu- og Kjósasýslu árin 1926-59 og Reyknes- inga frá 1959. Hann sat á þingi fyrir Sj álfstæðisflokkinn og var ráðherra fyr- ir hann í allmörg ár, dómsmálaráð- herra 1932, atvinnu- málaráðherra 1950-53, forsætisráðherra 1953-56 og 1959-63. Ólafur var jafnframt formað- ur Sjálfstæðisflokksins 1934-61. Ólafur Thors er meðal áhrifamestu stjórn- málamanna frá stofnun íslenska lýð- veldisins. Hann var óhræddur við að fara eigin leiðir og bar hag sjávarút- vegs sérstaklega fyrir brjósti. Jón Baldvin Hannibalsson var skólameistari Menntaskólans á Isa- firði 1970-1979 og bæjarfulltrúi þar 1971-1978. Hann var alþingismaður Reykvíkinga frá 1982, fjármálaráð- herra 1987-1988 í ráðuneyti Þorsteins Pálssonar og utanrikisráðherra frá 1988 í ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar. Jón Baldvin var formað- ur Alþýðuflokksins frá 1984. Hann er nú sendiherra íslands í Washington. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fæddist í Reykjavík 31. desember 1954. Hún var þingmaður Reykvíkinga 1991-94 en varð borgarstjóri í Reykja- vík 13. júní 1994. Borgarfulltrúi 1982-88, þar af í borgarráði 1987-88. Sat í skipulagsnefnd Reykjavíkur- borgar á árunum 1982-86. Átti sæti í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar 1986-89. Alþingiskona fyrir Kvenna- listann í Reykjavík 1991-94. Á árunum 1991-94 starfaði Ingibjörg Sólrún í fé- lagsmálanefnd Alþingis, í heilbrigðis- og tryggingamálanefnd 1991-94, í ut- anríkismálanefnd 1991-93 og í þing- mannanefnd EFTA. BA-próf í sagn- fræði og bókmenntum frá HÍ 1979. Gestanemi í sagnfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1979-81 og stundaði síðan cand.mag. nám í sagn- fræði við HÍ 1981-83. Jón Þorláksson var verkfræðing- ur og stjórnmálamaöur. Hann var for- maður íhaldsflokksins sem var stofn- aður 1924 og var lagður niður við stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929. Hann var fyrsti formaður Sjálfstæðis- flokksins til ársins 1934. Hann var þingmaður frá 1921-1933. Hann var auk þess bæjar- stjóri í Reykjavik. Jón Þorláksson var hugvitsmaður. Hann var helsti hugmyndafræðing- ur íhaldsflokksins og jafnframt frum- kvöðull á sviði byggingarmála en hann átti og rak fyrirtæki i þeirri starfsgrein. Sem bæjarstóri í Reykja- vík beitti hann sér fyrir því að heitt vatn yrði notað til húshitunar. fjóttu augnabliksins og hafðu þcegindin ífyrirrúmi Framleitt í USA Margar tegundir. Verð frá kr. 35.980,-. Áklæði & leður í miklu úrvali. Það geta allir í fjölskj'ldunni látið fara vel um sig í LA-Z-BOY. ! V,SA | Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Sími 510 8000 LA-Z-BOY Þrískipt baðkarshlíf 125 tm. Opib Mánud.-föstud. 9-18 Laugard. 10-14 new nuaasruriuKien Heill sturtuklefi rúnnaður, 90tm á kont. „ei|| sfurtuk|efi kontaður Framleiöandí: kantaðurSOcm SOcmákant. Baðkarshlif Tab srf. Italíu á kant. Heil opnun Hornopnun 76eða85cm. Þriðji stærsti framleibandi sturtubúnaöar í Evrópu i ftp://www.heildsoluverslunin.is Síóumúla 34 Við Fellsmúla Sími 588 7332 Fax 588 7335 Baðkarshlíf milli 150 til 200 cm. Fimmskipt baðkarshlif 118 cm. Baðkarshlif með gafli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.